Morgunblaðið - 09.01.1996, Síða 29

Morgunblaðið - 09.01.1996, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 2S átinn • hóf ungur afskipti af stjórnmál- ann árita myndir af sér á götum í upphaf stjórnmálaferilsins. málunum. Margir telja að það hafi ekki verið af hugmyndafræðilegum ástæðum fyrst og fremst sem hann barðist fyrir stofnun Sósíalistaflokks- ins. Markmiðið hafi miklu frekar verið að mynda stökkpall fyrir frek- ari forsetaframboð. Sigur í þriðju tilraun í þriðju tilraun, árið 1981, náði Mitterrand kjöri sem forseti er hann sigraði Valéry Giscard d’Estaing. Þar með varð hann fyrsti sósíalistinn er náði kjöri í æðsta embætti Frakk- lands og fögnuðu vinstrimenn ákaft á götum Parísar um kosninganóttina. Stefnuskrá Mitterrands fyrir kosn- ingarnar hafði verið mjög róttæk. Hann boðaði þjóðfélagsbreytingar og sósíalisma. Kommúnistum var veitt aðild að fyrstu stjórninni, sem Pierre Mauroy var í forsæti fyrir, í fyrsta skipti frá árinu 1947. Fyrirtæki voru þjóðnýtt, útgjöld til félagslegra mál- efna stóraukin, sumarleyfi lengt, vinnuvikan stytt, eftirlaunaaldur lækkaður og skattar hækkaðir. Þá var dauðarefsing afnumin og dregið stórkostlega úr áhrifum ríkisins á Qölmiðlun. Efnahagsstefna stjórnarinnar gekk hins vegar ekki upp. Verðbólga æddi af stað, íjárlagahallinn varð ill- viðráðanlegur og atvinnuleysi jókst. Þrisvar varð að fella gengi frankans á tveimur árum. Frakkland sigldi inn í kreppu og árið 1984 sýndu skoðan- akannanir að Mitterrand var orðinn óvinsælasti forsetinn í sögu landsins. Stjórnin varð að breyta um stefnu og einbeita sér að aðhaldsaðgerðum. Það leiddi til þess að hún sprakk, kommúnistar yfirgáfu stjórnina 1984 og Laurent Fabius var skipaður for- sætisráðherra. Hagvöxtur jókst á ný og staða Frakklands styrktist á al- þjóðavettvangi. Sambúð við hægrimenn Atvinnuleysi var hins vegar áfram töluvert og olli það mikilli óánægju meðal almennings. Sósíalistar misstu þingmeirihluta sinn í kosningum árið 1986 og Mitterrand varð að sætta sig við að deila völdum með hægri- stjórn undir forystu Jacques Chiracs. Forsetinn undi þessari „sambúð“ illa og eftir að hafa sigrað Chirac örugg- lega í forsetakosningum árið 1988 boðaði hann til kosninga á ný. Sósíal- istar sigruðu, og sósíalistar héldu völdum allt fram til ársins 1993 er hægrimenn unnu sigur í forsetakosn- ingum á ný. Þrátt fyrir að hafa tvívegis orðið að deila völdum með hægrimönnum tókst Mitterrand ávallt að viðhalda reisn sinni og valdastöðu og hafði hann úrslitaáhrif á utanríkisstefnu Frakklands þau íjórtán ár er hann var í embætti. Hann lagði mikla áherslu á sam- starfið við Þýskaland og var í nánum samskiptum við Helmut Kohl kansl- ara. Sú samvinna hélst óbreytt eftir fall Berlínarmúrsins og sameiningu Þýskalands þó svo að Mitterrand hafi í upphafi haft ákveðnar efa- semdir um sameininguna. Saman mótuðu þeir Kohl og Mitterrand framtíð Evrópusambandsins og lögðu grunninn að Maastricht-sátt- málanum og ákvæðum hans um sameiginlega utanríkis- og varnar- málastefnu og efnahagslegan og peningalegan samruna Evrópusam- bandsríkjanna. Samstarf hans við Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, var öllu storma- samara og deildu þau oft hart um framtíð Evrópusamrunans. Árið 1992 efndi hann til þjóðarat- kvæðagreiðslu um Maastricht-sam- komulagið og kom á óvart hversu naumlega samkomulagið var sam- þykkt. Hætti kjarnorkutilraunum Mitterrand tryggði stöðu Frakk- lands sem sjálfstæðs kjarnorkuveldis þrátt fyrir Evrópusamrunann en ákvað að hætta kjarnorkutilraunum Frakka árið 1992 og hvatti önnur kjarnorkuveldi til að gera slíkt hið sama. í eina skiptið sem hann gaf út pólitíska yfirlýsingu eftir að hann lét af embætti gagnrýndi hann arf- taka sinn, Chirac, fyrir að hefja til- raunir að nýju. í varnarmálum hélt hann uppi merki de Gaulles og setti sjálfstæði Frakka á oddinn í ýmsum málum. Hann barðist samt fyrir uppsetningu meðaldrægra kjarnorkuflauga Atl- antshafsbandalagsins og í frægri ræðu í þýska þinginu árið 1983 var- aði hann Þjóðveija við hættunni af einhliða afvopnun. Mitterrand sendi franskar her- sveitir til þátttöku í Persaflóastríðinu og ljölmargra friðargæsluverkefna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Vin- sældir hans náðu hámarki á meðan á Persaflóastríðinu stóð en dvínuðu síðan hratt er alþjóðleg efnahags- kreppa skall á. Síðustu ár hans í embætti dró mik- ið úr áhrifum hans og vinsældum. Hann hafði ekki lengur þingmeiri- hluta og hann greindist með krabba- mein. Franska þjóðin fylgdist full aðdáunar með því af hve mikilli reisn Mitterrand barðist í þessari lokaorr- ustu sinni. Valdatími hans var hins vegar á enda og hann sagði eitt sinn: „Imyndið ykkur. Ungmenni á aldrin- um 15-20 ára muna ekki eftir neinum öðrum sem þjóðhöfðingja. I þeirra sporum væri ég orðinn ansi þreyttur á þessu.“ Vigdís Finnbogadóttir hitti Fran^ois Mitterrand heitinn margoft og minnist hans með söknuði „Einn mesti stjómmála- leiðtogi þessarar aldar“ FranQois Mitterrand, fyrrverandi Frakk- landsforseti, kom tvi- svar hingað til lands á innan við ári. Mitterr- and ræddi þá við Vig- dísi Finnbogadóttur, Steingrím Hermanns- son og Jón Baldvin Hannibalsson, sem minnast hins látna leiðtoga hér. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRAN0OIS Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseti, kom tvisvar í heimsókn til Islands. Hér sést hann með Vigdísi Finnbogadóttur. VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, lýsti Frangois Mitterrand, fyrrverandi Frakklands- forseta, í gær sem „sterkum per- sónuleika“ með „mikla útgeislun" og sagði að hann hefði verið „einn mesti stjómmálaleiðtogi þessarar aldar“. Mitterrand lést í gærmorg- un eftir langa baráttu við krabba- mein. Vigdís hitti Mitterrand þegar hún fór í opinbera heimsókn til Frakklands árið 1983 og hann kom tvisvar hingað til Iands, í vinnu- heimsókn árið 1989 og opinbera heimsókn árið 1990 og einnig við ýmis önnur tækifæri. „Eg hitti hann talsvert oft og nú síðast í maí í París,“ sagði Vigdís og minntist þess þegar haldið var upp á að hálf öld var liðin frá upp- gjöf Þjóðveija í heimsstyrjöldinni síðari. „Þá var hann orðinn veikur, en hann lét ekki deigan síga. Hann kom fram eins og ekkert væri að honum. Við dáðumst að honum þegar hann gekki yfir Etoile-torgið þar sem aðalhátíðahöldin fóru fram. Reisn hans var slík að vakti mikla aðdáun þeirra, sem voru við- staddir.“ Vigdís sagði að Mitterrand skildi mikið eftir sig, jafnt heima fyrir sem utan heimalandsins. Hann hefði haft áhrif á gerð Maastricht- samkomulagsins og verið mikill Evrópusinni. í Frakklandi hefði hann stigið skref til þjóðarsáttar. „Hann mundi náttúrulega Evr- ópu fyrri tíma, Evrópu styijaldar- áranna," sagði Vigdís. „Mér fannst aðdáunarvert þegar hann gekk fram og sagði frá fyrri skoðunum sínum, að hann hefði verið hallur undir Vichy-sljórnina á sínum tíma. Þá sætti hann svo marga Frakka við eigin fortíð. Þá voru margir Frakkar á Iífi og eru enn, sem voru líka hallir undir þessa stjórn og höfðu haldið því sem leyndarmáli. Það þarf mikinn styrk til þess að koma þannig fram.“ Vigdís minntist þess einnig að Mitterrand hefði verið prýðilegur rithöfundur, sem hefði skrifað nokkurn fjölda bóka, þar á meðal minningar sínar og um utanríkis- mál. „Hann var hugsandi maður og heimspekilega þenkjandi," sagði Vigdís. „Hann var stjórnmálamað- ur, sem yfir var reisn og hafði út- geislun. Maður tók alltaf eftir hon- um þar sem hann var. Iiann var nettvaxinn maður og þó að menn væru miklu hærri, meiri og stærri þá virtist Franyois Mitterrand allt- af jafnstór og þeir. Hann hafði svo mikla viðvist. Eg held að hann eigi alltaf rúm í hjarta Frakka fyrir að hafa verið svo mikill talsmaður menningar þeirra og hliðhollur því að lögð verði rækt við bæði að reisa og endurreisa byggingar og blása ungum listamönnum anda í bijóst til að skapa eitthvað nýtt. Allt verð- ur þetta smátt og smátt að menn- ingararfi þjóðarinnar. Eins umdeildur og hann var held ég að allir Frakkar þegar fram líða tímar kunni honum þakkir fyrir þá hlið mála á hans ferli,“ sagði Vigdís og bætti við um kynni sín af Mitterrand: „Mér er minnistætt hvað hann kunni mikið af ljóðum. Hann var afskaplega vel lesinn. Eins og svona miklir andans menn var hann hógvær í samræðum. Þess vegna hafði hann djúp áhrif á mann, því að í þessari hógværð var svo mik- ill styrkur. Það er svo mikill styrk- ur í hógværðinni." Skildi velferð einstaklingsins Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra þegar Mitterrand kom hingað til lands 1989 og 1990. „Eg kynntist honum nokkuð vel og hafði mikið álit á honum sem þjóðarleiðtoga," sagði Steingrim- ur, sem ræddi mikið við hann í báðum heimsóknum hans. „Þegar hann kom í opinbera heimsókn til forseta fslands kynntist ég hans innra manni. Mér fannst hann mannlegur og hafa mikinn skilning á velferð einstaklingsins og hinum mannlegu þáttum, sem stundum vilja gleymast." Steingrímur kvaðst hafa skyiijað að almenningur mæti Mitterrand mikils. „Eg held að hér sé genginn einn af merkari þjóðarleiðtogum síðari áratuga," sagði Steingrímur. „Hann skilur mikið eftir sig í sam- starfi Frakklands og Þýskalands og kom þar nokkuð á óvart. Ég hygg hann hafi gengið lengra en margir áttu von á í að tryggja það samstarf." Að sögn Steingríms gerði Mitt- errand sér grein fyrir sérstöðu ís- lands þegar hann átti viðræður við íslenska ráðamenn og þá einkum í sjávarútvegsmálum. Þá voru Evr- ópumál til umræðu og Mitterrand lofaði að skoða þau sérstaklega. „Okkur fannst við eiga þar banda- mann og hann stóð við sitt,“ sagði Steingrímur og bætti við að hádeg- isverður á Þingvöllum væri sér minnisstæðastur frá kynnum sínum af Mitterrand. „Þar sýndi hann mikinn áhuga á sögu íslands og íslendingasögum," sagði Steingrímur. „Ég var að burðast við að þýða fyrir hann er- indi úr Arinbjarnarkviðu Egils Skallagrímssonar og þegar hann fór gaf ég honum ljósrit af einni af okkar gömlu bókum. Hann vissi heilmikið um ísland. Síðar, þegar skrifað var undir öryggissáttmála Evrópu, tók hann okkur hjónum útbreiddum örmum og sagðist sjaldan eða aldrei hafa borðað betri hádegisverð." Pólitískt mikilmenni Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra þegar Mitterr- and kom hingað til lands. „Ég held að Mitterrands verði minnst í franskri stjórnmálasögu sem póli- tísks mikilmennis," sagði Jón Bald- vin í gær. „Hans mikla afrek var að binda enda á eyðimerkurgöngu franskra jafnaðarmanna og ann- arra róttækra umbótasinna vinstra megin miðju allt frá dögum [Léons] Blums, sem myndaði skammvinnan meirihluta á árunum fyrir síðari heimsstyijöld.“ Jón Baldvin sagði að Mitterrand hefði sameinað tvo kosti umfram flesta aðra stjórnmálamenn. „Hann var skapandi hugsuður og jafn- framt ískaldur raunsæismaður," sagði Jón Baldvin. „Hans pólitíska afrek var fyrst og fremst endur- reisn franska jafnaðarmanna- flokksins á árunum 1971 til 1981 og sameining vinstri manna. Hún tókst með því að gera bandalag við kölska sjálfan, kommúnista, eftir að sýnt var að það var ekki gerlegt með öðrum hætti. Valdatímabil hans var mikið framfaraskeið í Frakklandi. Honum varð á í mess- unni í upphafi, en með hjálp ann- ars mikils fransks stjórnmála- manns, Jacques Delors, tókst hon- um að rétta kúrsinn og eftir það var blómaskeið í franskri sögu.“ Jón Baldvin sagði að Mitterrands yrði einnig minnst fyrir ritstörf og eftir hann lægi á annan tug bóka, sem þættu merkar. „í innsta eðli sínu var Mitterrand eins og franskir stjórnmálamenn eiga að vera,“ sagði Jón Baldvin. „Hann var listamaður. Listamaður þess mögulega, eins og hann sagði sjálfur.“ Jóni Baldvin sagði að sér væri minnisstætt að hafa hitt Mitterr- and. Frakklandsforseti hefði spurt margs og vitað margt um ísland og íslenska menningu. „Spurningar hans beindust rnjög að því að skilja þjóðarsálina út frá menningarleg- um forsendum," sagði Jón Baldvin. Formaður Alþýðuflokksins fékk einnig tækifæri til að spjalla eins- lega við Mitterrand um stjórnmál. „Hann var góður hlustandi og skildi mjög vel vanda íslenskrar vinstri hreyfingar andspænis sam- einuðum hægri öflum,“ sagði Jón Baldvin. „Ég leitaði til hans um það hvernig ætti að sameina brotasilfur í eina heild. Mitterrand var maður þeirrar gerðar að hann gaf ekki ráð, en af orðum hans mátti álykta margt. Hann minnti á nauðsyn þess að vera örlátur í garð þeirra, sem þegar hafa tapað fyrir sögunni."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.