Morgunblaðið - 09.01.1996, Side 11

Morgunblaðið - 09.01.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 11 FRÉTTIR Bondbíllinn afhentur ÁSRÚN Karlsdóttir í Reykjavík hreppti BondbOinn svonefnda, BMW 316i, að verðmæti 2,5 milljónir króna og fékk hann afhentan í gær. Það voru útvarpsstöðin FM 957, Sambíóin og Háskólabíó sem stóðu fyrir James Bond- leiknum í tengslum við frum- sýningu nýjustu Bond myndar- innar, Gullauga. Að sögn Haf- þórs Sveinjónssonar markaðs- fulltrúa var mikil þátttaka í leiknum. Vinningurinn var dreginn út á fjölskylduskemmtum FM 957, Sambíóanna og Háskólabíós í Perlunni síðastliðinn laugar- dag. .4, l—f ; ’ Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÓLAFUR Guðmundsson (t.v.), frá Bifreiðum og landbúnaðarvélum, og Hafþór Sveinjónsson, mark- aðsfulltrúi, afhentu Ásrúnu Karlsdóttur Bondbílinn fyrir hönd FM 957, Sambíóanna og Háskólabíós. Veittust að vörðunum TVEIR fangar á Litla-Hrauni veittust að tveimur fangavörðum í fangelsinu laust fyrir kl. 22 á föstudagskvöld. Kom til átaka á milli þeirra en fangaverðirnir yfir- buguðu fangana fljótlega. í átök- unum hlutu báðir fangaverðirnir áverka, annar þeirra minniháttar en hinn fékk höfuðhögg og skrám- aðist. Málið er í rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglunni. Fangarnir eru nú vistaðir í einangrun í Síðumúla- fangelsi. Þar verða þeir vistaðir í 30 daga, en samkvæmt lögum um fangelsi og fangavist hefur for- stöðumaður fangelsis rétt til að beita fanga agaviðurlögum með einangrunarvist í allt að 30 daga. Fimm útgerðir stofna Félag úthafsútgerða „Ekki verið að stofna félagið til höfuðs LÍÚ“ STOFNFUNDUR Félags úthafsút: gerða var haldinn sl. föstudag. í félaginu eru útgerðarfyrirtæki sem gera út fiskiskip til veiða utan ís- lenskrar fiskveiðilögsögu, enda hafi skipin ekki veiðiheimildir innan hennar og séu skráð á íslandi eða í meirihlutaeigu eða rekstri ís- lenskra aðila. I fréttatilkynningu sem send var út af þessu tilefni segir að tilgang- ur félagsins sé að vinna að hvers konar sameiginlegum réttindum og hagsmunum félagsmanna sinna og vera í fyrirsvari fyrir þá gagnvart íslenskum stjórnvöldum, stjórnvöld- um annarra ríkja og á alþjóðavett- vangi. Að stofnun félagsins stóðu fulltrúar 12 útgerða. „Við ætlum að stilla okkar strengi saman og gæta okkar hags- muna þar sem þeir fara út fyrir svið LIÚ,“ segir Snorri Snorrason, formaður félagsins. „Margir af stofnaðilum eru líka í LÍÚ. Það er ekki verið að stofna félagið til höf- uðs LÍÚ, heldur til að vinna að sam- eiginlegum og sérstökum hagsmun- um_ þessara útgerða.“ Á fyrsta fundi félagsins, sem haldinn var að loknum stofnfundin- um, samþykkti stjórn félagsins að beina því til stjórnvalda að þau hafi samráð við félagið um þau málefni er snerta hagsmuni aðil- anna. Samræmist illa samþykktum Það kemur fram hjá Kristjáni Ragnarssyni, formanni LÍÚ, að fjögur af þrettán skipum í hinu nýja félagi séu líka í LIÚ. Hin skip- in sigli undir erlendu flaggi og séu ýmist í eigu eða leigð af íslenskum aðilum og geti því ekki verið í LÍÚ. „í sjálfu sér er ekkert nema gott um það að segja að menn myndi félagsskap um áhugamál sín,“ seg- ir Kristján. „En eftir stendur að eigendur þeirra skipa sem eru í þessum félagsskap vilja áfram vera í LIÚ, sem mér finnst samræmast ilia samþykktum félagsins." Hann segir samt að ekki verði amast við þeim á nokkurn hátt. „Við munum áfram sinna hagsmun- um þeirra sem veiða utan íslenskrar lögsögu, enda eru flest þeirra skipa með veiðirétt í lögsögunni og þar með ekki aðilar að þessu félagi.“ Framkvæmdastjóri Evrópusamtaka ungra íhaldsmanna Skri fstof utækn i Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrif- stofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: li Handfært bókhald ■ Tölvugrunnur fflk Ritvinnsla ■ Töflureiknir ■ Verslunarreikningur ■ Gagnagrunnur ■ Mannleg samskipti ■ Tölvubókhald S Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar ■ Aðalskrifstofurnar hérlendis ANDRÉS Pétur Rún- arsson var kosinn framkvæmdastjóri Evrópusamtaka ungra íhaldsmanna á aðal- fundi samtakanna sem haldinn var í Dan- mörku í desember sl. Jón Kristinn Snæhólm var endurkjörinn vara- formaður. Andrés Pétur Rún- arsson sat í stjórn SUS kjörtímabilið 1993 til 1995. Hann stofnaði Fasteignasöluna Kaupmiðlun árið 1991 Andrés Pétur Rúnarsson og var framkvæmda- stjóri hennar í tvö ár. Hann var við háskóla- nám í Edinburg í tvö ár, en er nú fram- kvæmdastjóri Stuðla- bergs ehf. sem rekur Kaffi Óliver. Evrópusamtökin voru stofnuð árið 1993 og innifela 22 ungliða- hreyfingar frá 20 ríkj- um. Á aðalfundinum voru gerðar nokkrar breytingar á fram- kvæmdastjórn samtak- anna og var hlutur Sambands urigra sjálfstæðismanna aukinn í stjórninni. Ástæðan var sú að SUS þótti búa yfir mestri reynslu í útgáfumálum, kosningaundirbúningi og ráð- stefnuhaldi og vera í bestri stöðu til að hjálpa til við uppbyggingu ungliðahreyfinga hægriflokka Austur Evrópu. Aðalskrifstofa Evrópusamtak- anna verður staðsett á íslandi næsta kjörtímabil stjórnarinnar. Davíð Oddsson var einróma end- urkjörinn heiðursforseti samtak- anna, en þeir Jaques Chirac, Carl Bildt, Hans Engel og John Major voru kosnir varaformenn. „Ég hafði samband við Tölvuskóla Islands og ætlaði að fá undirstöðu íbókhaldi og var mér bent á skrif- stofutækninámið. Eftir að hafa setið þetta nám þá tel ég mig mun hæfari starfskraft en áður og nú get ég nýtt mér þá kosti, sem tölvuvinnslan hefur upp á að bjóða. Ég mæli eindregið með þessu námi. “ Ólafur Benediktsson, starfsmaður Glófaxa. Oll námsgögn innifalin Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 567 14 66 Skipholti 19 Sími: 552 9Ö00 /AHT AD 40% AFSLATTUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.