Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 43 FRÉTTIR Yfirlýsing sr. Geirs Waage formanns Prestafélags Islands Ummæli um trúnaðarbrest sett fram í þröngu samhengi SÉRA Geir Waage, formaður Pre- stafélags íslands, hefur farið þess á leit við Morgunblaðið að birta eftirfarandi' yfirlýsingu: „Laugardaginn 30sta desember 1995 lýsti Biskup íslands því yfir í samtali við fijettastofu ríkisút- varpsins, að „sérstökum rann- sóknaraðila verði falið að ráða til lykta deilur sóknarprests og org- anista við Langholtskirkju. — Herra Ólafur Skúlason bendir á að það sé allskostar á valdi dómsmálaráð- herra að veita og vísa úr prestsemb- ætti ef svo ber undir. Og með því að ráðherrann hafi þetta vald sé eðlilegt að ráðuneyti hans hafi formleg afskipti af deilunni". Loks er í ftjettinni sagt frá fyrirhuguðum fundi biskups og ráðherra annan janúar. Yfirlýsingu þessa ásamt framangreindum rökstuðningi og meðfylgjandi orðum biskups í við- tali við fijettamann, þar sem hann nefndi nefnd í þessu samhengi, skildi eg svo, að biskup væri ráðinn í því að koma sóknarprestinum í Langholtsprestakalli frá embætti og hefði til þess valið þá aðferð, sem fram kemur í framangreindu ALLS sendu 24 verktakar inn til- boð í lagningu hringvegarins frá Jökulsá á Fjölium í Víðidal. Lægsta tilboð reyndist vera 77,4 milljónir kr. og var frá Stefáni Gunnarssyni á Djúpavogi en kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar hljóðaði upp á tæpar 162 millj- ónir kr. Lægsta tilboð er því innan við 48% af kostnaðaráætlun. Vegurinn frá Jökulsá í Víðidal er liðlega 13 km langur og er liður í bættu vegarsambandi milli Norð- urlands og Austurlands. Fyrirhug- uð veglína sveigir til suðausturs við Jökulsárbrú og liggur tæpa 4 samhengi. Eg taldi víst að biskup- inn hefði haft um þetta samráð við ráðherra. Það liggur í eðli máls. Eg hlaut að bregðast við þessu, sem formaður P.í. Engar þær sakir höfðu verið bornar á sóknarprest- inn, sem tjettlætt gætu embættis- sviptingu. Aðferðin var einnig án fordæmis, umræddar deilur í söfn- uðinum eru allar á sviði innri mála Þjóðkirkjunnar og heyrðu því undir biskup að lyktum. Því ljet eg hafa eftir mjer í viðtali við Alþýðublaðið framangreindar röksemdir mínar gegn þessum málatilbúnaði. Eg staðfesti, að eg teldi málið alvarlegt og að í málatilbúnaðinum kæmi fram trúnaðarbrestur af biskups hálfu gagnvart prestinum og prest- um almennt, þar sem allir prestar gætu þá átt það yfir sjer, að verða settir af með þessum hætti fram- vegis. Ummæli mín um þennan trúnaðarbrest hefi eg staðfest víð- ar, en ávallt í þessu þrönga sam- hengi málsins. Að gefnu tilefni skal það áijettað, að á þessum orðum ber undirritaður einn alla ábyrgð. Biskup sagði eftir nýárið, að aldrei hefði verið annað ætlað af sinni km sunnan við Grímsstaði á Fjöll- um. Núverandi vegur um Gríms- staði er talinn afar veikburða, auk þess sem hann er snjóþungur og hættulegur vegna blindhæða og einbreiðra brúa. Þá styttist hring- vegurinn um 4,3 km við þessa framkvæmd. Framkvæmdum á að vera lokið haustið 1997. Ekki liggur fyrir hvort lægsta tilboði verður tekið. Starfsmenn Vegagerðarinnar fara nú yfir til- boðin og ganga síðan til samninga við verktaka. hálfu með fundinum, en það eitt, að fræða ráðherrann um gang máls- ins. Þá fyrst kom og í ljós, að bisk- up hafði ekki ráðfært sig við ráð- herrann fyrirfram. Ráðuneytið lýsti sig jafnframt frá aðild að málinu. Afskipti mín af Langholtskirkju- málinu nú eru öll um ofangreindan þátt þess, þ.e. nefndar aðgerðir Biskups íslands og að því, er eg í fyrstu taldi, kirkjumálaráðherrans. Viðbrögð mín hafa algjörlega tak- markast við þær. Eg geri kröfu til þess, að menn meti þau í því sam- hengi einu og haldi sig við röksemd- ir máls, hvað sem líða kann blendn- um eða flóknum tilfinningum, sem upp hafa komið í tengzlum við það. Eg uni því illa að vera stillt upp, sem einhvers konar andstæðingi eða óvini biskups kirkju minnar, sem við báðir eigum að þjóna, hvor í sinni köllun. Sem formanni P.I. ber mjer að sækja og vetja rjett og hagsmuni einstakra presta og stjettarinnar í heild. Gildir þar einu við hvern er að eiga. Þóktist eg ekki hafa sparað mig í því efni hing- að til. Það er óleyfilegt að stilla mjer upp í öðru kirkjulegu sam- hengi, en þessu, sem einhvers kon- ar andstæðingi biskups. Með því er mjer ætlað allt annað og meira vægi í málefni kirkjunnar, en mjer ber að hafa, sem formaður P.í. Slíkt getur ekki leitt til annars en flokka- drátta innan kirkjunnar og marg- háttaðs liðssafnaðar í prestastjett um málefni, sem eg get á engan hátt svarað fyrir eða borið ábyrgð á, allt í annarlegu samhengi. Það liggur í eðli máls, að upp kunna að koma þau málefni, sem formaður Prestafjelagsins getur greint á um við biskupa kirkjunnar. Þau mál hafa og komið upp í minni tíð. Eg geri kröfu til þess, að mál- flutningur um þann ágreining taki mið af efnisrökum viðkomandi mála og biðst undan því, að hvers kyns tilgátur byggðar á tilfiningu fyrir meintum skoðunum í allt öðru efni, sjeu látnar ganga fyrir efnisrökum mála. Eg þykist geta krafizt þess, að sú aðferð að málum sje metin gildari en aðrar.“ 24 tilboð í hring- veginn á Fjöllum UNNUR Berglind og Jóhann Orn, danskennarar í Dans- smiðju Hermanns Ragnars. ■ DANSSMIÐJA Hermanns Ragnars stendur fyrir kynningu á starfseminni næstu daga. Þriðjudag- inn 9. janúar kl. 20.30 verður ókeyp- is kynningartími í kántrýdönsum (linedancing). Miðvikudaginn 10. janúar kl. 17 verður kynning fyrir foreldra á jassleikskólum og barna- dönsum. Sama dag kl. 20.30 verða kynntir samkvæmisdansar fyrir pör, hjón og góða vini. Kenndir verða nokkrir dansar. Föstudaginn 12. jan- úr kl. 17 verður Danssmiðja Her- manns Ragnars með kynningu í Kringlunni þar sem boðið er upp á danskennslu fyrir börn og fullorðna. Einnig verða danssýningar og óvænt atriði. Kennsla skólans fer fram á eftirtöldum stöðum: Engjateigi 1, Pjörgyn í Grafarvogi, Gerðubergi í Breiðholti, Frostaskjóli í vest- urbæ og Sljörnuheimilinu í Garðabæ. Allir nemendur sem voru fyrir áramót eiga að mæta á sama tíma og áður, en innritun nýrra nem- enda stendur yfir. Fyrsti kennsludag- ur er laugardagurinn 13. janúar. Daði gefi sig fram LÖGREGLAN í Reykjayík fer þess á leit við vitni að árekstri að gefa sig fram. Áreksturinn varð föstu- daginn 29. desember, á Hring- braut austan Birkimels, tilkynntur til lögreglu kl. 14.40. Saman lentu fólksbifreið af Suzuki-gerð, JM-963, sem var ekið af Birkimel inn á Hringbraut til austurs, og fólksbifreið af Niss- an-gerð, RK-140, sem var ekið austur Hringbraut. Lögreglunni er kunnugt um að maður að nafni Daði hafi orðið vitni að árekstrin- um en veit ekki föðurnafn hans. Daði er vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram við lögreglu. -----♦ ♦ ♦ Fundað um jafnrétti? JAFNRÉTTISNEFND Egilsstaða- bæjar heldur fund í Valaskjálf 18. janúar um jafnrétti karla. Yfirskrift fundarins er: Hefur kvennabaráttan tafið fyrir jafnrétti kynjanna? Aðalgestur fundarins verður Ing- ólfur V. Gíslason, starfsmaður skrif- stofu jafnréttismála. Fundurinn hefst kl. 20.30. — leikur að Itera! Vinningstölur 6. jan. 1996 5*10 «16*17 *20« 25*29 Vinningstölur 8. jan. 1996 5* 6* 7* 18* 21* 22 «29 Eldri úrslit á sfmsvara 568 1511 V1NNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 06.01.1996 | (38) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 1 24.358.950 2.^5| *T5“ 218.780 3. 4af5 334 9.030 4. 3af 5 11.766 590 Heildarvinningsupphæð: 36.067.150 M, i BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR MYNDIN er af nemendum á Vesturlandi en námskeiðið fór fram í Fjölbrautaskólanum á Akranesi. Myndin er tekin við útskrift að loknu námskeiði. Formaður fræðslunefndar félagsmálaráðu- neytisins, Margrét Margeirsdóttir, afhenti nemendum viður- kenningarskjal og þakkaði þeim fyrir framúrskarandi ástundun og þátttöku. Sjö námskeið haldin fyrir meðferðar- o g fræðslufulltrúa FRÆÐSLUNEFND félagsmála- ráðuneytisins hefur á undanförnum árum staðið fyrir fræðslunámskeið- um fyrir uppeldis- og meðferðarfull- trúa sem vinna að málefnum fatl- aðra og málefnum barna og ungl- inga. Námskeiðin spanna yfir 160 klst. og er námsefnið mjög fjölbreytt. Þannig má nefna stjórnsýslu, fé- lagsfræði, sálfræði, heilbrigðis- og næringarfræði, orsakir og flokkanir fatlana, lög um vernd barna, sam- skipti við aðstandendur, áfallahjálp og margt fleira. Námskeiðin hafa gefíð réttindi til tveggja launafiokka hækkunar. Alls hafa verið haldin sjö slík nám- skeið bæði í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Þar hafa þau verið haldin í sam- vinnu við farskólana og svæðisskrif- stofur málefna fatlaðra. Alls hafa hátt á annað hundrað manns lokið slíkum námskeiðum. S JÚKRAHÚS REYKJAVÍ KUR Við kynnum ný símanúmer Aðal- Fossvogur^ skiptibord 5 25 1000 Fax 525 1025 Sími Sími Sími Landakot 525 1800 Grensás 525 1650 Heilsugæslustöðin Fossvogi 525 1770 í gildi frá og með 7. janúar 1996. ..og póstfang: Sjúkrahús Reykjavíkur 108 Reykjavík. Vinsamlegast geyniið auglýsinguna. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.