Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 LAIMDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Brunavamir Amessýslu 52 útköll ÚTKÖLL slökkviliðsins á Selfossi voru samtals 52 á árinu 1995 sem er sex útköllum meira en var árið áður. 15 sinnum fóru slökkviliðs- menn á kreik vegna bruna í bygging- um, 9 sinnum vegna gróðurbruna og íkveikju í rusli og einu sinni vegna bruna í bifreið. í 27 útköllum var ekki um bruna að ræða og þar af voru 7 útköll þar sem beðið var um aðstoð vegna umferðaróhappa og beðið um björgunarbúnað. Alls tóku 240 manns frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum þátt í æfingum í meðferð handslökkvi- tækja og búnaðar. Slökkvistöðin annast sölu á slökkvitækjum og reykskynjurum og veitir aðstoð við öflun annars búnaðar til brunavarna. Veittar eru ráðleggingar um val og uppsetningu slökkvibúnaðar, án endurgjalds. Brunavarnir Arnessýslu er_ sam- rekstur 11 sveitarfélaga í Arnes- sýslu og eru íbúar svæðisins 6.300. ----» Reglugerð Orkuveitu Húsavíkur Húsavík - Reglugerð fyrir Orku- veitu Húsavíkur hefur verið stað- fest af iðnaðarráðherra og með henni gekk í gildi sameining Raf- veitu, Hitaveitu og Vatnsveitu Húsavíkur í eitt fyrirtæki. Með þessari breytingu segir bæj- arstjórinn, Einar Njálsson, að náist rekstrarleg hagræðing. Öll yfir- stjórn verður sameiginleg, svo og rekstur áhaldahúss, fasteigna-, bif- reiða- og fjámagnskostnaður og einn ársreikningur gerður í stað þriggja áður. Tekjum verður hins- vegar haldið aðskildum eftir teg- undum orku og rekstur veitukerf- anna verður sérgreindur . Hinn almenni notandi mun ekki verða var við miklar breytingar en þó mun hann verða var við að nú fær hann aðeins einn orkureikning sem greinir bæði notkun raforku og hitaveitu. Hnökrar koma fram í símakerfi Neyðarlínunnar fyrstu dagana ZtrUiHÍW»ei»l»5 Morgunblaðið/Sig. Jóns. KARL Arsælsson og Ragnhildur Vilhjálmsdóttir með Aldísi Osp 3ja mánaða. STEFÁN Jóhannsson lögreglumaður við vaktskjá þar sem tekið er á móti hringingum á stöðina. UPPLÝSINGARNAR um þann sem hringir birtast á skjánum. 'itm <7 Mb í>. S»» Seifon 6H lofíssoí Hrauat/irn ’> Hp r/ gift &***#**{ _ Kluúrli I IÍM í. ll.M-.M.'U SS«S«Uo.t isírtíir. i ttmuýih méai»Uw 'Íx ms. »i:t*c«:5í -lÁ .*!**:*•, » Sctfsu i i l£!L 7 jSgg Wíi. 11 9 «* fci tó”». 53 JM «»* «***•> • <«l». ......Mkr. í. "•**•“ M* Stltori BsifcWi I Héldu að þriggja mánaða dóttir þeirra myndi kafna HJÓNIN Karl Ársælsson og Ragnhildur Vilhjálmsdóttir lentu í byijunarerfiðleikum Neyðarlínunnar 2. janúar þegar þau hringdu í 112 vegma þriggja mánaða gamallar dóttur sinnar, Aldísar Aspar, sem stóð á önd- inniog var farin að blána. „Ég hringdi í 112 og kynnti mig með nafni, götuheiti og sveitarfélagi og sagði að mig vantaði sjúkrabíl, ég væri með 3ja mánaða barn sem væri að kafna. Ég var beðinn að bíða eftir sambandi við lögregluna á Selfossi og fékk það eftir nokkra bið. Þá endurtók ég sömu upp- lýsingar en hafði varla lokið því þegar sambandið slitnaði. Þá hringdi ég aftur og þá beint í lögregluna en lögreglan var komin hér inn bara nokkrum sekúndum eftir að ég hringdi fyrst því lögreglumaðurinn sem var á vakt hafði náð því sem ég sagði og Iögreglumennirnir voru komnir með barnið í fangið,“ sagði Karl Ársælsson. Vorum ein taugahrúga „Ég hélt satt að segja að hún væri að fara og við vorum auð- vitað ein taugahrúga á meðan á þessu stóð,“ sagði Ragnhildur Vilhjálmsdóttir, móðir Aldísar Aspar. Hún sagði að telpan hefði frá fæðingu fengið köfnunartil- felli en ekki jafn slæmt og í þetta sinn. Ástæðan væri of lítið maga- op. Farið var með telpuna á Sjúkrahús Suðurlands og síðan til Reylqavíkur. Foreldrar henn- ar vöktu yfir henni fyrstu tvo sólarhringana eftir atvikið til að vera viss um að allt væri í lagi og þau sögðu ekki annað að sjá en sú litla hefði staðið þetta af sér. Þau hjónin sögðu mikilvægt að hægt væri að treysta þessu kerfi og að þau hefðu þegið að geta t^lað við kunnáttumann á meðan þau biðu eftir sjúkrabíln- um, eins og talað hefði verið um, en því hefði ekki verið að heilsa í þetta sinn en vonandi kæmi þetta ekki fyrir aftur. Hnökrar í kerfinu Stefán Jóhannsson lögreglumað- ur var á vakt þegar kallið kom. Hann sagðist hafa náð því sem Karl Ársælsson sagði í símann og sendi sjúkrabílinn strax af stað. Hann sagði að það skipti öllu máli að geta brugðist skjótt við þegar svona útköll kæmu. Sambandið við Neyðarlínuna hefði slitnað eftir 15 sekúndur þennan dag en það hefði nú ver- ið Iagað. Hins vegar sagði hann bagalegt að þær upplýsingar sem kæmu inn á linuvakann hjá Neyðarlínunni kæmu ekki fram á línuvakanum á lögreglustöð- inni á Selfossi þegar kall kæmi frá Neyðarlínunni. Nauðsynlegt væri að Neyðarlínan hefði búnað sem flytti þessar upplýsingar til þeirra staða úti á landi sem hún hringdi í eftir útkall. Nýlega kom kall frá Neyðar- línunni og viðkomandi sem hringdi talaði svo óskýrt að ekki skildist hvaðan hann hringdi. Lögreglumaðurinn sem var á vakt á Selfossi þurfti því að hringja aftur í Neyðarlínuna til að fá upplýsingarnar af slgánum þar. Við það hefði tapast tími. Þetta kom þó ekki að sök og viðkomandi var fluttur á Sjúkra- hús Suðurlands til aðhlynningar. Skortur á E-vítamíni veldur sjúkdómum og ófrjósemi hjá dýrum. Vitneskja um þetta hefur gert E-vítamín þekkt sem kynorkuvítamínið. Yfirgripsmiklar rannsóknir benda til að E-vítamín sé mikilvæg vörn gegn alvarlegum sjúkdómum. E-vítamín er öflugt andoxunarefni (þráarvarnarefni) sem ver frumur líkamans með því að hemja skaðleg sindurefni. E-víta- mín vinnur þannig gegn hrörnun frumanna. Rannsóknir hafa undanfarið einkum beinst að E-vítamíni til viðhalds heilbrigðu hjarta og starfsemi þess. Fœst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum matvörubúða Éh. KEÍISUhÚSÍð Kringlunni & Skólavörðustig GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐINI Þorskhausar þurrkaðir í loðdýrahúsi á Flúðum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson. UNNIÐ við fiskverkun hjá Flúðafiski hf. Syðra-Langholti - Frá síðari hluta árs 1993 hefur verið verkaður fisk- ur í fyrrverandi loðdýrahúsi að Borgarási sem er skammt frá Flúð- um í Hrunamannahreppi. Það ár var stofnað hlutafélagið Flúðafisk- ur að tilhlutan Gunnars Hallgríms- sonar sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri hlutafélagsins. „Upphafið að þessu öllu er að árið 1987 fluttum við úr Reykjavík, tvenn hjón, og stofnuðum nýbýli hér að Borgarási," segir Gunnar. „Ég og tengdasonur minn byggðum hér 130 metra langan skála til minkaræktar og ræktuðum loðdýr til ársloka 1992. Þá urðum við að hætta vegna rekstrarerfiðleika, minkaræktin gekk hreinlega ekki lengur. Þá ákváðum við að stofna þetta hlutafélag og breyttum húsinu í fiskverkunarhús en hér er aðallega um að ræða þurrkun á þorskhaus- um. Hér var komið heitt vatn sem leitt er frá Flúðum. Hráefnið fáum við daglega, aðallega um 100 kíló- metra leið frá Hafnarfirði, en það sem gerir þetta hagkvæmt er sú mikla og ódýra orka sem við höfum hér í heita vatninu. Síðastliðið sum- ar tókum við í notkun borholu sem er hér skammt frá og fáum uppúr henni 4 sekúndulítra af 70 gráða heitu vatni eins og er, holan gæti þó gefíð helmingi meira vatns- magn.“ Átta manns vinna að jafnaði hjá fyrirtækinu við þessa fiskverkun. Þurrkuðu hausarnir eru seldir til Nígeríu og hefur fengist allþokka- legt verð fyrir þessar afurðir. Gunn- ar segir að fyrirtækið hafi skilað nokkrum hagnaði en velta þess var um 45 milljónir árið 1994. Hann segir ennfremur að fimm fyrirtæki á landinu vinni eingöngu við slíka fiskverkun. Ef til viðskiptabanns við Nígeríu hefði komið í nóvember eins og sumir vildu hefði það haft í för með sér lokun þessara fyrir- tækja. Slíkt hefði verið tilgangs- Iaust hérlendis og einungis til að stöðva þessa starfsemi. V € ■ « « « k: c t: I « i « « I «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.