Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ V LISTIR Listrænn Gamlar hugmyndir, nýjar aðferðir Martial Sigrún Anita Nardeau Hjálmtýsdóttir Nardeau TÓNLEIKAR verða haldnir í Hjalla- kirkju í kvöld kl. 20.30 þar sem meðal annars verður frumflutt messa eftir Martial Nardeau fyrir einsöngvara, barnakór, blandaðan kór og málmblásara en fram koma Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Anita Nardeau mezzosópran, sem er systir Martials og starfar í kór Radio France, hljómskálakvintettinn, Skólakór Kársness og Samkór Kópa- vogs. Stjórnendur verða auk Mart- ials, Þórunn Björnsdóttir og Stefán Guðmundsson. Fyrir hlé munu Hljómskálakvint- ettinn og kórarnir tveir flytja verk eftir Haendel, Scheidt, Nyberg og Britten en eftir hlé flytja þau mess- una ásamt einsöngvurunum tveimur. Martial segir verkið vera samið í sumar sem leið. „í stuttu máli mætti lýsa verkinu sem svo að í því séu gamlar hugmyndir útfærðar á nýjan hátt, með nýjum aðferðum en fimm málmblásturshljóðfæri má telja nokkuð óvenjulega samsetningu hljóðfæra." Martial segir að síðasta ár hafi verið eins konar jarðskjálftaár í tón- listarheiminum. „Það hefur allt log- að í illdeilum; Jón Leifs-deilan og svo Langholtskirkjudeilan nú hafa helst sett svip sinn á tónlistarlífið hér þannig að mér þykir gaman að geta komið fram með svolítið já- kvætt innlegg." Flytjendur verða alls um eitt hundrað talsins og segir Martial að það hafi verið sérlega góður starfs- andi á æfingatímanum. „Sumir flytj- endanna eru ekki vanir því að taka þátt í frumflutningi verks en þetta hefur gengið mjög vel enda hefur andrúmsloftið verið mjög gott.“ gervi- gómur í NIKOLAJ-kirkju í Kaup- mannahöfn stendur nú yfir listsýningin Skoðanamyndun 1-3, þar sem fjallað er um hvaðan svokölluð „góð“ list er sprottin, hvorki meira né minna. Að sögn skipuleggjand- ans, Morton Lerhard, er ætlun- in ekki að segja fólki hvað sé góð list, heldur hvernig hún verði til. Listsýningin er í nokkrum hlutum og í þeim fyrsta, sem hófst í síðustu viku, eru til sýnis eftirlætisverk 19 manna sem tengjast list á ein- hvern hátt; eru gagnrýnendur, listamenn, listaverkasafnarar eða listfræðingar. Á myndinni getur að líta eitt eftirlætis- verkanna á sýningunni, verkið „Uppercut“ eftir Dennis Oppenheim en það er gervi- gómur úr tréplötum, plast- froðu og listaverkabókum. Það er í eigu listaverkasalans Patriciu Asbæk. Fyrirlestur Hanne Backhaus HANNE Backhaus hönnuður flytur fyrirlestur með skyggn- um og myndbandi miðvikudag- inn 10. janúar kl. 16.30 í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, Skipholti 1, 4. hæð (Barmahlíð). Hanne er gestakennari í textíl við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og heldur nám- skeið í mynsturgerð og textíl- þrykki, en hún starfar við Dan- marks Designskole. Fyrirlesturinn fjallar um hvernig vinna að þrykki, hönn- un og kennslu spila saman í starfi hennar, annars vegar fyrir Danmarks Sesignskole og einnig fyrir Bla Form, sem er verslun rekin af sjö listakonum sem vinna saman að hönnun fatnaðar og skartgripa. í hópnum eru listakonur sem vinna að textílþrykki, ptjóni, skartgripagerð, vefnaði og tískuhönnun. Hópurinn hefur rekið sam- eignarfyrirtæki sitt í 14 ár og tekið þátt í sýningum, bæði sem hópur og sem einstaklingar. Einar Már fær góða dóma í Bókablaði Times Hefur dómgreind o g hugarflug mikils rithöfundar LOFSAMLEGUR dómur birtist nýlega um verðlaunabók Ein- ars Más Guðmunds- sonar, Engla alheims- ins, í Times Literary Supplement en í enskri þýðingu Bern- ards Scudder heitir bókin, Angels of the Universe. Gagnrýn- andi blaðsins, Paul Binding, segir að Ein- ar Már sé kannski einn virtasti íslenski rithöf- undur af sinni kynslóð. „Einar Már er talinn hafa frelsað alvarlegri bókmenntir í landi sínu undan þeirri ofuráherslu á fortíðina sem þær hafa helst ein- kennst af,“ segir Binding. „Áhrif sín og innblástur sækir hann meira í popp- og pönkgoð samtimans en í hetjur fornsagnanna; Páll í Engl- um alheimsins er þannig undir meiri áhrifum frá Bítlunum, Frank Zappa og Bowie en Njáli og Agli.“ I dómnum ræðir Binding umþað hvernig líf Páls í skugga geðveik- innar kallast á við veru Islands í NATO en Páll er fæddur sama dag og þjóðin gekk í hernaðarbanda- lagið, „þegar þjóðin varð allt í einu eins og smækkuð mynd af geðsjúk- um manni, vitfirrtur og klofinn í tvennt“, og sviptir sig lífi skömmu eftir að kalda stríðinu lýkur. Binding segir að minni rithöf- undur hefði notað þessa hliðstæðu til að hamra á gagnrýni um íslenska menningu og sálsýki, „en Einar Már lætur sér nægja að draga upp myndlíking- ar en útskýrir ekki. Spumingin sem skáld- sagan vekur er sú hvernig við getum sætt okkur við samfé- lagið, eða tilveruna yfirleitt, þegar menn lifa í þvílíkri sálarkvöl sem Páll. Einar Már hefur bæði innsæi og stílgáfu (sem kerpst vel til skila í fallegri þýðingu Bernards Scudd- er) til að fást við spurningar af þessu tagi. Þar sem Páll lýsir dauða sínum sýnir Einar Már að hann býr bæði yfir dómgreind og djörfu hugarflugi mikils rithöfundar. Englár alheimsins hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1995. Vonandi ratar hún til vandfýsnari lesenda á Bretlandi því hún á það svo sannarlega skil- ið.“ Einar Már Gðmundsson IE(B{M(S(sítM leysir vandann fíeflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. Breiddir; 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri, heftibyssa og límband einu verklærin. BVGGIHGAVÖRUVERSLUN P. ÞORGRIMSSON & GO AHtmf tll t lmg*r ARMULA 29 - REYKJAVIK - SIMI553-8640 KYIKMYNDIR Iláskólabíó PRESTUR (Priest) ★★★'/! Leikstjóri Antonia Bird. Handrits- höfundur Jimmy McGovem. Tónlist Fred Tammes. Aðalleikendur Linus Roache, Tom Wikinson, Robert Carlyle, Cathy Tyson, James Ellis, Christine Tremarco, Robert Pugh. Bresk. BBC/Polygram 1994. ÞESSI gagnrýna en þó örlítið gamansama mynd tekur skynsam- lega á hinum margvíslegustu hliðum mannlífsins í áhrifamikilli frásögn af kennimönnum og söfnuði í fá- tækri sókn kaþólskra í Liverpool. Hinn nýráðni faðir Greg (Linus Roac- he) er algjör andstaða miðaldra klerksins sem fyrir er í sókninni, hins vinstrisinnaða, fijálslynda föður Matthew (Tom Wilkinson), sem held- ur stólræður er minna Greg á fram- boðsfundi hjá Verkamannaflokknum, og býr í synd með Mary Kerrigan Guðsótti og góðir siðir (Cathy Tyson), ráðskonu sinni. Augu Gregs, boð- andi guðsótta , og góða siði, eiga fljótlega eftir að opnast fyrir eigin brestum og vangetu. Hann viðurkennir sam- kynhneigð sína með því að eiga mök við mann sem hann hrífst af á hommabúlu. Lisa (Christ- ine Tremarco), ung stúlka, skriftabam hans, biður hann ásjár þar sem hún er kynferðislega mis- notuð af föður sínum. LINUS Roache í hlutverki sínu. Klerkurinn ungi er hjálparvana og getur lítið að gert, múlbundinn kirkj- unnar lögum. í lokin grillir þó í heið- skíran himin. Það þarf gott handrit til að koma trúverðuglega til skila öllum þeim ytri og innri átökum sem einkenna Prestinn, og það er sannarlega fyrir hendi. Fjallað hispurs- laust, í anda bresks ný- raunsæis, um tilvistar- kreppu kaþólsku kirkj- unnar, vanmátt þjóna hennar, sem bundnir eru skírlífseið og þagnarheiti skriftaklefans. Myndin virkar sjálfsagt öðru vísi á kaþólska, en í augum flestra mótmælenda orka þessar reglur tvímælis. Kirkjufeður fá á baukinn fyrir veraldlegan hroka og hræsni, þá er komið á raunsæjan hátt inn á markmið og leiðir ólíkra skoðana inn- an kirkjunnar, sem holdiklæðast í prestunum ólíku. Hæst rís gagnrýnin í sifjaspellsþættinum, sem er í alla staði sérstaklega vel unninn, kvöl stúlkunnar, djöfulskapur föðurins, örvænting getulauss skriftaföðurins. Ástamál kaþólsks prests, og það sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.