Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B ttcsnriWM&ib STOFNAÐ 1913 6. TBL. 84. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Leiðtogar hylla minningu Mitterrands París. Reuter. ÞJÓÐARLEIÐTOGAR og talsmenn sósíalistaflokka um allan heim minntust í gær Francois Mitterr- ands, fyrrverandi Frakklandsfor- seta, er lést í gærmorgun í París, 79 ára að aldri. Helmut Kohl Þýska- landskanslari sagði Evrópu hafa misst mikinn stjórnmálaleiðtoga og föðurlandsvin. Víða í Asíu var þess minnst sérstaklega að Mitterrand hefði stöðvað tilraunir Frakka með kjarnorkuvopn á Kyrrahafi á valda- ferli sínum. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, sagði forvera sinn í embætti hafa verið mikinn og hugrakkan mann er markað hefði mikilvæg spor í sögu þjóðarinnar. Chirac sagðist kveðja hann með viðkvæmni og virðingu. „Hugsjón hans um sameinaða Evrópu mun verða okkur dýrmæt arfleifð og jafnframt hvatning í framtíðinni," sagði Kohl Þýska- landskanslari er átti náið samstarf við Mitterrand. Sagðist Kohl hafa misst góðan vin. Bill Clinton Bandaríkjaforseti lýsti harmi sínum vegna fráfalls franska stjórnmálaleiðtogans og sagði allt mannkyn hafa notið fram- tíðarsýnar hans og leiðtogahæfi- leika. George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hyllti einnigMitt- errand, einkum fyrir samstarfið í Persaflóastríðinu. Mitterrand hefði yikið til hliðar samstarfi Frakka við íraka til að sýna umheiminum með ótvíræðum hætti að ekki yrði liðið að árásarseggur gæti lagt undir sig eitt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Forseti í 14 ár Mitterrand var forseti frá 1981 til 1995 eða 14 ár og því lengur en nokkur annar forseti í sögu Frakka. Hann sameinaði franska sósíalista á áttunda áratugnum en flokkurinn galt afhroð í þingkosningunum Reuter SYRGJENDUR leggja blómsveiga við híbýli Mitterrands í París í gær. Útförin verður frá fæðing- arbæ forsetans fyrrverandi, Jarnac í suðvesturhluta landsins, á fimmtudag. Erkibiskup Parísar, Jean-Marie Lustiger, mun syngja minningarmessu í Notre-Dame. 1993. Mitterrand átti síðustu árin við krabbamein að stríða og þótti sýna mikla karlmennsku í þeirri baráttu. Að ósk Mitterrands verður hann jarðsettur í fæðingarbæ sínum, Jarnac í suðvesturhluta Frakklands, á fimmtudaginn og verða aðeins nánustu aðstandendur og vinir við- staddir. Hans verður þá minnst um allt Frakkland, Chirac hefur ákveðið að fánar verði dregnir í hálfa stöng á opinberum byggingum. Minning- armessa verður í Notre Dame-kirkj- unni í París um leið og jarðsett verð- ur í Jarnac. ¦ Hreystileg lokaorrusta/28 Yfir 250 manns farast er rússnesk flugvél hrapar á markað í Zaire Antonov-flutningavélin talin hafa verið ofhlaðin Kinshasa. Reuter. FLUTNINGAVÉL af rússneskri gerð hrapaði á fjölfarinn markað í Kinshasa, höfuðborg Afríkuríkisins Zaire, í gær og er talið að yfir 250 manns hafí farist. I áhöfn voru sex manns, þar af fjórir Rússar, og slasaðist einn þeirra lítillega, að sögn yfirvalda en Úkraínumanns og Zairemanns er saknað. Líklegt er talið að vélin hafi verið ofhlaðin. Reuter Annir við snjómokstur í New York GÍFURLEGT fannfergi hefur verið í norðaustanverðum Bandaríkjum frá því á laugardag og víða hafa úrkomumet verið slegin. Miklar annir voru hjá snjóruðningsmönnum í New York. A Times-torgi voru í gær fjórir plógar í halarófu. ¦ Veðrið lokaði stofnunum/19 Ofsareiði greip um sig, krafist var hefnda og reyndi múgur að komast inn í sjúkrahús þar sem hlynnt var að mönnunum. Að sögn saksóknara Zaire stöðvaði lög- regla fólkið. „Vélin reyndi að hefja sig á loft en komst aðeins í nokkurra metra hæð, þá hvarf hún og sprenging heyrðist," sagði sjónarvottur á vellinum. Vélin var á leið frá Ndola-flugvelli sem er skammt frá markaðnum. MikiII fjöldi fólks, þar á meðal fjöldi kvenna og barna, var á svæðinu þar sem mannvirki eru aðallega kofar byggðir úr báru- járni eða timbri. „Vélin plægði jörðina á markaðssvæðinu um hundrað metra vegalengd áður en hún stöðvaðist. Blossar og svartir reykjarbólstrar velta ennþá út úr henni," sagði fréttamaður Reuters á staðnum. Vélin var af gerðinni Antonov 32. Fréttamaðurinn sá flugmenn- ina forða sér út úr flakinu áður en það varð alelda. Slökkviliðs- menn á Ndolo-flugvelli flýttu sér á vettvang og reyndu að beita tækjum sínum á eldana. Brak úr vélinni hafði dreifst um allt svæð- ið; hvarvetna hljóp skelfingu lostið fólk um og leitaði í örvæntingu að ættingjum eða vinum. Fulltrúi Alþjóða Rauða krossins taldi að minnst 250 manns hefðu týnt lífi. „Við fundum 217 lík á markaðssvæðinu," sagði fulltrúi stofnunarinnar, Vincent Nicod. „Ég held að það séu 32 lík að auki á sjúkrahúsum í borginni svo að ég tel að uni sé að ræða minnst 250 manns". Flugvellinum lokað Ndolaflugvelli, sem er notaður til innanlandsflugs, var lokað tímabundið í gær og rannsókn þegar hafin á slysinu. Heimildar- menn á Ndola-velli sögðu að einka- fyrirtæki, African Air, hefði átt vélina. Ofursti í flugher Zaire, sem var á flugvellinum sagði að hún hefði virst vera ofhlaðin við flug- tak. í desember fórst Lockheed-far- þegavél í eigu einkafyrirtækis í Zaire í Angola og með henni 141 maður. Samgönguráðherra Zaire taldi að um ofhleðslu hefði verið að ræða og samtök flugmanna í landinu sögðu að reglur um flug á vegum einkaaðila væru ekki nógu strangar. Efnahagur Zaire hefur síðustu árin verið í rúst, einkum vegna spillingar, og stjórnsýsla meira eða minna í lamasessi. Bandaríkja- her til Golanhæða? Jerúsalem. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í gær, að hún væri tilbúin til að gæta friðar milli Sýrlands og ísra- els með því að láta bandarískt her- lið annast eftirlit á Golanhæðum. William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði eftir fund með Shimon Peres, forsætis- ráðherra ísraels, í Jerúsalem í gær, að Bandaríkjastjórn ætlaði að veita ísraelum 200 milljóna dollara að- stoð við að þróa Arrow-varnar- flaugar. Sagði hann einnig, að semdu Israelar og Sýrlendingar um frið væru Bandaríkjamenn reiðu- búnir að taka við gæslu á Golan. ----------? ? ?---------- Lottóæði dregur úr verslun London. Reuter. ÓTTAST er, að gifurleg sala lottó- miða í Bretlandi í síðustu viku muni segja til sín í nokkrum sam- drætti í almennri verslun í þessum mánuði. Samdrátturinn gæti aftur á móti aukið líkur á nýrri vaxta- lækkun í landinu. Ýmsir breskir hagfræðingar telja, að lottóæðið í landinu hafi átt þátt í að draga úr hagvexti a liðnu ári og til þess er til dæmis rakinn rúmlega 5% samdráttur í aðsókn að kvikmyndahúsum. Þá hefur það einnig haft veruleg áhrif á sælgæt- issölu, myndbandaleigu og sölu á dagblöðum og tímaritum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.