Morgunblaðið - 09.01.1996, Page 19

Morgunblaðið - 09.01.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 19 ERLEIMT Óvenju mikið fannfergi veldur miklum erfiðleikum í norðaustanverðum Bandaríkjunum Veðrið lokaði stofn- luium og fyrirtækjum Reuter UNG stúlka mokar heimreið við heimili sitt í Phoenixville í Pennsylvaníu á sunnudag. Myndin er dæmigerð fyrir ástandið I bæjum og borgum í norðaustanverðum Bandaríkjunum. FANNFERGI I BANDARIKJUNUM Kröftug ofankoma lamaöi daglegt líf í noröaustanveröum Bandaríkjunum um helgina og fannfergið hélt áfram í gær. Starfsemi fyrirtækja lá víöa niöri og m.a. opinberar stofnanir. Vegna veöursins ákvaö starfsmannastjóri ríkisins að loka opinberum stotnunum í gær en þá áttu þær aö opna eftir þriggja vikna lokun af völdum fjálagadeilu í þinginu. New York Flugvellir, skólar. borgar- stofnanir og SÞ lokadar // ■' "■ v 1 _S. [ | Ríki sem oröiö hafa | L—1 fyrir baröinu á veðrinu REUTER Filadelfía 68 sentimetra ofankoma á 1 sunnudagskvötd slær öll met DELAWARE Fjórar slrandborgir rafmagnslausar Washington Flugvöllur, skólarog opinberar stofnanir lokaöar GEORGIA Rafmagnslaust á fjölda svæða i ríkinu Aövörun um flóö gefin út við austurströndina er veöriö færist til noröausturs MASS.: MASSACHUSETTS R.I.: RHODEISLAND CONN.: CONNECTICUT „ÉG er að manna mig upp í að fara og moka frá bílskúrnum og úr innkeyrslunni. Það er klukku- stundar vinna að minnsta kosti. Það er aðal vandi fólks hér, að komast niður á göturnar sem eru vel hreins- aðar,“ sagði Jón Diðriksson í Boston í Bandaríkjunum sem komst ekki til vinnu sinnar í gær vegna fann- fergis sem lamað hefur allt athafna- líf í norðausturríkjum Bandaríkj- anna frá því á laugardag. Jón sagði, að þar sem snjókoma væri árlegt brauð í Boston væri snjóhreinsun gatna mjög skilvirk og athafnalíf lamaðist því ekki. „Ég held ég láti samt slag standa og verði heima við í dag enda gæti orðið erfitt að ferðast síðdegis því þá er spáð illviðri aftur og meiri snjókomu," sagði Jón Diðriksson. Aldrei misst úr vinnu Starfsemi Flugleiða í Bandaríkj- unum lamaðist vegna snjókomunn- ar. Var ekki hægt að opna skrifstof- ur fyrirtækisins í Maryland og New York. „Þetta er í fyrsta sinn á ævinni _sem mig hefur vantað í vinnu. Ég hef aldrei orðið veikur en nú sit ég súr hér heima og kemst hvergi þar sem 70 sentimetra jafn- fallinn snjór er yfir öllu,“ sagði Steinn Logi Björnsson, svæðisstjóri vestursvæðis Flugleiða, í Maryland. „Hér er hið versta ástand. Snjóað hefur látlaust frá því klukkan 10 á laugardagskvöld og útlit er fyrir áframhaldandi snjókomu. Til stend- ur að reyna opna Kennedy-flugvöll í kvöld og Baltimore um hádegi á morgun [þriðjudag) en óvíst er að það takist," sagði Steinn Logi í gær. Hann sagðist ekki hafa komist til vinnu i gærmorgun. „Götur voru allar hreinsaðar í gærkvöldi [sunnu- dagskvöld] en síðan fauk í nótt og skóf því yfir þær aftur. Það er enga bíla _að sjá á götum úti.“ „Ég ræddi við Elvar Einarsson hjá Icelandic Seafood í Pennsylvan- íu í morgun og er verksmiðja þeirra lokuð. Þar, og í nokkrum ríkjum öðrum, hefur reyndar verið lýst yfir neyðarástandi og fólki er bein- línis bannað að fara út úr húsi til þess að verða ekki fyrir ruðnings- vélum og farartækjum björgunar- og hjálparsveita," sagði Steinn Logi Björnsson. Úrkomumet Að sögn Reuíers-fréttastofunnar sló snjókoman öll met í Fíladelfíu þar sem 75 sentimetra jafnfallinn snjór var í gærmorgun en fyrra met var 53 sentimetrar. Allt benti til þess að úrkomumet yrði einnig slegið í New York. Atta dauðsföll höfðu verið rakin til veðursins í gær. Þúsundum flugferða var aflýst um helgina og almenningssam- göngur lömuðust víða. Tæplega 200 manns hýrðust næturlangt í kulda og trekki á brautarstöð í höfuðborg- inni Washington í fyrrinótt er fann- fergi stöðvaði neðanjarðarlest. Ipvfðii_____________ Uílé ÍH'I'ÓÍÓ! Þátttaka í fitubrennslunámskeiði hjá Ræktinni er fjárfesting í framtíðinni. ...og þegar þú setur árangurinn í samhengi við verðið kemstu að því að verðið á kílóinu er hvergi hagstæðara. riífía rífa upp sjálfstraust þitt fræða þig um likamsstarf semina, líkamsrækt, mataræði og matseld snarminnka líkur þínar á hjarta- og æðasjúkdómum ng öllum þeim kvillum sem hreyfingarleysi, rangt mataræði og of mikil fita hefur í för með sér. verðlauna þig með 5 kolsvörtum Ijósatímum leysa þig út með ítarlegri heilsuhandbók eftir leiðbeinanda þinn, Rafn Línrial lækni. .og svo að: sjá svipinn á makanum þínum samgleðjast þérog sjáþig aftur sem fyrst. Á fitubrennslunámskeiðum Ræktarinnar er lögð áhersla á faglega þáttinn. Rafn Líndal, læknir og leiðbeinandi í líkamsrækt stýrir námskeiðunum, þar sem lögð er áhersla á samspil hreyfingar og mataræðis. Allir ræktendur eru vegnir og metnir og fylgst náið með framvindu mála út námskeiðið. Afh;oler5urSo9þú 5 mai 'r-;. ekkert maV Ef þú kveöur 8 kíló gv ó námskeibinu, eba sem samsvarar kartöflu- hrúgunni, fœrbu frítt mánabarkort í heibursskyni. • Kripalujóga • Vaxtarmótun Þátttakendur á fitubrennslunámskeiðinu fá fimm fría Ijósatíma í bekkjum sem margir telja þá fullkomnustu í heimi. • Magi, rass og læri • Pallar og æfingar • Pallar og stöður • Pallaþrek • Þrekhringur • Fitubrennsla • Átak gegn umframþyngd (byrjendahópur) • Átak gegn umframþyngd (framhaldshópur) • Barnapössun Alla virka daga 9.30-11 og fimmtudaga 14-15.30 RÆKTIN T«nmuHi>oifWB -i|ba»w«ai SUÐURSTRÖND 4 Seltjarnamesi • Vib hlibina á Bónus Símar: 551-2815 & 551-2355 Námskeiðin em að hefjast. Skráðu þig sem fyrst, takmarkaður fjöldi. Opib: mánud. - fimmtud. kl. 07-22 föstudaga kl. 07-21 laugard. og sunnud. kl. 10-18 . . . o g ú t I i t i ð e r g o t t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.