Morgunblaðið - 09.01.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
KEIKO hífður
upp úr lauginni í
Mexíkóborg en
þaðan var flogið
með hann til
Newport í Oreg-
onríki á sunnu-
dag. Nýju vistar-
verur hans þar
eru mun rúm-
betri en þær
fyrri.
Hvalurinn í
„Frelsum
Willy“ fluttur
Reuter
FEÐGIN kveðja Keiko í Mexíkóbrg.
Newport. Reuter.
HÁHYRNINGURINN Keiko, sem var í aðalhlut-
verki í kvikmyndinni „Frelsum Willy“, kom til
nýrra heimkynna sinna í sædýrasafni í Bandaríkj-
unum á sunnudag eftir 12 stunda ferð frá Mexíkó.
Hundruð manna söfnuðust saman á götum
Newport í Oregon til að fagna Keiko þegar hann
var fluttur með flutningabíl í sædýrasafnið eftir
flugferð með flutningavél frá Mexíkóborg. Hvalur-
inn var hífðúr upp með krana og settur í laug, sem
var hönnuð sérstaklega fyrir hann og tekur 7,5
milljónir litra af vatni.
Keiko er sex metra langur og vegur þrjú tonn.
„Frelsum Willy“, vinsæl kvikmynd um hval sem
lítill strákur frelsaði úr sædýrasafni, gerði Keiko
að frægasta hval heims og vakti jafnframt athygli
á slæmum aðbúnaði hans sjálfs. Honum var haldið
í lítilli laug í Mexíkó, fékk þar sýkingar í húð og
munn og meltingartruflanir. Mikill hiti í lauginni
varð til þess að hann át aðeins þriðjung þeirrar
fæðu, sem hvalir í náttúrulegu umhverfi innbyrða,
og horaðist því, auk þess sem ástand vöðva var
slæmt vegna hreyfingarleysis.
Sleppt við íslandsstrendur?
Keiko var veiddur við strendur íslands fyrir
rúmum áratug og forstöðumenn sædýrasafnsins í
Oregon segjast vona að með stærri laug og kald-
ara vatni verði hægt að bjarga lífi hans og búa
hann undir ferð til fyrri heimkynna sinna. Vel-
unnarar Keikos vonast til að geta sleppt honum
lausum við strendur Islands og áætlað er að flutn-
ingurinn kosti sem svarar 350 milljónum króna.
Ólíklegt er þó að íslensk yfirvöld heimili að hann
verði fluttur hingað til lands vegna sýkingarhættu.
Hashimoto tilnefndur sem forsætisráðherra Japans
Litríkur málafylgjumaður
Tókýó. Reuter.
STJÓRNARFLOKKARNIR í Japan
tilnefndu í gær Ryutaro Hashimoto
viðskiptaráðherra sem næsta forsæt-
isráðherra og búist er við að hann
taki við embættinu eftir atkvæða-
greiðslu á þinginu á fímmtudag.
Hashimoto gat sér orð fyrir hörku í
samningaviðræðunum við Banda-
ríkjamenn um bílainnflutning Japana
og nýtur mikilla vinsælda meðal kjós-
enda. Hann verður áttundi forsætis-
ráðherra Japans á átta árum og fyrsti
leiðtogi Fijálslynda lýðræðisflokks-
ins til að gegna embættinu eftir þing-
kosningarnar árið 1993. Flokkurinn
galt þá mikið afhroð vegna spilling-
armála eftir að hafa verið við völd í
38 ár samfleytt.
Flokkarnir gengu frá stjórnarsátt-
mála nýju stjórnarinnar um helgina
og hann bendir til þess að hún fylgi
svipaðri stefnu og fráfarandi stjórn
undir forystu Tomiiehi Murayama,
sem sagði af sér á föstudag. Frétta-
skýrendur telja að stjórnin verði
skammlíf og boði til kosninga eftir
að þingið hefur afgreitt
fjárlög næsta fjárhags-
árs, sem hefst 1. apríl.
Hvorki Murayama, sem
er leiðtogi Sósíalis'ta-
flokksins, né Masayoshi
Takemura fjármálaráð-
herra og leiðtogi
minnsta stjórnarflokks-
ins, Sakigake, verða í
nýju stjórninni.
Glaðlyndur en
harður
Hashimoto er 58 ára
og þykir mjög ólíkur
öðrum atkvæðamiklum Ryutaro
stjórnmáiamönnum í
Japan. Honum er lýst sem litríkum
og opinskáum, glaðlyndum en hörð-
um í horn að taka. Hann er þjóðernis-
sinni og æfir kendo, skylmingar-
íþrótt þar sem notuð eru bambus-
sverð, og hann líkti samningaviðræð-
unum við Mickey Kantor, viðskipta-
fulltrúa Bandaríkjanna,
við kendo-einvígi.
Tregða Hashimotos
til að fallast á kröfur
Bandaríkjamanna um
aukinn bílainnflutning
jók mjög vinsældir hans
meðal japanskra kjós-
enda. Fréttaskýrendur
telja þó að hann verði
sveigjanlegri í viðræð-
um um viðskiptamál
eftir að hann tekur við
embætti forsætisráð-
herra.
Hashimoto hefur
sem viðskiptaráðherra
beitt sér mjög fyrir
auknum útgjöldum rík-
isins og minna aðhaldi í peningamál-
um til að blása lífi í efnahaginn, sem
hefur verið í lægð síðustu ár. Hins
vegar er ekki talið að hann eigi eft-
ir að draga úr skrifræðinu eða koma
á umbótum til að auka fijálsræðið
í efnahagslífinu.
Hashimoto
LAUGAVEGI 71 2. HÆÐ
SÍMI 551 0770
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANUAR 1996
Viðskipta- og tölvuskólinn
Nám sem skilar þér
árangri - núna!
Tölvunámskeið fyrir atvinnulífið
Góð tölvukunnátta eykur afköst. Starfsmenn sinna sínu starfi en ekki
tölvuvandamálum! Þeir geta sótt almenn námskeið eða pantað hóp-
námskeið sem hægt er að laga að þörfum fyrirtækja.
Tölvunámskeið fyrir heimilið
Heimilistölvur eru orðnar ótrúlega öflugar og það er synd að nota þær
aðeins fyrir leiki, þegar hægt er að nýta þær á svo margvíslegan hátt.
VTN býður upp á kvöld- og helgarnámskeið þar sem farið er á
hnitmiðaðan hátt í gegnum algengasta notendahugbúnað. VTN býður
einnig upp á mjög gagnleg námskeið fyrir börn og unglinga.
Rekstur smáfyrirtækja
Námskeiðið er fyrir þá sem standa í rekstri eða þá sem hyggja á rekstur.
Markviss kennsla í helstu þáttum sem snúa að daglegum rekstri
smáfyrirtækja eða einyrkja.
(160 kennslust. / 120 klst.)
Virk markaðssetning
Námskeið ætlað verslunareigendum, verslunarstjórum eða fólki með
ánnan rekstur. Þátttakendum er kennt að tileinka sér vinnubrögð
virkrar markaðssetningar og bæta þannig árangur sinn í viðskiptum.
(108 kennslust. / 81 klst.)
Bókhaldsnám
Hefur þú áhuga á vinnu við bókhald eða kemstu ekki hjá því að færa
bókhald? Á þessu námskeiði eru kennd nauðsynleg atriði til að hand-
færa og tölvufæra bókhald, vinna afstemmingar og setja upp einfaldan
ársreikning fyrir minni fyrirtæki.
(156 kennslust. /117 klst.)
Tölvunotkun í fyrirtækjarekstri
Hér færðu heildaryfirsýn yfir möguleika einmenningstölvunnar í fyrir-
tækjum og alhliða þjálfun í notkun á algengasta búnaði.
(414 kennslust. / 23 vikur)
Almennt skrifstofunám
Ertu á leið út á vinnumarkaðinn? Eða viltu breyta til? Hnitmiðað
undirbúningsnám þar sem kennd eru þau atriði sem mestu máli skipta
við almenn skrifstofustörf. Námið er opið öllum 18 ára og eldri.
(486 kennslust. / 26 vikur)
Námskeið VTN:
Fjalla um aðalatríði ~ kenna það sem skiptir máli
Eru hagnýt ~ skila árangri
Eru nátengd atvinnulífínu - veita forskot á vinnumarkaði
VT
VIÐSKIPTA- OG
TÖLVUSKÓLINN
Ánanaustum 15. 101 Reykjavík,
sími: 569 7640. símbréf: 552 8583. skoli@nyherji.is