Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 33 AÐSEINIDAR GREINAR Um flutning á stórverkum Bachs ÞAÐ líður oft langt milli þess að menn riíji upp sögulegar stað- reyndir um _ tónlistar- sögu okkar íslendinga eða skiftist á skoðunum um hana. Nánast eini vettvangur skoðana- skipta og upplýsinga eru síður dagblaðanna og verða því af þeim ástæðum að takmark- ast við það pláss sem þar er látið eftir til þeirra skrifa. Er nú kominn tími til að tón- listin fái aftur sitt eigið tímarit til faglegrar utníjöllunar og skoð- anaskipta um bæði söguleg, fræði- leg og listræn gildi tónlistarinnar. í desembermánuði fóru fram dá- lítil blaðaskrif um flutning og kynn- ingu á verkum Johann Sebastian Bachs á íslandi milli annarsvegar eins helsta kórfrömuðs þessa lands á síðari hluta aldarinnar, og svo kórmeðlims í einum af okkar bestu nústarfandi kórum. Ekki er það ætlun mín að taka þátt í þeirri umræðu sem fram fór milli þeirra heldur aðeins minnast á sögulega staðreynd varðandi brautryðjendur í kynningu á kórverkum Bachs á íslandi og sem mér finnst ástæða til að séu nefndir í sögulegu yfirliti um þá, hversu stutt sem það kann nú að vera. Ég hef lesið það sem stendur í áðurnefndum blaðaskrif- um Ingólfs og langar mig að bæta örlitlu þar við. Það sem ég staldraði við voru eftirfarandi atriði í grein- inni í Morgunblaðinu 6. desember þar sem segir: „Meistaraverk Bachs fyrir kóra, hljómsveit og einsöngv- ara lágu að mestu í þagnargildi hér á landi, þar til Pólýfónkórinn reið á vaðið með Jólaóratóríunni í Krist- kirkju árið 1964“, og einnig í svar- grein hans 21. desember, en þar segir m.a: „Ástæða hefði verið til að geta annarra sporgöngumanna í að kynna tónlist Bachs...“ Ég hef engar at- hugasemdir við grein- arskrif þessi aðrar en það sem hér verður skrifað og finnst mér þær upplýsingar sem þar koma fram, hefðu átt heima í þessari umfjöllun um braut- ryðjendurna vegna sögulegs gildis og áreiðanleika upplýs- inganna. Isiendingar hafa Biarki löngum sótt sér aðstoð Sveinbjörnsson viðkenns'uog flutning á tonhst til utlanda, eða allt aftur til um árið 1100 er franski presturinn Richini var ráðinn að skólanum að Hólum til _að kenna „sönglist ok versgerð". Árið 1938, nánar tiltekið i ágústmánuði, kom til landsins dr. Victor Urbancic og var hann ráðinn kennari við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Benda skal á að hann gerðist íslenskur ríkis- borgari sem var honum jafnmikils virði og heiður hans og fékk hann m.a. fálkaorðuna fyrir störf sín á íslandi. En það er nú stundum eins og menn vilji gleyma starfi .útlending- anna“ - sem margir urðu íslenskir ríkisborgarar - að tónlistarmálum landsins. Má þar um kenna í vissum tilfellum mikilli þjóðemishyggju sem var svo ríkjandi hér á árum áður, sérstaklega fyrir miðja öldina - og kannske bólar á enn - eða þá að menn velja það úr sögunni sem hent- ar þeim og þeirra málstað og túlka út frá því - þessir menn voru bara útlendingar, hefur verið sagt. En nú að því sem ég vildi benda á. Dr. Urbancic æfði og stjórnaði nánast öllum stói-verkum Bachs, og fleiri tónskálda, á íslandi á árunum 1940 - 1950. Skulu hér nefnd nokk- ur dæmi. Judas Makkabeus og Messías eftir Hándel, Davíð konung- ir, veit ég að við Hjálmar erum sammála um að ekki er boðlegt, hvorki fyrir þingmanninn né þjóð- ina. Því verður tæpast trúað að þingmaður sem er vandur að virð- ingu sinni byggi dæmi sín á skvaldri. Því er það áleitin spurning hvort þetta dæmi sem Hjálmar not- ar sé til umræðu hjá einhverjum þeim aðilum sem, stöðu sinnar vegna, á að vera hægt að treysta sem heimildarmönnum. Vissu þeir hvað þeir gerðu? Þegar blaðagrein Hjálmars er skrifuð stóðu sem hæst umræður á Alþingi um fjárlög ársins 1996. Með þeim og fylgilögum þeirra var lög- bundið framlag til Framkvæmda- sjóðs fatlaðra skert um a.m.k. 133 milljónir. Maður hlýtur að hugleiða, í framhaldi af blaðagrein þing- mannsins, hvort þingmenn hafi liaft réttar upplýsingar til að styðjast við, þegar sú ákvörðun var tekin. Vissi Hjálmar Árnason t.d. að á Reykjanessvæði eru 100 manns á biðlista eftir búsetuúrræði og bið- listinn í Reykjavík er tvöfalt lengri? Undirritaður telur að það sé æskilegt og reyndar nauðsynlegt að þingmenn ræði og skrifí greinar um vanda velferðarkerfisins, þar með talið málefni fatlaðra. Ég veit af gömlum kynnum af Hjálmari Árnasyni að hann hefur þar margt fram að færa, t.d. hvað varðar menntunarmöguleika fatlaðra á framhaldsskólastigi. Landssamtök- in Þroskahjálp hafa hvatt til um- ræðna um málefni fatlaðra á Al- þingi og fengið vilyrði fyrir því að slíkar umræður fari fram á Alþingi nú í ár. Vönduð umræða ætti m.a. að snúast um stöðu þessara mála á íslandi miðað við þær þjóðir sem Tími er kominn til, segir Bjarki Sveinbjörns- son, að tónlistin fái aftur sitt eigið tímarit. ur eftir Honegger, Requiem eftir Mozart, Stabat Mater eftir Pergo- lesi, Jólaóratoríuna, Mattheusar- passíuna og Jóhannesarpassíuna eftir Bach. I síðastnefnda verkinu vann hann það þrekvirki að sam- hæfa vers úr Passíusálmunum og gamla íslenska sálma ásamt ritning- argreinum á íslensku við tónlistina. Eignuðust þar með Íslendingar lík- lega fyrstir þjóða þetta verk á móð- urmáli sínu aðrir en höfundur, þ.e.a.s. textinn var ekki þýddur. Flytjendur undir stjórn hans voru Hljómsveit Reykjavíkur og blandað- ur kór, en við orgelið sat Páll ísólfs- son. Mun þetta vera í fyrsta sinni sem Guðmundur Jónsson vakti á sér athygli sem söngvari. Var verkinu útvarpað úr Fríkirkjunni á föstudag- inn langa árið 1943. Vil ég hér vitna í grein i Útvarps- tíðindum frá þessu ári, en þar segir m.a: „Síðan hann fdr. Urbancic] hóf starf sitt hér á landi, hefur hann flutt hvert stórverkið á fætur öðru, „Messías" og „Requiem" Mozarts o. fl. og nú „Jóhannesarpassíuna eftir Joh. Seb. Bach, er flutt verður á föstudaginn langa. Við þessi stór- virki, við hinar erfiðustu aðstæður, hefur glöggt komið í ljós hinn ódrep- andi áhugi hans og starfsþrek. Það er aðdáunar- og undravert, hve fljótt og vel dr. Urbantschitsch hefur tek- izt að átta sig á sérstöðu íslendinga í tónlistarlegum efnum og hinn ís- lenzki búningur og tekstavai hans við ,Jóhannesarpassíuna“ sýnir, að þekking hans og skilningur nær til fleiri sviða íslenzkrar menningar en tónlistarmála einna“. Einnig má lesa í minningargrein um hann í Þjóðviljanum árið 1958: „Mikil stoð varð hann voru fátæk- lega tónlistarlífi. Hann flutti hér í fyrsta sinni hin miklu kórverk meist- aranna, oratorium og guðspjalla- verk“ Ríkisútvarpið hljóðritaði á sínum tíma flutning á fjölda verka undir stjórn dr. Urbancic. En!, einhveijir starfsmenn tónlistardeildar Ríkisút- varpsins höfðu einhver undarleg við- horf gagnvart þessum upptökum, og svo mörgum öðrum, að engu tali tekur. Má þar minnast á „Opið bréf til útvarpsráðs“ dags.19. mars 1960 frá Jóni Leifs, en í því segir m.a. „Við athugun á möguleikum til að kynna í Ríkisútvarpinu tón- verk eftir undirritaðan hefír komið í ljós að tapast hafa í vörzlum út- varpsins upptökur, sem því hafa verið látnar í té“. Einnig má minn- ast á grein í Tímanum frá erfingjum Urbancic þ. 6. apríl 1960 með yfir- skriftinni „Hvar eru ...?“, en þar segir m.a. ,Eftir andlát hans voru margir að hvetja okkur til að bjarga þessum upptökum frá glötun frá útvarpinu, þar sem komið hafði í ljós, jafnvel á meðan dr. Urbancic var enn á lífi, að þær reyndust ann- aðhvort ekki finnanlegar eða þá að meira eða minna leyti eyðilagðar, ef til þeirra átti að taka“. Fróðlegt væri að kynnast þessum „bannað að flytja" viðhorfum og 10 tommu nagla tækninni við að eyðileggja hljómplötur sem sögur fara af. Mikið og óeigingjarnt starf fór fram á íslandi á árum áður en því miður hefur mönnum ekki þótt ástæða til, eða ekki haft vettvang til að kynna nema þá þætti sem að þeim sjálfum snúa. í framhaldi af þessu má einnig minnast á að allir Brandenborgarkonsertar Bachs voru kynntir á vegum Kammermús- íkklúbbsins um 1958 og var það gert fjárhagslega mögulegt með styrk úr tónlistarsjóði Guðjóns Sig- urðssonar. Voru þar að verki strengjaflokkur úr Sinfóníuhljóm- sveitinni ásamt nokkrum einleikur- um. Var þá m.a. ráðinn hingað ung- ur Þjóðveiji, Klaus Peder Doberitz, til að leika á viola da gamba, eða gambafiðlu eins og Björn Franzson kaus að kalla hana. Var þetta lík- lega í fyrsta sinni sem leikið var á slíkt hljóðfæri á íslandi. Gleðilegt er að lesa að Háskóli Islands skuli standa að tónlistar- kynningum og tónlistarkennslu. Er þetta eflaust viðleitni Háskólans í- að halda við virkri tónlistarkynningu innan þeirrar stofnunar, sem á upp- haf sitt í, að undangenginni tónlist- arkynningu Karlakórs Háskólastúd- enta frá árinu 1953, stórgjöf Isac Stern sem gaf Háskólanum tekjur sínar sem hann fékk af heimsókn sinni til íslands árið 1955 til „að opna megi tónlistarstofu með beztu fáanlegu tækjum til hljómplötuleiks og vísi að tónplötusafni“, og svo gjöfum annarra í framhaldi af því. Höfundur er cnnd. phil. við berum okkur helst saman við, nýjungar í þjónustu og hugmynda- fræði, stefnumótun til lengri tíma og gæði þjónustunnar. Hingað til hefur umræðan að of stórum hluta snúist um samanburð á stöðu mála nú við eitthvert ártalið í fortíðinni. í verkum stjórnmálamanna speglast vilji þeirra Ég vil að lokum vitna í fyrrver- andi félagsmálaráðherra Svíþjóðar, Bengt Westerberg, en hann komst svo að orði á þingi NFPU, Norrænu samtakanna um málefni þroska- heftra, 1995: „Lög, sáttmálar og yfirlýsingar eru mikilvæg verkfæri í baráttunni fyrir lífsgæðum fatlaðra, með þeim skapast grunnur til að byggja á, en þetta er ekki nægjanlegt. Við þurfum einnig stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að forgangsraða verk- efnum og taka. þá, sem eru í mestri þörf, fram fyrir í röðinni. Þeim hópi tilheyra tvímælalaust fatlaðir sem hafa þörf fyrir mikla þjónustu.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. MÁLASKÓLINN MÍMIIt sími: 588 22 99 Nú eru jól og áramót liðin og það er kominn tími til að hreinsa til í líkamanum Bókin sem hefur vantað og beðið hefur verið eftir er komin í allar helstu bókabúðir og heilsubúðir um allt land. Erfiðleikum við að sofa — síþreytu — máttleysi — úthaldsleysi — þunglyndi — áhugaleysi — sífelldum ^hyggjum — stöðugum efasemdum — skyndilegum kvíða — ofvirkni — erfiðleikum í einbeitingu — minnistruflunum — námserfiðleikum — talvandamálum — minnkandi bragðskyni — minnkandi lyktarskyni — hræðsluköstum — fælni — ótta — ofskynjunum — hugarórum — sjóntruflunum — sóni í eyra — höfuðverkjum — mígreni — tíðum þvaglátum — sviða við þvaglát — heftingu á þvagflæði — lofti í maga eða magabólgum — magasári — kviðverkjum — munnangri — of háum magasýrum — vindverkjum — krampa í ristli — meltingartruflunum — sýkingu í þvagrás — lofti í þörmum — hægðatregðu — þöndum kvið — niðurgangi — kláða við endaþarm — fæðufíkn — stirðleika í vöðvum — máttleysi í vöðvum — bakverkjum — stífni í hálsi og vöðvum — útbrotum á húð — exemi eða þrota í húð — kláða og pirringi ( húð — köldum höndum og fótum — brjóstverki við átak — fótaverkjum við átak — sveiflum í hjartslætti — liðagigt — liðamótaverkjum — roða í húðinni — marblettum út af engu — þurrki í húð — grófri húð — útbrotum á húð — ofsakláða — köfnunartilfinningu — hósta — sýkingu í hálsi — sýkingu í eyrum — sýkingu í ennis- og kinnholum — hronkítis — lungnabólgu — brjóstverkjum við innöndun — flösu — mikilli svitamyndun — sveittum höndum og fótúm — stífluðu nefi — nefrennsli — kláða í nefi — hnerra — blóðnösum — kláða í augum — eymaverkjum — hálsbólgu — kláða í munni eða hálsi — asma eða soghljóðum í öndun — votum augum — blóðnösum — bólgnum augn- lokum — dökkum baugum undir augum — djúpum kláða í eyrum — vökva í eyrum — sviða í{ leggöngum — kláða í leggöngum — áhugaleysi á kynlífi — óreglulegum blæðingum - vökvasöfnun — þyngdaraukningu — reiðiköstum — pirringi — tíðakrampa. Hallgrímur Þ. Magnússon, læknir. Guðrún Bergmann, leiðbeinandi og rithöfundur. - kjarni málsins! Hallgrímur hefur um árabil haldið fyrirlestra og fræðsluerindi um Candida sveppasýkingu og aðferðir til að vinna bug á henni, svo og lyfjadausar lækningar. Hann og Guðrún hafa haldið fræðsluerindi og námskeið saman, en Guðrún er á batave- gi eftir slæma Candida sveppasýkingu. 1 þessari bók leggja þau saman krafta sína og fjal- la á einfaldan hátt um það hvað Candida sveppasýking er, skýrt er frá hlutverki líffæran- na í starfsemi líkamans, innbyrðis tengingu þeirra, tímatöflu líkamans, fæðusamsetningu, fjallað um þau sjúkdómseinkenni sem Candida sveppasýking veldur og rætt um leiðir til að ráða bug á henni. Fjallað er um fæðutegundir sem þarf að forðast og eins þær sem ney- ta má, rætt um stuðningsleiðir og ýmislegt fleira. Ef þér er annt um líkama þinn og heilsu, skaltu verða þér út um eintak sem fyrst. Útgefandi LEIÐARLJÓS, sími 435 6800, fax 435 6801. Dreifing Stór-Reykjavík: SALA OG DREIFING Ævar Guðmundsson, GSM.: 89-23334.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.