Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. YIÐHORF TIL LÍFSGÆÐA ASIÐUSTU misserum hafa verið nokkrar umræður hér á landi um brottflutning fólks til annarra landa enda hafa um þúsund íslendingar flust af landi brott umfram að- flutta. Aðstæður hafa vissulega verið erfiðar í íslensku atvinnu- lífi undanfarin ár og atvinnuleysi töluvert. Þeir eru því marg- ir sem hafa ákveðið að freista gæfunnar í atvinnuleit erlend- is. Mjög margir hafa kosið að flytjast til Danmerkur og hafa til að mynda um tvö hundruð Islendingar flust til bæjarins Hanstholm á Jótlandi á undanförnum þremur árum. í grein sem fréttaritari Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn ritar hér í blaðið í fyrradag segir, að vart sé hægt að draga þá ályktun af viðtölum við íslendinga í Hanstholm að fólk hafi verið að flýja skuldabasl og þröngan kost heima á ís- landi. „Langsamlega flestir hafa komið með fé með sér og fest kaup á húsnæði. . . Ævintýraþrá, kaup, kjör og vinnu- tími eru yfirleitt það fyrsta, sem hinir brottfluttu nefna til sem ástæður fyrir því að þeir tóku sig upp. Við nánari eftir- grennslan koma aðrar og óræðari ástæður upp á yfirborðið. Islendingarnir kunna vel að meta afslappaða lifnaðarhætti Dana. Lífsgæðakapphlaupið á íslandi birtist þeim sem þrýst- ingur frá samfélaginu um að það þurfi að uppfylla ákveðinn eignakvóta til að vera maður með mönnum. Og ef aðeins væri hægt að uppfylla kvótann með skuldasöfnun og gegndar- lausri yfirvinnu, þá yrði bara svo að vera,“ segir í greininni. Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, sem flutti frá Njarðvíkum til Hanstholm fyrir rúmu ári, lýsir viðhorfum sínum á eftirfar- andi hátt: „Heima var ég alltaf í mínus, en hér get ég lagt fyrir og leyft mér ýmislegt. . . Hér kaupa fáir á afborgunum, en heima gera það allir. Maður smitast strax af því hvað Danir leggja lítið upp úr híbýlunum og fer að hafa það eins og þeir. Danir fara frekar í frí en að kaupa nýjan leðursófa. Heima átti ég bíl, sem setti mig alveg á hausinn. Hér dettur mér það ekki í hug. Hér hjóla allir, líka í roki og rigningu." Viðhorfin er koma fram í þessum tilvitnunum eru mjög algeng meðal íslendinga er hafa dvalið erlendis um eitthvert skeið, hvort sem er vegna náms eða atvinnu. Það virðist ríkj- andi viðhorf hjá mörgum, að þeir kvíði að flytja heim í það lífsgæðakapphlaup og þann hraða er einkennir íslenskt þjóð- líf í samanburði við það sem fólk hefur vanist erlendis. Margir telja það mesta munaðinn að geta framfleytt fjöl- skyldu sinni með venjulegum dagvinnulaunum auk þess sem slíkt vinnufyrirkomulag gefur mönnum meiri tíma til að njóta lífsins með fjölskyldunni í frístundum. Ráðstöfunartekjur virð- ast oft vera svipaðar og hér heima þótt vinnutíminn sé styttri. Eftir að hafa dvalist erlendis um skeið virðist sem flestir dragi úr neyslu sinni á flestum sviðum. Fólk gerir ekki sömu kröfur til húsnæðis, bifreiða og ýmiss munaðarvarnings. Það tekur upp annað lífsmunstur og breytir að miklu leyti um gildismat. Fæstum tekst þó að viðhalda þessum lífsmáta eftir að þeir flytja til íslands á ný og þeir kvarta undan hinum mörgu streituvöldum í íslensku samfélagi. Umstang og kaupæði í kringum jólahátíðina og fermingar eru algeng dæmi sem nefnd eru um hefðir er sliga fjárhag margra fjölskyldna. Það er íhugunarefni hvað valdi því að íslenskt samfélag tekur á sig þessa mynd í augum margra. Ein skýring kann að vera sú á hve skömmum tíma það hefur breyst úr fá- brotnu og fátæku bændasamfélagi í nútíma velmegunar- þjóðfélag. Sú uppbygging hefur nær öll átt sér stað á þess- ari öld og svo virðist sem þjóðinni reynist erfitt að draga úr hraðanum. Meiri festa og stöðugleiki einkennir rótgrónari samfélög í Evrópu. Að einhverju leyti eimir einnig eftir af verðbólguhugsunarhætti síðustu áratuga er setti allt verð- mætaskyn þjóðarinnar úr skorðum. Töluverð breyting hefur þó orðið í þessum efnum á skömm- um tíma og er það ekki síst hinum efnahagslega stöðugleika síðustu ára að þakka. Þessi aukna festa breytir gildismati margra. Það er ekki lengur nauðsynlegt að festa allt sitt fé í steinsteypu til að viðhalda verðgildi þess. Bættar samgöng- ur gera það að verkum að fólk áttar sig betur á mismun á verðlagi milli landshluta og jafnvel landa. Kröfur um að hægt verði að lifa af dagvinnulaunum verða stöðugt sterkari. Þetta gerist á sama tíma og Island tengist nágrannaríkjum nánari böndum og auðveldara er fyrir fólk en áður að flytj- ast búferlum til annarra ríkja. Eftir því sem fleiri kynnast aðstæðum annarra þjóða má búast við að fleiri geri kröfur um sambærilegt umhverfi fyrir sig og fjölskyldur sínar hér á landi. En í þeim efnum hljóta menn ekki síður að líta í eigin barm en að gera kröfur til annarra. Frangois Mitterrand fyrrverandi Frakklandsforseti ] HREYSTILEG L( ORRUSTA Á Eí Reuter MITTERRANE ARIÐ 1944 giftist Mitterrand eftirlifandi eigin- um. Hér sést h konu sinni Danielle. Parísar vi( FranQois Mitterrand gegndi embætti Frakk- landsforseta í fjórtán ár og setti sterkan svip á stjórnmál Frakklands og Evrópu þann tíma. Er hann ásamt Charles de Gaulle talinn vera mesti stjórnmálaleiðtogi Frakklands á öldinni. FRANQOIS Mitterrand fyrr- verandi Frakklandsforseti var á áttugasta aldursári er hann lést á skrifstofu sinni í París í gær. Er hann lét af embætti á síðasta ári hafði hann ver- ið forseti í Ijórtán ár og því setið leng- ur í forsetahöllinni Elysée en nokkur annar forseti lýðveldisins. Ásamt Charles de Gaulle hershöfðingja, er sat ellefu ár í forsetaembætti, er hann sá stjórnmálamaður er mest áhrif hefur haft á Frakkland á þessari öld. Hann háði margar orrustur við and- stæðinga sína á þeim árum en í loka- orrustunni gat hann ekki farið með sigur af hólmi, í baráttunni við krabbameinið er greindist fyrir tveim- ur árum, enda þótt hann hafi barist af hreysti og með mikilli reisn. Mitterrand hóf snemma afskipti af stjórnmálum, hann var á hægri væng franskra stjórnmála í upphafi ferils síns en varð síðar fyrsti sósíal- istinn er náði kjöri sem forseti. Hann fæddist árið 1916 f bænum Jarnac í suðvesturhluta Frakklands og var faðir hans stöðvarstjóri í ná- grannabænum Angouleme. Um- hverfíð er hann ólst upp í var klass- ískt, kaþólskt miðstéttarumhverfi þess tíma. í gær var tilkynnt að Mitterrand yrði borinn til grafar í Jarnae á fimmtudag og verður hann jarðsettur í grafhýsi fjölskyldunnar. Á stúdentsárum sínum á fjórða áratugnum var Mitterrand félagi í hreyfingu hægriöfgamanna. Hann barðist í síðari heimsstyijöidinni og var tekinn til fanga af Þjóðveijum. Mitterrand flúði fangabúðir Þjóð- veija eftir ósigur Frakka og leitaði athvarfs í Vichy, þar sem leppstjórn Þjóðveija var með aðsetur. Hann átti ekki beint samstarf við Iepp- stjórnina en var í nánu samneyti við ýmsa einstaklinga sem það gerðu. í bók, sem rituð var árið 1994 með samþykki Mitterrands, kemur fram að hann var aðdáandi Pétains og vin- ur Réne Bouscet, hins illræmda lög- reglustjóra í Vichy. Var hann sæmd- ur heiðursorðu Pétain-stjómarinnar á þessum árum fyrir störf sín að málefnum stríðsfanga. Árið 1943 gekk Mitterrand til liðs við andspyrnuhreyfinguna og de Gaulle, sem var í útlegð. Hittust þeir fyrst í Norður-Afríku. Margt er óljóst um störf Mitterrands á stríðsárunum og hafa pólitískir andstæðingar hans stundum notað það gegn honum og reynt að gera þau grunsamleg. Ellefu sinnum ráðherra Að heimsstyijöldinni lokinni var Mitterrand, þrátt fyrir að hann væri einungis 27 ára gamall, einn þeirra fimmtán manna er de Gaulle fó! að stjórna Frakklandi fyrstu dagana eftir frelsun landsins. Hann stofnaði flokk vinstra megin við miðju og gegndi ellefu sinnum ráðherraemb- ætti á árunum milli 1947 og 1958. í kjölfar stofnun fimmta lýðveldis- ins árið 1958 gerðist Mitterrand einn helsti andstæðingur de Gaulles hers- höfðingja í frönskum stjórnmálum og barðist fyrir sósíalisma. Hann vann lengi að sameiningu vinstri- manna og á sögulegum fundi í Epinay-sur-Seine árið 1971 stofnaði hann Sósíalistaflokkinn úr mörgum smáflokkum og flokksbrotum. Flokkurinn var mjög vinstrisinn-. aður og átti náið samneyti við Komm- únistaflokkinn. Mitterrand sagðist þó ávallt beijast fyrir „sósíalisma hins mögulega" og taldi það vera það sem helst skildi flokkana tvo að. Hann vildi sömuleiðis hlíta þeim lýð- ræðislegu leikreglum er mótaðar höfðu verið með stofnun fimmta lýð- veldisins. Helsta markmið Mitterrands var lengi vel að ná kjöri sem forseti. Hann bauð sig fyrst fram gegn de Gaulle árið 1965 undir kjörorðinu „ungur forseti fyrir nútíma Frakk- land“. Hann beið ósigur en hlaut tæp 45% atkvæða í síðari umferð kosn- inganna. Þar með var hann búinn að skapa sér valdagrundvöll í stjórn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.