Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján á Þórsvöllinn þegar þrettándagleðin stóð sem hæst. JÓLASVEINARNIR héldu heim til foreldra sinna, Grýlu og Leppalúða, en áður kvöddu þeir aragrúa af þægum börnum. Hér er eitt þeirra, hún Aðalborg Birta, að kasta kveðju á Hurðaskelli. Fjölmenni tók þátt í þrettándagleði GEIMVERUR gerðu „innrás“ ÞÓRSARAR héldu þrettánda- gleði í sextugasta sinn á þrett- ándanum, síðasta laugardag, og var mikið um dýrðir af því tilefni. Fjölmenni fylgdist með dag- skránni, en vel á annaðímsund manns voru á svæðinu í prýði- legu vetrarveðri. Mæðgurnar, María Björk og Sara Dís, sungu nokkur Iög af Barnabrosi og Gunni úr Stundinni okkar sagði ævin- týri og söng. Félagar úr Leik- klúbbnum Sögu tóku þátt í dagskránni, en þeir settu á svið heimsókn geimvera inn á Þórssvæðið. Álfakóngur og drottning voru á svæðinu og sungu við raust, jólasveinarnir kvöddu börnin áður en þeir héldu til heimkynna sinna og ýmsar furðuverur voru á sveimi eins og álfar, púkar og tröll. Myndarlegur bálköstur logaði glatt að venju en dag- skránni lauk með veglegri flugeldasýningu. Morgunblaðið/Kristján ÞRÍR efstu menn í kjöri íþróttamanns KA 1995, f.v. Erlingur Kristánsson, Vernharð Þorleifsson og Patrekur Jóhannesson. Bikarinn sem fylgir nafnbótinni var gefinn af KA-klúbbnum í Reykjavík. Erlingur Kristjánsson, sæmdur silfurmerki KA Um 28 milljónir í snjómokstur í fyrra SNJÓMOKSTUR og hálkueyðing kostuðu bæjarsjóð Akureyrar um 28 milljónir króna á síðasta ári. í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að veija 12,4 milljónum króna í snjómoksturinn, þannig að kostnað- urinn varð ríflega tvöfalt meiri en upphaflega var áætlað. Við endurskoðun fjárhagsáætl- unar undir haustið var gert ráð fyrir að 29,7 milljónir króna færu í snjómoksturinn. Heldur minna þurfti því að moka af snjó á seinni hluta ársins en þeim fyrri. Á þessu ári er gert ráð fyrir að snjómokstur og hálkueyðing kosti bæinn 15,5 milljónir króna, snjó- moksturinn 13,6 og hálkueyðing um 1,9. Gunnar Jóhannsson, verkfræð- ingur hjá Akureyrarbæ, sagði að kostnaður við snjómoksturinn á nýliðnu ári hefði verið með meira móti. „Þetta er mikið happdrætti, menn vita aldrei fyrirfram hversu miklu fé þarf að veija í þennan málaflokk. Þegar byijar að snjóa er ekki hægt að stoppa mokstur- inn,“ sagði Gunnar. Mikil hálka Ekki hefur þurft að moka snjó af götum bæjarins enn sem komið er, en starfsmenn Akureyrarbæjar hafa síðustu daga verið önnum kafnir við að bera sand á gangstétt- ar og götur, en mikil hálka er um þessar mundir. Vernharð Þorleifsson Iþróttamaður ársins SS Byggir byggir tvö fjölbýlishús í Innbænum Seldi allar 16 íbúðirnar á einum mánuði VERNHARÐ Þorleifsson, júdómað- ur, var kjörinn íþróttamaður KA 1995 en kjörinu var lýst í hófi í KA-heimilinu síðastliðinn sunnu- dag. Vemharð bætti þar með enn einni skrautfjöður í hatt sinn en nýlega var hann útnefndur íþrótta- maður Akureyrar 1995 þriðja árið í röð. Aðalstjórn KA velur íþróttamann félagsins hveiju sinni, eftir að hafa fengið tilnefningar frá stjórnum deilda. Útnefningin fer venjulega fram í kringum afmæli KA en félag- ið var stofnað þann 8. janúar 1928. Það var Sigmundur Þórisson, for- maður KA sem lýsti kjörinu. Patrekur í 2. sæti Handboltakappinn Patrekur Jó- hannesson hafnaði í öðru sæti og félagi hans Erlingur Kristjánsson í því þriðja. Að auki var Erlingur sæmdur silfurmerki KA en hann hefur unnið mikið og gott starf í félaginu, bæði sem leikmaður og þjálfari til fjölda ára. HELGIN var með rólegasta móti hjá lögreglunni á Akureyri en Matthías Einarsson, varðstjóri, segir hins veg- ar að ökumenn séu eitthvað að slaka á í notkun bílbelta og það sé mjög alvarlegt mál. „Við höfum haft afskipti af nokkr- Erlingur er enn að og er reyndar fyrirliði handboltaliðs KA, sem nú situr í efsta sæti 1. deildar. Hann lék einnig knattspyrnu með félagi sínu í mörg ár og var fyrirliði er KA varð íslandsmeistari árið 1989 í þeirri grein. í fyrra tók hann einn- ig á móti stórum bikar, er KA varð bikarmeistari í handbolta. Þá hefur hann þjálfað hjá félagi sínum til fjölda ára. ------»• ------- Um 10 milljónir afskrifaðar BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur fall- ist á að afskrifa útistandandi kröfur hjá hita- og vatnsveitu og hjá Raf- veitu Akureyrar samtals að_ upphæð rúmar 10 milljónir króna. Útistand- andi kröfur hjá hita- og vatnsveitu nema um 3,7 milljónum og hjá raf- veitu rúmum 6,7 milljónum króna, en að meginhluta til hafa þær tap- ast við gjaldþrotaskipti. um ökumönnum að undanfömu sem ekki notuðu bílbeltin eins og lög gera ráð fyrir. Bílbeltanotkunin hefur verið nokkuð almenn fram að þessu en það er eins og að eitthvað sé að slakna á henni núna og það þykir okkur ekki nógu gott,“ segir Matthías. BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ SS Byggir er að byggja tvö 8 íbúða ljölbýlishús á tveimur hæðum í Hafnarstræti á Akureyri. Mikill áhugi er fyrir þessum íbúðum því þær seldust allar á einum mánuði og fengu færri en vildu. Um er að ræða litlar tveggja herbergja íbúðir, eða 52 fermetrar, og eru þær seldar fullbúnar á um 4,5 milljónir króna. Sigurður Sigurðsson, hjá SS Byggi, segir greinilegt að þessi verðflokkur íbúða henti fólki mjög vel. „Við höfum byggt mest i fé- lagslega kerfinu en þetta eru fyrstu íbúðirnar sem við seljum á fijálsum markaði í mörg ár. Þessi mikli áhugi fyrir íbúðunum er bylt- ing og mikil breyting til' batnað- ar,“ segir Sigurður. Byggingaframkvæmdir hófust í síðasta mánuði og er stefnt að því að afhenda íbúðirnar í öðru húsinu í maí og í hinu húsinu í ágúst nk. Var vlð aukinn áhuga Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hf. hefur selt einnar hæða raðhúsaíbúðir á fijálsum markaði til fjölda ára. Sveinn Heiðar Jóns- son framkvæmdastjóri segist verða var við aukinn áhuga fólks á íbúðum til kaups og þá sérstak- lega hjá ungu fólki. „Hins vegar hefur það fólk, sem hefur verið að flytja til bæjarins, farið á leigu- markaðinn alla vega til að byija með,“ segir Sveinn Heiðar. Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hefur byggt 50-60 rað- húsaíbúðir á Akureyri á síðustu FUNDUR Héraðsnefndar Eyja- fjarðar sem haldinn var fyrir nokkru lýsir ánægju með að samningar hafi tekist um stækkun álversins í Straumsvík. „Með þessum samn- ingum er löng kyrrstaða í erlendum fjárfestingum hér á landi rofin og nauðsynlegt er að áfram verði hald- ið á þeirri braut,“ segir í ályktun nefndarinnar. Þá er í ályktuninni lögð áhersla á að í samningaviðræðum við er- lenda fjárfesta verði kostum allra 10 árum og eru þær á einni hæð og með bílskúr. Mest er um að fyrirtækið selji íbúðirnar fullbún- ar. Fyrirtækið býður íbúðir til kaups í flestum stærðum, eða frá 84 fermetrum og upp í 140 fer- metra með bílskúr og er verðið frá 8,2 milljónum króna og upp í 11,5 milljónir króna. landshluta haldið fram og minnt á undirbúningsstarf vegna orkufreks iðnaðar í Eyjafirði og víðar á lands- byggðinni. „Fundurinn telur að í kjölfar samninganna í Straumsvík verði ríkisvaldið að gæta þess að jöfnuður verði í atvinnuuppbyggingu á land- inu öllu og skorar því á ríkisstjórn og Alþingi að endurskoða fjárveit- ingar til opinberra framkvæmda með tilliti til þessa.“ Minni bílbeltanotkun Héraðsnefnd Eyjafjarðar Jöfnuður verði í at- vinnuuppbyggingu « t ' s r L i ú: < i I € . v- Í !i . f i p w ( i I ( i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.