Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MIIVIIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIG URBJORN ÞÓRÐARSON + Sigurbjörn Guðmundur Þórðarson prent- myndasmiður, Ölduslóð 28, Hafnarfirði, fædd- ist 11. desember 1919. Hann lést á hjartadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur á nýársnótt. Foreldr- ar hans voru Þórð- ur Þórðarson sjó- maður, f. 24.5. 1873, drukknaði á togaranum Robin- son 7-8.2. 1925, og Sigríður Grímsdóttir húsmóðir, f. 24.6. 1878, d. 18.6. 1949. Systkini Sigurbjörns voru 9 talsins, en sex þeirra eru nú látin. Eftirlif- andi systkini eru: Kristín S. Kimmel, búsett í New York í Bandaríkjunum, gift Bruno Kimmel, sem er látinn; Þórður, kvæntur Hrefnu Hallgríms- dóttur, sem er nýlátin; Guð- mundur Hafsteinn, rafvirkja- meistari í Hafnarfirði. Sigurbjörn kvæntist 22.5. 1948 Heiðveigu Árnýju Hálf- dánardóttur bankastarfs- manni, f. 9.8. 1928. Foreldrar hennar voru Hálfdán Bjarna- son, skipasmiður á Isafirði, og Guðbjörg Þórodds- dóttir. Fósturmóð- ir Heiðveigar var Jóhanna Sigurðar- dóttir. Börn Sigur- björns og Heið- veigar eru: Sigríð- ur Guðbjörg, f. 5.10. 1948, meina- tæknir, nú skrif- stofusljóri í Reykjavík, gift Gunnlaugi M. Sig- mundssyni alþing- ismanni og for- stjóra í Reykjavík. Börn þeirra eru: Sigmundur Davíð, Sigurbjörn Magnús og Nanna Margrét. Herdís Jó- hanna, f. 3.7. 1952 hjúkrunar- fræðingur og ljósmóðir. Börn hennar og Friðriks Sigurðsson- ar matreiðslumeistara og hót- elstjóra á Hvolsvelli eru: Heið- veig Hanna, Sigurður Daði og Oddný Silja. Helga Steingerð- ur, f. 2.11. 1960, búsett í Hafn- arfirði, gift Karli Ólafssyni tölvunarfræðingi. Börn þeirra eru: Guðmundur Karl, Ölafur Örn, Sigurbjörn Viðar, Grimur Steinn og Karl Emil. Útför Sigurbjörns fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. MIG LANGAR að minnast með örfáum fátæklegum orðum tengda- föður míns, Sigurbjörns Þórðarson- ar. Reyndar er ekki hægt að minn- ast hans Sibba í örfáum orðum þótt ekki sé nema eftir tæpra fimmtán ára kynni, en það er held- ur ekki hægt að kveðja hann án þess að fá að skrifa stuttan kafla í framhaldssöguna, eins og hann kallaði minningargreinar í Mogg- anum iðulega. En hvar skal byija? Ég minnist í fyrstu sérstaklega frísklegra umræðna yfir kaffi- bolla(um) við Sibba og Mumma bróður hans í eldhúsinu þeirra Heiðu og Sibba. Oftar en ekki blandaðist pólitík inn í umræðurn- ar, en Sibbi fékk einhvern veginn þá flugu í höfuðið að ég væri ófor- betranlegt íhald og neri mér því mjög um nasir. Ég hefndi mín að sjálfsögðu með því að segja að þrátt fyrir hinar fögru sósíalísku hug- sjónir hans um jöfnuð allra öreiga (var það ekki annars marxíska, ef ég má opinbera annars fátæklega pólitíska meðvitund mína?) væri hann í raun hinn versti kapítalisti, hann sjálfstæður atvinnurekand- inn! Svo má náttúrulega ekki gleyma öllum stuttu ferðalögunum okkar allra, í sumarbústaði hingað og þangað, eða á Þjóðvegahátíðina miklu, eða bara örstuttar ökuferðir að skoða eitthvað, sem vakið hafði forvitni okkar. Eitt af því sem ein- kenndi Sibba alltaf var óbilandi eljusemi og vilji til að gera hluti Htfímustofa Friðfums SuðurlandsbrautlO 108 Reykjavík * Sími 5531099 Opid öll kvöld til kl. 22 - einnig um hclgar. Skreytingar fyrír öll tilefni. Gjafavörur. sem veikt hjarta ekki leyfði. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð sem við fórum saman á báðum Volvoun- um okkar til Þingvalla til að skoða þar gat í gegnum klettastálið, sem við höfðum einmitt nýlega lært að væri til. Ég get rétt ímyndað mér löngun Sibba til að fylgja eftir okk- ur Helgu og strákunum í gegnum gatið og upp úr klettasprungunni handan þess, en því miður brast þrekið til þess og hann tók þess í stað á móti okkur með eftirvænt- ingu, eins og barn að taka á móti foreldrum sínum eftir útlandaferð, við útsýnisskífuna á brún Almanna- gjár. Ferðin í gegnum gatið var fest á myndband, en fyrir óskiljan- legan (og þó) klaufaskap minn skemmdi ég þá upptöku áður en tókst að afrita hana á varanlegra band. Nú síðast á aðfangadags- kvöld, í stuttri stund milli stríða í veikindum Sibba, var hann enn að stríða mér á því að mér skyldi tak- ast að klúðra upptökunni af ferð- inni í gegnum gatið. Ég sagði að við yrðum bara að endurtaka ferð- ina og innra með mér veit ég að við það verð ég að standa, ásamt fjölskyldu minni og Heiðu og Mumma. Svona mætti lengi halda áfram, en ég verð þó að viðurkenna að það er mér um megn á þessari stundu og hver nennir svo sem að lesa endalausar framhaldssögur. Ég vona að aðrir verði til þess að skrifa í þessa framhaldssögu löngu kaflana um lífsgleði, athafnasemi og afrek Sibba áður en ég kynntist honum. Sorg tengdafjölskyldu minnar er tvöföld því mágkona Sibba, hún Hrefna sem honum var svo kær, lést aðeins örfáum dögum á undan honum eftir erfið veikindi. Ég get því ekki stillt mig um að koma hér á framfæri sögu sem ég heyrði hjá henni Heiðu, tengdamóður minni, þó hún fyrirgefi mér það ef til vill aldrei. Þegar Sibbi hafði nýlega kynnst Heiðu komu hann og bróðir hans Þórður, eiginmaður Hrefnu, þar sem Heiða var stödd. Þórður gekk til Heiðu og virti hana lengi vel fyrir sér á mjög áberandi hátt og sagði svo: „Jú, ég verð að viður- kenna það að hún er næstum því eins falleg“. Þá hafði Sibbi nefni- lega gortað sig af því við Þórð að hann hefði sko náð í stúlku sem væri jafn falleg og hún Hrefna hans. Þó Sibbi hafí vel vitað að ég væri hálfgerður efahyggjumaður, segi ég samt: Guð geymi minning- una um kæran vin minn og tengda- föður, ástkæran föður eiginkonu minnar og elskulegan afa drengj- anna okkar. Karl. Sigurbjörn Þórðarson prent- myndasmiður í Hafnarfirði lést í Borgarspítalanum á nýársnótt eftir erfiða sjúkdómslegu. Sigurbjörn var innfæddur Hafn- firðingur og bjó þar alla tíð en for- eldrar hans höfðu flutt til Hafnar- ijarðar í upphafi aldarinnar þaðan sem faðir hann stundaði sjósókn. Hann var yngstur í tíu systkina hópi og ólst upp við kröpp kjör í æsku en faðir hans fórst með togar- anum Robinson 8. febrúar 1925 er Sigurbjörn var einungis rúmlega fjögurra ára gamall. Bág kjör ís- lenskrar alþýðu á fyrrihluta aldar- innar settu mark sitt á uppvaxtarár Sigurbjörns og hafa án efa átt sinn þátt í að hann varð snemma félags- lega meðvitaður og einlægur áhugamaður um bættan hag launa- fólks og allrar alþýðu manna. Upp- runa sínum gleymdi hann aldrei þótt hann kæmist sjálfur síðar í þokkalegar álnir og lét sér alla tíð annt um þá sem voru minni máttar eða höfðu orðið undir í þjóðfélag- inu. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ voru einkunnarorð Sigur- björns enda sýndi hann ætíð þeim sem hann umgekkst mikla nær- gætni. Sigurbjörn var vel lesinn í stjórn- málasögu þessarar aldar og fylgd- ist grannt með atburðum á vett- vangi innlendra og erlendra stjórn- mála. Þrátt fyrir afdráttarlausar skoðanir á þjóðmálum var hann einstakt ljúfmenni í allri umgengni og minnist sá sem þetta ritar ekki að sjá Sigurbjöm skipta skapi svo um væri talandi þann tæpa aldar- fjórðung sem leiðir beggja lágu saman. Á yngri árum tók Sigurbjörn virkan þátt í starfí íþróttafélagsins Hauka í Hafnarfirði og lék fótbolta í meistaraflokki félagsins um tíma. Hann hafði gaman af manntafli og náði góðri leikni í þeirri grein, tók þátt í fjölmörgum taflmótum oftast með góðum árangri og náði m.a. að sigra stórmeistarann Horst. Sigurbjörn var einn af stofnend- um Prentmyndasmiðafélags ís- lands og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir það félag, var for- maður þess um skeið og fulltrúi félagsins á þingum Alþýðusam- bands íslands. Sigurbjörn var við nám í prent- myndasmíði hjá Leiftri hf. og vann síðan við prentmyndagerð hjá Lit- rófí hf. fram til ársins 1959 er hann stofnaði ásamt Guðmundi bróður sínum Prentmyndagerð Hafnarfjarðar sem þeir ráku saman allt fram á síðustu ár. Sigurbjörn var góður fagmaður og oft fenginn til að vinna verk sem kröfðust mik- illar natni og nákvæmni. Hann lagði metnað sinn í að leysa öll verk fljótt og vel af hendi og spurði ekki hvað klukkunni liði ef við- skiptavinurinn þurfti að fá verki lokið fyrir næsta morgun. Sigur- björn fylgdist vel með nýjungum í atvinnugrein sinni og var þess meðvitaður að ný tækni mundi í tímans rás ryðja úr vegi hefðbundn- um myndamótum sem unnin voru með sýru í sink. Hygg ég að hann hafí fyrstur manna hér á landi keypt vélar til að framleiða mynda- mót úr plasti og þróaði þá fram- leiðslu síðar yfir í stimplagerð er eftirspurn eftir myndamótum minnkaði sainfara aukinni offsett- prentun. Ásamt bróður sínum Guð- mundi stofnaði hann bókaútgáfuna Þórsútgáfan sf. sem þeir ráku sam- hliða prentmyndagerðinni. Gáfu þeir m.a. úr hinar víðfrægu Heiðu- bækur ásamt sögum Agötu Christie. Sigurbjörn var hamingjusamlega giftur Heiðveigu Hálfdánardóttur frá Isafirði, nú starfsmanni Lands- banka Islands. Heiðveig stóð alla tíð dyggilega við bakið á manni sínum og studdi hann í þeim erfíðu veikindum sem hann bjó lengi við. Þau eignuðust þijár dætur og lét Sigurbjörn sér annt um velferð þeirra og okkar tengdasona sinna, hjálpaði okkur og leiðbeindi í lífs- baráttunni eftir því sem efni og aðstæður stóðu til hveiju sinni. Með Sigurbirni Þórðarsyni er genginn ljúfur og góður drengur sem við minnumst með þakklæti. Ég bið góðan guð að blessa minn- ingu hans og veita hans ástkæru eiginkonu, Heiðveigu, og dætrum hans og fjölskyldum þeirra styrk og huggun. Gunnlaugur M. Sigmundsson. Á öndverðum fyrsta degi þessa árs andaðist Sigurbjörn Þórðarson á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 76 ára að aldri. Sibbi, eins og vinir og ættingjar nefndu hann ávallt, var yngstur af 10 systkinum. Þar sem fjölskyldufaðirinn var fallinn frá þegar Sibbi var aðeins á 6. ári, gefur það augaleið, að hann þurfti snemma að taka til hendi við hvað- eina sem bauðst, en á kreppuárun- um var ekki um auðugan garð að gresja í þeim efnum. Það má því segja, að Sibbi hafi dottið í lukku- pottinn, þegar honum bauðst starf sem sendisveinn í Hafnarfjarðar apóteki, sem danskur maður að nafni Sören Kampmann rak og var íbúð lyfsalans á efri hæð hússins, þar sem Lena kona hans var í for- svari. Á þeim árum voru starfandi aðstoðarstúlkur á heimili lyfsalans og nokkur íjöldi starfsfólks í apó- tekinu svo að vinnustaðurinn var allfjölmennur. Segja má, að aðeins nafnið apótek sé sameiginlegt þess- ari stofnun eins og hún var þá og nú, svo mjög hefur reksturinn tek- ið stakkaskiptum. Það starf, sem Sibbi tók að sér, fól í sér margvís- leg verkefni svo sem sendiferðir, innheimtu, ræstingu að hluta og aðstoð við lyfjagerð. Öll þessi fjöl- breytilegu störf rækti Sibbi af stakri samviskusemi og lipurð og voru þau góður undirbúningur und- ir lífsstarfíð. Auk starfsþjálfunar fékk hann einstakt tækifæri til þess að læra dönsku, þar sem á umræddu tímabili og síðar voru danskir lyfjafræðingar starfandi í apótekinu. Einnig tel ég, að Háfn- arljarðar apótek hafi á þeim árum verið góður staður til þess að læra stundvísi og reglusemi, þar sem húsbóndinn var einstaklega stjórn- samur og stundvís. Getur sá, sem þessar línur ritar, trútt um talað, þar sem hann erfði stöðu Sibba í apótekinu, ef svo má að orði kom- ast, og sinnti henni um nokkurt skeið. Ástæða þess, að mál æxluð- ust með þessum hætti, var sú, að segja má, að á þessum árum hafí Sibbi átt tvo skugga. Annar þeirra var, eins og við er að búast, mjög líkur honum, en hinn var ekki eins líkur, enda var það sá, sem erfði starfið í apótekinu. Svo náin voru samskipti okkar í starfi og leik þótt aldursmunur væri nokkur. Á þessi samskipti bar aldrei skugga í hálfan sjöunda áratug. Ein af ástæðum þessara nánu samskipta voru fyrir utan persónueiginleika Sibba, sem voru einstaklega aðlað- andi, sameiginlegur áhugi á íþrótt- um, einkum knattspyrnu og hand- knattleik. Ég ætla ekki að bera saman þá aðstöðu, sem íþrótta- menn höfðu þá og nú vegna þess, að enginn mundi trúa nema þeir, sem sjálfir reyndu og fer nú óðum fækkandi, en ég fullyrði, að áhug- inn var síst minni þá en nú. Sibbi var frábær knattspyrnumaður og var hann einn af bestu knatt- spyrnumönnum Hafnarfjarðar um árabil og trúlega einn af þeim bestu á landinu. Sibbi gekk kornungur í knattspyrnufélagið Hauka, sem unglingaleiðtoginn sr. Friðrik Frið- riksson stofnaði, og var hann einn af frumkvöðlum þess um árabil og dyggur félagi til dánardægurs. Arið 1943 hóf Sibbi nám í prent- myndagerð í Leiftri í Reykjavík og starfaði hann við prentmyndagerð fyrirtækisins og hjá öðrum atvinnu- rekendum allt til ársins 1957, er hann stofnaði Prentmyndagerð Hafnarfjarðar ásamt Guðmundi bróður sínum og ráku þeir hana uns ekki var lengur stætt vegna heilsubrests. Vinátta okkar Sibba hófst um leið og ég man eftir mér. Höguðu atvikin því þannig, að er foreldrar mínir fluttust búferlum frá Vest- mannaeyjum til Hafnarfjarðar árið 1930, fengu þeir leigða litla íbúð á efri hæð hússins Selvogsgötu 1, sem Sigríður, móðir Sibba, hafði látið byggja af miklum dugnaði eftir lát manns síns. Með móður minni og Sigríði og hennar fólki tókst vinátta, sem ég hef hvergi annars staðar orðið vitni að. Það má því með sanni segja, að við systkinin höfum drukkið vináttu til þessarar ágætu Ijölskyldu með móðurmjólkinni, þótt við værum bæði yngri en afkomendur Sigríð- ar. Þarna skipti aldursmunurinn engu máli. Nú eru aðeins þijú þess- ara systkina Sibba ofar moldu en þau eru Þórður, Kristín, sem býr í Bandaríkjunum og Guðmundur Hafsteinn. Sibbi steig sitt stærsta gæfu- spor, er hann gekk að eiga Heið- veigu Hálfdánardóttur frá ísafirði, sem hefur reynst manni sínum dyggur lífsförunautur og stoð í löngum og erfíðum veikindum. Að lokum vil ég þakka mínum góða vini langa og einlæga vináttu, sem ég mun alltaf minnast og virða sem helgan dóm. Megi Guðs bless- um fylgja Sibba vini mínum um alla eilífð. Aðstandendum öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur okkar systkinanna. Vilhjálmur G. Skúlason. Tilveran verður sjálfsagt sjálfri sér lík á ný þó að í andartakinu hafi brugðið birtu í huga okkar sem í dag kveðjum Sigurbjörn Þórðar- son er lést á nýársnótt. Þó verður hún ekki söm eftir að horfinn er einn hlekkurinn úr þeirri keðju sem Selvogsgötufólkið, sem við nefnd- um svo þegar ég var lítill, mynd- aði. Þau voru tíu systkinin, afkom- endur Sigríðar Grímsdóttur og Þórðar Þórðarsonar. Systkinin héldu áfram að vera Selvogsgötu- fólkið þótt þau sum byggju þar aldrei eða flyttust burt, jafnvel til annarra landa. Eftir lifa nú þijú. Sigurbjörn var yngstur í hópnum en tilheyrði þeim kjarna sem lengst bjó í húsi móður sinnar á Selvogs- götu 1. Þegar ég man fyrst eftir Sibba var hann lágvaxinn, ákaflega hold- grannur, óvenju skarpleitur og nef- ið hvasst. Kannski fannst mér áður fyrr það vera ögn of stórt fyrir fín- gert andlitið. Á yngri árum var hann áberandi snar í hreyfingum en hin síðari ár ofboðlítið lotinn. Alltaf með Mumma, eldri bróður sínum. Meðan fullorðið fólk ómakaði sig enn á því að spyija krakka hverra manna þeir væru var stundum gott að svara að pabbi minn væri bróð- ir Sibba og Mumma. Þá jánkuðu menn gjarna og sögðu: „Já, Sibba í Haukum." Það var svo fyrir langa- löngu, á fótboltaæfingu hverfis- stráka á vellinum við Bryndís- arsjoppu sem ég skildi af hveiju menn tengdu Sibba einatt við Hauka. Það gerðist þannig. Hann átti leið framhjá vellinum, klæddur í jakkaföt og blankskó þegar bolt- inn skoppaði út af og fyrir fætur honum. Hann tók boltann á lofti, lagði hann fyrir sig af hnénu, negldi í slána og inn og hélt svo áfram. Strákarnir stóðu kyrrir um stund. Ég roðnaði af ánægju og stolti þegar ég var spurður hvort þetta væri ekki bróðir hans pabba míns. Einn sagðist vita að hann hefði verið í Haukum í gamladaga. Fyrir löngu heyrði ég af honum sögu sem ég hef raunar aldrei feng- ið staðfesta. Hún er á þá leið að Sibbi hefði verið svo mikill Hauka- maður að hann hefði neitað að láta taka af sér mynd með einhverju Hafnarfjarðarúrvali í fótbolta nema hann fengi að vera í Haukatreyj- unni. Sams konar prinsíppfestu af hans hálfu kynntist ég svo í eldhús-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.