Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Að predika með tónum TÓNLIST Vídalínskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Sigrún og Sigurlaug Eðvalds- dætur, Helga Þórarinsdóttir og Richard Talkowsky fluttu strengjakvartetta eftir Beet- hoven og Brahms. Föstudagur 5. janúar, 1996. EITT af mörgu sem greinir að katólsku og lúthersku er pred- ikun prestsins og á íslandi var hún til langs tíma nær það eina er stuðlaði að menntun fólks. Varðaði því miklu að predikarinn væri gáfaður og góður ræðumað- ur og ekki síður góður raddmað- ur, því söngur hans var ekki aðeins Guðs orð, heldur og sá hátíðleiki sem hæfði efnisinni- haldi orðsins. í tónlist er nefni- lega að finna þá predikun er tal- ar til tilfinninga mannsins og væri því ekki fráleitt að bera saman predikun meistara Vídal- íns og tónpredikun meistara Bachs. Eitt af meginmarkmiðum með predikun er að vekja menn til umhugsunar og hugleiða með sjálfum sér hin æðri gildin og það er einmitt eitt af því sem hlustun á fagra tónlist leiðir til, að menn taka að hugleiða þau fagurgildi er ná oft til dýpstu dulda mannlegra tilfinninga. Það sem er fagurt af innri gerð sinni er gott og í því er fólgið mikil- vægi listar fyrir manninn, er gerir honum kleift að lifa eitt- hvað, er stendúr ofar tíma- bundnu raunsæi og veraldar- vafstri hans. Menningarmálanefnd Garða- bæjar heldur upp á 20 ára kaup- staðarréttindi bæjarins með tón- leikum en það er ekki mikilvæg- ast, heldur sú tónlist sem flutt var á þessum tónleikum. Beet- hoven var mikill predikari og sagt er að hann hafi náð að gæða tónlist sina nær því orð- legri merkingu og Brahms, sem var mjög trúaður og alvörugef- inn, stendur ekki fjarri meistara sínum í tilfinningaþrunginni hugleiðslu um Guð og tilveruna. Þessir miklu predikarar nutu gestrisni meistara Vídalíns sl. föstudag og þeir sem fluttu orð þeirra, ungir og góðir listamenn, lögðu allt sitt í að gera þessa stund sem hátíðlegasta. Fyrsta verkið var annar af Rasoumovsky kvartettunum, op. 59, nr. 2, eftir Beethoven. en annar þáttur verksins ber ýmis einkenni sálmasöngs og hefur verið sagður búa yfir „djúpri trú- arkyrrð". Þessi viðkvæmi kafli var einkar fallega fluttur og sama má segja um þriðja þátt- inn, sem er eins konar Scherzo. Miðþáttur hans (tríóið) er byggð- ur á rússnesku þjóðlagi, sem Mussorgskíj notar sem krýning- arlag í óperunni Boris Godunov. Hjá Beethoven er unnið með stef- ið sem tvöfalda fúgu, er birtist í framsögu, stuttri gegnfærslu og í lokin með „strettó“-kafla, eða réttara sagt kanon. Þessi kafli og sá fyrsti var mjög vel leikinn, með miklum og vel mót- uðum styrkleikabreytingum. Lokakaflinn, Presto, var ekki í eins góðu jafnvægi og þeir fyrri, bæði er varðar hrynfestu, hraða og samspil, sérstaklega í upphafí kaflans. Seinna verkið var „fyrsti“ strengjakvartettinn op. 51, nr. 1, eftir Brahms. Þarna gat að heyra stórkostlega tónpredikun, mettaða háleitum tilfinningum og lofsöng til Skapara alls þess fagra er maðurinn gerir. Þessi kvartett þykir merkilegur fyrir þá heild sem kaflarnir mynda og byggist m.a. á tónrænum og hrynrænum skyldleika stefjanna. Tónmál þessa ægifagra verks er þrungið alvöru og ljóðrænum til- finningum. Margt var mjög vel gert hjá flytjendum, undir for- ustu okkar ágæta fiðlara Sigrún- ar Eðvaldsdóttur. Þarna er á ferðinni strengja- kvartett, sem ætti að geta gert frábæra hluti en það eina sem finna mætti að nú, varðar selló- ið, sem var einum of sterkt á lágsviðinu. Líklega má rekja það til þess að hljóðfærið sé sérstak- lega hljómmikið þegar leikið er á tvo lágstrengi þess en auk þess geti hljómgun kirkjunnar haft þar nokkur áhrif. Þessa styrkmunar gætir ekki á efri strengjunum. Að þessu frá- dregnu var samleikur hljóðfæra- leikaranna sérlega vel mótaður og samspil gott, nema í síðasta þætti Beethoven kvartettsins. A móti kemur afburða góður leikur kvartettsins í hæga þættinum en þar náðu þau að túlka á sannfær- andi máta þá „djúpu trúar- kyrrð“, sem býr í þessum fagra predikunarþætti meistara Beet- hovens. Jón Ásgeirsson LISTIR Bak við kerskni og hálfkæring eftirminnilegustu ljóð bókarinnar. Af mörgu er að taka en ég nefni hér ljóð eins og Þjóðhá- tíð, Uppgjör, Dagshríð- ar spor og Við opnun málverkasýningar. Hið seinasta hljóðar svo: Það er ekkert að þessu rauðvíni eitthvað að mér á mig og þessa hvítkölkuðu veggi sækir yfirþyrmandi lystarleysi Gunnarsson BOKMENNTIR Ljóð OKKAR Á MILLI eftir Kristján J. Gunnarsson. Skákprent 1995.129 bls. LIÐIN eru tíu ár-síðan Kristján J. Gunnarsson gaf út sína fyrstu bók, skáldsöguna Refsku. Síðan hafa komið út eftir hann ljóðabækurnar Leirkarlsvísur (1989), Gráglettnar stundir (1993) og nú seinast Okkar á milli. Eins og titlarnir gefa til kynna nálgast Kristján viðfangsefni sitt gjarnan út frá hinu skondna og óvenjulega. Okkar á milli skiptist í éina sjö hluta, mislanga. Ljóðin eru af öllu tagi; þarna eru m.a. ljóð um haust og vor, ástarljóð, Bakkusarljóð, ljóð um guð og guðleysi. Samkvæmt þessu er bókin tæpast hugsuð út frá einhveiju einu meginefni, heldur ber miklu fremur að líta á hana sem safn Ijóða sem verða til við ákveðin tækifæri og eru jafnvel beint and- svar við því sem er á seyði hverju sinni. Hafa ber í huga að höfundur- inn er kominn á efri ár og tínir í kveðskap sinn atvik úr digrum reynslusarpi. Kankvísi og orðheppni einkenna listarleysi listarlystarleysi Bak við kerskni og hálfkæring má auðveldlega sjá glitta í alvöru í ljóðum Kristjáns. Einmitt vegna þess að alvaran er ofin hálfkæringi en ekki mærð freistast lesandinn til þess að leggja við hlustir. Dauð- inn er oft óbeint til umræðu, t.d. í Gistingu þar sem segir: „Og úti í nóttinni / heyrirðu hvininn / í braut- arspori / er hlykkjast / með sporða- köstum / stáldrekinn / milli skara // en veist ekki / hvort að / lestin þín / var að koma // eða fara.“ í Síðasta álestrinum er það ekki maðurinn með ljáinn sem kemur í heimsókn heldur mað- urinn frá rafveitunni. Þegar hann kemur i síðasta sinn til að sinna skyldu sinni er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur vegna þess að: „Við síðasta / álest- ur // ekkert greitt // öllu lokað.“ Eitt besta og um leið eftirminnilegasta ljóðið í þessari bók er einmitt um líf og dauða, Eftirmæli. Vel má vera að höfundur hafi verið eld- snöggur að yrkja það enda líkist það fremur hugdettu en ljóði sem legið hefur verið yfir. Slíkt skiptir ekki máli. Eftir situr frumleg og tær hugsun: Frá engu til einskis og ekkert á milli annað en ævi þín. Ingi Bogi Bogason Nánast ljóð BÖKMENNTIR Ljóðrænar sögur SÓNATA eftir Ágústínu Jónsdóttur. Fjölvaútgáfan 1995.73 bls. ísafoldarprentsmiðja hf. prentaði. HER er á ferðinni safn stuttra texta, eins konar örsagna, sem birta leiftur bæði úr daglegu lífi og úr hugskoti mælanda sem yfirleitt er nálægur. Bókin er tilbrigðarík og því auðvelt að andmæla þeim orðum á bók- arkápu að hér sé á ferð- inni verk sem geymi ljóðrænar sögur sem myndi eina heild. Megn- ið af þessum texta stendur .að mínu viti miklu nær því að vera ljóð, sem byggjast á hugmyndum úr ýmsum áttum. í stað heildar kemur margbreytileiki. Sem er í góðu lagi. Bók- in blæs í sjálfu sér á allar skilgreiningar og stendur keik í íjölbreytileika sínum. Ágústína hefur áður gefið út ljóðabækurnar Að baki mánans og Snjóbirtu. Það er alltaf erfitt að bera saman einstök verk höfunda og getur orkað tvímælis. í þessu til- viki er þó freistandi að skoða Sónötu með hliðsjón af hinum fyrri. I fyrstu bók sinni sló Ágústína mjög afger- andi ákveðinn tón, ljóðin eru tilfinn- ingarík. Stílllinn er þar stundum óöruggur, einfaldur en einlægur. í Sónötu einkennist framsetningin af miklu meira öryggi, meiri mælsku og listrænum tilþrifum en í fyrri bók- um. Þetta þýðir samt ekki að höfundur hafi breytt um stefnu eða orðið fráhverfur fyrri aðferðum. Nú ríkir meiri dýpt, fjölbreyti- legri viðfangsefni, frumlegri sjónarhorn. Karl, kona, barn og fjölskyldan í heild eru Ágústínu hugleikin við- fangsefni. Einn af styttri og hnitmiðaðri textum bókarinnar er Skilnaður. Þar segir að „barnið pijónar röndótta trefla / úr snúnu hjónabandi". Myndmálið er byggt upp í samræmi við þetta og verður að teljast heilsteypt og frumlegt. Önnur ljóð um svipað efni eru Barn, Ljósa barn og Börn okkar. Yrkisefni bókarinnar er að öðru leyti afar fjölbreytilegt. Textinn er fullur af náttúruminnum án þess þó að náttúrulýrik sé svo áberandi. Jörð, himinn, haf koma títt fyrir en eru þá oftast hluti af myndmáli þar sem tilfinningar og hugsanir eru hlutgerð. Stíll bókarinnar er fjölbreytilegur og lagar sig yfirleitt vel að yrkisefn- inu; hægur og hraður, lýsandi og skýrandi — allt eftir yrkisefninu hveiju sinni. Þó má benda á undan- tekningar þar sem ekki hefði sakað að gefa efninu meiri yfirlegu. Ég nefni sem dæmi frásögnina af nagl- anum (Nagli) þar sem notkun á þriðju persónu fornafni er ómarkviss. í heild er þessi bók afgerandi framfaraspor frá fyrri tveim bókum höfundar. Hún er efnismikil og felur í sér margar ólíkar vísbendingar sem hver um sig felur í sér fyrirheit um annað og meira. Frágangur, hönnun kápu og prentun er allt áberandi vel af hendi leyst. Ingi Bogi Bogason Ágústína Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.