Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áramótaræða Daviðs Oddssonar forsætisráðherra: Góðærið gengur í garð 11||ii Skálum fyrir góðærinu kæru fjölskyldur. Lýðurinn hefur aldrei fengið svona mörg bein til að naga . . . Röntgentæknar Svartsýni um lausn deilunnar PÉTUR Jónsson, framkvæmda- stjóri stjómunarsviðs Ríkisspítala, kveðst svartsýnn á að deila við röntgentækna leysist í bráð, en lítill árangur varð af fundi þessara aðila í gær. Pétur segir að náðst hafi sam- komulag um ákveðna þætti, en eftir standi atriði þess eðlis að stjórnendur Ríkisspítala geti ekki fallist á þau. Röntgentæknar sam- þykki að mörgu leyti vaktakerfi það sem um hefur verið rætt að undanfömu, en vilji halda tekjum þeim sem yfirvinna hefur veitt þeim óskertum. Ríkisspítalar vilja að röntgentæknar vinni á tvískipt- um vöktum, sem þeir telja fela í sér skerðingu á möguleikum til að vinna yfirvinnu. Prófmál um margt Pétur kveðst líta á þessa deilu sem prófmál að mörgu leyti, þar sem svipað sé ástatt um ýmsar aðrar stéttir ef dregið verði saman í rekstri Landspítala í samræmi við fjárlög. „Deilan snýst nú um hvort þessi hagræðing sé kjaraskerðing eða ekki. Við getum borgað þeim 15 yfirvinnutíma áfram, en eigum ekki nægjanlega marga slíka ef vaktakerfi kemst á, sem röntgen- tæknar túlka sem kjaraskerðingu. Þeir eru að veija sín vé en við viljum koma á innri hagræðingu og viljum ekki útvega þeim eins mikla yfirvinnu og þeir vilja fá. Maður spyr sjálfan sig hvernig á því standi að ekki er hægt að koma á hagræðingu í ríkisstofnun án þess að allt verði vitlaust? Það versta er að röntgentæknar eru studdir af BHMR,“ segir Pétur. Ekki hefur verið boðaður annar fundur deiluaðila. Morgunblaðið/Kristinn Hátt í 10 þúsund heimsóttu Bílheima Á MILLI 8 og 10 þúsund manns komu á opnunarhátíð Bílheima ehf. um síðustu helgi að Sævar- höfða 2a, við hlið Ingvars Helga- sonar ehf., en Bílheimar eru umboðsaðili Opel, General Mot- ors, Isuzu og Saab. Ýmsir bílar voru þá kynntir í fyrsta sinn hér á landi og i tilefni opnunarinnar var boðin ný útgáfa af Opel Astra langbaki með ýmsum aukabúnaði á sérstöku tilboðsverði, en með öllum bílum sem Bilheimar buðu um helgina voru sérstök opnun- artilboð og gilda þau út janúar- mánuð. Að sögn Júlíusar Vifils Ingvarssonar framkvæmdastjóra var áhugi fólks á opnunarhátíð- inni alveg ótrúlegur og sýningar- salurinn nánast troðfullur af fólki báða dagana. Hann sagði að veruleg sala hefði verið um helgina og fjöldi manns sem þá hefði komið í heimsókn hefði lagt leið sína aftur í Bilheima í gær til þess að prófa og skrifa sig niður á bíla. Loftmyndin sýnir hinar um- fangsmiklu byggingar Ingvars Helgasonar og Bílheima en hin var tekin á opnunarhátíðinni á laugardag. Boutros Ghali-verðlaun SÞ Verðlaunin veita aukið sjálfstraust Ingvar B. Friðleifsson INGVAR Birgir Frið- leifsson hlaut í septem- ber í haust Boutros Ghali-verðlaun Sameinuðu þjóðanna við hátíðlega at- höfn í Tókýó. Þessi verð- laun voru stofnuð fyrir tveimur árum og er þetta í annað skipti sem þau eru veitt. Þau eru veitt af al- þjóðlegum sjóði sem er til styrktar starfsemi Samein- uðu þjóðanna. Verðlaunin eru tengd nafni Boutros Ghali sem afhendir þau. Verðlaunin eru veitt fyrir góðan árangur í rannsókn- ar- og háskólastarfi, sem jafnframt miðar að því að framfylgja markmiðum Sameinuðu þjóðanna um frið, þróun, jafnrétti og vel- megun í aðildarlöndum. Fyrír hvað hlaut Ingvar Birgir þessi verðlaun? „Það eru fimm aðilar sem fá þessi verðlaun á hveiju ári, einn frá Afríku, annar frá Asíu, þriðji frá latnesku Ameríku, fjórði frá Arabalöndunum, Indlandi og Pakistan og svo loks einn frá Norður-Ameríku og Evrópu. Verðlaunin fékk ég fyrir starf við alþjóðlega jarðhitastarfsemi og hlut minn við stofnun, framgang og rekstur Jarðhitaskóla Samein- uðu þjóðanna, en hann_ hefur nú starfað í sextán ár. Á þessum tíma hefur skólinn útskrifað 150 nemendur frá 29 þjóðlöndum. Mikið af þessu fólki er nú leið- andi aðilar í jarðhitamálum í sín- um heimalöndum. Umrædd verð- laun eiga ekki aðeins að deilast á milli fyrrnefndra heimsálfa og landa heldur eiga þau einnig að deilast milli hagfræði, læknis- fræði, raunvísinda, félagsvísinda o.s frv. Fyrir mig, Jarðhitaskól- ann og Orkustofnun er mikill heiður að fá þessi verðlaun." Breyta þessi verðlaun miklu? „Ekki fyrir mig persónulega. Þetta veitir okkur hér hins vegar eðlilega ánægju og aukið sjálfs- traust í okkar störfum. Það eru milli 20 og 30 manns sem koma nærri skólastarfinu árlega. Fyrir alla þá sem nærri hafa komið er þetta mikil viðurkenning. Alþjóð- leg dómnefnd fer yfir tilnefningar sem berast frá aðildarstofnunum Sameinuðu þjóðanna. í þessu til- viki var það Háskóli Sameinuðu þjóðanna sem tilnefndi mig.“ Hvað eru margir núna í Jarð- hitaskólanum? „Við erum með nemendur hér í sex mánuði í senn og náum þannig nokkurn veginn háskóla- ári, fáum nemendurna í apríl og útskrifum þá í lok október. Sext- án útskrifuðust í haust. Væntanlega hefja 18 manns nám í apríl nk. Þetta fólk hefur allt lokið háskólaprófum í hinum ýmsu greinum, svo sem jarðfræði, efnafræði, eðtisfræði, stærðfræði eða verk- fræði og er búið að vihna a.m.k. eitt ár að jarðhitastörfum í sínu heimalandi. Það er mikill vandi að velja þetta fólk og það kostar mikil ferðalög, við höfum farið þessara erinda í um 40 lönd. Rætt er við hvern og einn um- sækjanda áður en ákvörðun er tekin um inntöku. Haft er að leið- arljósi við valið hver sé þörfin fyrir slíka menntun í heimalandi viðkomandi einstaklings. Við ger- um úttekt á orkumálum í þessum löndum og reynum að finna út hvort jarðhitinn geti komið þar ►ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og forseti Alþjóða jarðhitasambandsins, er fæddur árið 1946 og lauk stúdentsprófi 1966 frá Mennta- skólanum í Reykjavík. Hann lauk prófi í jarðfræði frá há- skólanum í St. Andrews í Skot- landi árið 1970 og doktors- prófi frá Oxford 1973. Hann starfaði eftir það hjá Orku- stofnun við jarðhitaleit og tók við forstöðu Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna við stofn- un skólans árið 1979 og hefur gegnt því starfi að mestu síð- an. Hefur jafnframt unnið sem ráðgjafi fyrir alþjóðastofnanir, svo sem Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðbankann og Norræna fjárfestingarbankann. Hjá þeim síðastnefnda starfaði Ing- var í tvö og hálft ár sem yfir- maður verkefnamats. að einhveiju gagni. Ef ekki er verið að vinna við jarðhita í land- inu tökum við helst ekki nemend- ur þaðan, nema að stjórnvöld séu búin að ákveða að setja peninga í að fara að þróa jarðhita viðkom- andi lands. Við erum sem sagt ekki að þjálfa fólk fyrir alþjóðleg- an markað heldur markvisst að reyna að hjálpa einstökum lönd- um til þess að koma jarðhitanum í gagnið sem orkulind. Við tökum yfirleitt ekki einn umsækjanda frá hveiju landi heldur reynum á nokkurra ára bili að þjálfa tvo og jafnvel þijá samlanda á hverri af átta sérhæfðum námsbrautum Jarðhitaskólans. Þann- ig höfum við hjálpað til við að skapa öflugar jarðhitadéildir í hinum ýmsu löndum. Við reynum að ganga þannig frá kennsluefninu að nem- endur okkar geti haldið námskeið heima hjá sér og þannig þjálfað á eigin máli mikinn fjölda fólks til starfa." Er eitthvað nýtt á döfinni hjá Jarðhitaskólan um? „Helsta breytingin í náinni framtíð verður líklega að nokkrir okkar bestu nemenda fá hugsan- lega að vera í eitt til eitt og hálf ár lengur hér og taka hér mast- ers-próf. Við höfum sótt ítrekað um fjárveitingu svo þetta nái fram að ganga og yrði námið væntanlega í vissum tengslum við Háskóla íslands. Jarðhiti sem orkulind fyrir aðrar þjóðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.