Morgunblaðið - 09.01.1996, Síða 10

Morgunblaðið - 09.01.1996, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sýnishorn úr söluskrá ★ Sælgætisframleiðsla í fullum gangi. ★ Bónstöð með föstum viðskiptavinum. ★ Lítið bakarí. Einn á sínum markaði. ★ Glæsileg útgáfustarfsemi á viðskiptabók. ★ Sérstakt fyrirtæki með útgáfuþjónustu. ★ Útgáfa á myndskreyttu götukorti með augl. ★ Stór og mikil flatkökugerð til sölu. ★ Trésmíðaverkstæði með öllum vélum. ★ Sólbekkir leigðir í heimahús. Verð 1,2 millj. ★ Lítil og ódýr sólbaðsstofa á góðum stað. ★ Stórglæsil. sólbaðsst. í þekktri verslunarmiðst. ★ Veisluþjónusta, þakkamatur, borðbúnaðar- leiga. ★ Söluturn og myndbandaleiga. Fráb. verð. ★ ísbúð með sælgætissölu. ★ Nýlenduvörur, sælgæti, myndbönd. Velta 2,3 millj. Höfum kaupendur: Að góðri hársnyrtistofu á góðum stað. Einnig þjónustufyrirtæki. Ýmislegt kemur til greina. Að góðu gistiheimili eða húseign sem hægt er að breyta. Einnig sterka kaupendur að framleiðslufyrirtækj- um og heildverslunum. Verslunarhúsnæði sem gefur góðar leigutekjur. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F-YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. BESTI SOLUTIMINN FRAMUNDAN! Á síðasta ári var mikið líf og fjör hjá fyrirtækjasölu Hóls. A nýja árinu höfum við sett okkur það markmið að veita þér alltaf bestu fáaniegu þjónustu í fyrirtækjaþjónustu. Við leggjum sérstaklega áherslu á fagleg og vönduð vinnubrögð. Sjáumst hress á nýju ári! • Blómabúð (12036) Blómaverslun ásamt gjafavöru í traustum verslunarkjarna miðsvæðis í Rvík. Nýendurbætt og snyrtíleg verslun á góðum stað. • Fiskbúð (11007) Lítíl en góð verslun miðsvæðis bíður eftir nýjum eiganda á nýju ári. I hönd fer góður fisksölutími. Þessi fæst á aldeilis góðu verði. » Heildsala — innflutningur (18003) Heildverslun aðallega á barnavörum og því tengdu frá Austurlöndum fjær. Góð viðskiptasambönd. Miklir stækkunarmöguleikar. »Pöbb (14003) Um er að ræða góðan hverfispöbb í orðsins fyllstu merkingu. Tilvalið tækifæri íýrir aðila með góða þjónustulund. »Þvottahús (16010) Erum með í sölu þvottahús í miðbæ Rvíkur. Þetta fyrirtæki þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum. »Biíreiðaþjónusta (19008) í góðu og hlýlegu húsnæði er starfrækt bifreiðaþjónusta þar sem kúnninn dúllar sér sjáifur við bílinn sinn undir vökulum augum starfsmanna sem eru boðnir og búnir að aðstoða. Einnig eru umfelgunar- og sprautunaraðstaða fyrir hendi. • Hárgreiðslustofa (21002) Góð hárgreiðslustofa með 4 stólum á góðum stað í austurbæ Rvíkur til sölu. Þetta fyrirtæki er hægt að eignast á góðum kjörum. Góð viðskiptavild. • Snyrtívöruverslun (12032) Á góðum stað við Laugaveginn er rekin snyrtivöruverslun í rúmgóðru og björtu húsnæði. Það eru nú ílestir sem kannast við hana þessa, enda er viðskiptahópurinn góður. • Söluturn — myndbönd (10044) Góður söluturn ásamt myndabandaleigu til sölu miðsvæðis í Rvík. Viijir þú eignast þægilegt fýritæki í góðum rekstri. þá kfktu inn til okkar. »Ein með öllu (11013) Matvöruverslun, myndbandaleiga, söluturn og margt annað ásamt ýmsu öðru er að finna í þessari verslun sem er afar athyglisverð og alveg þess virði að skoða. Óskum m.a. eftír eftírtöldum íyrirtækjum á skrá: Vélaverkstæði, framleiðslufyrtækjum af öllum stærðum og gerðum, heild- sölum og innflutningi, hársnyrtistofu og bifreiðaverkstæði. Ábyrg og traust þjónusta! FRÉTTIR Tillaga felld um iim- heimtu 16 milljóna kr. MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar hefur fellt tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að bæjar- lögmanni yrði falið að innheimta 16 milljóna króna víxil bæjarsjóðs sem útgefinn er af Jóhanni G. Berg- þórssyni fyrir hönd Hagvirkis- Kletts hf. Allir samningar teknir upp Jóhann G. Bergþórsson gerði stutta athugasemd á fundi bæjar- stjórnar vegna tillögunnar, þar sem segir að af gefnu tilefni bóki hann að umræddur víxill sé löngu upp- gerður og búinn að gegna sínu hlut- verki. Tilraun til innheimtu myndi að mati lögfróðra manna flokkast undir umboðssvik og eingöngu leiða til kostnaðar fyrir bæjarfélagið. Þá segir: „Jafnframt því yrðu að öllum líkindum allir samningar við bústjóra þrotabús Hagvirkis-Kletts hf. opnir að nýju. Það er skoðun undirritaðs að við eðlilegt uppgjör viðskipta bæjarfélagsins og Hag- virkis-Kletts hf. hefði niðurstaðan orðið sú að fyrirtækið skuldi bæjar- sjóði ekkert." Það sé því skoðun hans að málatilbúnaður minnihlut- ans sé eingöngu til þess að kasta rýrð á hans störf en ekki að gæta hagsmuna bæjarsjóðs. Aðrir fái sömu meðferð í bókun sjálfstæðismanna við afgreiðslu tiílögunnar er lögð áhersla á að allar tryggingar í vörslu bæjarsjóðs fái sömu inn- heimtumeðferð. Víxillinn sé krafa í eigu bæjarsjóðs og að bæjarsjóði beri að láta reyna á hana eins og á aðrar kröfur. Meðan vafi leiki á gildi kröfunnar sé það skylda bæjar- fulltrúa að nota sömu innheimtuað- ferðir við innheimtu kröfunnar og annarra, sem til innheimtu eru hjá bæjarsjóði. I bókun bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins kemur fram að í bók- un Jóhanns G. Bergþórssonar segi ranglega að víxillinn sé löngu upp- gerður og hafi lokið hlutverki sínu. Þá segir: „Víxillinn var og er til tryggingar vegria fyrirframgreiðslu bæjarsjóðs til Hagvirkis-Kletts hf. Bæjarsjóður hefur ekkert að óttast með innheimtu þessarar kröfu frek- ar en annarra krafna í eigu bæjar- ins.“ Gallerí Borg í Aðal- stræti 6 Morgunblaðið/Ámi Sæberg MIKIÐ veggpláss er fyrir málverkin í húsnæði Gallerí Borgar. GALLERÍ Borg fer með alla starfsemi sína í Aðalstræti 6, gamla Morgunblaðshúsið, í mán- uðinum. Myndlistargalleríið hef- ur þegar verið flutt þangað og fyrir miðjan mánuðinn verður antikverslunin, sem nú er í Faxa- feni, komin þangað. Pétur Þór Gunnarsson, eigandi Gallerí Borgar, segir að mun rýmra verði í nýja húsnæðinu en á gömlu stöðunum. Gengið verður inn frá Aðal- stræti um aðalinngang hússins. A hægri hönd, þar sem áður var auglýsingadeild Morgunblaðsins, og á hæðinni þar fyrir ofan, er myndlistargalleríið. Antikverslun Gallerí Borgar verður svo i kjall- aranum, beint á móti aðaldyrun- um, á 350 fermetra svæði. Pétur segir að það sé um 150 fermetrum meira en í Faxafeninu. Mjög mikið veggpláss verður í nýja myndlistargalleríinu að sögn Péturs og mun auðveldara verður að Ieyfa málverkum, sem áður fóru beint á uppboð, að hanga upp á vegg til sýnis og sölu. I kjallaranum, þar sem antikverslunin verður, er svo fyrirhugað að uppboðin verði. Andreas Trappe gengur í Hörð ÞÝSKI hestamaðurinn góðkunni, Andreas Trappe, hefur fengið inn- göngu í hestamannafélagið Hörð í Kjósarsýslu. Andreas hefur marg- sinnis orðið heimsmeistari á heims- meistaramótum á íslenskum hest- um og er tvímælalaust í fremstu röð reiðmanna sem fást við íslenska hesta. Aðspurður kvað hann megin- ástæðuna fyrir inngöngu sinni í Hörð vera þá að hann ætti nú þeg- ar allnokkurn fjölda hrossa á Is- landi og ef hann hyggðist sýna eitt- hvert þeirra, þar á meðal Galsa frá Sauðárkróki, í gæðingakeppni á íslandi yrði hann að vera félags- bundinn í hestamannafélagi. Heyrst hefur að Andreas hyggist flytja til íslands og var hann spurð- ur hvort eitthvað væri hæft í því. „Sögusagnir eru alltaf í gangi. Ég hef komið hundrað sinnum eða oft- ar til íslands síðastliðin 25 ár. Kannski hef ég tíma næstu árin til að dvelja nokkra mánuði á ári á íslandi, að öðru leyti verður tíminn að leiða í Ijós hvort ég sest þar að,“ sagði Andreas Trappe. Rúnar Sigurpálsson, formaður ANDREAS Trappe hefur unn- ið marga HM-titla á stóð- hestinum Tý frá Rappenhof. Harðar, sagðist fagna inngöngu Andreasar. Beiðni hans hefði verið tekin fyrir á stjórnarfundi og sam- þykkt en síðan yrði inhganga hans tekin fyrir á aðalfundi félagsins. Sagðist Rúnar gleðjast mjög yfir því að Andreas skuli ganga hreint til verks og ganga í félagið í stað þess að hafa einhvern lepp í Herði eða öðru félagi sem þættist eiga hrossin hans eins og algengt er að gert sé. Galsa teflt fram í sumar? Með inngöngu Andreasar Trappe í Hörð beinast augu manna að stóð- hesti hans, Galsa frá Sauðákróki, sem stóð efstur í flokki fjögurra vetra stóðhesta á síðasta Lands- móti með mjög háa hæfíleikaeink- unn. Þykir líklegt að Andreas muni tefla honum fram í gæðingakeppni fjórðungsmóts Sunnlendinga sem haldið verður á Gaddstaðaflötum við Hellu í sumar nái hann í lið Harðarmanna í úrtökukeppni fé- lagsins í vor. 552 1150-552 1370 LÁRUS Þ. VAIDIMARSSON, FRAMKVftMOASIJORI KRISTJÁN KRISIJÁNSSON, loggiliur fasieignasali Til sýnis og sölu meðai annarra eigna: Sérhæð - eins og ný - Heimahverfi Glæsileg neðri hæð, um 160 fm. Allt sér. 2 rúmg. forstofuherb. með sérsnyrtingu. Góður bílskúr. Ágæt sameign. Þríbýli. Tilboð óskast. Úrvalsíbúð - Eskihlíð - útsýni Á 4. hæð 102,5 fm. Gólfefni, eldhús, bað og skápar allt nýtt. I risi fylgir rúmgott herbergi. Snyrting í risinu. Ágæt sameign. Tilboð óskast. Skammt frá Hlemmtorgi Ódýr, lítil 2ja herb. íb. á 2. hæð, tæpir 50 fm. Gott eldh. Gott sturtubað. Góður skápur í svefnh. Sólrik stofa. Sameign í góðu ástandi. Tilboð óskast. Heimar - nágrenni 3ja herb. íb. óskast í skiptum fyrir 5 herb. íbúð. Traustur kaupandi. ALMEIMNA FASTEIGNASALAN LÁUSflVEG118 S. 552 1150-552*1370

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.