Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sýnishorn úr söluskrá ★ Sælgætisframleiðsla í fullum gangi. ★ Bónstöð með föstum viðskiptavinum. ★ Lítið bakarí. Einn á sínum markaði. ★ Glæsileg útgáfustarfsemi á viðskiptabók. ★ Sérstakt fyrirtæki með útgáfuþjónustu. ★ Útgáfa á myndskreyttu götukorti með augl. ★ Stór og mikil flatkökugerð til sölu. ★ Trésmíðaverkstæði með öllum vélum. ★ Sólbekkir leigðir í heimahús. Verð 1,2 millj. ★ Lítil og ódýr sólbaðsstofa á góðum stað. ★ Stórglæsil. sólbaðsst. í þekktri verslunarmiðst. ★ Veisluþjónusta, þakkamatur, borðbúnaðar- leiga. ★ Söluturn og myndbandaleiga. Fráb. verð. ★ ísbúð með sælgætissölu. ★ Nýlenduvörur, sælgæti, myndbönd. Velta 2,3 millj. Höfum kaupendur: Að góðri hársnyrtistofu á góðum stað. Einnig þjónustufyrirtæki. Ýmislegt kemur til greina. Að góðu gistiheimili eða húseign sem hægt er að breyta. Einnig sterka kaupendur að framleiðslufyrirtækj- um og heildverslunum. Verslunarhúsnæði sem gefur góðar leigutekjur. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F-YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. BESTI SOLUTIMINN FRAMUNDAN! Á síðasta ári var mikið líf og fjör hjá fyrirtækjasölu Hóls. A nýja árinu höfum við sett okkur það markmið að veita þér alltaf bestu fáaniegu þjónustu í fyrirtækjaþjónustu. Við leggjum sérstaklega áherslu á fagleg og vönduð vinnubrögð. Sjáumst hress á nýju ári! • Blómabúð (12036) Blómaverslun ásamt gjafavöru í traustum verslunarkjarna miðsvæðis í Rvík. Nýendurbætt og snyrtíleg verslun á góðum stað. • Fiskbúð (11007) Lítíl en góð verslun miðsvæðis bíður eftir nýjum eiganda á nýju ári. I hönd fer góður fisksölutími. Þessi fæst á aldeilis góðu verði. » Heildsala — innflutningur (18003) Heildverslun aðallega á barnavörum og því tengdu frá Austurlöndum fjær. Góð viðskiptasambönd. Miklir stækkunarmöguleikar. »Pöbb (14003) Um er að ræða góðan hverfispöbb í orðsins fyllstu merkingu. Tilvalið tækifæri íýrir aðila með góða þjónustulund. »Þvottahús (16010) Erum með í sölu þvottahús í miðbæ Rvíkur. Þetta fyrirtæki þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum. »Biíreiðaþjónusta (19008) í góðu og hlýlegu húsnæði er starfrækt bifreiðaþjónusta þar sem kúnninn dúllar sér sjáifur við bílinn sinn undir vökulum augum starfsmanna sem eru boðnir og búnir að aðstoða. Einnig eru umfelgunar- og sprautunaraðstaða fyrir hendi. • Hárgreiðslustofa (21002) Góð hárgreiðslustofa með 4 stólum á góðum stað í austurbæ Rvíkur til sölu. Þetta fyrirtæki er hægt að eignast á góðum kjörum. Góð viðskiptavild. • Snyrtívöruverslun (12032) Á góðum stað við Laugaveginn er rekin snyrtivöruverslun í rúmgóðru og björtu húsnæði. Það eru nú ílestir sem kannast við hana þessa, enda er viðskiptahópurinn góður. • Söluturn — myndbönd (10044) Góður söluturn ásamt myndabandaleigu til sölu miðsvæðis í Rvík. Viijir þú eignast þægilegt fýritæki í góðum rekstri. þá kfktu inn til okkar. »Ein með öllu (11013) Matvöruverslun, myndbandaleiga, söluturn og margt annað ásamt ýmsu öðru er að finna í þessari verslun sem er afar athyglisverð og alveg þess virði að skoða. Óskum m.a. eftír eftírtöldum íyrirtækjum á skrá: Vélaverkstæði, framleiðslufyrtækjum af öllum stærðum og gerðum, heild- sölum og innflutningi, hársnyrtistofu og bifreiðaverkstæði. Ábyrg og traust þjónusta! FRÉTTIR Tillaga felld um iim- heimtu 16 milljóna kr. MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar hefur fellt tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að bæjar- lögmanni yrði falið að innheimta 16 milljóna króna víxil bæjarsjóðs sem útgefinn er af Jóhanni G. Berg- þórssyni fyrir hönd Hagvirkis- Kletts hf. Allir samningar teknir upp Jóhann G. Bergþórsson gerði stutta athugasemd á fundi bæjar- stjórnar vegna tillögunnar, þar sem segir að af gefnu tilefni bóki hann að umræddur víxill sé löngu upp- gerður og búinn að gegna sínu hlut- verki. Tilraun til innheimtu myndi að mati lögfróðra manna flokkast undir umboðssvik og eingöngu leiða til kostnaðar fyrir bæjarfélagið. Þá segir: „Jafnframt því yrðu að öllum líkindum allir samningar við bústjóra þrotabús Hagvirkis-Kletts hf. opnir að nýju. Það er skoðun undirritaðs að við eðlilegt uppgjör viðskipta bæjarfélagsins og Hag- virkis-Kletts hf. hefði niðurstaðan orðið sú að fyrirtækið skuldi bæjar- sjóði ekkert." Það sé því skoðun hans að málatilbúnaður minnihlut- ans sé eingöngu til þess að kasta rýrð á hans störf en ekki að gæta hagsmuna bæjarsjóðs. Aðrir fái sömu meðferð í bókun sjálfstæðismanna við afgreiðslu tiílögunnar er lögð áhersla á að allar tryggingar í vörslu bæjarsjóðs fái sömu inn- heimtumeðferð. Víxillinn sé krafa í eigu bæjarsjóðs og að bæjarsjóði beri að láta reyna á hana eins og á aðrar kröfur. Meðan vafi leiki á gildi kröfunnar sé það skylda bæjar- fulltrúa að nota sömu innheimtuað- ferðir við innheimtu kröfunnar og annarra, sem til innheimtu eru hjá bæjarsjóði. I bókun bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins kemur fram að í bók- un Jóhanns G. Bergþórssonar segi ranglega að víxillinn sé löngu upp- gerður og hafi lokið hlutverki sínu. Þá segir: „Víxillinn var og er til tryggingar vegria fyrirframgreiðslu bæjarsjóðs til Hagvirkis-Kletts hf. Bæjarsjóður hefur ekkert að óttast með innheimtu þessarar kröfu frek- ar en annarra krafna í eigu bæjar- ins.“ Gallerí Borg í Aðal- stræti 6 Morgunblaðið/Ámi Sæberg MIKIÐ veggpláss er fyrir málverkin í húsnæði Gallerí Borgar. GALLERÍ Borg fer með alla starfsemi sína í Aðalstræti 6, gamla Morgunblaðshúsið, í mán- uðinum. Myndlistargalleríið hef- ur þegar verið flutt þangað og fyrir miðjan mánuðinn verður antikverslunin, sem nú er í Faxa- feni, komin þangað. Pétur Þór Gunnarsson, eigandi Gallerí Borgar, segir að mun rýmra verði í nýja húsnæðinu en á gömlu stöðunum. Gengið verður inn frá Aðal- stræti um aðalinngang hússins. A hægri hönd, þar sem áður var auglýsingadeild Morgunblaðsins, og á hæðinni þar fyrir ofan, er myndlistargalleríið. Antikverslun Gallerí Borgar verður svo i kjall- aranum, beint á móti aðaldyrun- um, á 350 fermetra svæði. Pétur segir að það sé um 150 fermetrum meira en í Faxafeninu. Mjög mikið veggpláss verður í nýja myndlistargalleríinu að sögn Péturs og mun auðveldara verður að Ieyfa málverkum, sem áður fóru beint á uppboð, að hanga upp á vegg til sýnis og sölu. I kjallaranum, þar sem antikverslunin verður, er svo fyrirhugað að uppboðin verði. Andreas Trappe gengur í Hörð ÞÝSKI hestamaðurinn góðkunni, Andreas Trappe, hefur fengið inn- göngu í hestamannafélagið Hörð í Kjósarsýslu. Andreas hefur marg- sinnis orðið heimsmeistari á heims- meistaramótum á íslenskum hest- um og er tvímælalaust í fremstu röð reiðmanna sem fást við íslenska hesta. Aðspurður kvað hann megin- ástæðuna fyrir inngöngu sinni í Hörð vera þá að hann ætti nú þeg- ar allnokkurn fjölda hrossa á Is- landi og ef hann hyggðist sýna eitt- hvert þeirra, þar á meðal Galsa frá Sauðárkróki, í gæðingakeppni á íslandi yrði hann að vera félags- bundinn í hestamannafélagi. Heyrst hefur að Andreas hyggist flytja til íslands og var hann spurð- ur hvort eitthvað væri hæft í því. „Sögusagnir eru alltaf í gangi. Ég hef komið hundrað sinnum eða oft- ar til íslands síðastliðin 25 ár. Kannski hef ég tíma næstu árin til að dvelja nokkra mánuði á ári á íslandi, að öðru leyti verður tíminn að leiða í Ijós hvort ég sest þar að,“ sagði Andreas Trappe. Rúnar Sigurpálsson, formaður ANDREAS Trappe hefur unn- ið marga HM-titla á stóð- hestinum Tý frá Rappenhof. Harðar, sagðist fagna inngöngu Andreasar. Beiðni hans hefði verið tekin fyrir á stjórnarfundi og sam- þykkt en síðan yrði inhganga hans tekin fyrir á aðalfundi félagsins. Sagðist Rúnar gleðjast mjög yfir því að Andreas skuli ganga hreint til verks og ganga í félagið í stað þess að hafa einhvern lepp í Herði eða öðru félagi sem þættist eiga hrossin hans eins og algengt er að gert sé. Galsa teflt fram í sumar? Með inngöngu Andreasar Trappe í Hörð beinast augu manna að stóð- hesti hans, Galsa frá Sauðákróki, sem stóð efstur í flokki fjögurra vetra stóðhesta á síðasta Lands- móti með mjög háa hæfíleikaeink- unn. Þykir líklegt að Andreas muni tefla honum fram í gæðingakeppni fjórðungsmóts Sunnlendinga sem haldið verður á Gaddstaðaflötum við Hellu í sumar nái hann í lið Harðarmanna í úrtökukeppni fé- lagsins í vor. 552 1150-552 1370 LÁRUS Þ. VAIDIMARSSON, FRAMKVftMOASIJORI KRISTJÁN KRISIJÁNSSON, loggiliur fasieignasali Til sýnis og sölu meðai annarra eigna: Sérhæð - eins og ný - Heimahverfi Glæsileg neðri hæð, um 160 fm. Allt sér. 2 rúmg. forstofuherb. með sérsnyrtingu. Góður bílskúr. Ágæt sameign. Þríbýli. Tilboð óskast. Úrvalsíbúð - Eskihlíð - útsýni Á 4. hæð 102,5 fm. Gólfefni, eldhús, bað og skápar allt nýtt. I risi fylgir rúmgott herbergi. Snyrting í risinu. Ágæt sameign. Tilboð óskast. Skammt frá Hlemmtorgi Ódýr, lítil 2ja herb. íb. á 2. hæð, tæpir 50 fm. Gott eldh. Gott sturtubað. Góður skápur í svefnh. Sólrik stofa. Sameign í góðu ástandi. Tilboð óskast. Heimar - nágrenni 3ja herb. íb. óskast í skiptum fyrir 5 herb. íbúð. Traustur kaupandi. ALMEIMNA FASTEIGNASALAN LÁUSflVEG118 S. 552 1150-552*1370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.