Morgunblaðið - 09.01.1996, Side 43

Morgunblaðið - 09.01.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 43 FRÉTTIR Yfirlýsing sr. Geirs Waage formanns Prestafélags Islands Ummæli um trúnaðarbrest sett fram í þröngu samhengi SÉRA Geir Waage, formaður Pre- stafélags íslands, hefur farið þess á leit við Morgunblaðið að birta eftirfarandi' yfirlýsingu: „Laugardaginn 30sta desember 1995 lýsti Biskup íslands því yfir í samtali við fijettastofu ríkisút- varpsins, að „sérstökum rann- sóknaraðila verði falið að ráða til lykta deilur sóknarprests og org- anista við Langholtskirkju. — Herra Ólafur Skúlason bendir á að það sé allskostar á valdi dómsmálaráð- herra að veita og vísa úr prestsemb- ætti ef svo ber undir. Og með því að ráðherrann hafi þetta vald sé eðlilegt að ráðuneyti hans hafi formleg afskipti af deilunni". Loks er í ftjettinni sagt frá fyrirhuguðum fundi biskups og ráðherra annan janúar. Yfirlýsingu þessa ásamt framangreindum rökstuðningi og meðfylgjandi orðum biskups í við- tali við fijettamann, þar sem hann nefndi nefnd í þessu samhengi, skildi eg svo, að biskup væri ráðinn í því að koma sóknarprestinum í Langholtsprestakalli frá embætti og hefði til þess valið þá aðferð, sem fram kemur í framangreindu ALLS sendu 24 verktakar inn til- boð í lagningu hringvegarins frá Jökulsá á Fjölium í Víðidal. Lægsta tilboð reyndist vera 77,4 milljónir kr. og var frá Stefáni Gunnarssyni á Djúpavogi en kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar hljóðaði upp á tæpar 162 millj- ónir kr. Lægsta tilboð er því innan við 48% af kostnaðaráætlun. Vegurinn frá Jökulsá í Víðidal er liðlega 13 km langur og er liður í bættu vegarsambandi milli Norð- urlands og Austurlands. Fyrirhug- uð veglína sveigir til suðausturs við Jökulsárbrú og liggur tæpa 4 samhengi. Eg taldi víst að biskup- inn hefði haft um þetta samráð við ráðherra. Það liggur í eðli máls. Eg hlaut að bregðast við þessu, sem formaður P.í. Engar þær sakir höfðu verið bornar á sóknarprest- inn, sem tjettlætt gætu embættis- sviptingu. Aðferðin var einnig án fordæmis, umræddar deilur í söfn- uðinum eru allar á sviði innri mála Þjóðkirkjunnar og heyrðu því undir biskup að lyktum. Því ljet eg hafa eftir mjer í viðtali við Alþýðublaðið framangreindar röksemdir mínar gegn þessum málatilbúnaði. Eg staðfesti, að eg teldi málið alvarlegt og að í málatilbúnaðinum kæmi fram trúnaðarbrestur af biskups hálfu gagnvart prestinum og prest- um almennt, þar sem allir prestar gætu þá átt það yfir sjer, að verða settir af með þessum hætti fram- vegis. Ummæli mín um þennan trúnaðarbrest hefi eg staðfest víð- ar, en ávallt í þessu þrönga sam- hengi málsins. Að gefnu tilefni skal það áijettað, að á þessum orðum ber undirritaður einn alla ábyrgð. Biskup sagði eftir nýárið, að aldrei hefði verið annað ætlað af sinni km sunnan við Grímsstaði á Fjöll- um. Núverandi vegur um Gríms- staði er talinn afar veikburða, auk þess sem hann er snjóþungur og hættulegur vegna blindhæða og einbreiðra brúa. Þá styttist hring- vegurinn um 4,3 km við þessa framkvæmd. Framkvæmdum á að vera lokið haustið 1997. Ekki liggur fyrir hvort lægsta tilboði verður tekið. Starfsmenn Vegagerðarinnar fara nú yfir til- boðin og ganga síðan til samninga við verktaka. hálfu með fundinum, en það eitt, að fræða ráðherrann um gang máls- ins. Þá fyrst kom og í ljós, að bisk- up hafði ekki ráðfært sig við ráð- herrann fyrirfram. Ráðuneytið lýsti sig jafnframt frá aðild að málinu. Afskipti mín af Langholtskirkju- málinu nú eru öll um ofangreindan þátt þess, þ.e. nefndar aðgerðir Biskups íslands og að því, er eg í fyrstu taldi, kirkjumálaráðherrans. Viðbrögð mín hafa algjörlega tak- markast við þær. Eg geri kröfu til þess, að menn meti þau í því sam- hengi einu og haldi sig við röksemd- ir máls, hvað sem líða kann blendn- um eða flóknum tilfinningum, sem upp hafa komið í tengzlum við það. Eg uni því illa að vera stillt upp, sem einhvers konar andstæðingi eða óvini biskups kirkju minnar, sem við báðir eigum að þjóna, hvor í sinni köllun. Sem formanni P.I. ber mjer að sækja og vetja rjett og hagsmuni einstakra presta og stjettarinnar í heild. Gildir þar einu við hvern er að eiga. Þóktist eg ekki hafa sparað mig í því efni hing- að til. Það er óleyfilegt að stilla mjer upp í öðru kirkjulegu sam- hengi, en þessu, sem einhvers kon- ar andstæðingi biskups. Með því er mjer ætlað allt annað og meira vægi í málefni kirkjunnar, en mjer ber að hafa, sem formaður P.í. Slíkt getur ekki leitt til annars en flokka- drátta innan kirkjunnar og marg- háttaðs liðssafnaðar í prestastjett um málefni, sem eg get á engan hátt svarað fyrir eða borið ábyrgð á, allt í annarlegu samhengi. Það liggur í eðli máls, að upp kunna að koma þau málefni, sem formaður Prestafjelagsins getur greint á um við biskupa kirkjunnar. Þau mál hafa og komið upp í minni tíð. Eg geri kröfu til þess, að mál- flutningur um þann ágreining taki mið af efnisrökum viðkomandi mála og biðst undan því, að hvers kyns tilgátur byggðar á tilfiningu fyrir meintum skoðunum í allt öðru efni, sjeu látnar ganga fyrir efnisrökum mála. Eg þykist geta krafizt þess, að sú aðferð að málum sje metin gildari en aðrar.“ 24 tilboð í hring- veginn á Fjöllum UNNUR Berglind og Jóhann Orn, danskennarar í Dans- smiðju Hermanns Ragnars. ■ DANSSMIÐJA Hermanns Ragnars stendur fyrir kynningu á starfseminni næstu daga. Þriðjudag- inn 9. janúar kl. 20.30 verður ókeyp- is kynningartími í kántrýdönsum (linedancing). Miðvikudaginn 10. janúar kl. 17 verður kynning fyrir foreldra á jassleikskólum og barna- dönsum. Sama dag kl. 20.30 verða kynntir samkvæmisdansar fyrir pör, hjón og góða vini. Kenndir verða nokkrir dansar. Föstudaginn 12. jan- úr kl. 17 verður Danssmiðja Her- manns Ragnars með kynningu í Kringlunni þar sem boðið er upp á danskennslu fyrir börn og fullorðna. Einnig verða danssýningar og óvænt atriði. Kennsla skólans fer fram á eftirtöldum stöðum: Engjateigi 1, Pjörgyn í Grafarvogi, Gerðubergi í Breiðholti, Frostaskjóli í vest- urbæ og Sljörnuheimilinu í Garðabæ. Allir nemendur sem voru fyrir áramót eiga að mæta á sama tíma og áður, en innritun nýrra nem- enda stendur yfir. Fyrsti kennsludag- ur er laugardagurinn 13. janúar. Daði gefi sig fram LÖGREGLAN í Reykjayík fer þess á leit við vitni að árekstri að gefa sig fram. Áreksturinn varð föstu- daginn 29. desember, á Hring- braut austan Birkimels, tilkynntur til lögreglu kl. 14.40. Saman lentu fólksbifreið af Suzuki-gerð, JM-963, sem var ekið af Birkimel inn á Hringbraut til austurs, og fólksbifreið af Niss- an-gerð, RK-140, sem var ekið austur Hringbraut. Lögreglunni er kunnugt um að maður að nafni Daði hafi orðið vitni að árekstrin- um en veit ekki föðurnafn hans. Daði er vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram við lögreglu. -----♦ ♦ ♦ Fundað um jafnrétti? JAFNRÉTTISNEFND Egilsstaða- bæjar heldur fund í Valaskjálf 18. janúar um jafnrétti karla. Yfirskrift fundarins er: Hefur kvennabaráttan tafið fyrir jafnrétti kynjanna? Aðalgestur fundarins verður Ing- ólfur V. Gíslason, starfsmaður skrif- stofu jafnréttismála. Fundurinn hefst kl. 20.30. — leikur að Itera! Vinningstölur 6. jan. 1996 5*10 «16*17 *20« 25*29 Vinningstölur 8. jan. 1996 5* 6* 7* 18* 21* 22 «29 Eldri úrslit á sfmsvara 568 1511 V1NNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 06.01.1996 | (38) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 1 24.358.950 2.^5| *T5“ 218.780 3. 4af5 334 9.030 4. 3af 5 11.766 590 Heildarvinningsupphæð: 36.067.150 M, i BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR MYNDIN er af nemendum á Vesturlandi en námskeiðið fór fram í Fjölbrautaskólanum á Akranesi. Myndin er tekin við útskrift að loknu námskeiði. Formaður fræðslunefndar félagsmálaráðu- neytisins, Margrét Margeirsdóttir, afhenti nemendum viður- kenningarskjal og þakkaði þeim fyrir framúrskarandi ástundun og þátttöku. Sjö námskeið haldin fyrir meðferðar- o g fræðslufulltrúa FRÆÐSLUNEFND félagsmála- ráðuneytisins hefur á undanförnum árum staðið fyrir fræðslunámskeið- um fyrir uppeldis- og meðferðarfull- trúa sem vinna að málefnum fatl- aðra og málefnum barna og ungl- inga. Námskeiðin spanna yfir 160 klst. og er námsefnið mjög fjölbreytt. Þannig má nefna stjórnsýslu, fé- lagsfræði, sálfræði, heilbrigðis- og næringarfræði, orsakir og flokkanir fatlana, lög um vernd barna, sam- skipti við aðstandendur, áfallahjálp og margt fleira. Námskeiðin hafa gefíð réttindi til tveggja launafiokka hækkunar. Alls hafa verið haldin sjö slík nám- skeið bæði í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Þar hafa þau verið haldin í sam- vinnu við farskólana og svæðisskrif- stofur málefna fatlaðra. Alls hafa hátt á annað hundrað manns lokið slíkum námskeiðum. S JÚKRAHÚS REYKJAVÍ KUR Við kynnum ný símanúmer Aðal- Fossvogur^ skiptibord 5 25 1000 Fax 525 1025 Sími Sími Sími Landakot 525 1800 Grensás 525 1650 Heilsugæslustöðin Fossvogi 525 1770 í gildi frá og með 7. janúar 1996. ..og póstfang: Sjúkrahús Reykjavíkur 108 Reykjavík. Vinsamlegast geyniið auglýsinguna. 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.