Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand ffci*. MK. /99/ Smáfólk D+3..TME WORLPFAMOUS 6 C0ME5 ACR055 AN ABANPONED ME^ CMUCK, U)l-n 15 YOUR DOG 5ITTING OUT HER.E IN A 6R0CERV CAR.T? JEEP Hinn víðfrægi hermaður rekst á yfirgefin jeppa. Heyrðu, Kalli, af hveiju situr hundurinn þinn hérna úti í innkaupakerru? BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Egvar Frá Páli Emi Líndal: ÞAÐ ER sko ekki öfundsvert að vera borgarfulltrúi R-listans í Reykjavík. Ekki má líta undan augnablik, þá eru einhverjir lubbar á Alþingi búnir að samþykkja að lækka skatta á Reykvíkinga. Þvílík ósvífni, ekki síst að þetta skuli gert beint fyrir framan nefið á Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfull- trúa R-listans, og gegn eindregn- um vilja Ingibjargar Sólrúnar, borgarstjóra R-listans. Báðar vilja þær hækka skatta á Reykvíkinga eins og kunnugt er, en ekki lækka. Staða Sigrúnar Magnúsdóttur í þessu máli er frekar pínleg, svo ekki sé meira sagt. Hún sat stjóm- arfund hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fyrir hönd Reykja- víkurborgar, þar sem samþykkt var að styðja lagafrumvarp á Al- þingi um að lækka sérstakan skatt á verslunarhúsnæði í áföngum. Ingibjörg Sólrún hundskammaði hins vegar stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga fyrir að styðja þessa lækkun án þess að hafa samráð við Reykjavíkurborg. Varla er nema von að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni Sam- bands íslenskra sveitarfélaga (það má víst ekki nota skammstöfunina SÍS á þetta annars ágæta sam- band), hafí brugðið nokkuð við gusuna frá borgarstjóranum. Hann vissi ekki betur en fulltrúi Reykja- víkurborgar, Sigrún Magnúsdóttir, hefði stutt málið af miklum krafti. Hvequ svarar Sigrún? „Ég uggði ekki að mér,“ er haft eftir henni í Morgunblaðinu, en „ég mun læra af þessu máli“ bætti hún við. í kennslustund er þetta kallað að taka ekki eftir. „Ég var plataður," sagði samflokksmaður Sigrúnar eitt sinn. En fyrir okkur Reykvík- plötuð inga var eftirtektarleysi Sigrúnar hið besta mál. Skattamir koma til með að lækka aðeins á næstu árum (en þó ekki að fullu fyrr en eftir að valdatíma R-listans lýkur). Reyndar var eitt af loforðum sjálf- stæðismanna fyrir borgarstjórnar- kosningar að fella þennan skatt niður. Hafí Sigrún þökk fyrir að taka þetta loforð upp á arma sína. Skattalækkun á verslunarhús- næði var undirbúin af nefnd á veg- um félagsmálaráðuneytisins. Þar ræður ríkjum Páll Pétursson, eigin- maður Sigrúnar. Ljóst er af athug- unarleysi Sigrúnar að hún er ekki með nefíð niðri í hveijum koppi í ráðuneyti húsbóndans. Hvað Ingi- björgu Sólrúnu varðar er ljóst að hún hefur allan tímann verið að skamma rangan aðila. En auðvitað er þægilegra að ijandskapast út í Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson en Sig- rúnu Magnúsdóttur. Vilhjálmur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og átti auðvitað ekkert með vera að lækka skatta borg- arbúa. Ein athyglisverðasta hliðin á þessu máli er sú að Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi tekur af heilum hug undir gagnrýni Ingi- bjargar Sólrúnar á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, þó gagnrýni borgar- stjórans ætti að sjálfsögðu fyrst og fremst við Sigrúnu Magnúsdótt- ur borgarfulltrúa. Hún segir jafn- framt í Morgunblaðinu að orð Ingi- bjargar Sólrúnar í þessu máli séu „vamaðarorð fyrir framtíðina". Aumingja Vilhjálmur Þ. Nú má hann eiga von á því að vera hund- skammaður í hvert skipti sem borgarfulltrúar R-listans gera ax- arsköft eða taka illa eftir. PÁLLÖRN LÍNDAL, Laugamesvegi 62, Reykjavík. Sýndarveruleiki í Höfða? Fyrirspurn til Ingibjargar S. Gísladóttur borgarstjóra Frá Sveini Guðmundssyni: NÝJUSTU fréttir herma að þú ætlir, í samvinnu við Ólaf Ragnar Grímsson og fleiri höfðingja, að standa fyrir heilmiklli alþjóðlegri ráðstefnu á þessu ári í tilefni af því að 10 ár verða liðin frá Reykja- víkurfundi Reagans og Gorbatsj- ovs. Þessi áhugi þinn á Reykjavíkur- fundinum kemur spánskt fyrir sjónir. Ekki er langt síðan þú tald- ir enga ástæðu til að „frysta augnablikið" frá leiðtogafundinum í Höfða. Það hafðir þú sem afsök- un fyrir því að fjarlægja myndina af Bjarna Benediktssyni, en hún var þungamiðja herbergisins þar sem leiðtogarnir sátu í nokkra daga við að stuðla að heimsfriði. Einhver sinnaskipti virðast hafa orðið hjá þér varðandi Reykjavíkur- fundinn 1986. Gaman væri að heyra hvort þú hafír skipt um skoð- un varðandi „frystingu augnabliks- ins“. Óhjákvæmilega verður þú að ná í málverkið af Bjama niður í kjallara Kjarvalsstaða, dusta af því rykið og hengja aftur upp í Höfða. Spumingin er þessi: fær málverkið að vera þar áfram, sem hluti af sögunni, eða á þetta bara að vera ódýr hraðfrysting augnabliksins, rétt á meðan á alþjóðlegu ráðstefn- unni stendur? Af einhveijum ástæðum dettur mér orðið sýndarvemleiki í hug. SVEINN GUÐMUNDSSON, BS líffræðingur, Bankastræti 14, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt f upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu. efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.