Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Unnið af kappi við að safna saman jólatijám eftir hátíðina INGI sagði að jólatrjáasöfnunin gengi vel meðan stíllt væri í veðri. Morgunblaðið/Kristinn Allt að 200 stunda sjón- varpsefni Þreifingar um að Stöð 2 sýni frá ÓL 15 þúsund jólatijám safnað í fyrra REYKVÍKINGAR þurftu að hafa snör handtök og taka niður jólatré í húsakynnum sínum að lokinni jólahátíð- inni. Ingi Arason, yfirmaður hreinsunardeildar gatna- málastjóra, segist vona að búið verði að hirða flest jóla- trjánna í kvöld. Úr jólatrján- um er gerður jarðvegsbætir eða svokölluð molta. I fyrra voru hirt 15.000 jólatré. TF-LÍF flaug við erfiðar aðstæður Barninu líður vel LÍÐAN ungbamsins, sem flutt var frá Neskaupstað með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur aðfaranótt sl. laug- ardags, er góð, að sögn lækna á Landspítala. Læknar í Neskaupstað ákváðu að senda barnið, sem er drengur, suður aðeins þremur tímum eftir að það fæddist. Bogi Agnarsson, sem var flugstjóri á TF-LÍF í umræddri ferð, segir að nýja þyrlan hafi reynst einstaklega vel. Bogi sagði að við suðurströndina hefðu þeir lent í 50 hnúta vindi og vegna ísingar hefði ekki ver- ið hægt að klifra hærra. Skyggni í Neskaupstað var 1-2 km, myrkur og úrkoma. „Vélin stóð sig alveg frábær- lega og hefur sannað sig vel þennan vetur. í mörgum tilfell- um hefði ekki komið til greina að fara á litlu vélinni,“ sagði Bogi. ÓFORMLEGAR þreifingar hafa verið á milli Sjónvarpsins og Stöðv- ar 2 um að síðarnefnda stöðin sýni hluta af dagskrá frá Ólympíu- leikunum í Atlanta gegn hlutdeild í kostnaði. Sjónvarpið hefur einka- rétt á útsendingunum frá Atlanta gegnum aðild sína að EBU (Sam- bandi evrópskra útvarpsstöðva). Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins má reikna með allt að 200 klukkustunda sjónvarpsefni frá Ólympíuleikunum sem deilist niður á 17 daga, allt frá setningarhátíð- inni 20. júlí næstkomandi til 5. ágúst. Ingólfur Hannesson, yfir- maður íþróttadeildar Sjónvarpsins, sagði endanlega dagskrá ekki liggja fyrir og því óvíst um lengd útsendinganna. Hann sagði til viðmiðunar að sýndar hefðu verið um 150 klukkustundir af efni frá Ólympíuleikunum í Barcelona. Fylgst með íslendingum Alls mun vera keppt í 23 íþrótta- greinum á Ólympíuleikunum. Þeg- ar útsendingar frá Atlanta voru pantaðar fyrir ári síðan var áhersla lögð á fijálsar íþróttir og fimleika, sem þykja helstu greinar á leikum. Einnig verður sýnt frá úrslitaleikj- um í boltaíþróttum og fleira. Þá verður íslensku keppendunum fylgt eftir og reynt að ná myndum af þeim í keppni. „Við reynum að elta okkar fólk á stærsta íþrótta- móti heimsins," sagði Ingólfur. Klukkan í Atlanta verður 4 stund- um seinni en hér í sumar og því ljóst að margar útsendingar standa fram á nótt. Fordæmi eru fyrir því að sjón- varpsstöðvar innan EBU framselji einstakar dagskrár frá stórvið- burðum á borð við Ólympíuleika til annarra stöðva á sama útsend- ingarsvæði. Ingólfi Hannessyni þótti ekki fráleitt að aðrir en Sjón- varpið sýndu frá Ólympíuleikunum hér á landi og öxluðu kostnað af því. „Mér finnst það meira en sjálf- sagt, ef viðkomandi stöð nær til meginþorra landsins," sagði Ing- ólfur. Fréttaumfjöllun líklegust Valtýr Björn Valtýsson, deildar- stjóri íþróttafrétta á Stöð 2, kann- aðist við að óformlegar viðræður hafi farið fram milli sjónvarps- stöðvanna. í gær taldi hann þó lík- legast að Ólympíuleikamir í Atl- anta fengju fréttalega umfjöllun á Stöð 2 og Bylgjunni, líkt fyrri Ólympíuleikar. Hann sagði erlend- ar fréttastofur gera góða grein fyrir leikunum og því yrði úr nógu að moða. Valtýr sagði það spennandi verkefni, ef af yrði, að Stöð 2 sýndi beint frá Ólympíuleikupum og sagðist sjá fyrir sér að í framtíð- inrii yrði verkefnum sem þessu deilt á fleiri herðár en nú er gert. Á þriðja tug presta á höfuðborgars væðinu hélt fund í gær Handknattleiksdeildir safna trjánum saman Ingi sagði að þriðja árið í röð hefði verið samið við Handknattleiksráð íslands um að handknattleiksdeildir íþróttafélaganna söfnuðu saman jólatrjám í flestum hverfum gegn 170 króna greiðslu fyrir hvert tré. Borg- arstarfsmenn sæju hins vegar um að safna saman jólatrjám í gamla miðbænum. Hreinsun Iýkur íkvöld íbúar voru hvattir til að setjajólatrén út fyrir lóðar- mörk og var hafist handa við að safna þeim saman um há- degi á sunnudag. Aðalhreins- unin stendur yfir í þijá daga og lýkur í kvöld. Borgar- starfsmenn safna svo afgang- inum saman. Hringrás tijánna Þótt grænt barr jólatijánna hafi smám saman dofnað er langt frá því að hlutverki þeirra sé lokið. Trén eru flutt upp á gömlu haugana í Gufu- nesi. Eftir að þau hafa verið kurluð er hrossataði og gróð- urúrgangi bætt við og úr verður jarð vegsbætirinn molta. Molta var fyrst notuð í fyrrasumar. Alls var safnað saman 15.000jólatrjám í fyrra. Handknattleiksdeildirnar sáu um að safna 11.500 og borg- arstarfsmenn söfnuðu 3.500. Vanþóknun lýst á yfir- lýsingum Geirs Waage Á ÞRIÐJA tug presta samþykkti samhljóða á fundi í gær að lýsa yfir vanþóknun sinni á yfir- lýsingum Geirs Waage, formanns Prestafélags Islands, um trúnaðarbrest milli presta og bisk- ups. Geir segir í grein í Morgunblaðinu í dag að honum beri að sækja og veija rétt og hags- muni einstakra presta og stéttarinnar í heild. Biskup og vígslubiskupar leggja áherslu á sam- stöðu sína og gagnkvæman stuðning eftir bisk- upafund í gær. í grein sinni rekur Geir fréttaflutning ríkisút- varpsins um deilumar í Langholtskirkju í hádeg- isfréttum þann 30. desember. Hann segir að biskup hafi lýst því yfir að sérstökum rann- sóknaraðila yrði falið að ráða til lykta deilur sóknarprests og organista í Langholtskirkju. „Herra Ólafur Skúlason bendir á að það sé alls- kostar á valdi dómsmálaráðherra að veita og vísa úr prestsembætti ef svo ber undir. Og með því að ráðherrann hafi þetta vald sé eðlilegt að ráðuneyti hans hafí formleg afskipti af deil- unni,“ vitnar Geir í fréttatímann. Geir segir að yfirlýsinguna ásamt framan- greindum rökstuðningi og meðfylgjandi orðum biskups í viðtali við fréttamann þar sem hann hafi nefnt nefnd í þessu samhengi hafi hann skilið svo að biskup væri ráðinn í því að koma sóknarprestinum frá og hafi til þess valið þá aðferð sem fram hafi komið í framangreindu samhengi. „Eg taldi víst að biskupinn hefði haft um þetta samráð við ráðherra. Það liggur í eðli málsins," segir Geir í greininni. Hann staðfestir að hafa látið hafa eftir sér að málið væri mjög alvarlegt og í málatilbúnaðinum kæmi fram trún- aðarbrestur af biskups hálfu gagnvart prestinum og prestum almennt þar sem allir prestar gætu þá átt það yfír sér að verða settir af með þess- um hætti framvegis. Hann tekur fram að hann beri alla ábyrgð á þessum orðum. Lýst yfir trausti á biskupi Efnt var til fundar presta á höfuðborgarsvæð- inu vegna ummæla Geirs í gær. Fundurinn sam- þykkti samhljóða eftirfarandi yfírlýsingu. „Fjöl- mennur fundur presta á höfuðborgarsvæðinu, haldinn í Hallgrímskirkju 5. janúar 1996, lýsir yfír vanþóknun sinni á yfírlýsingum formanns Prestafélags íslands um trúnaðarbrest milli presta og biskups og lýsir trausti á biskupi ís- lands sem hirði og leiðtoga kirkjunnar. Hvetjum við presta kirkjunnar og trúnaðarmenn að gæta hófsemi og stillingar í orðum sínum og þeirrar virðingar sem erindi hennar sæmir.“ Sr. Vigfús Þór Ámason, sóknarprestur í Graf- arvogi, segir að á þriðja tug presta af um 40 á höfuðborgarsvæðinu hafí sótt fundinn. Fund- inum hafi því til viðbótar borist tilkynningar frá fleiri prestum um stuðning við yfírlýsinguna. Hann sagði að til fundarins hefði verið boðað vegna yfirlýsingar Geirs um að trúnaðarbrestur væri milli presta og biskups. „Þó svo Geir kunni persónulega að þykja eitthvað athugavert við einhveijar athafnir biskups er ekki þar með sagt að trúnaðarbrestur ríki milli presta og biskups almennt,“ sagði Vigfús. Hann sagði eðlilegra að Geir sneri sér beint til biskups með gagnrýni sína. Ekki væri heldur hlutverk formanns Presta- félagins að tjá sig með þessum hætti. „Honum ber að standa vörð um réttindi, skyldur, kjör og ytri aðstæður okkar prestanna. Um innri málefni er biskupinn okkar höfuð.“ Samstaða biskupa Hr. Ólafur Skúlason, biskup íslands, sr. Bolli Gústafsson, vígslubiskup á Hólum, og sr. Sigurð- ur Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, lýsa yfír nauðsyn þess að setja niður deilur þær í kirkjunni sem verið hafa mikið til umfjöllunar í sameiginlegri yfirlýsingu að loknum fundi í gær. Fram kemur að biskup og vígslubiskup leggi áherslu á samstöðu sína og gagnkvæman stuðning við að leita leiða í málinu og öðrum sem upp kunni að koma. Hr. Ólafur játti því að fram hefði komið ágreiningur á milli sín og sr. Sigurðar vegna deilnanna í Langholtskirkju þegar rætt var við hann. „Fram hefur komið að ágreiningur væri milli mín og vígslubiskupsins. Við setjum hann niður og samþykkjum yfírlýsingu um að við vilj- um starfa nánar saman með því að bera saman bækur okkar,“ sagði hann. Hann sagði að fram hefði komið að framkvæmd yrði endurskoðun á stöðu og starfí vígslubiskupanna. „Vígslubiskup- amir senda mér athugasemdir við erindisbréfíð og svo hittumst við til að fara yfír málið í lok febrúar," sagði hr. Ólafur. Um yfírlýsingu prestanna sagðist hann þakka þeim fyrir að hafa lýst því yfír að hann stæði ekki einn og óstuddur. „Ég vissi það nú fyrir- fram og þurfti þess vegna ekki neinar yfirlýsing- ar en auðvitað gleður mig að margir séu sömu skoðunar og ég.“ 1 i I i I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.