Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 27 AÐSENDAR GREINAR Háskólastefna á villigötum FYRIR alllöngu var Háskóla íslands gert að skyldu að innrita alla þá sem höfðu stúdentspróf án tillits til raunverulegs undir- búnings fyrir það nám sem þeir innrituðu sig í. Þetta hefur leitt til gífurlegrar fjölgunar stúdenta, en tala þeirra nálgast nú óð- fluga 6.000. Eins og oft vill verða hefur ekki tekist að fylgja þessu eftir með fjár- magni og aðstöðu- sköpun. Þvert á móti hefur fjárveiting á stúdent í námi við HÍ farið hríð- lækkandi rétt eins og sú fjölgun stúdenta, sem er afleiðing ofan- greindra laga, sé vandamál skólans sem komi stjómvöldum ekkert við. Því má auðvitað halda fram að hér sé að verki hagkvæmni stærðarinnar, HI sé svo stór skóli að kostnaður á nemanda verði óhjákvæmilega lítill. Þetta er þó ekki rétt, í HÍ er hver deild sjálf- stæður skóli og þessir skólar eru af mjög svipaðri stærð og aðrir framhaldsskólar. Orsökin er því miður ekki þessi heldur sú að búið er að keyra laun háskólakennara niður fyrir allt velsæmi svo nú eru þau einungis um þriðji hluti þess sem þau eru á hinum Norðurlönd- unum, Þar fyrir utan er búið að rýra kennsluaðstöðuna með flötum niðurskurði í mörg ár. Kveður svo rammt að þessu að talnaglöggir menn geta reiknað út hvenær kostnaður við kennslu í Háskóla íslands er kominn niður í núll ef fram fer sem horfir. Fólk á sjálf- sagt bágt með að trúa því að slíkt geti orðið. En því miður, þess eru mörg dæmi að háskólar og fram- haldsskólar hafi verið sveltir í hel. Svo það er ástæða til að spyrja þeirrar spurningar, hver er stefnan í málefnum HÍ? Er hún sú að svelta hann í hel, ef ekki alveg, þá að hluta? En er ekki heilbrigt að spara í menntakerfinu? Jú, ef það væri meiningin, þá er það heilbrigt. En því er ekki að heilsa. Á sama tíma og HÍ er skorinn niður við trog er verið að stofna hina og þessa „há- skóla“ vítt og breitt um landið. Mest af þessu eru framhaldsskólar á einhveiju sérsviði og í heildina eiga þeir ekkert sameiginlegt nema eitt, kostnaður á nemanda er tvö- faldur eða margfaldur á við HÍ, svo ekki er sparnaði fyrir að fara. Fyrir hvern stúdent sem er ýtt út úr HÍ og í aðra skóla sparast að meðaltali 170.000 á ári, í kennslu- kostnað í HÍ. En þeirri upphæð er eytt aftur, tvöfaldri eða margfaldri við að koma stúdentum fyrir á nýja staðnum. Möguleikar Háskólans til að veijast þessari þróun eru engir. Allir sem stúdentspróf hafa geta innritast í Háskólann og Háskólinn verður að taka við þeim og veita þeim þá kennslu sem þeir biðja um svo lengi sem þeir hreinlega ekki falla á prófunum. Ef fjármunirnir til þessarar kennslu eru stöðugt skornir niður og laun kennaranna stöðugt skert, þá mun Háskóli ís- lands breytast hægt og rólega úr lífrænni menntastofnun í mennt- unarlega íjöldagryfju, sem á sér hvorki framtíð né tilverurétt. Kostnaður háskólanáms Séu fjárveitingar til Háskólans bomar saman við þær stofnanir sem hann hlýtur að bera sig saman við lítur dæmið út eins og eftirfarandi mynd, sem sýnir kostnað_ á nemenda í Háskóla Is- lands borinn saman við Háskólann á Akureyri, Tækniskólann og Kennaraháskólann. Sama er hvort litið er á rannsóknir og kennslu saman eða kennsluna eingöngu, Háskóli íslands er langlægstur í báðum tilfellum. Offjölgun framhaldsskóla Á sviði framhalds- skólanna er sömu sögu að segja. Hefðbundnir skólar sem skilað hafa góðum árangri eru sveltir. Þetta á jafnt við um dreifbýli og þéttbýli eins og tafla 1 sýnir. Nem- endafjöldi nýju skólanna er kominn langt fram úr hinum gömlu hefð- bundnu framhaldsskólum, sem nú eru tiltölulega fáir eftir, því marg- ir þeirra hafa nú þegar orðið hung- urvofunni að bráð. Þetta má auð- vitað tengja nýrri menntastefnu og afsprengi hennar, fjölbrauta- kerfinu, svo menn geta talið þá þróun eðlilega eða óeðlilega eftir atvikum að gamlir framhaldsskólar skuli látnir víkja fyrir nýjum. Tafla 1 Nemendafjöldi í framhaldsskólum Þéttbýli Dreifbýli Nem. Nem Gamlir 1860 1525 Nýir 4305 4554 Nýju skólarnir dýrari Að kennslan í hinum nýju ætti svo að vera dýrari. fylgdi ekki með í hinni upphaflegu stefnumörkun, enda var það áreiðanlega ekki meiningin. Sú útkoma sem hér liggur fyrir er einfaldlega afleiðing af niðurskurði, og sjálfsagt ómeð- vituð af hálfu fjárveitingavaldsins. En það er eftirtektarvert að þegar kennslukostnaður Háskóla Islands er borinn saman við meðalkostnað framhaldsskólanna, þá er hann lægri en allir flokkar framhalds- skólakennslu eða 170.000 kr. á nemenda á ári. Þar sem hér er um rannsóknartengt nám að ræða, þá er þetta alveg fráleit niðurstaða, sem sýnir ljóslega að Háskólinn er ekkert langt frá því að vera sveltur í hel, að minnsta kosti ekki á þeim sviðum sem verst standa. Menn verða að athuga að deildir hans standa misjafnlega vel og fjárþörf þeirra á nemanda er mjög misjöfn. Sívaxandi vinsælda út um heim nýtur sú stefna, segir Jónas Elíasson, að byggja háskólamenntun ofan á það sem vel er gert í framhaldsmenntun. Tafla 2 Kostnaður á nemanda Þéttbýli Dreifbýli Kr.á Kr.á nem. nem. Gamlir 171 214 Nýir 193 222 Hin pólitíska orsök Þegar pólitískar aðgerðir á sviði menntamála eru skoðaðar þá er enginn vafi hvað vinsælasta verk- efnið er. Helmingur þeirra fram- haldsskóla, sem skoðaðir voru, eru nýir framhaldsskólar í dreifbýli. Fjöldinn I þessum flokki er nánast jafnmikill og í hinum þremur til samans. Það er fyrst og fremst þessi staðreynd sem kemur mönn- um til að álykta að sveltistefnan gagnvart eldri skólunum sé óineð- vituð. Það er að minnsta kosti mjög skiljanlegt að eldri stofnanir skuli skornar niður þegar löngunin til að stofna nýjan framhaldsskóla í heimabyggðinni verður óvið- ráðanleg í fjárveitinganefnd Al- þingis. Þau viðbrögð eru skiljanleg, en óskynsamleg, einkum og sér í lagi með tilliti til þess að þessir eldri framhaldsskólar eru enn með- al hinna bestu, hversu lengi sem það verður. Röng stefna og dýr Háskólann á Akureyri má taka sem nærtækt dæmi um afleiðingu ákvarðanatöku sem óvart reyndist röng. En fleiri dæmi má finna. Kennaraskóli íslands var ágætur framhaldsskóli sem lagður var nið- ur þegar Kennaraháskólinn var stofnaður. Afleiðingin er alltof dýr skóli. Ef hinn gamli skóli hefði verið stækkaður með lærdómsdeild og útskrifaði nú bæði stúdenta og háskólamenntaða kennara þá væri fjárhagsleg útkoma hans miklu betri. Alveg sömu sögu má segja um Tækniskólann. Væri starf- ræktur við hann stærðfræði- deildarmenntaskóli væri útkoma hans betri. í framhaldi af þessu hefði mátt stofna háskóladeild í tengslum við Menntaskólann á Akureyri sem Jónas Elíasson 500- 400- 300 200 100- n i i i i i H.í. Akureyri Tækni- rannsóknir skólinn og kennsla H.Í., kennsla samnýtti kennslukrafta hans og aðstöðu. í stað þess er búin til splunkuný stofnun án formlegra tengsla við Menntaskólann og und- ir annarri stjórn. Árangurinn er svo helmingi hærri kennslukostn- aður en í Háskóla íslands. Þannig er þetta og verður. Sú fjölgun nem- enda sem mundi fylgja því að leggja niður deildir fyrir sunnan og flytja þær norður er meiri en bæði Háskólinn fyrir norðan og Akureyri mundu ráða við. Hins vegar gæti Menntaskólinn fyrir norðan ágætlega ráðið við fyrstu ár háskólanáms í þeim greinum þar sem þeir hafa hæfa kennara og síðan gæti hann fengið leyfi til að útskrifa B.S. eða B.A. í þeim greinum sem hann sýndi árangur í. Þetta er hin dýra leið og ranga í menntamálum eins og eftirfar- andi dæmisaga sýnir. Eldri stefna og betri Hinn 29. október 1929 veitti Jónas Jónsson Gagnfræðaskólan- um á Akureyri leyfi til að braut- skrá stúdenta og gerði hann þar með að menntaskóla. Þessi ákvörð- un kostaði ríkið ekki svo mikið sem frímerki á leyfisbréfið, því það fór ráðherrann sjálfur með norður og las upp á sal. Þvert á móti sparað- ist sá kostnaður að koma stúdent- um skólans suður til að láta þá gangast undir próf í lærða skólan- um í Reykjavík, sem þeir urðu að gera áður en leyfið fékkst, því Akureyrarskólinn var búinn að vera með stúdentskennslu í nokkur ár. Ekki svo að skilja að Mennta- skólinn á Akureyri sé eitthvað ódýrari skóli en sá í Reykjavík. En sé ætlunin að stofna nýjan framhaldsskóla úti á landi þá er aðferðin að byggja hann á ein- hveiju sem fyrir er sú rétta. Lífvænleg háskólastefna Að byggja háskólamenntun ofan á það sem vel er gert í framhalds- menntun er stefna sem nýtur sí- vaxandi vinsælda út um heim. Það byggist á því að á eftir stúdents- prófi kemur tiltölulega stutt nám á háskólastigi, eins konar fyrri hluti hins gamla kandídatsprófs. í enskumælandi löndum heitir þetta háskólastig junior college og nær upp að B.S. eða B.A gráðum. Það próf gefur svo réttindi til innritun- ar í meistaranám sem aftur veitir réttindi í doktorsnám. í þessu kerfi hafa nemendurnir skilgreinda menntunarlega stöðu, þeir eiga að baki nám sem er skilgreindur hluti ákveðins ferils og vita hvaða fram- haldsnám þeir geta valið sér. í Háskóla íslands hafa flestar deild- ir tekið upp kennslu til BS eða BA- prófs og það gefur möguleika á framhaldsnámi við alla háskóla héimsins að viðbættum HÍ. Hér á landi virðist hinsvegar vera búið að stofna 30-40 (eða guð má vita hvað marga) „háskóla" og enginn virðist hafa hugmynd um hvar þeir standa menntunarlega. Flestir þessara skóla- gætu væntanlega kennt einhvern hluta undirbún- ingsnáms fyrir einhveijar deildir HI., þetta virðist ekki gert og alls óvíst hvort nemendur þessara „há- skóla“ eiga völ á nokkurri fram- haldsmenntun. Nýtt líkan Til að ljúka þessu er lagt til að yfirvöld menntamála hætti að nöldra við fjárveitinganefndar- menn sem ganga með höfuðið í metnaðarfullu háskólaskýi fyrir hönd sinnar heimabyggðar. Það er engum til góðs að undanlátssemi við þá sé framar öðru stjórntæki menntamála. Nær væri að leggja niður fyrir sér hvaða líkan á að gilda fyrir framhaldsskólanám á Islandi og tengsl þess við háskóla- nám. Burt með sveltistefnuna. Reynum að gera eitthvað sem ís- lendingar geta verið stoltir af. Að lokum Ef stjórnvöld treysta sér ekki til að innleiða nýja stefnu eins og að framan greinir, þá verður að minna á að núverandi stefna siglir í strand af sjálfu sér. Fleiri og fleiri og dýrari og dýrari „háskólar" sem settir eru á stofn á æ afskekktari stöðum og tilsvarandi lækkun á fjárveitingum á hvern nemanda í HI sýnir svo ekki verður um villst að HÍ er látinn borga þessa þróun. Þessi stefna gengur einfaldlega ekki, því skyldi HI sætta sig við að vera settur skör lægra en aðrir skólar? Ef sá kostnaður, sem aðrir háskólar fá að komast upp með, er sanngjarn og eðlilegur að mati fjárveitingavaldsins, af hveiju fær HÍ ekki það sama? Höfundur er prófessor við Verk- fræðideild HI. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 4-jj 567-1800 Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Playmouth Grand Voyager LE 3.3L 4x4 ’92, sjálfsk., ek. 57 þ. km., 7 manna, ABS og rafnr). í öllu. Einn m/öllu. V. 2,4 millj. Nissan Sunny SKX 4x4 ’91, rauður, 5 { ek. aðeins 35 þ. km., rafm. í rúðum, spo er o.fl. V. 1.030 þús. Grand Cherokee SE 4.0L '93, græns- ans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur jeppi. Tilboðsv. 2.890 þús. Nissan Sunny SLX 1.6 Hatsback ’93, 5 g., ek. 50 þ. km. V. 920 þús. MMC Lancer GLXI 1.8 4x4 station ’93, hvítur, 5 g., ek. 35 þ. km. V. 1.400 þús. Toyota Carina E 2.0L '93, sjálfsk., ek. 50 þ. km. V. 1.490 þús. Toyota Corolla GL Hatsback ’90, 5 dyra, 5 g., ek. 132 þ. km. (langkeyrsla). Mikið endurnýjaður (tímareim o.fl.). Fallegur bíll. V. 590 þús. Hyundai Pony LS '94, rauður, 5 g., ek. 30 þ. km. Tilboðsv. 690 þús. Toyota D. Cap diesel ’90, rauður, 5 g., ek. 104 þ. km., 38“ dekk, álfelgur, 5:71 hlutföll, 4t spil, 2 olíutankar, loftlæstur aftan og framan. Mikið breyttur og end- urnýjaður. V. 1.850 þús. Dodge Aries LE '87, 2ja dyra, brúnn, sjálfsk., ek. 95 þ. km. Gott eintak. V. 490 þús. Tilboðsv. 290 þús. Izuzu Crew Cap 4x4 m/húsi '91, 5 g., ek. 103 þ. km. (4ra dyra og 5 manna). V. 1.190 þús. Toyota Corolla 4x4 Touring GLi ’93, rauð- ur, 5 g., ek. 42 þ. km., rafm. í rúðum, dráttarkúla o.fl. V. 1.350 þús. Citroen BX 19 4x4 station '91, rauður, 5 g., ek. 75 þ. km. Gott eintak. V. 1.090 þús. MMC L-300 4x4 Minibus '88, 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl.). V. 1.050 þús. Mjög góð lánakjör. Plymouth Grand Voyager LE 3.3L 4x4 ’92, sjálfsk., ek. 57 þ. km., 7 manna, ABS og rafm. í öllu. Einn m/öllu. V. 2,4 millj. Subaru Legacy 1.8 GL 4x4 station '90, grásans., sjálfsk., ek. 98 þ. km., dráttar- kúla, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.090 þús. Nissan Sunny SLX Sedan '95, sjálfsk., ek. 13 þ. km. V. 1.290 þús. V.W Polo GL 5 dyra '96, 5 g., ek. 2 þ. km. V. 1.150 þús. Opel Astra 1.41 station ’94, sjálfsk., ek. 28 þ. km. V. 1.240 þús. Sk. ód. Toyota Corolla GLi 1600 Liftback '93, 5 g., ek. 54 þ. km. V. 1.050 þús. Subaru Legacy 2.0 station (Artic útgáfa) '95, 5 g., ek. 7 þ. km., dráttarkúla o.fl., o.fl. Sem nýr. V. 2.150 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vól yfirfarin (tímareim o.fl.) V. 1.050 þús. Mjög góð lánakjör. Honda Civic DXi Sedan '94, vínrauður, g., ek. 32 þ. km. V. 1.190 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.