Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Finnar vilja styrkja stöðu íslenzku og finnsku í norrænu samstarfi Skilningur verði tryggð- ur þótt það kosti fé Morgunblaðið/Ásdís Sólin hækkar álofti Flugleiðir Snjókoma eyðilagði útsöluna FLUGLEIÐIR tapa líklega milljónum króna vegna mis- heppnaðrar auglýsingaherferð- ar í Bandaríkjunum um síðustu helgi, samkvæmt upplýsingum Steins Loga Björnssonar, svæðisstjóra fyrirtækisins þar. Að sögn Steins Loga var félagið með auglýsingaherferð um helgina í þeim tilgangi að auka ferðalög með Flugleiðum til Evrópu. Viðskiptavinum voru boðin tvö sæti fyrir eitt á sérstökum kjörum, svosem tíðkast hefur á leiðum félagsins milli íslands og Evrópu. „Þetta er í fyrsta sinn sem við gerum þetta hér en nú er allt útlit fyrir að þessi útsala fari forgörðum og við sitjum bara uppi með kostnað- inn,“ sagði Steinn Logi. „Við auglýstum heilmikið um helgina og áttum von á að símalínurnar yrðu rauðglóandi í dag. En það komst enginn til vinnu vegna fannfergisins og því enginn til að svara í síma á skrifstofum okkar,“ sagði Steinn Logi Bjömsson. Breiðþota leigð Á sunnudag féll niður áætl- unarferð frá Keflavík til Balti- more og vélin sem var á leið til New York varð að lenda í Orlando, að sögn Einars Sig- urðssonar, blaðafulltrúa Flug- leiða. Þar bíða um 170 farþeg- ar eftir að um hægist og lokið verður við að ryðja flugvöllinn í New York. I gær var ekkert flogið vestur um haf vegna veðurs en í dag hefur verið leigð Boeing 747 breiðþota frá Frakklandi til að fljúga vestur. Vélin mun fara til Baltimore og New York síðdegis með 519 farþega. ■ Veðrið lokaði/19 FINNSKA ríkisstjórnin, sem tók við formennsku í norrænu ráðherra- nefndinni um áramótin, leggur höf- uðáherzlu á það í starfsáætlun sinni, sem hefur verið gefin út, að styrkja stöðu íslenzku og finnsku og tryggja að Norðurlandabúar geti gert sig skiljanlega á eigin móðurmáli í norrænu samstarfi og í sámskiptum við yfirvöld á Norður- löndunum. í starfsáætluninni segir meðal annars: „Með málskilningi er ekki aðeins átt við kunnáttu í „skandin- avísku“, heldur er afar mikilvægt að leggja einnig áherzlu á þá, sem tala finnsku og íslenzku og geta ekki tjáð sig á neinu skandinavísku máli. Finnland hyggst samþykkja aðgerðir, sem auka möguleika Norðurlandabúa — líka Finna og íslendinga — að taka þátt í nor- rænu samstarfí á eigin tungumáli á jafnréttisgrundvelli.“ Finnska stjómin leggur áherzlu á að Norðurlandabúar njóti jafns rétt- ar, einnig hvað tungumálið varðar, í hvaða norrænu ríki sem þeir búa. Þá segir í starfsáætluninni að athug- un skuli fara fram á framkvæmd norræna tungumálasáttmálans, til að tryggja tungumálaþjónustu á Norðurlöndum. „Að þessu ber að keppa, jafnvel þótt það hafi í för með sér mikil íjárútlát, sem kunna að íþyngja norrænu Ijárlögunum næstu árin,“ segir í áætluninni. Norræni tungumálasáttmálinn kveður á um að tryggja beri að norrænir borgarar geti tjáð sig á eigin móðurmáli í samskiptum við yfirvöld hvar sem er á Norðurlönd- unum. Því beri að leggja mönnum til túlk, þó með þeim fyrirvara að því verði við komið. Þessir göngugarpar á nýju brúnni yfir Kringluraýrar- braut nutu hækkandi sólar og góða veðursins. Daginn lengir nú hvern dag og horfir fólk fram á bjartari tíð með blóm- um í haga. Það var trú manna að sólin hækkaði á lofti um hænufet hvern dag. Frá vetrarsólstöð- um hinn 22. desember síðast- liðinn hefur daginn lengt um 45 mínútur, eða að jafnaði tvær og hálfa mínútu á dag. Kærði leign- bílstjóra fyrir nauðgun Könnun gerð á nýgengi alnæmis í Vestur-Evrópu Island eina landið þar sem ekki er árleg aukning ÚTBREIÐSLA alnæmis er ekki eins ör á íslandi og í mörgum öðrum lönd- um og er ísland eina landið í V-Evr- ópu þar sem ekki hefur verið árleg aukning nýgengis, þ.e. fjölda tilfella á 100 þúsund íbúa á ári. Þetta kemur fram í grein í janúar- hefti Læknablaðsins. I greininni er lýst faraldsfræði alnæmis og smits af völdum alnæmisveiru fyrstu 10 árin sem sjúkdómurinn hefur verið þekktur á íslandi. Helstu breyting- arnar á tímabilinu voru vaxandi hlut- ur gagnkynhneigðra meðal smitaðra einstaklinga og minnkuð útbreiðsla smits meðal samkynhneigðra karla. í árslok 1994 höfðu greinst 79 karlar og 14 konur með smit af völd- um alnæmisveiru. Af þeim greindust 30 karlar og fimm konur með al- riæmi. Flestir þeirra sem höfðu smit- ast voru á aldrinum 20-29 ára (44%) og flestir þeirra sem greindust með alnæmi voru á aldrinum 30-39 ára (40%). Nýgengi alnæmis var 1,36 (2,3 hjá körlum og 0,4 hjá konum) á fyrstu 10 árunum. Af þeim 35 sem greind- ust með alnæmi dóu 26 (74%) á tíma- bilinu. Meðallíftími eftir að alnæmi greindist reyndist 22 mánuðir. Alnæmi fyrst greint hér 1985 Nýgengi greinds smits náði há- marki hér á landi á árunum 1985- 1988 en hefur síðan haldist nokkuð stöðugt. Dánartala vegna alnæmis hefur vaxið hlutfallslega meira hin síðari ár en fjöldi þeirra sem greinst hafa með sjúkdóminn. Bæði nýgengi og dánartala sjúkdómsins eru óbein- ar vísbendingar um að dregið hafi úr útbreiðslu smits á undanförnum árum og að ekki hafi verið margir ógreindir smitaðir einstaklingar í samfélaginu. Hlutfall gagnkynhneigðra óx Flestir þeirra sem greindust með alnæmi (91%) og alnæmissmit (65%) voru samkynhneigðir karlmenn enda eru þeir stærsti áhættuhópurinn hér sem víðast annars staðar á Vestur- löndum. Verulega hefur dregið úr útbreiðslu smits meðal þeirra á tíma- bilinu. Hlutfall gagnkynhneigðra fór vaxandi á tímabilinu og var 16% í lok þess. Hlutur kvenna meðal smitaðra hefur vaxið jafnt og þétt á undan- förnum árum en það er sambærileg þróun og hefur átt sér stað í Evr- ópu. Ekkert barn smitaðist hérlendis á tímabilinu. Alnæmi hefur ekki greinst meðal blóðþega frá árinu 1986, enda hófst skimun fyrir al- næmissmiti meðal blóðgjafa 1985. Sprautufíklar í smithættu Alnæmissmit hefur ekki náð að breiðast út meðal fíkniefnaneytenda sem nota sprautur hér á landi en sums staðar eru þeir stærsti áhættu- hópurinn. í ljósi þess að smitandi lifrarbólgur af gerð B og C, sem hafa sömu smitleið og alnæmisveir- an, hafa náð að breiðast út meðal sprautufíkla hér á landi er sá hópur í hvað mestri hættu að smitast af völdum alnæmisveirunnar. Dánartölur vegna alnæmis voru ekki háar á íslandi á tímabilinu. Þær reyndust hæstar meðal karla í ald- urshópnum 30-49 ára. UNG kona hefur kært leigubílstjóra fyrir að hafa nauðgað sér síðla nætur á sunnudag. Konan var flutt á bráðamóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana og Rannsóknarlögregla ríkisins fer með rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum RLR er enginn í haldi vegna þessa máls. Stúlkan, sem er tæplega tvítug, segir að leigubílstjórinn hafi ekið með hana á afvikinn stað og nauðg- að henni áður en hann skilaði henni heim. Að sögn RLR er eftir litlu að fara í þessu máli. Óljóst sé hvar nauðgunin hafi átt sér stað og af hvaða stöð leigubíllinn er. Litlir áverkar voru á konunni, að sögn RLR. Þetta er önnur nauðgunarkæran á leigubílstjóra á nokkrum mánuð- um. I byrjun október á síðasta ári kærði tvítug kona leigubílstjóra fyr- ir nauðgun. Hún var ölvuð og sofn- aði í bílnum en vaknaði að sögn við það að leigubílstjórinn var að eiga við hana samfarir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.