Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 11 FRÉTTIR Bondbíllinn afhentur ÁSRÚN Karlsdóttir í Reykjavík hreppti BondbOinn svonefnda, BMW 316i, að verðmæti 2,5 milljónir króna og fékk hann afhentan í gær. Það voru útvarpsstöðin FM 957, Sambíóin og Háskólabíó sem stóðu fyrir James Bond- leiknum í tengslum við frum- sýningu nýjustu Bond myndar- innar, Gullauga. Að sögn Haf- þórs Sveinjónssonar markaðs- fulltrúa var mikil þátttaka í leiknum. Vinningurinn var dreginn út á fjölskylduskemmtum FM 957, Sambíóanna og Háskólabíós í Perlunni síðastliðinn laugar- dag. .4, l—f ; ’ Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÓLAFUR Guðmundsson (t.v.), frá Bifreiðum og landbúnaðarvélum, og Hafþór Sveinjónsson, mark- aðsfulltrúi, afhentu Ásrúnu Karlsdóttur Bondbílinn fyrir hönd FM 957, Sambíóanna og Háskólabíós. Veittust að vörðunum TVEIR fangar á Litla-Hrauni veittust að tveimur fangavörðum í fangelsinu laust fyrir kl. 22 á föstudagskvöld. Kom til átaka á milli þeirra en fangaverðirnir yfir- buguðu fangana fljótlega. í átök- unum hlutu báðir fangaverðirnir áverka, annar þeirra minniháttar en hinn fékk höfuðhögg og skrám- aðist. Málið er í rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglunni. Fangarnir eru nú vistaðir í einangrun í Síðumúla- fangelsi. Þar verða þeir vistaðir í 30 daga, en samkvæmt lögum um fangelsi og fangavist hefur for- stöðumaður fangelsis rétt til að beita fanga agaviðurlögum með einangrunarvist í allt að 30 daga. Fimm útgerðir stofna Félag úthafsútgerða „Ekki verið að stofna félagið til höfuðs LÍÚ“ STOFNFUNDUR Félags úthafsút: gerða var haldinn sl. föstudag. í félaginu eru útgerðarfyrirtæki sem gera út fiskiskip til veiða utan ís- lenskrar fiskveiðilögsögu, enda hafi skipin ekki veiðiheimildir innan hennar og séu skráð á íslandi eða í meirihlutaeigu eða rekstri ís- lenskra aðila. I fréttatilkynningu sem send var út af þessu tilefni segir að tilgang- ur félagsins sé að vinna að hvers konar sameiginlegum réttindum og hagsmunum félagsmanna sinna og vera í fyrirsvari fyrir þá gagnvart íslenskum stjórnvöldum, stjórnvöld- um annarra ríkja og á alþjóðavett- vangi. Að stofnun félagsins stóðu fulltrúar 12 útgerða. „Við ætlum að stilla okkar strengi saman og gæta okkar hags- muna þar sem þeir fara út fyrir svið LIÚ,“ segir Snorri Snorrason, formaður félagsins. „Margir af stofnaðilum eru líka í LÍÚ. Það er ekki verið að stofna félagið til höf- uðs LÍÚ, heldur til að vinna að sam- eiginlegum og sérstökum hagsmun- um_ þessara útgerða.“ Á fyrsta fundi félagsins, sem haldinn var að loknum stofnfundin- um, samþykkti stjórn félagsins að beina því til stjórnvalda að þau hafi samráð við félagið um þau málefni er snerta hagsmuni aðil- anna. Samræmist illa samþykktum Það kemur fram hjá Kristjáni Ragnarssyni, formanni LÍÚ, að fjögur af þrettán skipum í hinu nýja félagi séu líka í LIÚ. Hin skip- in sigli undir erlendu flaggi og séu ýmist í eigu eða leigð af íslenskum aðilum og geti því ekki verið í LÍÚ. „í sjálfu sér er ekkert nema gott um það að segja að menn myndi félagsskap um áhugamál sín,“ seg- ir Kristján. „En eftir stendur að eigendur þeirra skipa sem eru í þessum félagsskap vilja áfram vera í LIÚ, sem mér finnst samræmast ilia samþykktum félagsins." Hann segir samt að ekki verði amast við þeim á nokkurn hátt. „Við munum áfram sinna hagsmun- um þeirra sem veiða utan íslenskrar lögsögu, enda eru flest þeirra skipa með veiðirétt í lögsögunni og þar með ekki aðilar að þessu félagi.“ Framkvæmdastjóri Evrópusamtaka ungra íhaldsmanna Skri fstof utækn i Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrif- stofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: li Handfært bókhald ■ Tölvugrunnur fflk Ritvinnsla ■ Töflureiknir ■ Verslunarreikningur ■ Gagnagrunnur ■ Mannleg samskipti ■ Tölvubókhald S Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar ■ Aðalskrifstofurnar hérlendis ANDRÉS Pétur Rún- arsson var kosinn framkvæmdastjóri Evrópusamtaka ungra íhaldsmanna á aðal- fundi samtakanna sem haldinn var í Dan- mörku í desember sl. Jón Kristinn Snæhólm var endurkjörinn vara- formaður. Andrés Pétur Rún- arsson sat í stjórn SUS kjörtímabilið 1993 til 1995. Hann stofnaði Fasteignasöluna Kaupmiðlun árið 1991 Andrés Pétur Rúnarsson og var framkvæmda- stjóri hennar í tvö ár. Hann var við háskóla- nám í Edinburg í tvö ár, en er nú fram- kvæmdastjóri Stuðla- bergs ehf. sem rekur Kaffi Óliver. Evrópusamtökin voru stofnuð árið 1993 og innifela 22 ungliða- hreyfingar frá 20 ríkj- um. Á aðalfundinum voru gerðar nokkrar breytingar á fram- kvæmdastjórn samtak- anna og var hlutur Sambands urigra sjálfstæðismanna aukinn í stjórninni. Ástæðan var sú að SUS þótti búa yfir mestri reynslu í útgáfumálum, kosningaundirbúningi og ráð- stefnuhaldi og vera í bestri stöðu til að hjálpa til við uppbyggingu ungliðahreyfinga hægriflokka Austur Evrópu. Aðalskrifstofa Evrópusamtak- anna verður staðsett á íslandi næsta kjörtímabil stjórnarinnar. Davíð Oddsson var einróma end- urkjörinn heiðursforseti samtak- anna, en þeir Jaques Chirac, Carl Bildt, Hans Engel og John Major voru kosnir varaformenn. „Ég hafði samband við Tölvuskóla Islands og ætlaði að fá undirstöðu íbókhaldi og var mér bent á skrif- stofutækninámið. Eftir að hafa setið þetta nám þá tel ég mig mun hæfari starfskraft en áður og nú get ég nýtt mér þá kosti, sem tölvuvinnslan hefur upp á að bjóða. Ég mæli eindregið með þessu námi. “ Ólafur Benediktsson, starfsmaður Glófaxa. Oll námsgögn innifalin Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 567 14 66 Skipholti 19 Sími: 552 9Ö00 /AHT AD 40% AFSLATTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.