Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Hong Kong Rifkínd fá- lega tekið Hong Kong. Reuter. ÍBUAR Hong Kong virtust hafa lít- inn áhuga á heimsókn Malcolms Rifkinds, utanríkisráðherra Bret- lands, til bresku nýlendunnar í gær. Aðeins um helmingur fulltrú- anna á löggjafarsamkundu Hong Kong mættu til að spyija ráðherr- ann um framtíð nýlendunnar eftir að hún verður undir yfirráðum kommúnistastjórnarinnar í Kína. „Þeir tímar eru liðnir þegar breskir ráðherrar nutu sjálfkrafa virðingar Hong Kong-búa,“ sagði dagblaðið Hongkong Standard. „Ef kínverskur embættismaður kæmi til að ræða við fulltrúa Löggjafar- ráðsins yrði eflaust fullt hús,“ sagði Emily Lau, einn fulltrúanna í ráð- inu. Rifkind fór til Hong Kong til að undirbúa heimsókn til Kína. Reuter Alvarlegar ásakanir ZHANG Shuyun, læknir, sem vann á kínversku munaðarleys- ingjahæli í fimm ár, hefur sakað yfirvöld í Kína um að leyna dauða þúsunda barna, sem hafi verið bundin við rúmin, gefin róandi lyf og látin deyja. Ásakan- ir hennar og aðrar upplýsingar um sama efni koma fram í skýrslu frá mannréttindasamtök- unum „Human Rights Watch“ og hafa vakið hörð mótmæli i Kína. Hafa stjórnvöld þar boðist til að leyfa erlendum eftirlitsmönnum að skoða aðbúnað barna á um- ræddu munaðarleysingjahæli. Myndin er af Zhang Shuyun á fréttamannafundi í Brussel á sunnudag. i i i t ✓ HREINLÆTI = ÖRYGGI Einföld, þœgileg, hnéstýrð blöndunartœki. Þar sem ýtrasta hreinlœtis er gœtf. . : Hagstœtt verð. VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMI 532 2020 Reuter BÖRNIN í Bosníu eru orðin vön vopnuðum stríðsmönnum eftir nærri fjögurra ára ófrið í landinu. Þessi flokkur bandarískra hermanna varð á vegi stráksins í skóginum við Tuzla en þar verða höfuð- stöðvar Bandaríkjamannanna, 20.000 talsins. Króatar segjast vilja ná sáttum í Mostar Mostar, Sarajevo. Reuter. KYRRT var í Mostar í fyrrinótt en síðustu daga hafa Króatar og músl- imar í borginni skipst á skotum og sprengjukasti með þeim afleiðing- um að ungur múslimi og króatískur lögreglumaður liggja í valnum. Fulltrúi Evrópusambandsins; ESB, í Mostar kvaðst í gær hafa orð Króata fyrir því, að þeir vildu vinna að sáttum og einingu borgarbúa. NATO hefur ákveðið að herða eftir- lit á sumum svæðum með vel vopn- um búnum Apache-þyrlum. Aðfaranótt mánudagsins var sú rólegasta um nokkurt skeið í Most- ar þrátt fyrir, að króatíski lögreglu- maðurinn hefði verið borinn til graf- ar á sunnudeginum. Hafði prestur- inn stór orð um banamenn hans og sagði, að illskan hefði aftur haldið innreið sína. Króatar fóru fram á, að Mostar yrði skipt á milli þeirra og múslima en fulltrúar ESB segja, að verði það gert muni allt fara í bál og brand milli þeirra annars staðar í landinu. Hans Koschnick, fulltrúi ESB í Mostar, sagði hins vegar í gær, að Bangkok. Reuter. STJÓRNVÖLD í Burma hafa samið frið við fíkniefnabaróninn Khun Sa og skáluðu fyrir samningnum í höf- uðstöðvum hans uppi í fjöllunum á sunnudag. Var það haft eftir einum aðstoðarmanna hans. Bandaríkja- stjórn hefur sett 130 milljónir ísl. kr. til höfuðs Khun Sa og krefst þess, að Burmastjóm framselji hann til Bandaríkjanna. Um 1.000 hermenn úr einkaher fíkniefnabarónsins tóku þátt í at- höfninni á sunnudag ásamt um 20 foringjum úr stjórnarhernum og embættismönnum. Samkvæmt samningnum afhenti Khun Sa öll sín vopn og stjórnarhermenn munu setja upp búðir í höfuðstöðvum hans og öðrum bækistöðvum í Shan-fylki í norðausturhluta lands- ins. Lítið að óttast Talið er, að einkaher Khun Sa verði sameinaður stjómarhemum NATO herðir gæslu í Sarajevo og víðar með Apache-þyrlum fulltrúar Króata í borginni hefðu fulivissað hann um, að þeir vildu standa við ákvæði Dayton-sam- komulagsins og vinna að einingu meðal borgarbúa. Spænskir hermenn á götunum Hefur borgarstjórinn í Mostar, Safet Grucevic, skrifað Leighton Smith aðmírál og yfírmanni NATO- liðsins bréf og beðið hann aðstoðar við gæslu í borginni og hefur það raunar þegar verið gert. Á laugar- dag, í kjölfar mestu átakanna milli Króata og múslima, tóku spænskir hermenn sér stöðu á götum úti og síðan hefur ástandið verið betra. Yfírstjóm NATO-liðsins hefur ákveðið að herða gæslu á sumum Khun Sa verði ekki framseldur til Bandaríkjanna en ekki er vitað hvað um hann sjálf- an verður. Ólíklegt er, að hann verði handtekinn enda virtist glaumurinn og gleðin við undirritun friðarsamn- inganna á sunnudag ekki benda til, að hann ætti mikið á hættu. Bandaríkjastjórn hét í síðustu viku 130 milljónum króna fyrir upp- lýsingar, sem leitt gætu til hand- töku og dóms yfír Khun Sa og krafðist þess af herforingjastjóm- inni í Burma, að hún framseldi hann til Bandaríkjanna. 1989 voru birtar ákæmr gegn honum í New York fyrir heróínsmygl. Haft er eftir burmískum emb- ættismanni, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að réttað verði í svæðum vegna skotárása, sem gerðar hafa verið á hermenn þess. Hefur hermönnum verið skipað að grípa strax til vopna verði á þá skotið og bandarískar Apache-þyrl- ur, sem eru auk vopna búnar sjón- varpsmyndavélum og hitanemum, hafa verið fluttar frá Tuzla til Sarajevo. „Oðrum aðgerðum“ hótað Skotið var á franska herflugvél þegar hún lenti á flugvellinum í Sarajevo á sunnudag og strax á eftir tilkynnti NATO fulltrúum, Serba, Króata og múslima, að grip- ið yrði til „annarra aðgerða" við gæslu á jörðu niðri þar sem aug- ljóst væri, að þeir hefðu enga stjórn á eigin mönnum. Virðist þessi boðskapur hafa komist til skila því að á sunnudags- kvöld fordæmdi serbneska sjón- varpið í Bosníu tilgangslausa skot- hríð serbneskra hermanna á sunnu- dag en þá voru þeir að fagna jólum samkvæmt tímatali rétttrúnaðar- kirkjunnar. máli Khun Sa í Rangoon en hann verði ekki framseldur til Bandaríkj- anna. Samningur um slíkt sé ekki milli ríkjanna auk þess sem burm- ískir embættismenn óttist, að hann gæti gefíð ýmsar upplýsingar um þá sjálfa yrði hann framseldur. Fíkniefni fremur en frelsi Khun Sa hafði að yfírvarpi, að hann væri uppreisnarmaður og berðist fyrir sjálfstæði Shan-fylkis en árum saman hafa engin átök verið með einkaher hans og stjóm- arhernum. Er ástæðan almennt tal- in sú, að ýmsir foringjar í stjómar- hemum hafí verið í vitorði með honum í fíkniefnasmyglinu. Friðarsamningar Khun Sa og stjórnarhersins koma í kjölfar klofnings innan einkahers hans en margir eru óánægðir með, að hann skuli hafa lagt meiri áherslu á fíkni- efnasmygl en baráttuna fyrir sjálf- stæði. Yfirmað- ur Shin Bet segir af sér YFIRMAÐUR ísraelsku leyni- þjónustunnar Shin Bet sagði af sér í gær, en hann hafði sætt gagnrýni vegna morðsins á Yitzhak Rabin forsætisráð- herra. Öryggisgæsla þótti hafa brugðist. Shimon Peres, sem tók við embætti af Rabin, féllst á afsagnarbeiðnina. Arafat ræðir við Barak YASSER Arafat, leiðtogi Frels- issamtaka Palestínumanna (PLO), hugðist í gær ræða við Ehud Barak, utanríkisráðherra ísraels, í París þrátt fyrir spennu milli PLO og ísraels- stjómar vegna morðs á sprengjusérfræðingi íslömsku heittrúarsamtakanna Hamas á föstudag. Arafat sakaði á sunnudag stjórnvöld í ísrael um að standa á bak við drápið. Afsagnar- beiðnum hafnað ALGIRDAS Brazauskas, for- seti Litháens, féllst ekki á af- sagnarbeiðni Povilas Gylys ut- anríkisráðherra og Linas Linkevicius varnarmálaráð- herra og þeir hafa fallist á að gegna embættunum áfram, að sögn útvarpsins í Vilnius í gær. Ráðherramir sendu for- setanum afsagnarbréf á föstu- dag vegna hneykslismáls, sem snýst um að Adolfas Slezevic- ius forsætisráðherra hafi not- fært sér vitneskju sína um stöðu banka, sem var lokað fyrir jólin, til að taka út sparifé sitt í honum í tæka tíð. CGT hvetur til verkfalla LOUIS Viannet, leiðtogi frönsku verkalýðssamtakanna CGT, sem áttu stóran þátt í 24 daga verkföllum opinberra starfsmanna á síðasta ári, hvatti á sunnudag til frekari verkfalla til að mótmæla áformum stjórnarinnar um að skerða útgjöld til velferðar- og heilbrigðiskerfísins. Hann sagði í viðtali við vikublaðið Votre Dimanche að ekki myndi nægja að Alain Juppé forsæt- isráðherra segði af sér því sam- tökin krefðust einnig launa- hækkana. Med fölsuð skilríki AF útlendingum sem leitað hafa landvistar í Noregi und- anfarin þijú ár, hafa 850 reynst vera með fölsuð skilríki. Út- lendingaeftirlitið notar tölvu- vædda fingrafaraskrá sem ger- ir starfsmönnum þess kleift að kanna á svipstundu hvort um rétt nafn sé að ræða. Arzu líklegur sigurvegari HÆGRIMAÐURINN Alvaro Arzu var með 52% fylgi er búið var að telja 83% atkvæða í forsetakosningum í Guate- mala sem fram fóru á sunnu- dag. Flokkur hans nýtur stuðn- ings ráðamanna í atvinnulífinu. Burmasljórn semur frið við fíkniefnabaróninn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.