Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 23 ð erum 25 7’ ( y/M/' 3(á"ýaroeyt ó'/ Þar sem fagmennirnir eru. Sfmi 552 4910,552 4930. Wmmm Þökkurn viðskiptin á lið Gleðilegt nýtt ár afmœlisafslattur Petri Sakari Sigga á Grund til liðs við virta tréskurðarmeistara í London Með hug- myndir að mörgum verkum Selfossi. Morgunblaðið. LISTAKONAN Sigga á Grund, Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, er á förum til London þar sem hún hefur ráðið sig til vinnu hjá mjög virtum ítölskum tréskurðar- meistara og öðrum sem er tré- skurðarkennari við listaskólann City & Guilds of London Art school. Sigga fór í september síðast- liðnum tii náms í skóla þessum til að læra meira í útskurði, sem er hennar sérgrein, og í mótun fyrir styttur. I skólanum, sem er mjög virtur þar í landi og sá eini sinnar tegundar, fékk Sigga sér- staka námskrá fyrir sig. Einn af kennurunum við skólann varð mjög hrifinn af handbragði, tækni og stíl Siggu við tréskurð- inn og hann vildi fá hana í vinnu til sín. Tilboð um vinnu hjá þeim ítalska fylgdi með. „Ég veit ekki hvað bíður mín hjá þessum mönn- um en ég fæ að vinna úr ýmsum verkefnum sem þeir eru með,“ sagði Sigga og einnig að hún væri alveg harðákveðin í að fara, önnur áhugamál yrðu að víkja svo sem hestamennskan og frek- ari tréskurður hér heima. Námið gafmér sjálfstraust Kennararnir við skólann í London höfðu á orði við Siggu, eftir að þeir kynntust hand- bragði hennar, að hún væri að sóa tíma sínum með skólavist- inni, hún kynni þetta allt. Sigga var ekki sammála því, þar sem hún hafi kynnst ýmsu, séð margt á söfnum og víðar sem kæmi að góðum notum við frekari tré- skurðarvinnu. Hún kvaðst reynd- ar hafa orðið fyrir miklum áhrif- um af þeim verkum sem hún sá á sýningum ytra. Svo kvaðst hún hafa lært sitthvað varðandi mót- unina en éinn af hennar draum- um væri að gera styttur í málm. „Þetta gaf mér einnig gott sjálfs- traust og sýndi mér að ég gat þetta. Einn kennaranna sagði mér að það væri svo mikil sál í verkunum mínum og það gladdi mig mjög.“ Morgunblaðið/Sig. Jóns. SIGGA á Grund með eitt verka sinna ásamt tíkinni Perlu. tvö ár og vera þá með verk sem hún hefði ekki sýnt áður. Hún kvaðst vera með hugmyndir að mörgum verkum í kollinum. „Mér finnst gott að geta séð verk- in fyrir mér í huganum í dálítinn tíma áður ég vind mér í þau. Ég geng með sumar hugmyndir lengi áður en ég kem þeim í verk,“ sagði Sigga á Grund. Byrjaði tréskurðinn snemma Hún sagðist hafa byijað snemma að skera út, fyrst verið að tálga ýmislegt sem smástelpa en lét frá sér fyrsta tréskurðar- hlutinn 12 ára gömul. Hún sagð- ist hafa orðið snemma heilluð af útskurðinum og það hefði verið dýrðardagur þegar hún fékk fyrsta útskurðaijárnið. Á æsku- árunum hefði hún alltaf verið inni í smíðastofu föður síns og orðið fyrir miklum áhrifum þar. Nú sagði hún að allt snerist um utanferðina og hún liti framtíð- ina björtum augum, hún væri aldeilis ekki verkefnalaus og það líkaði henni vel. Öllu vel til haga haldið TONLIST Iláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit æskunnar undir stjóm Petri Sakari flutti Petruska eftir Stravinskij og Myndir á sýningu eftir Mussorgskij. Laugardagurinn 6. janúar, 1996. SINFONIUHLJOMSVEIT æsk- unnar heldur áfram starfi sínu og byggir á þeirri hefð sem Zukovsky grundvallaði, gegn þögn og vantrú athafnaleysisins, að leiða ungt tón- listarfólk til átaka við erfiðustu tónlistarverk sögunnar og gera hina mestu kröfur til hvers og eins þátttakanda. Þetta tókst honum með glæsibrag, þrátt fyrir að ýms- ir spyrntu við fótum og tækist um síðir að draga tauminn úr hendi hans. Vonandi tekst að halda Sin- fóníuhljómsveit æskunnar ofar allri meðalmennsku, svo að ungu og efnilegu tónlistarfólki þyki nokkurs um vert að að taka þátt í starfi þessa merka fyrirtækis.Viðfangs- efni að þessu sinni var tónlist Stravinskijs við ballettinn Petruska og var farið eftir frumgerð verks- ins frá 1911 og seinna viðfangsefn- ið var Myndir á sýningu, eftir Mussorgskíj, í hljómsveitarumrit- un, sem finnski fiðluleikarinn Leo Funtek gerði 1922. Þegar Stravinskij flutti til Bandaríkjanna kom upp sú staða, að hugverk sem gefin voru út í Evrópu nutu ekki höfundarréttar í Bandaríkjunum. Því var það ráð tekið að evrópskir höfundar gáfu út verk sín þar í landi og þurftu þá um leið að geta þess, að um endurskoðaða gerð væri að ræða. Endurskoðunin var oft harla lítil- væg og t.d. neitaði Schönberg að taka þátt í slíkum lagakróks skrípaleik og naut því aðeins höf- undarréttar fyrir þau verk sem hann samdi og gefin voru út í Bandaríkjunum. Und- irritaður var með 1947-gerðina og bar þar harla lítið á milli og í raun fátt eitt sem skiptir máli fyrir heild- arsvip verksins, nema þá helst í niðurlagi verksins, þar sem Stravinskij semur sér- stakt niðurlag, ætlað til flutnings á tónleik- um. Flutningurinn undir stjórn Sakaris var sérlega vandaður, nokkuð hægur miðað við það sem gerist en á móti sér- lega skýr og framfærður af ótrú- legu öryggi. Það eina sem mætti taka fram var að strengirnir voru of fáir en vel samstilltir. Petruska er sannkölluð veisla fyrir blásarana og gat þar að heyra margar vel leiknar tónhendingar, eins og t. d. flautusólóina í upphafi verksins. Seinna verkið, Myndir á sýn- ingu, eftir Mussorgskij í hljóm- sveitarumritun eftir Leo Funtek, var einnig mjög vel leikið, nokkuð varfærnislega en af þeim skýr- leika, að allt heyrðist. Ekki er að finna þann frumleika, sem ein- kennir gerð Ravels, sérstaklega varðandi hljóðfæraskipan, en á stundum ber þar ótrúlega lítið á milli, enda er verk Mussorgskijs mjög ákveðin forskrift. Það sem helst ber á milli er að Funtek not- ar strengi í upphafsstefi verksins en Ravel málmblásarana. í annarri myndinni, Gamla kastalanum, not- ar Funtek pákuna með liggjandi tón í kontrabössunum, til að út- færa orgelpunktinn, G-nótuna sem er leikin í gegn um allan þáttinn. Uxakerran, fjórða myndin, er hálf misheppnuð, sérstaklega vegna þess að Funtek notar fagottana of mikið í upphafinu, svo allt verður of gróft. Það ber að hafa í huga, að þessi kafli er einn af glæsilegustu þáttun- um í gerð Ravels. Annar alveg makalaus þáttur hjá Ravel er sjötta myndin, um Samúel Goldenberg og Schmuyel. Ravel tekst að lýsa þessum sér- kennilegu mönnum, þóttafullum ríkisbubb- anum (bassastefið í upphafi) og smjaðrar- anum Schmuyle, sem er túlkaður á trompett í öðrum hiutanum hjá Ravel en flautu hjá Funtek. Samspil stefjanna í þriðja hlutanum vantaði þær karakter- andstæður sem búa í þessum sér- kennilegu stefjum. Katakomburn- ar (mynd nr. 8) Kofi Baba-Yaga (mynd nr. 9) og sérstaklega tíunda myndin, Borgarliðin miklu í Kænu- garði, eru ekki sambærileg að glæsibrag og hjá Ravel, því hljóð- færaskipanin hjá Funtek er bæði hefðbundin og þar með ekkert sér- stök hvað snertir blæ. Þrátt fyrir nokkurn gæðamun var skemmti- legt að heyra gerð Funteks og þá ber einnig að hafa í huga, að verk- ið var mjög vel flutt af Sinfóníu- hljómsveit æskunnar og var hlutur blásaranna sérstaklega glæsilegur. Stjórnandinn Petri Sakari stjórnaði unga fólkinu af gætni og var öllu vel til haga haldið og flutningurinn í heild mjög góður. Jón Asgeirsson Tömsfiundaskólinn sími: 588 72 22 Ætlar að komast á sýningu ytra Sigga sagðist harðákveðin í að komast með verk á góða sýningu ytra og síðan ætlaði hún að halda sýningu hér heima eftir svona kynhneigðs, er ekkert daglegt brauð, en verður aldrei sannfærandi. Linus Roache leikur kennimanninn Greg með ágætum, en er full íjarrænn og kaldur á ytra borðinu í erfiðum ástar- atriðum. Robert Carlyle fer hinsvegar trúverðuglega með hiutverk ást- mannsins. Wilkinson, sem hinn mann- legi og nútímalegi faðir Matthews, og James Ellis, í hlutverki föður Eller- ton, sem er fallinn í ónáð hjá bisk- upi, ná að slá á réttu strengina í túik- un sinni á breyskum en mannlegum kirkjunnar þjónum. Þá er vert að geta Cathy Tyson, sem allir muna úr Morxi Lisu og Robert Pugh er eftir- minnileg mannskepna sem faðir Lisu. Niðurstaðan sem kvikmyndagerð- armennirnir ná í áhrifaríku lokaatrið- inu er umdeilanleg. En það víkur ekki strax frá manni er syndum hlað- inn klerkurinn Greg, fullur efasemda og sjálfsásökunar, fær sína aflausn frá stúlkubarninu sem mátti þjást fyrir misgjörðir þeirra sem hún treysti best. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.