Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Frænka mín, t JÚLÍA BJARNADÓTTIR lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 31. desember 1995. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Soffía Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN G. TORFASON frá Vestri-Tungu, Vestur Landeyjum, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 7. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Júlía G. Jónsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURGEIR JÓNATANSSON frá Skeggjastöðum, Bergstaðastræti 28, Reykjavík, lést að morgni 8. janúar. Lára Inga Lárusdóttir, Hafdís Sigurgeirsdóttir, Sævar Þór Sigurgeirsson. t Móðir okkar og tengdamóðir, SVANLAUG SIGURÐARDÓTTIR, Akranesi er látin. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 12. janúar kl. 14.00. Jóhanna Þorgeirsdóttir, Hjalti Jónasson, Jónína Þorgeirsdóttir, Leifur ívarsson, Jósef H. Þorgeirsson, Þóra Björk Kristinsdóttir, Svana Þorgeirsdóttir, Gunnar Kárason. t Systir mín og föðursystir okkar, GUNNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR, klæðskeri, Laugalæk 1, lést í Borgarspítalanum 7. janúar. Þórdís Guðjónsdóttir, Guðmundur Þór Pálsson, Guðmundur Gunnarsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Sesselja Gunnarsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGVELDUR GÍSLADÓTTIR, Tjarnarbraut 29, Hafnarfirði, lést á Elliheimilinu Grund laugardaginn 6. janúar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Örn Forberg, Margrét Jónma Guðmundsdóttir, Gísii Engilbertsson og fjölskyldur. t Elskulegir foreldrar okkar, tengdaforeldrar, afi og amma, ÓSKAR HALLDÓRSSON, og ÓLÖF pANÍELSDÓTTIR, Álagranda, eru látin. Útför þeirra hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinna látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir fá íbúar á Álagranda 8. Dagfriður Óskarsdóttir, Júli'us Jónsson, Hrafnhildur Óskarsdóttir, Þorvaldur Baldurs, Ólafur Þór Júli'usson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. BERTA SNÆDAL + Berta Andrea Jónsdóttir Snæ- dal fæddist 4. nóvember 1924 á Tanga, Búðum í Fáskrúðsfirði. Hún lést á Landspítalan- um síðstliðinn ný- ársdag. Foreldrar hennar voru Jón Davíðsson verslun- arstjóri frá Möðru- völlum í Eyjafirði, f. 1875, d. 1954, og kona hans, Jó- hanna Hólmfríður Krisljánsdóttir frá Gunnólfsvík, f. 1888, d. 1971. Berta var yngst fjögurra systk- ina og eru þau nú öll látin, Þorvaldur, f. 1908, en hann lést á gamlársdag síðastliðinn, Sigríður, f. 1910, d. 1975, og Margrét, f. 1912, d. 1989. Berta giftist 19.9. 1948 Gunnlaugi Snædal frá Eiríksstöðum í Jök- uldal, f. 13.10. 1924, lækni í Reykjavík. Hann er sonur Jóns Snædal, bónda á Eiríksstöðum, f. 1885, d. 1931, og Stefaníu Carlsdóttur frá Stöðvarfirði, f. 1892, d. 1956. Synir Bertu og Gunnlaugs eru: 1) Jón Snædal, f. 1950, læknir, maki Guð- rún Karlsdóttir, f. 1952, hjúkrunar- fræðingur; 2) Krist- ján Snædal, f. 1951, skrifstofumaður, maki Sólrún Vil- bergsdóttir, f. 1954, dagmóðir, og 3) Gunnlaugur Snæ- dal, f. 1959, tækni- maður, maki Soffía Káradóttir, f. 1962, þjónustufulltrúi. Barnabörnin eru 1T. Berta lauk prófi frá Verslun- arskóla Islands vorið 1944 og starfaði næstu árin við skrif- stofustörf í Reylgavík. Þegar hún stofnaði heimili annaðist hún húsmóðurstörf upp frá því, en hóf jafnframt starf sem læknaritari 1975 og starfaði við það til sjötugs. Útför Bertu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. BERTA Snædal andaðist á nýárs- dag sl. á 72. aldursári eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Eg trúi því að hún hafi verið hvíldinni feg- in. Söknuður okkar sem eftir sitjum er mikill en endurminningarnar um góða konu vega þar upp á móti og þær eru margar, góðar og ómetan- legar og munu yíja okkur um ókom- in ár. Kynni mín af Bertu voru orðin bæði löng og náin því ég átti því láni að fagna að starfa með henni á kvennadeild Landspítalans í tutt- ugu ár og þar við bættust náin vin- átta og samskipti okkar hjónanna við Bertu og Gunnlaug siðustu þijá áratugina. Árið 1972 hófst hér á landi sam- ræmd, tölvutekin fæðingarskrán- ing. Gunnlaugur Snædal, vinur minn og kollega, átti þar stærstan hlut að máli. Eg tók að starfa með honum að þessum málum þegar á fyrsta ári. Leiddu þessi störf fljót- lega til náins samstarfs við fæðing- arskráningar á öllum Norðuriönd- unum. Berta tók til starfa sem ritari við kvennadeildina árið 1974 og var starf hennar fyrst og fremst fólgið í því að halda utan um íslensku fæðingarskrána, annast tölvutekt á henni og ýmsa úrvinnslu. Það er skemmst frá því að segja að hún varð á skömmum tíma ómissandi sakir yfirburðaþekkingar á málefn- inu, einstakrar samviskusemi og ánægjunnar af því verkefni sem hún var að vinna. Satt best að segja vorum við Gunnlaugur harla bjarg- arlitlir án hennar. Oft æxlaðist það svo að við hjónin tvenn hittumst að kvöldlagi eftir erilsaman dag á kvennadeildinni og þá var jafngam- an að hittast á nýjan leik þótt við hefðum verið samvistum í starfi allan daginn. Til þessa þarf trausta og einlæga vináttu. Berta var hæglát kona, stillt og dagfarsprúð með afbrigðum. En undir niðri leyndist funi, skapfesta og hörkudugnaður ef því var að skipta. Það var unun að sjá hana taka til hendinni í sumarbústað þeirra hjóna uppi i heiði. Þar fór valkyrja. Berta átti miklu barnaláni að fagna og var virt og elskuð ættmóð- ir. Sést það meðal annars á því að litlum Bertum hefur fjölgað stór- lega á íslandi hin síðari ár. Við hjónin sendum Gunnlaugi, sonunum og fjölskyldum þeirra ein- lægar samúðar- og vinarkveðjur. Blessuð sé minning þessarar góðu konu. Gunnar Biering. Þá komið er að leiðarlokum vakn- ar löngun til að endurvekja atburði og minningar liðins tíma. Þetta á einkar vel við nú er við kveðjum Bertu Snædal sem var svo ríkur þáttur í daglegu starfi okkar á Kvennadeild Landspítalans til margra ára, bæði sem nátengd deildinni og nú í seinni tíð sem ein af okkur. I vinahópnum kom Berta fram sem hin vingjarnlega, blíða og gestrisna eiginkona sem allir höfðu ánægju af að umgangast, og ekki síður sem stoð og stytta Gunn- t Faöir okkar, ÞORVALDUR DAN PETERS, andaðist í Borgarspítalanum aö morgni 5. janúar. Útförin verður frá Víðistaðakirkju 12. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Svanur Þorvaldsson, Hanna Þorvaldsdóttir. t Ástkær systir mín og frænka, KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 11. janúar kl. 13.30. Ólafía Kristjánsdóttir, Eydfs Ingvarsson, Sigurlína Árnadóttir. laugs sem nú kveður ásamt okkur öllum, harmi sleginn en jafnframt þakklátur fyrir liðnu árin. Við hugs- um til baka meö virðingu fyrir sómakonu sem með nærveru sinni auðgaði tilveru okkar. Gunnlaugi og fjölskyldu biðjum við guðs blessunar. Vegna starfsfóks kvennadeildar, Jón Þ. Hallgrímsson. Lokið er erfiðu sjúkdómsskeiði. Berta Snædal fékk ekki heilsað nýju ári, þessi sterka kona beið lægri hlut í lokabaráttu sem hún hafði lengi háð með einstakri þraut- seigju. Við hjónin eigum margar góðar minningar um Bertu frá fyrstu kynnum við nýgift hjón á námsár- unum. Ljós er mynd af ungri, elsku- legri konu og glæsilegu pari sem gaman var að kynnast. Eftir nokk- urra ára fjarvistir við framhalds- nám endurnýjaðist vinátta strax eftir heimkomu þegar við ásamt fleiri skólabræðrum og vinum reist- um 9 íbúða raðhús í Hvassaleiti þar sem við bjuggum í nábýli í meira en 30 ár. í þessu nábýli sem í fyrstu var í jaðri nýs borgarhluta var sam- gangur fjölskyldna og barna eins og best verður á kosið. Við þessi nánu samskipti, m.a. gegnum barn- fóstrur, kynntumst við betur hinni hógværu, háttprúðu en einbeittu konu og umhyggju hennar fyrir Ijöl- skyldu og frændgarði. Berta stóð jafnan sterk við hlið eiginmanns á mikilvægum stundum á starfsferli hans, hvort sem var á vettvangi læknis-, kennslu- eða vís- indastarfa eða í hinu umfangsmikla starfi sem forystumaður Krabba- meinsfélagsins sem við höfðum náin kynni af. Alloft auðnaðist okkur að ferðast með þeim hjónum einum eða í stærri hóp innanlands og utan og höfðum jafnan mikla ánægju af. Alls þessa munum við sakna og minnast hinnar dugmiklu konu sem var ávallt reiðubúin til aðstoðar við fjölskyldu, frændur og vini, góð móðir og einstök amma. Við vottum Gunnlaugi og fjöl- skyldunni einlæga samúð okkar og óskum þeim Guðs blessunar. Anna og Tómas Árni. Að lokinni langri baráttu við erf- iðan sjúkdóm, sem háð var af óbil- andi skapfestu, hefur kær vinkona, Berta Snædal, lotið i lægra haldi, og gengið veg þessarar veraldar á enda. Ég sá Bertu fyrst í flaumi áhyggjulausra daga skólaáranna, þá nýtrúlofuð Gunnlaugi Snædal, hún í Verslunarskólanum, og við Gunnlaugur í læknadeild. Við félag- arnir bárum oft saman bækur okk- ar, þegar verið var að bijótast í gegnum þykka doðranta fyrsta hlutans, og í einni heimsókn til Gunnlaugs á Laugaveginn, þar sem hann bjó hjá frænda sínum, kynnti hann mig fyrir ungri stúlku frá Fáskrúðsfirði. Ég gerði mér grein fyrir að Gunnlaugur hafði fest ráð sitt og samgladdist honum innilega. Unnustan var einstaklega sviphrein og falleg stúlka, hún var vel mennt- ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Minningarkort Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík Símar 552 5851 og 569 4250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.