Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Víti til vamaðar ÞAU tíðindi gerðust í lok sl. árs að tölvufyr- irtækinu SKÝRR var breytt úr sameignar- fyrirtæki ríkisins og Reykjavíkurborgar í hlutafélag. Tveir starfsmanna hafa gengið fram fyrir skjöldu og hælst um af frágangi starfs- mannamála og telja hann geta orðið öðrum til eftirbreytni. í Morg- unblaðinu 30. des. seg- ir einn starfsmanna SKÝRR „Vinnubrögð sem þessi eru gott for- dæmi um hvemig breyta má ríkisfyrirtækjum í hluta- félög sbr. bönkum og Pósti og síma.“ Ennfremur „Hver man ekki eftir þeim átökum sem urðu þegar breyta átti SVR í hlutafélag". í jólablaði BSRB-tíðinda, er viðtal við Garðar Hilmarsson, starfsmann SKÝRR, í tilefni af breyttu rekstr- arformi fyrirtækisins. Fyrirsögn viðtalsins, „Fyrri réttindi starfs- fólks að mestu tryggð". Fyrirsögnin varð þess valdandi að spumingar vöknuðu, „að mestu tryggð“. Hvað var það sem hægt var fórna og hversvegna þurfti að fórna? Var starfsmönnum SKÝRR það svo mikið áhugaefni að fyrir- tækið yrði að hlutafélagi, að þeir vildu einhveiju kosta til að sjá þann draum verða að veruleika? Var verið að leggja nýja slóð, slóð undanfarans inn í nýja framtíð? Sem fyrram starfsmaður SKÝRR og starfsmaður stéttarfélags Gunnar Gunnarsson fannst mér áhugavert að ganga í smiðju þessara manna og skyggnast inn í fram- tíðina. Hve langt er hægt að ganga? Forvitnin var vakin. Hvað það var sem upp á vantaði, að starfs- menn „Nýja SKÝRR hf.“ héldu sömu eða því sem næst sömu kjöram, eins og ætla mátti, m.t.t. fyrir- sagnarinnar. Niður- staðan er vægast sagt dapurleg og gefur fullt tilefni til að forasta verkalýðs- hreyfingarinnar velti því fyrir sér hve víðtækt samningsumboð félög innan BSRB og annarra samtaka, hafa eða ættu að hafa með hags- muni launþega í huga. Samið um réttinda- og kjaraskerðingu Með samningi St.Rv./SKÝRR er brotið blað í sögu samninga- gerðar launþega. Með samningum verða þáttaskil sem erfitt er að sætta sig við. Að átakalaust skuli samið um verulega kjara- og rétt- indaskerðingu starfsmanna SKÝRR, undir handleiðslu starfs- manna BSRB. Um það segir Garð- ar: „Þar höfum við notið góðs full- tingis BSRB, einkum hagfræðings samtakanna og lögfræðings með formanninn Sjöfn Ingólfsdóttur í broddi fylkingar.“ Satt best að segja hélt ég að PRÓFANÁM Á VORÖNN 1996 Öldungadeild GRUNNSKÓLASTIG (íslenska, stærðfræði, danska og enska). Grunnám: Samsvarar 8. og 9. bekk grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja upprifjun frá grunni. Fronám: Samsvarar 10. bekk grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa náð tilskyldum árangri í 10. bekk eða vilja rifja upp. Undirbúningur fyrir nám á framhaldsskólastigi. FRAMHALDSSKÓLASTIG Sjúkraliðabraut/Verslunarbraut: Tveggja vetra nám. Kjamagreinar, auk sérgreina. Menntakjarni: Fyrstu þrír áfangar kjamagreina: Islenska, danska, enska og stærðffæði. Auk þess félagsfræði, saga, eðlisfræði, tjáning, þýska, hollenska, ítalska, stærðfræði 122 og 112, uppeldisfræði 103. EINNIG í B OÐIÁ VORÖNN: Sálfræðill3: Skynjunar-og auglýsingasálfræði. Efni áfangans er skynjun, skynferli og auglýsingasálfræði. Auglýsingar verða teknar fyrir, dæmigerð auglýsingatækni rædd, og algengustu auglýsingabrellur kannaóar. Kennari: Oddur Albertsson. Kvikmyndafræði 102: Kvikmyndarýni. Efni áfangans er kvikmyndin, saga hennar, eðlisþættir og áhrif. Kennari: Oddur Albertsson. Hollenskar bókmenntir: Góð kunnátta í hollensku nauðsynleg. Kennari: Ida Semey. Verslunargreinar: S.s. markaðsfræði, rekstrar- og þjóðhagfræði, verslunarréttur og bókfærsla. Kennarar: Bjarni Guðlaugsson og Raggý Guðjónsdóttir. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla. Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lágmarki. INNRITUN fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, dagana 9. og 10. janúar nk. frá kl. 16.30 til 19.30. Kennsla hefst 17. janúar 1996. INNRITUN í FRÍSTUNDANÁM fer frant 18. og 19. jaitúar kL 17:30-19:30. Átakalaust var samið um verulega kjara- og réttindaskerðingu, segir Gunnar Gunnarsson, undir handleiðslu starfsmanna BSRB. það væra einhver takmörk fyrir skammsýni manna. Það er ekki eitt, það er allt sem veldur undrun og tæpast nokkuð sem getur rétt- lætt eða skýrt samningagerðina. Það er sök sér að menn séu sjálfum sér vondir, en í þessu tilviki er það alls ekki einkamál viðkomandi að- ila. Augljóst er að það er ekki búið að bíta úr nálinni með þennan samning. Það er slæmt til þess að hugsa ef launþegar eru nú komnir í sömu aðstöðu og Frakkar í upp- hafi síðari heimsstyijaldarinnar. Þegar Þjóðveijar komu aftan að Sigfrid víggirðingunum á landa- mæranum og veijendur komu eng- um vömum við. Erum við sjálfum okkur verst? Samtök launþega hafa lagt sig fram um að fá lög samþykkt á Alþingi, til vemdar launþegum vegna tilhneiginga atvinnurekenda að draga úr eða sniðganga gild- andi kjarasamninga, reglur og/eða lögbundin réttindi launþega. Nýj- ast í þeim efnum eru verktaka- samningar sem erfítt hefur verið að sporna gegn. Dæmigerð verndarákvæði er að finna í lögum um starfskjör laun- þega. Lögin eiga að tryggja að undirritaðir kjarasamningar veiti lágmarksréttindi. Lög um eigenda- skipti fyrirtækja skylda nýja eig- endur til að endurráða starfsmenn á óbreyttum kjöram. Lög um fæð- ingarorlof, samkvæmt ákv. í þeim er óheimilt að segja bamshafandi konu upp starfi, nema gildar ástæður séu fyrir hendi, Lög um 40 klst. vinnuviku. Lög um jafn- rétti kynjanna. Um vinnueftirlit, öryggi og aðbúnað á vinnustað ofl. ofl. Nöfn síðast greindu lag- anna segja allt um efni þeirra. Hvað vantar í samning St.Rv./SKÝRR? Lengi má manninn reyna, vernd launþega þarf að vera víðtækari. Að fenginni reynslu er það degin- um ljósara að þau þurfa einnig að taka til launþega sjálfra, þannig að þeir fái ekki óvininn í bakið. Sitji ekki í súpunni eins og Frakk- ar, með allt á hælunum. Sjón er sögu ríkari. í kjarasamningi St.Rv./SKÝRR er í 21 atriði vikið frá gildandi kjarasamningi til hins lakara, sem dæmi má nefna: • Desemberuppbót St.Rv./SKÝRR er kr. 15.000.- í öðrum samningum BSRB félaga þ.m.t. St.Rv. era upphæðin 28.000.- krónur til 35.000.- krónur. • Dagvinnutími St.Rv./SKÝRR er lengdur, er frá 7 til 19, en í samn- ingum aðildarfélaga BSRB er hann 8 til 17. Engin ákvæði era um samfelldan vinnudag, greiðslur fyrir eyður í vinnutíma, eða fyrir útköll. • Fellt er út ákvæði um lengingu orlofs við 40 og 50 ára aldur, auk þess sem önnur ákv. varðandi or- lofið og töku þess era þrengd. Ennfremur er fellt niður ákvæði um 14% lágmarksorlof miðað við tilteknar forsendur og launaflokk. • Orlof sem ekki tekið á árinu, fellur niður án bóta við lok næsta orlofsárs. • Felldur er niður kaflinn um stað- gengilslaun. Ennfremur vantar í kjarasamn- ing St.Rv./SKÝRR, skýrandi upp- lýsingar um réttarstöðu starfs- manna, t.d. vakna spurningar: Hver er réttarstaða trúnaðar- manna? Hvaða lög skal leggja til grandvallar samningsrétti starfs- manna komi til kjaradeilu og/eða vinnustöðvunar? Hver eru réttindi og skyldur starfsmanna? Njóta þeir réttinda til biðlauna, 3 mánaða lausnar- launa vegna veikinda eða dauða, verndar í starfi o.fl.? Ekki verður annað séð skv. bókun, en samið hafi verið um að starfsmenn skuli sviptir áframhaldandi rétti til aðild- ar að lífeyrissjóði Reykjavíkur- borgar. Kaflinn um fæpingarorlof í samningi St.Rv./SKÝRR er skand- all aldarinnar. í St.Rv./SKÝRR samningnum, er ákvæði um að fella niður greiðslur fæðingarorlofs frá atvinnurekanda og færa réttinn yfir til almannatrygginga, sem í raun er til muna lakari og lægri. Launalækkunin sem breytingin felur í sér fyrir konur getur numið tugum prósenta á mánuði, auk þess sem hann er lakari varðandi framkvæmdina. I raun kallar umsamið ákvæði í samningi St.Rv./SKÝRR, um fæðingarorlof og samningurinn í heild, á að félags- og kynbundin rannsókn verði gerð á samninga- mönnum. Hvað hafi fyrir þeim vakað, hvað fékkst í staðinn? Hveijum til hagsbóta? Fjölmörg önnur atriði eru augljóslega lakari í nýgerðum kjarasamningi starfs- manna SKÝRR. Hér hefur aðeins fátt eitt verið nefnt, af kjararýrnun sem er algjörlega tilefnislaus. Samningsstaða St.Rv./SKÝRR, sem stóð að gerð samningsins, gat ekki verið betri en hún var. Hvað réð ferðinni? Er þetta ekki fulllangt gengið, ef félögin telja sig verða að setja kjarasamninga sína á útsölumark- að til að halda félagsmönnum inn- an sinna vébanda. Hver verða örlög okkar með þessu áframhaldi? Mál- ið er ekki einkamál þessara félaga, hér verður BSRB að taka í taum- ana. Með aðgerðar- eða athafna- leysi BSRB, fljóta samtökin sof- andi að feigðarósi. Það er ekki réttlætanlegt að einstaklingar eða hópar geti sett hagsmuni heildar- innar að veði, þó svo „að vilji sé til að fara yfir í nýtt viðskiptaum- hverfi með jákvæðu hugarfari“ svo vitnað sé til ummæla viðmæland- ans í „BSRB-tíðindum“. Samning- urinn og blinda þessara starfs- manna á gjörðina, er öðrum laun- þegum „víti til varnaðar.“ Höfundur er fyrrv. formaður starfsmannafél. SKÝRR; starfs- maður Sjúkraliðafélags íslands. Vondir heilbrigðisráð- herrar og þingmenn með rangar upplýsingar I MORGUNBLAÐINU hinn 15. desember 1995 birtist grein eftir Hjálmar Árnason, þingmann fram- sóknarmanna, undir fyrirsögninni „Vondir heilbrigðisráðherrar?" Grein þessi er að stofni til einhverskonar sam- anburðarfræði á heil- brigðisráðherrum síð- ustu 15 ára og er kom- ist að þeirri niðurstöðu að allir hafi þeir verið mætir menn, rétt eins og núverandi ráð- herra, en allir hafi þeir orðið að gæta aðhalds til að skuldsetja ekki börn okkar um of. Vafalítið er þessi nið- urstaða þingmannsins rétt. Til að reyna að út- skýra vanda velferðar- kerfisins fyrir þjóðinni segir Hjálmar að stöð- ugt vaxandi sérfræðikunnátta leiði til þess að þetta kerfi verði sífellt dýrara. Þingmaðurinn telur þó að það sé vilji þjóðarinnar að halda uppi öraggu velferðarkerfi. Ekki greinir okkur Hjálmar á um þetta. Til að færa rök fyrir sínu máli og upplýsa þjóðina um hversu dýrt velferðarkerfið er orðið, grípur þingmaður nú til dæma og skrifar: „Hins vegar virðist vera að renna upp sú stund að við spyijum okkur hversu langt við getum gengið í þeim efnum. Eg nefni sem dæmi einstakling, fjölfatlaðan, sem 10 manns á vegum hins opinbera hlúa að í fullu starfi.“ Við þetta dæmi Hjálmars hef ég ýmis- legt að athuga. Hafa skal það sem sannara reynist í fyrsta lagi vekur það athygli að þjónusta við fatlaða skuli vera tekin sem dæmi þegar rætt er um vanda heil- Friðrik brigðismála og heil- Sigurðsson brigðisráðherra, þvi þjónusta við fatlaða heyrir ekki undir heilbrigðisráð- herra, nema að mjög litlu leyti, heldur undir félagsmálaráðherra. Þessi misskilningur þingmannsins er þó algert aukaatriði. Það sem er ámælisvert við dæmi Hjálmars er að það er ekki til í raunveruleik- anum. Undirritaður hefur reynt að Málefni fatlaðra, segir Friðrik Sigurðsson, eru viðkvæm og persónuleg mál. fá hjá þingmanninum sjálfum svo og hjá embættismönnum, sem sjá um þjónustu við fatlaða, upplýs- ingar um einstakling sem þarf svo mikla þjónustu, að hlúð sé að honum af 10 manns í fullu starfi. Enginn embættismaður kannast við þennan einstakling og þingmaðurinn hefur nú þremur vikum eftir að hann var beðinn um að upplýsa hver þessi einstaklingur væri ekkert látið í sér heyra. Málefni fatlaðra eru viðkvæm og persónuleg mál. Því er afar brýnt að þeir aðilar, sem hafa fengið umboð þjóðarinnar til að ráðskast með hennar hag, hafí sem réttastar upplýsingar þegar þeir fjalla um svo viðkvæman málaflokk. Við undirritaðan hefur haft sam- band fólk með getgátur um hvaða einstakling er átt við í umræddri blaðagrein. Að þingmaður kynni fyrir þjóðinni dæmi sem hann getur hugsanlega síðan ekki fært rök fyr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.