Morgunblaðið - 09.01.1996, Side 44

Morgunblaðið - 09.01.1996, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand ffci*. MK. /99/ Smáfólk D+3..TME WORLPFAMOUS 6 C0ME5 ACR055 AN ABANPONED ME^ CMUCK, U)l-n 15 YOUR DOG 5ITTING OUT HER.E IN A 6R0CERV CAR.T? JEEP Hinn víðfrægi hermaður rekst á yfirgefin jeppa. Heyrðu, Kalli, af hveiju situr hundurinn þinn hérna úti í innkaupakerru? BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Egvar Frá Páli Emi Líndal: ÞAÐ ER sko ekki öfundsvert að vera borgarfulltrúi R-listans í Reykjavík. Ekki má líta undan augnablik, þá eru einhverjir lubbar á Alþingi búnir að samþykkja að lækka skatta á Reykvíkinga. Þvílík ósvífni, ekki síst að þetta skuli gert beint fyrir framan nefið á Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfull- trúa R-listans, og gegn eindregn- um vilja Ingibjargar Sólrúnar, borgarstjóra R-listans. Báðar vilja þær hækka skatta á Reykvíkinga eins og kunnugt er, en ekki lækka. Staða Sigrúnar Magnúsdóttur í þessu máli er frekar pínleg, svo ekki sé meira sagt. Hún sat stjóm- arfund hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fyrir hönd Reykja- víkurborgar, þar sem samþykkt var að styðja lagafrumvarp á Al- þingi um að lækka sérstakan skatt á verslunarhúsnæði í áföngum. Ingibjörg Sólrún hundskammaði hins vegar stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga fyrir að styðja þessa lækkun án þess að hafa samráð við Reykjavíkurborg. Varla er nema von að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni Sam- bands íslenskra sveitarfélaga (það má víst ekki nota skammstöfunina SÍS á þetta annars ágæta sam- band), hafí brugðið nokkuð við gusuna frá borgarstjóranum. Hann vissi ekki betur en fulltrúi Reykja- víkurborgar, Sigrún Magnúsdóttir, hefði stutt málið af miklum krafti. Hvequ svarar Sigrún? „Ég uggði ekki að mér,“ er haft eftir henni í Morgunblaðinu, en „ég mun læra af þessu máli“ bætti hún við. í kennslustund er þetta kallað að taka ekki eftir. „Ég var plataður," sagði samflokksmaður Sigrúnar eitt sinn. En fyrir okkur Reykvík- plötuð inga var eftirtektarleysi Sigrúnar hið besta mál. Skattamir koma til með að lækka aðeins á næstu árum (en þó ekki að fullu fyrr en eftir að valdatíma R-listans lýkur). Reyndar var eitt af loforðum sjálf- stæðismanna fyrir borgarstjórnar- kosningar að fella þennan skatt niður. Hafí Sigrún þökk fyrir að taka þetta loforð upp á arma sína. Skattalækkun á verslunarhús- næði var undirbúin af nefnd á veg- um félagsmálaráðuneytisins. Þar ræður ríkjum Páll Pétursson, eigin- maður Sigrúnar. Ljóst er af athug- unarleysi Sigrúnar að hún er ekki með nefíð niðri í hveijum koppi í ráðuneyti húsbóndans. Hvað Ingi- björgu Sólrúnu varðar er ljóst að hún hefur allan tímann verið að skamma rangan aðila. En auðvitað er þægilegra að ijandskapast út í Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson en Sig- rúnu Magnúsdóttur. Vilhjálmur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og átti auðvitað ekkert með vera að lækka skatta borg- arbúa. Ein athyglisverðasta hliðin á þessu máli er sú að Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi tekur af heilum hug undir gagnrýni Ingi- bjargar Sólrúnar á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, þó gagnrýni borgar- stjórans ætti að sjálfsögðu fyrst og fremst við Sigrúnu Magnúsdótt- ur borgarfulltrúa. Hún segir jafn- framt í Morgunblaðinu að orð Ingi- bjargar Sólrúnar í þessu máli séu „vamaðarorð fyrir framtíðina". Aumingja Vilhjálmur Þ. Nú má hann eiga von á því að vera hund- skammaður í hvert skipti sem borgarfulltrúar R-listans gera ax- arsköft eða taka illa eftir. PÁLLÖRN LÍNDAL, Laugamesvegi 62, Reykjavík. Sýndarveruleiki í Höfða? Fyrirspurn til Ingibjargar S. Gísladóttur borgarstjóra Frá Sveini Guðmundssyni: NÝJUSTU fréttir herma að þú ætlir, í samvinnu við Ólaf Ragnar Grímsson og fleiri höfðingja, að standa fyrir heilmiklli alþjóðlegri ráðstefnu á þessu ári í tilefni af því að 10 ár verða liðin frá Reykja- víkurfundi Reagans og Gorbatsj- ovs. Þessi áhugi þinn á Reykjavíkur- fundinum kemur spánskt fyrir sjónir. Ekki er langt síðan þú tald- ir enga ástæðu til að „frysta augnablikið" frá leiðtogafundinum í Höfða. Það hafðir þú sem afsök- un fyrir því að fjarlægja myndina af Bjarna Benediktssyni, en hún var þungamiðja herbergisins þar sem leiðtogarnir sátu í nokkra daga við að stuðla að heimsfriði. Einhver sinnaskipti virðast hafa orðið hjá þér varðandi Reykjavíkur- fundinn 1986. Gaman væri að heyra hvort þú hafír skipt um skoð- un varðandi „frystingu augnabliks- ins“. Óhjákvæmilega verður þú að ná í málverkið af Bjama niður í kjallara Kjarvalsstaða, dusta af því rykið og hengja aftur upp í Höfða. Spumingin er þessi: fær málverkið að vera þar áfram, sem hluti af sögunni, eða á þetta bara að vera ódýr hraðfrysting augnabliksins, rétt á meðan á alþjóðlegu ráðstefn- unni stendur? Af einhveijum ástæðum dettur mér orðið sýndarvemleiki í hug. SVEINN GUÐMUNDSSON, BS líffræðingur, Bankastræti 14, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt f upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu. efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.