Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU FRÉTTIR: EVRÓPA Morgunblaðið/HG RÚNAR Jónsson ræðir málin við Árna Sæmundsson í messanum á Ottó Wathne í síðustu viku. Rúnar er nú að störfum um borð í togaranum. Hafna eftirliti Fiskistofu á Flæmska hattinum Eftirlitsmenn um borð í tveimur rækjuveiðiskipum - útgerðir þriggja neita að taka við þeim TVEIR eftirlitsmenn frá Fiskistofu eru nti um borð í íslenzkum skipum á Flæmska hattinum. Árelíus Þórð- arson er urn borð í Kletti SU og Rúnar Jónsson um borð í Ottó Wat- hne NS. Þrír eftirlitsmenn eru hins vegar um borð í kanadísku strandgæzluskipi á miðunum og var ætlunin að þeir færu um borð í skip- in Dalborgu EA og Kan og Erik frá Bíldudal. Útgerðir þeirra háfa hins vegar neitað að taka þá um borð. Deilt er bæði um þörf þessa eftirlits og hverjum beri að standa straum af kostnaði við það. Guðmundur Karlsson, forstöðu- maður veiðaeftirlits Fiskistofu, segir Fiskistofu fara að tilmælum sjáv- arútvegsráðuneytisins, þegar hún sendir mennina um borð í íslenzku skipin á Flæmska hattinum. Hann segir, að samkvæmt nýútgefinni reglugerð, beri útgerðum þeirra skipa, sem fá eftirlitsmenn um borð, að greiða fyrir fæði þeirra og sjá þeim fyrir aðstöðu um borð. Að öðru leyti greiði íslenzka ríkið kostnaðinn. Hann segir að eftirlitsmennirnir á Flæmska hattinum séu á sömu kjör- um og veiðaeftirlitsmenn hér við land. Þeir séu á föstu kaupi sam- kvæmt ákveðnum launaflokki ríkis- starfsmanna og fái fasta yfirvinnu meðan þeir eru úti á sjó. Að auki leggist svo ferðakostnaður við eftir- litið þarna vestur frá. Guðmundur segist ekki hafa ná- kvæmlega hver kostnaður við þetta eftirlit sé, en þegar Fiskistofa krefur útgerðir um gjald vegna eftirlits- manna, er miðað við kostnað upp á 10.000 krónur á dag. Hér við land eru það útgerðir fullvinnsluskipa og erlendra skipa, sem þurfa að greiða þennan kostnað. Að öðru leyti segir Guðmundur að málið sé í biðstöðu. Ekki hafi reynt á það hvort tekið verði við eftirlitsmönnunum um borð í skipin þijú, enda sé ekkert veður til þess á miðunum að fara á milli skipa. „Engin formleg ósk um eftirlitsmann um borð“ „ÞAÐ hefur ekki verið haft samband við mig með formlegum hætti um að hafa eftirlitsmenn um borð,“ seg- ir Snorri Snorrason, sem gerir út Dalborgina á Flæmingjagrunni. „Ég heyrði í fyrsta skipti af því í útvarp- inu að eftirlitsmenn væru á leiðinni á kanadísku strandgæsluskipi." Að hans sögn hafði lögfræðingur sjávarútvegsráðuneytisins samband við hann daginn fyrir Þorlák og sagði honum að eftirlitsmenn sem yrðu um borð yrðu honum alveg að kostn- aðarlausu: „Ég sá svo reglugerðina 3. janúar þar sem kom fram að við ættum að sjá þeim fyrir fríu fæði og starfsaðstöðu.“ Hann segist hafa sent bréf til að mótmæla þessum vinnubrögðum, enda efaðist hann um að þau stæðust lög. Fá að vera um borð á kostnað íslenska ríkisins Snorri segir að í reglugerðinni komi fram að skipstjórnarmenn séu skyldugir til að sjá eftirlitsmönnum fyrir fríu fæði, starfsaðstöðu, afnot- um af fjarskiptatækjum, staðsetn- ingartækjum, kortum og skjölum skipsins og að þeir megi skrifa inn á þau athugasemdir. „Hvorki ég né nokkur annar hefur hugmynd um hvað átt er við með þessu," segir Snorri.„Það hefur ekk- ert verið talað við okkur. Ef formleg ósk kæmi um það að eftirlitsmenn fengju að vera þarna á kostnað ís- lenska ríkisins væri ekkert því til fyrirstöðu." Snorri segir að ekki hafi heldur verið haft samband við Kan eða Erik með formlegum hætti: „Við höfum ekki fengið neina staðfest- ingu á því hveijir það séu sem um ræðir, hvað þeir heita eða hvort þeir hafí tryggingu. Það þarf að lögskrá þessa menn og staðfesta við lög- skráningu að þeir séu trvggðir." Hann segir að útgerðarmennirnir sem standi á bak við Erik, Kan og Dalborgina hafi sent skipstjórnar- mönnum sínum tilkynningu og óskað eftir því að hún yrði lesin fyrir skip- stjóra strandgæsluskipsins. „Þar segir að við höfum ekkert við NAFO- eftirlitið að athuga. Hins vegar tök- um við ekki við eftirlitsmönnum Fiskistofu," segir Snorri. Heimskulegt og tilgangslaust eftirlit „Það er verið að koma á okkur kostnaði sem við teljum okkur ekki eiga að bera. Þama er stefnt að heimskulegu og tilgangslausu eftir- liti þar sem fjármunum er illa varið. Mér sýnist af því að lesa blöðin að þörf sé fyrir þessa fjármuni víða annarsstaðar." Snorri segir að þetta sé draugur sem hafí vaknað upp út af slag ESB við Kanadamenn í vor út af grálúðu- veiðum: „Kanadamenn íengu.þetta samþykkt í NAFO með því fororði að þeir ætluðu að senda sína menn og sjá um að greiða þetta eftirlit. 22. desember barst svo bréf í ráðu- neytið frá Kanadastjórn þar sem því var alfarið hafnað. Snorri segir að þar hafí komið fram að þetta væri byggt á misskiln- ingi og hefði aldrei staðið til. Kanadamenn hefðu aðeins ætlað að greiða eftirlit fyrir fátækar þjóðir, t.d. baltnesku ríkin. Einnig hafí komið fram að þeir gætu ekki greitt þetta þar sem ís- lendingar hefðu mótmælt sóknar- stýringu. Færeyingar hefðu engu að síður fengið samskonar bréf þótt þeir hefðu ekki mótmælt sóknarstýr- ingunni. „Ég er hræddur um að Kanadamenn hafí áttað sig á því að þetta væri dýrt spaug og tilgangs- laust,“ segir Snorri. Reglugerðin ekki komin í gildi Snorri segir að það hafí komið í ljós á stofnfundi félags úthafsút- gerða um helgina að eftirlitsmenn hafí verið sendir um borð í Klett SU og Otto Wathne NS á þeim forsend- um að það væri algjörlega á kostnað Fiskistofu. „Það stóðst síðan ekki samkvæmt reglugerðinni. Útgerðar- menn þessara togara áskilja sér rétt til að krefja Fiskistofu um kostnað og óska eftir því í bréfi til sjávarút- vegsráðherra að mennirnir verði fjarlægðir úr skipunum sem fyrst.“ Snorri segir að reglugerðin hafi verið gefín út 28. desember. Hann hafí svo fengið upplýsingar um það í fyrradag að hún væri ekki komin út í stjórnartíðindum og þar af leið- andi ekki búin að taka gildi. „Eftir- litsmennirnir eru því úti á skipunum á röngum forsendum,“ segir hann. „Ég hef áður orðið var við það að ráðuneytið leggi áherslu á að hlutir séu kynntir með formlegum hætti og það hlýtur að gilda á báða vegu. Að mínu mati eru vinnubrögð sjávarútvegsráðuneytisins í þessu máli út úr kú.“ Forseti Ítalíu á fundi með framkvæmdastjórninni Forysta ESB í góðum höndum Róm. Reuter. OSCAR Luigi Scalf- aro, forseti Ítalíu, reyndi á sunnudag að fullvissa fram- kvæmdastjóm Evrópu- sambandsins um að þrátt fyrir óvissu í inn- anlandsstjórnmálum væri forysta ráðherra- ráðs ESB í öruggum höndum hjá ríkisstjórn Ítalíu. Framkvæmda- stjómin, undir forystu Jacques Santer, kom til Rómar á sunnudag til skrafs og ráðagerða við ítalska ráðamenn. Á kvöldverðarfundi með framkvæmda- stjórnarmönnum sagði Scalfari forseti að ítal- ía reyndi ekki að fela erfiðleika sína — þeir sæjust bæði og heyrð- ust. „En hefð okkar fyrir hollustu við Evr- ópu er sterkari og hún veitir raunverulega tryggingu fyrir því að við munum komast yfir núverandi erfíðleika," sagði forsetinn. Hann sagði „við- kvæmt" tímabil fram- undan hjá ESB, en lof- aði því að Ítalía myndi stýra sambandinu í gegn um það með „trúmennsku, fórnarlund og skyldurækni við þjónustuhlutverk sitt.“ Susanna Agnelli, ut- anríkisráðherra Ítalíu, tók í sama streng og forsetinn í blaðaviðtali, sem birtist um helgina. „Félagar okkar [í Evr- ópusambandinu] vilja umfram allt að þróun mála á Ítalíu sé skýr og fyrirsjáanleg," sagði Agnelli. „Við erum hins vegar ófyrir- sjáanleg. Hugsanlega munum við jafnvel ger- ast sek um það allra versta — að boða til kosninga á miðju for- mennskutímabili ítal- íu.“ Agnelli bætti hins vegar við að þótt svo færi, væri það enginn heimsendir, ekki held- ur þótt hún hyrfi úr utanríkisráðuneytinu. „Formennskan hefur verið vel undirbúin. Við höfum góða embættis- menn í Róm og Bruss- el. Allt mun ganga eft- ir áætlun.“ Framtíð Lambertos Dini forsætisráðherra, sem hefur boðizt til að segja af sér, mun vænt- anlega ráðast á ítalska þinginu í vikunni. Dini átti fund með Jacques Santer í gær. Á sama tíma funduðu ráðherr- ar ríkisstjórnar hans með fram- kvæmdastjórnarmönnum. Bretar illa að sér um Evrópusambandið London. Reuter. MEIRIHLUTI Breta er illa að sér um Evrópusambandið, sam- kvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar, sem gerðar voru opin- berar í gær. í könnuninni, sem Gallup-fyr- irtækið gerði fyrir brezku Evr- ópuhreyfinguna, sögðust 56% svarenda vera illa eða mjög illa að sér um starfsemi Evrópusam- bandsins. Aðeins 8% sögðust vera vel eða mjög vel að sér og af- gangurinn sagðist vera þarna á milli. Evrópuhreyfingin birti niður- stöður könnunarinnar um leið og hún hleypti af stokkunum nýrri herferð til að auka fylgi Breta við aðildina að Evrópusamband- inu. „Bretar eru ekki á móti Evrópusambandinu. Þeir vita einfaldlega ekki um hvað það snýst,“ sagði Giles Radice, for- maður hreyfingarinnar og þing- maður Verkamannaflokksins. Skiptar skoðanir um EMU í niðurstöðum könnunarinnar kom jafnframt fram að mjög skiptar skoðanir eru á því hvort Bretland eigi að taka þátt í Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) eða nota rétt sinn til að standa utan þess. Um fjórðungur (24%) sagðist telja að hafna ætti upptöku sameiginlega Evrópu- gjaldmiðilsins. Annar fjórðung- ur (23%) sagði að Bretland ætti ekki að vera í þeim hópi, sem fyrst tekur upp myntina árið 1999, en ætti að halda opnum möguleikanum á að bætast í hópinn síðar. Fjórðungur (25%) taldi hins vegar að halda ætti opnum þeim möguleika að taka upp Evrópugjaldmiðilinn á næstu fimm árum. Loks töldu 13% að Bretar ættu að stefna að því að verða stofnaðilar EMU. Santer bjartsýnn á EMU-aðild Belgíu Brussel. Róm. Reuter. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, segist bjartsýnn á að Belgía geti orðið í hópi stofnríkja Efna- hags- og myntbandalags Evrópu (EMU) og tekið upp sameiginlegu Evrópumyntina árið 1999. Forsetinn lét þessi orð falla í viðtali við RTCrsjónvarpsstöðina í Belgíu. Hann vitnaði í nýjar tölur um ástand ríkisfjármála, sem belg- íska stjórnin hefur birt. Herman van Rompuy, fjármála- ráðherra Belgíu, sagði í síðustu viku að ríkisstjórninni hefði orðið verulega ágengt í baráttunni við fjárlagahallann og byggist við að uppfylla skilyrði fyrir þátttöku í EMÚ að tveimur árum liðnum, þ.e. um það leyti sem ESB tekur ákvörðun um það hvaða ríki verða með. Santer sagði í viðtalinu að hann byggist við að sjö til níu ríki ESB myndu uppfylla skilyrðin í ársbyijun 1998. Hann nefndi ekki hin ríkin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.