Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samúðar- kveðjur frá forseta Islands VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, sendi Jacques Chirac, for- seta Frakklands, svohljóðandi samúðarskeyti í gær fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vegna fráfalls Fran^ois Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseta: Herra Jacques Chirac, forseti Frakklands. Herra forseti, ég votta yður fyrir hönd ís- lensku þjóðarinnar hluttekningu við fráfall Fran?ois Mitterrand fyrrum forseta Frakklands. Fran?ois Mitterrand var merkur og mikilsmetinn stjórnmálaleiðtogi og minning hans mun varðveitast um gjörvallan heim. Ég átti þess kost að kynnast honum persónu- Iega og minnist hans með mikilli virðingu. Vigdís Finnbogadóttir. Ekkju Mitterrands vottuð samúð Forseti íslands sendi einnig Danielle Mitterrand, ekkju forset- ans fyrrverandi, samúðarkveðju: Kæra frú Mitterrand, ég votta yður og fjölskyldunni allri innilega samúð mína við frá- fall Fran?ois Mitterrand fyrrum forseta Frakklands. Ég minnist með mikilli hlýju ánægjulegra viðræðna við hr. Fran?ois Mitterrand. Mér er sér- staklega minnisstæð opinber heimsókn mín til Frakklands árið 1983 og opinberar heimsóknir hans til Islands árin 1989 og 1990. Ég sendi yður hlýjar hugsanir á þessari sorgarstundu. Á Islandi minnumst við, eins og þjóðir um allan heim, Fran^ois Mitterrand sem merks og mikilsmetins stjórn- málaleiðtoga. Vigdís Finnbogadóttir Lottómiði með 24 milljóna vinningi var seldur í Horninu á Selfossi Eigandinn hafði ekki gefið sig fram í gærkvöldi Stefnuskrá stjórnar Dagsbrúnar Tilraun um Flóabandalag* olli vonbrigðum HÆSTI vinningur sem komið hef- ur á einn lottómiða eða rúmar 24 milljónir var seldur í versluninni Horninu á Selfossi. Þetta er í tí- unda sinn sem fyrsti vinningur kemur á miða sem seldur er í versluninni. Síðast kom þar vinn- ingur í desember 1994. Hinn heppni lottóspilari hafði ekki gef- ið sig fram við íslenska getspá í gærkvöldi. Gunnar B. Guðmundsson, eig- andi verslunarinnar, sagðist að vonum ánægður með að miðinn skyldi vera seldur í versluninni og það væri sérstakt að það væri einn með fimmfaldan vinning. Hann sagði að frá upphafi lottós- ins hefði að jafnaði komið einn fyrsti vinningur á ári á miða sem seldur væri í Horninu. Einn þess- ara vinninga hefði aldrei gengið út. Heildarupphæð vinninga nam 36.067.150 kr. á laugardaginn. Einn fékk fyrsta vinning eða 24.358.950 kr. Átta voru með fjóra rétta og bónustölu og fengu 218.780 kr, þrjú hundruð þrjátíu og fjórir fengu fjóra rétta og komu 9.030 kr. í hlut hvers og rúmlega ellefu þúsund og sjö hundrað fengu þrjá rétta og hlutu 590 kr. Fréttaritari hitti starfsstúlk- urnar í Horninu, Áslaugu Heið- arsdóttur og Rósu Mortenz, í gær og voru þær að vonum ánægðar með lottókassann. „SÚ SPURNING hlýtur að vakna hvort stóru samflotin heyri ekki sögunni til. Tilraunin um Flóa- bandalagið, sem vakti miklar vonir um að myndast gæti blokk sem megnaði að brjóta kyrrstöðuísinn, olli einnig vonbrigðum. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn og eithvað brast í þeirri samstöðu,“ segir í kosningastefnuskrá fram- boðs núverandi stjómar og trúnað- arráðs Verkamannafélagsins Dags- brúnar. Fyrir gerð kjarasamninga á fyrri hluta síðasta árs komu Dagsbrún, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur fram sámeiginlega gagnvart atvinnurek- endum undir heitinu Flóabandalag- ið. Sömu félög stóðu að uppsögn kjarasamninga í nóvember sl. sem voru dæmdar ógildar fyrir Félags- dómi. Taxtahækkanir í stað eingreiðslna „Dagsbrúnarmenn hljóta að velta því fyrir sér hvort ekki sé komið aftur að upphafinu og að félagið verði að heyja sína baráttu eitt og óstutt,“ segir ennfremur í kosninga- stefnuskránni. Er áhersla í kjara- málum sögð vera beinar launa- hækkanir, taxtahækkanir í stað ein- greiðslna, grunnkaup sem nálgist raunverulegar launagreiðslur og stóreflingu starfsmenntunar. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Samúðar- kveðja for- sætisráð- herra DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra íslands, sendi í gær svohljóðandi samúðarskeyti til Jacques Chiracs, forseta Frakklands, vegna andláts Franijois Mitterrands: Háttvirti forseti, fyrir hönd ríkisstjórnar íslands og mína vil ég votta samúð mína vegna andláts herra FranQois Mitterrands, fyrrum forseta franska lýðveldisins. Hr. Mitterrand gaf þjóð sinni arf, sem mun veita leiðtogum lýðræðis- ríkja hvatningu og innblástur. Mínar hlýjustu kveðjur og innileg- ustu samúð sendi ég ekkju hans og öðrum fjölskyldumeðlimum. Virðingarfyllst, Davíð Oddsson ■ f I I s I I I : I I I Deilt um fyrirkomulag blaðaútgáfu og aðgang að símaskrá í stjórnarkjöri í Dagsbrún KJÖRSTJÓRN vegna stjómar- og trúnaðarráðskosninganna í Dags- brún hefur farið yfir framboðslista B-listans, mótframboðs gegn tillögu uppstillingarnefndar núverandi stjórnar og trúnaðarráðs, en gengið var með formlegum hætti frá til- kynningu um framboðið sl. laugar- dag. Að sögn Snæs Karlssonar, for- manns kjörstjórnar, vantar nokkur nöfn frambjóðenda til trúnaðarráðs Dagsbrúnar á listann en framboðið hefur frest til 12. janúar að bæta úr því en þá rennur framboðsfrestur út. Kristján Árnason, formannsefni B-listans, segir ekkert vandamál að bæta nöfnum á listann. Gengið verði frá því á morgun þegar lqömefnd kemur saman. Skv. lögum félagsins þarf að iágmarki 120 menn til að bjóða fram lista þar sem boðnir eru fram 100 menn í trúnaðarráð og 20 til vara. Úr þessum hópi koma síðan sjö stjómarmenn og þrír til vara og stjórnarmenn nokkurra sjóða. Ætluðu að handsala heiðursmannasamkomulag Forystumenn B-listans fengu fé- lagaskrá Dagsbrúnar af- ________ henta þegar framboðslist- inn var formlega lagður fram á laugardag. Krist- ján segir að þegar skráin var skoðuð hafi komið í Ekki nægur fjöldi frambjóðenda á B-listanum Fengu félaga- skrá en ekki símanúmer Dagsbrúnar um ósæmandi vinnu- brögð í þessu máli. Að sögn Snæs Karlssonar, for- manns kjörstjómar, var klippt út úr félagsskránni yfirlit yfir iðgjöld fé- iagsmanna, enda sagði hann að þau væru einkamá! hvers og eins. Talsmenn B-listans hafa haft uppi harðar ásakanir á framboð stjómar- innar vegna ýmissa atvika á undan- förnum dögum og hafa þung orð fallið. „Þessi gagnrýni þeirra er að verða ________ á svo lágu plani að hún er ekki svaraverð. Ef menn geta ekki lyft sér upp í félagslega og kjara- lega gagnrýni er ekki nokkur leið að standa í ljós að á henni voru eingöngu nöfn og heimilisföng félagsmanna en símanúmer þeirra hefðu verið kiippt út úr skránni. Framboðinu sé því takmarkað gagn í henni. Sakar hann forystumenn framboðs stjómar þessu skítkasti. Við verðum bara að leiða þetta hjá okkur og þeir geta átt völlinn í leðjunni ef þeir vilja,“ segir Halldór Bjömsson, formanns- efni framboðs stjórnar Dagsbrúnar. Kristján sagði að þeir Halldór, hefðu orðið sammála um það á föstu- dag að gera heiðursmannasamkomu- lag á laugardagsmorguninn, með handsali í vitna viðurvist, „um að þessum óþverraskap sem hefur dunið yfir um mig og varaformann okkar, myndi linna“, eins og Kristján orðaði það og vísaði þar til staðhæfinga um að einhveijir stæðu fyrir rógsherferð meðal Dagsbrúnarmanna. Kristján sagði Halldór hins vegar hafa horfið úr húsi áður én af þessu varð og gagnrýnir hann Halldór harðlega fyrir framgöngu hans varðandi út- gáfu blaðs sem gefa á út með kynn- ingu framboðslistanna og stefnu þeirra. Sameiginleg útgáfa eða sitt hvort blaðið? Að sögn Halldórs samþykkti stjóm og trúnaðárráð Dagsbrúnar að hvort framboð um sig fengi 100 þúsund kr. til að standa straum af kostnaði við blaðaútgáfu til kynningar á fram- boðunum. Gengið var út frá að gefið yrði út eitt blað á kostnað félagsins sem fulltrúar beggja iista gætu skrif- að í og þar ættu framboðin jafnan rétt til að kynna nöfn þeirra sem í framboði væru. Hann sagði að sl. laugardag hefði verið haldinn sam- eiginlegur fundur með uppstillingar- nefnd þar sem sú hugmynd kom upp að skynsamlegra gæti verið að gefa út tvö blöð hvors lista í stað sameig- inlegs blaðs til að komast hjá hugsan- legum ágreiningi um uppröðun efnis í blaðið. __________ „Það varð ofan á að þetta væri eðlilegra. Við ætluðum engu að síður að greiða prentun og dreif- ingu beggja blaðanna. Þarna kom hins vegar upp einhver misskilningur og menn virtust ekki hafa haft samband hver við annan. Blaðið var komið í vinnslu á laugar- dag svo ég stöðvaði hana. Þá tóku þeir það sem enn eitt bolabragðið Gagnrýni sögð á lágu plani af okkar hálfu og úr þessu varð mikill hávaði,“ segir Halldór. Hann sagði að formannsframbjóð- andi B-listans hefði snúist öndverður gegn þessari hugmynd og var því ákveðið á sunnudag að fyrst forystu- menn B-listans væru ekki tilbúnir til að ræða þessar hugmyndir væri rétt- ast að halda sig við fyrri ákvörðun og gefa út eitt sameiginlegt blað, sem kæmi væntanlega út um helgina. Sagðist Halldór hafa tilkynnt kosn- ingastjóra B-listans þetta í gær. Ekkert samkomulag Kristján Ámason kannast ekki við neitt samkomulag um að hætta við útgáfu sameiginlegs blaðs. B-listan- um hafi verið sett þröng tímamörk varðandi skil á efni í blaðið en á laug- ardag hafi komið í ljós að Halldór og einhveijir ótilgreindir menn hafi upp á sitt eindæmi ákveðið að hætta við útgáfu blaðsins, þvert ofan í fyrri samþykkt stjómarinnar. Þá hafi mönnum orðið ljóst að framboð stjórnar Dagsbrúnar ætlaði sér að nota Dagsbrúnarblaðið til að kynna sitt framboð og að B-listanum yrði _________ gert að gefa út sérblað. Kristján sagði að þetta mál væri allt í uppnámi og ekkert samkomulag um útgáfuna. Hann sagði að fulltrúar B-listans kæmu ekki nálægt þessari útgáfu frekar og þeir myndu þess í stað reyna að kynna framboð sitt með greinaskrifum í Morgunblaðið og DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.