Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ inu hjá mömmu minni en þar voru Sibbi og Mummi daglegir gestir í kaffísopa eftir að Prentmyndagerð þeirra bræðra var flutt í kjallarann á Hringbraut 37. Sibbi og Mummi, sem einatt voru nefndir í sömu andrá, því væri annar nærri var hinn sjaldan fjarri, sátu jafnan við eldhúsborðið og mér fannst um- ræðuefnið eiginlega alltaf vera hið sama, pólitík. Sibbi og Mummi voru einnar skoðunar en pabbi annarrar. Umræðurnar voru tíðum mjög há- værar en Sibbi hafði lægst en átti oftast síðasta orðið. Hans pólitík, sem síðar hafði talsverð áhrif á mig, virtist ekki ýkja flókin; hug- sjón gamalla, réttsýnna verkalýðs- sinna hverra hjörtu slógu með hóg- væru alþýðufólki. Hann hélt lengi að þjóðskipulagið í ríkinu stóra fyr- ir austan væri mannbætandi og stuðlaði að jöfnuði og réttlæti en hafði lágt um vonbrigði sín eftir að annað kom í ljós. Þegar mér fór að vaxa fiskur um hrygg hafði ég aftur ástæðu til að roðna af stolti yfir þessum frænda mínum. Af því er ofurlítil saga. Ég lærði stálpaður að tefla og naut þá tilsagnar hans. Lang- tímum sótti ég ekki gull í greipar hans við skákborðið en þar kom að ásættanlegra var að tapa fyrir honum. Hann tók þátt í hinu fræga fjöltefli við tékkneska stórmeistar- ann Vlastimil Hort í Valhúsaskóla í Reykjavík og lagði meistarann. Eftir það voru töp fyrir Sibba bæri- legri. Hann talaði lítið um þetta afrek og gumaði aldrei af því. Nú er hans lífsskák sett í bið og hann tekur til við biðskákina annars staðar. Á leiðinni til þess staðar fær hann að fylgja mágkonu sinni, móður minni, Hrefnu Hall- grímsdóttur, sem lést 28. desember sl. Trauðla get ég óskað honum betri samfylgdar. Hugheilar samúðarkveðjur til Mumma, Heiðu, Sigríðar, Herdísar, Helgu, barna þeirra og annarrra ástvina hans. Steingrímur Þórðarson. Ég vil í fáum orðum minnast Sigurbjöms Þórðarsonar vinar míns og kollega, en við lærðum saman prentmyndasmíði í Leiftri. Það fór ávallt vel á milli okkar og við skemmtum okkur saman um helgar, þegar við áttum frí frá störfum. Þá var glatt á hjalla og ekið út um sveitir og mikið sungið, því að Sigurbjörn var söngmaður góður. Hann var áhugasamur knattspyrnumaður og lék með Haukum í Hafnarfirði, en þar var hann búsettur. Við heimsóttum oft hvor annan, ásamt vinum okkar beggja, og gerðum okkur glaðan dag við skál og rökræður um vandamál heims- ins eins og gengur. Sigurbjöm var einn af stofnendum Prentmynda- smiðafélags íslands og var kosinn fyrsti ritari þess. Seinna var hann kjörinn formaður og gætti starfans með prýði. Síðar setti hann upp prentmyndagerð í Hafnarfirði og rak hana lengi ásamt Guðmundi bróður sínum, uns hann lét af störf- um vegna aldurs. Ég vil minnast hans sem góðs vinar og samstarfsmanns og mun seint gleyma minningu hans. Það er haust og farfuglamir famir til heitari landa. Við minnumst þeirra allra með djúpum söknuði og bíðum vors er við hittumst að nýju á landi lifenda. Eggert E. Laxdal. Sagt er að sönn menntun sé það sem eftir stendur þegar allt er gleymt sem fyrr var lært. Eins má segja að maður sé það sem eftir stendur þegar líkamans nýtur ekki lengur við. Við sem þekktum Sigurbjörn munum það sem hann gaf okkur með samveru sinni, lífi og starfí. Þannig er hann enn á meðal okk- ar. Sjálfur lifir hann nú sönnu lífí. Sigurbjöm, grannur, lágvaxinn, dökkbrýnn, skarpleitur, var yngst- ur tíu barna Sigríðar Grímsdóttur sem seinni hluta ævinnar bjó ein með barnahópnum í bárujárns- klæddu timburhúsi á Selvogsgötu 1 í Hafnarfírði. Sú fjölskyldumynd var ekki sjaldgæf í sjávarplássi eins og Hafnarfírði framan af öldinni. Heimilisfaðirinn, Þórður Þórðar- son, fórst með togaranum Robert- son í óveðri á Halamiðum árið 1925 þegar Sigurbjörn var fímm ára. Sigríði tókst með sterkum per- sónuleika sínum og góðra manna hjálp að halda hópnum saman og reyndi þá til fulls á hvern mann. Þótt hver einstaklingur vendist þannig á að standa fyrir sínu varð samstaða og samhjálp ráðandi þáttur í skaphöfn allra systkin- anna. Það mótaði ekki aðeins þeirra líf heldur einnig grundvallarviðhorf kynslóðarinnar sem þau ólu upp og ég er af. Sigríður kenndi börnum sínum guðrækni og góða siði. Það var bjargið sem þau reistu líf sitt á. Hjá Sigurbirni og Guðmundi bróður hans þroskaðist hvort tveggja áfram í KFUM. Æskuþróttur þeirra eins og margra kristilegra ungra manna fékk útrás í knatt- spymu og öðrum leikjum. Bræð- urnir urðu félagsmenn í knatt- spyrnufélaginu Haukum sem stofn- að var 1931 undir handatjaðri séra Friðriks Friðrikssonar. Sigurbjöm lék með meistaraliðinu bæði í hand- bolta og fótbolta. Til dauðadags leit hann á sig sem Haukamann. Krepputímabilið á fjórða ára- tugnum var mótunarskeið Sigur- bjöms. Hann var alinn upp við fá- tækt. Örbirgð og niðurlæging voru allt um kring. Hann dró sínar álykt- anir og allt lífíð studdi hann, oft af miklum tilfinningahita, málstað þeirra sem aftast standa í lífs- gæðabiðröðinni. Mér fannst Sigur- björn hallast að því að Kristur hafi verið fyrirmyndarsósíalisti eða að minnsta kosti róttækur jafnaðar- maður. Þeir bræður, Sigurbjöm og Guð- mundur, vom óvenju samrýndir. Ungir lærðu þeir hvor sína iðnina, Guðmundur rafvirkjun en Sigur- björn prentmyndasmíði. Þegar Guðmundur hafði stundað raf- virkjastörf hjá öðrum nokkur ár og var orðinn meistari í iðninni, stofn- aði hann eigið rafvélaverkstæði. Sigurbjörn ákvað þá að ganga til liðs við hann í fyrirtækinu svo að þeir gætu unnið saman og byijaði að læra rafvirkjun hjá bróður sín- um. Fljótlega kom þó í ljós að þau störf áttu alls ekki við Sigurbjöm. Fremur en að slíta samstarfínu ventu bræðurnir sínu kvæði í kross, stofnuðu Prentmyndagerð Hafnar- fjarðar og Guðmundur sneri sér að þeirri grein. Prentmyndagerðin dafnaði vel og í henni skiluðu báð- ir sínu ævistarfi þar til þeir settust í helgan stein fyrir nokkrum árum. Árið 1948 kvæntist Sigurbjöm eftirlifandi konu sinni, Heiðveigu Hálfdánardóttur, glæsilegri stúlku frá Isafírði. Þau eignuðust þijár dætur; Sigríði Guðbjörgu, Herdísi Jóhönnu og Helgu Steingerði. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau ásamt aldraðri móður Sigurbjöms, bróðurnum Guðmundi og tveimur systranna í húsi fjölskyldunnar á Selvogsgötu 1. Vafalaust hefur þessi flókna fjölskyldusamsetning oft reynt á þolrif ungu eiginkonunn- ar en persónutöfrar og staðfesta Heiðveigar leystu ekki aðeins allan vanda, heldur færðu henni ást og virðingu ijölskyldunnar allrar. Þó að sáttir geti setið þröngt byggðu bræðurnir nýtt hús sem uppfyllti alla drauma þessarar stór- fjölskyldu. Það er húsið númer 28 við Ölduslóð og er til marks um stórhug, bjartsýni og elju kynslóðar sem lifði tímana tvenna. Sigurbjörn var ekki líkamléga sterkur. Hann átti iðulega í veikind- um sem hann sigraðist þó jafnan á eftir nokkra glímu. Andlega var hann alltaf heill. Sannur maður. Sigurþór Aðalsteinsson. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 37 MINNINGAR ÞORBERGUR GUÐLA UGSSON + Þorbergur Guð- laugsson var fæddur 16. apríl 1913 í Reykjavík. Hann lést 2. janúar siðastliðinn í Reykjavík. Foreldr- ar: Guðlaugur Þor- bergsson söðla- smiður og vegg- fóðrarameistari, f. í Starkaðarhúsum í Flóa í Hraungerðis- hreppi 18. maí 1868, d. 7. febrúar 1947, og k.h., Ág- ústa K. Árnadóttir, f. á Reykjanesi 24. ágúst 1871, d. 1. sept. 1939. Systkini Þor- bergs voru: 1) Jóhann Ársæll, veggfóðrarameistari, f. 1901, d. 1983, 2) Vilborg, f. 1902, d. 1961,3) Árnína, f. 1904, d. 1964, 4) Guðrún, f. 1906, d. 1995, 5) Ágústa, f. 1909, d. 1994. Þorbergur kvæntist 19. jan- úar 1957 Olöfu, f. 26. maí 1920 í Sanddalstungu í Norðurárdal, Guðmundsdóttur, Einarsdóttur bónda þar og víðar um Borgar- fjörð, síðast í Móakoti á Vatns- leysuströnd, f. 7. júlí 1869, d. 20. okt. 1930, og k.h., Ingigerð- ar Þórðardóttur, ljósmóður frá Glitstöðum, f. 25. apríl 1876, d. 16. nóv. 1930. Börn: I) Guð- laugur, stærðfræðiprófessor í Köln, f. 16. des. 1950. II) Helgi, tölvunarfræðingur á Selljarn- arnesi, f. 11. mars 1957, kvænt- ur Ebbu Þóru Hvannberg, tölv- unarfræðingi á Selijarnarnesi, f. 16. ágúst 1957. Barn þeirra er a) Hildur Birna, f. 10. mars 1993. III) Guð- mundur Ingi eðl- isfræðingur í Bens- heim, f. 11. febrúar 1959, kvæntur Jutta Thorbergs- son, lyfjafræðingi í Bensheim, f. 7. jan. 1964. Barn þeirra er a) Johannes, f. 8. okt. 1993. IV) Ágústa, málfræð- ingur í Reykjavík. f. 9. september 1960, gift Rúnari Halldórssyni, fé- latrsráðeriafa í Reylgavík, f. 18. júlí 1959. Börn þeirra eru a) Ólafur Ingi, f. 15. maí 1987, b) Halldór, f. 19. febr- úar 1989 og c) Þorbergur, f. 28. des. 1990. Þorbergur hóf nám í vegg- fóðrun og dúklagningum hjá föður sinum 15 ára að aldri árið 1928 og lauk prófi frá Iðn- skólanum i Reykjavík 1933 og sveinsprófi sama ár. Einn af stofnendum Sveinafélags vegg- fóðrara 1933 og átti lengi sæti í stjórn þess sem ritari. Lauk meistaraprófi í iðninni. í stjórn Meistarafélags veggfóðrara (ritari) um árabil. Var í próf- nefnd Veggfóðrarafélagsins á þriðja tug ára, lengst af sem formaður og sæmdur heiðurs- merki félagsins eftir 25 ára starf sem formaður. Starfaði við iðn sína til sjötugs eða í 55 ár.^ Utför Þorbergs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. KYNNI okkar Þorbergs, tengdaföð- ur míns, hófust fýrir rúmum ára- tug. Á þeim tíma var hann nýlega hættur að stunda vinnu sína sem veggfóðrara- og dúklagningar- meistari. Þrátt fyrir að kynni okkar hafí ekki orðið lengri kenndi hann mér margt með viðhorfum sínum, við- móti og lífsvenjum. Þann lærdóm vil ég geyma og nýta mér á lífs- ferli mínum. Þorbergur bjó á Frakkastíg 5, þar höfu foreldrar hans búið, Þorbergur og systkin hans ólust þar upp og í því húsi hófu margir ættingjar hans búskap sinn. Þorbergur var stoltur af ættarhúsinu og í því vildi hann vera. Ég man enn hve undrandi ég var er ég í einni af mínum fyrstu heimsóknum á heimili tengdafor- eldra minna sá Þorberg standa við eldavélina og baka pönnukökur. í mínum huga var fráleitt að karl- menn af hans kynslóð sinntu hefð- bundnum húsmæðrastörfum. En Þorbergur hafði sínar eigin venjur og hefðir, og pönnukökubaksturinn þennan dag var ekki undantekning, heldur hluti af venjum sem Þorberg- ur hafði tamið sér til langs tíma. Þorbergur var félagslyndur og eftir að hann hætti störfum, naut hann þess að fá sér gönguferð í bæinn, hitta gamla félaga og spjalla. Síðustu árin átti hann þó erfítt með að komast um, þar sem veik hné gerðu honum erfítt um gang. Síðustu árin fór hann þó oft ásamt Ólöfu eftirlifandi eiginkonu sinni á samkomur ætlaðar eldri borgurum á vegum Hallgríms- kirkjusafnaðar og naut hann þess greinilega að hitta þar eldri Reyk- víkinga. Það var notalegt að koma í ættar- húsið á Frakkastígnum og afí Beggi tók þar fagnandi á móti barnabörn- unum sínum, „elsku litlu blómun- um“ eins og hann kallaði þau. Það var öllum augljóst hve annt honum var um þau. Hann sat á skrifstofu sinni langtímum saman með þau í fanginu, sagði sögur, söng fýrir þau eða spilaði harmóníkuplötumar sín- ar. Nú er afí farinn og „litlu blóm- in“ sakna hans, en það er huggun þeirra að vita að nú er hann með öllum englunum hjá guði. Kæri Beggi, takk fyrir allt og allt, megir þú hvíla í friði. Elsku tengdamamma, megi guð styrkja þig í sorg þinni. Rúnar Halldórsson. HILDIG UNNUR JÓHANNSDÓTTIR + Hildigunnur Jóhannsdóttir fæddist 7. ágúst 1940. Hún lést 1. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hólanes- kirkju, Skagaströnd, 6. janúar. OKKAR elskulega frænka er fallin fyrir aldur fram. Langri og erfiðri baráttu við skæðan sjúkdóm er lok- ið. Drottinn gef þú dánum ró, hinum líkn sem lifa. Til þín ég, Drottinn, huga hef, er harmar lífs mig þjá, og bið af hjarta; huggun gef mér himni þínum frá, Mig ðrmum kærleiks veikan vef og vota þerra brá, kom, athvarf mitt, og ei við tef, minn anda lát þig sjá. Ó, lát mig feginn fagna þvi: þeir fá, sem ég hef misst, nú horfín séð ðll harmaský í himna sælli vist, og dýrðarljóma uppheims í hjá englasveit þar gist, sem andans framför æ er ný um eilifð fyrir Krist. (Guðmundur Einarsson.) Blessuð sé minning þín, frænka. Karítas Magnúsdóttir og börn. Elsku Hildur er látin eftir erfíða baráttu við illvígan sjúkdóm sem hún barðist svo hetjulega við allt til dauðadags. Mér var tekið opnum örmum af Hildi árið 1980 þá 11 ára gamalt borgarbarn að fara í fyrsta skipti frá mömmu og pabba til sumardval- ar á Skagaströnd hjá Sessý frænku og Rúnari. Ég var svo þar næstu þijú sumur á eftir og passaði Hildi Ingu dóttur Sessý og Rúnars og síðar fleiri börn á Skagaströnd. Alltaf var vel tekið á móti okkur þegar við fórum „úteftir" til Hildar og Guðmundar, hvort sem það voru við vinkonurnar með börnin í göngutúr eða þegar ég fór með Sessý og Rúnari og Hildi Ingu í heimsókn. Þá var boðið uppá nýbak- aðar kökur og annað góðgæti því Hildur var mjög gestrisin og var mikill gestagangur á heimilinu og var alltaf gaman að koma í heim- sókn til Hildar og Guðmundar. Einnig fór ég oft í kaupstaðar- ferðir á Blönduós og ýmsar aðrar ferðir og heimsóknir utan Skaga- strandar með Hildi og allri fjöl- skyldunni og eru þessar ferðir ógleymanlegar. Þegar sumardvölinni sleppti og komið að heimferð í enda sumars grét ég alltaf því mér þótti svo erf- itt að kveðja, en Hildur hughreysti mig eins og í öllu öðru eins og hún væri mamma mín og sagði að vetur- inn yrði fljótur að líða og ég kæmi nú aftur næsta sumar, eða jafnvel Safnaðarheimili Háteigskirkju iwflí; 511 um páskana, þau færu ekki neitt. Ég hitti síðast Hildi hér fyrir sunnan hjá foreldrum mínum í Kópavogi þegar hún og Sessý komu í heimsókn er þær dvöldu í Hvera- gerði í október, en þá var hún mjög veik og er ég mjög þakklát fyrir að hafa hitt hana þessa stund. Hildur var yndisleg kona og vil ég með þessum fáu orðum þakka Hildi fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti er ég dvaldi á Skaga- strönd og allar aðrar góðar stundir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku Guðmundur, Sessý, Guð- rún, Árni Jón, fjölskyldur ykkar og aðrir aðstandendur. Ég og fjöl- skylda mín vottum ykkur samúð á þessari erfíðu stundu. Hvíli hún í friði. Jórunn Jónsdóttir. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUCLEHDIR HÓTEL LðFTLElllR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.