Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
MARGRÉT Sigurðardóttir, markaðsstjóri Morgnnblaðsins, afhenti
Árna Geir Pálssyni frá Mættinum og dýrðinni og fulltrúa Fram-
kvæmdanefndar HM95 fyrstu verðlaun fyrir dagblaðsauglýsingu.
Athyglisverðasta auglýsingin
Nánir samstarfsmenn Viðars Eggertssonar
Hafna að starfa
áfram hjá LR
Rannsókn á máli biskups
Itarlegri
upplýsing-
ar en áður
TRYGGVI Gunnarsson, hæstaréttar-
lögmaður segir að biskup íslands
hafi í bréfi til ríkissaksóknara lagt
fram ítarlegri greinargerð en áður
um málið og nýjar upplýsingar.
Herra Ólafur Skúlason, biskup
íslands, óskaði 22. febrúar eftir því
að ríkissaksóknari léti fara fram
opinbera rannsókn á ásökunum sem
á hann hafa verið bomar um refsi-
vert athæfi. Saksóknari svaraði 27.
febrúar og taldi ekki tilefni til rann-
sóknar að svo stöddu. Biskup sendi
saksóknara annað bréf 11. mars með
viðbótargögnum og ítarlegri greinar-
gerð lögmanna sinna. Á grundvelli
greinargerðarinnar féllst ríkissak-
sóknari á rannsókn.
Hallvarður Einvarðsson ríkissak-
sóknari vildi ekki tjá sig um hvað
það væri í málsgögnum sem hann
teldi forsendu þess að heíja rannsókn
á málinu. Tryggvi sagði greinargerð-
ina innihalda ítarlegri upplýsingar
um efnisatriði og málsrök en ríkis-
saksóknari hefði áður fengið frá bisk-
upi. Hann hefði greinilega talið, að
þessar upplýsingar væru nægileg
forsenda fyrir rannsókn.
Bogi Nilsson rannsóknarlögreglu-
stjóri sagði í gær ekki ljóst hve rann-
sóknin yrði umfangsmikil eða hve
langan tíma hún tæki.
Hjóní 18
mánaða
fangelsi
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur
dæmt 38 ára karl og 28 ára eigin-
konu hans til 18 mánaða fangelsis
fyrir stórfellda líkamsárás. í október
sl. réðust hjónin að manni á sextugs-
aldri, sem var gestur á heimili þeirra
í Keflavík, með bareflum, göngustaf
og trékylfu. Maðurinn hlaut fjölmörg
sár á höfði, nefbrot og sjón hans
versnaði vegna árásarinnar.
Maðurinn sagði að árásin hefði
verið tilefnislaus, en konan sagði að
hann hefði klæmst við sig og káfað
á sér. Hún hefði danglað í hann, en
ekki mundi hún hvort hún hefði haft
eitthvað í höndunum. Hún kannaðist
við að hafa reynt að troða bjórdós
upp í munninn á manninum.
Eiginmaður hennar bar að stimp-
ingar hefðu orðið milli gestsins og
eiginkonunnar og hefði hann barið
gestinn, en ekki af alefli.
{ dómi Más Péturssonar kemur
fram að vísvitandi stórfelld og fólsku-
leg líkamsárásin hafi verið tilefnis-
laus. Hjónin hafi ekkert hirt um af-
drif mannsins eftir að hann staulað-
ist út úr íbúð þeirra, kófdrukkinn og
barinn af þeim til óbóta um miðja
vetramótt, og skildi eftir sig blóðslóð.
VERÐLAUN í samkeppninni um
athyglisverðustu auglýsingu árs-
ins 1995 voru afhent í gær við
fjölsótta athöfn í Borgarleikhús-
inu. Auglýsingasamkeppnin var
að þessu sinni haldin í 10. skipti
og var keppt í níu flokkum, auk
þess sem valin var óvenjulegasta
auglýsingin úr öllum flokkum. 379
verk bárust í keppnina og hafa
aldrei verið fleiri. Verðlaunahafar
fengu tákn keppninnar að launum,
en það er í mynd lúðurs.
Fyrstu verðlaun hlaut sjón-
varpsauglýsingin „Hamar, dreg-
ill, hurðir, sög,“ sem íslenska
auglýsingastofan framleiddi fyrir
Húsasmiðjuna, útvarpsauglýsing-
in „Spastískur“ sem Gott fólk
framleiddi fyrir Vátryggingafé-
lag íslands, dagblaðaauglýsingin
„Næstum því er ekki nóg," sem
Mátturinn og dýrðin framleiddi
fyrir Framkvæmdanefnd HM95,
tímaritaauglýsingin „Það eru
ekki allir að leita eftir vinskap
við fjölskylduna sem koma í heim-
sókn,“ sem Gott fólk framleiddi
fyrir Vátryggingafélag íslands,
umhverfisgrafík sem Mátturinn
og dýrðin framleiddi fyrir HM95,
vöru- og firmamerki Stöðvar 3
sem Ydda framleiddi, auglýsinga-
herferðin „Heimabankinn - þitt
eigið íslandsbankaútibú", sem
Hvíta húsið framleiddi, mark-
pósturinn „Hamingjuskóflan",
sem íslenska auglýsingastofan
framleiddi fyrir Húsasmiðjuna,
kynningarefnið „Toppur“ sem
Mátturinn og dýrðin framleiddi
fyrir Vífilfell. Óvenjulegasta aug-
lýsingin þótti vera „Hamingju-
skófla“.
SIGRÚN Valbergsdóttir, nýráðin að-
stoðarleikhússtjóri, og Bjami Jóns-
son, nýráðinn leiklistarráðunautur
Borgarleikhússins, tilkynntu for-
manni LR í gær að þau litu svo á
að forsendur fyrir ráðningu þeirra
hafi brostið. Uppsögn Viðars Egg-
ertssonar jafngildi brottrekstri þeirra.
Þau hafa hafnað tilboði formanns
LR um að gegna störfum á svipuðum
forsendum og áður, þ.e. við undir-
búning næsta leikárs.
Sigrún segir að ráðningarsamn-
ingur þeirra byggist á starfslýsingu,
þar sem fram kemur að þau hafi
verið ráðin sem samstarfsmenn Við-
ars og heyri undir hann.
„Vegna þess tókum við störfunum
og með því að honum sé vikið á
brott úr starfí fyrirvaralaust teljum
við að okkur hafi einnig verið vikið
úr starfi frá sama tíma. Við höfum
í höndum lögræðilegt álit sem styður
þessa tú!kun,“ segir Sigrún.
Sigrún og Bjarni óska eftir því
að fá uppsagnarfrest greiddan, en
um sex mánaða uppsagnarfrest er
að ræða. Sigrún var einn umsækj-
enda um stöðu leikhússtjóra Borgar-
leikhússins í fyrrahaust og segist
hafa þegið boð um stöðu aðstoðar-
leikhússtjóra með tilliti til farsæls
samstarfs með Viðari í Alþýðuleik-
húsinu og þeirra forsendna sem þau
töldu þá fyrir hendi innan Borgar-
leikhússins.
Stjórn Leikfélags Reykjavíkur
fundaði í gær um hvernig staðið
verður að ráðningu nýs leikhús-
stjóra, en ekki eru komnar fram
ákveðnar tillögur um eftirmann Við-
ars, að sögn Kristjáns Franklíns
Magnús, ritara LR. Hann segir að
menn hafi verið sammála um að
ákvörðun um hvaða aðferðum verði
beitt við ráðningu leikhússtjóra þurfí
að taka að vel athuguðu máli, og
ekki sé að vænta niðurstöðu um það
fyrr en í næstu viku.
„Við stöndum m.a. frammi fyrir
spurningum á borð við hvort eigi að
auglýsa stöðuna lausa eða biðja ein-
hvetja tiltekna menn um að taka til
starfa, og þótt okkur liggi á töldum
við skárra að fá betri yfirsýn yfir
möguleikana áður en við tökum
ákvörðun," segir Kristján.
Kjartan styður Viðar
Kjartan Ragnarsson, fyrrum for-
maður LR, segist lýsa fullri ábyrgð
á hendur núverandi meirihluta í
félaginu og stuðningi við Viðar
Eggertsson. „Ég stóð að ráðningu
Viðars í þeirri von að hann myndi
standa að breytingum, sem bættu
listræna stöðu. Ég get ekki séð að
það sé hægt ef ekki má hreyfa við
samningum þess fólks, sem hefur
skapað sér forréttindi með því að
gerast félagar í Leikfélagi
Reykjavíkur."
Samkomulag Atlantsálfyrirtækjanna, iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar
Hagkvæmni álvers á Keilis-
nesi verður endurmetin
FYRIRTÆKIN, sem standa að Atlantsálverkefn-
inu, hafa ákveðið að endurskoða í samvinnu við
Landsvirkjun og ríkisstjórn fyrri áætlanir um
Atlantsálverkefnið með það fyrir augum að
endurmeta hagkvæmni þess að reisa álver á
Keilisnesi. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra
segir að með þessu sé Atlantsálverkefnið vakið
af þeim dvala sem það hafi legið í síðustu fímm
árin, en varar við of mikilli bjartsýni. Þótt aðilar
hafi sammælst um að endurmeta fyrri áætlanir
um byggingu álvers í ljósi breyttra aðstæðna
sé ekki þar með sagt að samningar takist um
byggingu þess.
Finnur Ingólfsson sagði að 1991 hefði verið
ákveðið að leggja Atlantsálverkefnið, sameigin-
legt verkefni álfyrirtækjanna, Alumax, Hoogo-
vens og Gránges, til hliðar þar sem aðstæður
væru ekki fyrir hendi til að hrinda því í fram-
kvæmd, þrátt fyrir að samningar hefðu legið
fyrir í meginatriðum. Síðan hefði ekki þótt
ástæða til að taka málið upp fyrr en nú að gef-
in hefði verið út þessi sameiginlega yfirlýsing
um endurmat á áætlununum frá 1991 eftir fund
í Reykjavík á fimmtudag. Ákveðið hefði verið
að ætla stuttan tíma til endurmats. í kjölfarið
yrði ákveðið hvert framhald yrði. „Það er hins
vegar alveg ljóst að það er mun meiri áhugi
fyrir þessu en nokkru sinni fyrr. Menn telja að
það séu aðstæður til að ráðast í þetta nái menn
samkomulagi,“ sagði Finnur..
Hann sagði samkomulagið fela í sér endur-
mat á öllum þáttum í Ijósi nýrra aðstæðna, en
talið væri að aðstæður til byggingar álvers væru
nú betri en í mjög langan tíma. Hins vegar
væri ástæða til að vara við of mikilli bjartsýni.
„Ég er vongóður um að þessi endurskoðun leiði
það í ljós að það séu mun betri aðstæður núna
til þess að byggja álver á Keilisnesi en voru á
sínum tíma. Hins vegar er ekki þar með sagt
að það takist samkomulag milli okkar, Lands-
virkjunar og þessara aðila um bygginguna,"
sagði Finnur.
Niðurstaða í lok ársins
Jóhannes Nordal, formaður Stóriðjunefndar,
sagði að liðið væri á fimmta ár frá því síðast
hefðu farið fram samningar í þessum málum.
Margt breyttist á skemmri tíma og það væri
eðlilegt að farið væri yfir áætlanir og hag-
kvæmni byggingar álvers metin í ljósi núverandi
aðstæðna. Farið yrði að vinna að þessu endur-
mati á næstunni. Ekki væri ljóst hvenær séð
yrði fyrir endann á málinu. Það gæti orðið und-
ir lok þessa árs eða í upphafi þess næsta.
Jóhannes sagði að fara þyrfti yfír fyrirliggj-
andi áætlanir og meta þær í ljósi breyttra að-
stæðna. M.a. þyrfti að athuga hvort ný tækni í
álframleiðslu kallaði á breytingar á áætlunum
varðandi stærð álversins, en fyrri áætlanir gerðu
ráð fyrir byggingu 200 þús. tonna álvers. Það
væri vissulega skref fram á við að þessar áætlan-
ir væru teknar upp að nýju og yfírfamar eftir
að hafa verið lagðar til hliðar fyrir um fimm árum.
Héraðsdómur Vesturlands dæmir í árásarmáli fjögurra unglingsstálkna á Akranesi
Fjórar stúlkur dæmdar
í 12-20 mán. fangelsi
HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands
dæmdi í gær 18 ára stúlku í 20
mánaða fangelsi og þijár aðrar, eina
16 ára og tvær 15 ára, í 12 mánaða
fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás
með því að hafa ráðist að 16 ára
stúlku í miðbæ Akraness og veitt
henni lífshættulega höfuðáverka að-
faranótt 20. janúar sl. Fangelsis-
dómar allra stúlknanna eru óskil-
orðsbundnir að fullu.
Fram kemur í dóminum að stúlk-
an sem fyrir árásinni varð hafi nú
nánast náð sér að fullu. í niðurstöð-
um dómsins segir að þrátt fyrir það
hafi árásin verið lífshættuleg, Iíf
stúlkunnar hafi hangið á bláþræði
og afleiðingarnar hafi verið mikiar
meðan þær vöruðu.
Stúlkurnar fjórar voru sakfelldar
fyrir að hafa í félagi ráðist að stúlk-
unni á Kirkjubraut í miðbæ Akra-
ness, slegið oft með krepptum hnefa
í andlit og búk og sparkað í hana á
bak við hús í bænum og síðan elt
hana að Suðurgötu og haldið árás-
inni áfram þar til sú elsta í hópnum
tók í hár stúlkunnar, beygði höfuð
hennar niður og gaf henni hnéspark
í andlitið svo mikill smellur heyrðist.
Stúlkan leitaði til sjúkrahúss
Akraness og fannst skömmu síðar
meðvitundarlaus á heimavist Fjöl-
brautaskóla Akraness. Hún var flutt
með þyrlu á Borgarspítalann og
gekkst undir bráðaaðgerð. í fram-
burði læknis fyrir dóminum kom
fram að stúlkan hafi hlotið brot í
höfuðkúpu hægra megin við gagn-
auga, mikla blæðingu milli ystu
heilahimnu og höfuðkúpu með mikl-
um þrýstingi á heilann, sem hafí
orsakað djúpt meðvitundarleysi og
bráða lífshættu.
Fjölmörg vitni að árásinni komu
fyrir dóminn, flest unglingar á líku
reki og þeir sem í hlut áttu. Fram
kom m.a. að unglingarnir hafi allir
verið undir áhrifum áfengis og að
stúlkurnar sem stóðu að árásinni
hafi tekið óstinnt upp þegar tvö vitn-
anna reyndu að fá þær til að hætta
atlögu að stúlkunni þær elt hana og
haldið áfram atlögunni.
I niðurstöðum Hervarar Þorvalds-
dóttur héraðsdómara segir að með
framburðum og vottorðum lækna sé
sannað að stúlkan hafi hlotið höfuð-
áverka sína af völdum hinna ákærðu.
Vafalaust sé að þær hafi allar tekið
fullan þátt í árásinni og ekki sé
hægt að fullyrða hvaða högg eða
spark hafi valdið hinum lífshættu-
lega höfuðáverka.
Þá segir að árásin hafi verið
hrottafengin og tilefnislaus. Stúlk-
urnar hafi ekki látið segjast þrátt
fyrir afskipti fólks sem snerist önd-
vert gegn henni og hafi þær elt
stúlkuna um götur Akraness og
haldið árásinni áfram og hafi hún
því staðið yfir í nokkra stund.
Við ákvörðun þeirrar refsingar
sem fyrr var lýst er litið til þess að
tvær hinna dæmdu voru einungis
15 ára þegar árásin var gerð, ein
var nýlega orðin 16 ára og sú fjórða
18 ára. Engin þeirra hefur áður
sætt refsingu.
Gæsluvarðhald, sem elsta stúlkan
hefur sætt frá handtöku, eða í 55
daga, á að renna út á sunnudag. í
dag mun dómurinn fjalla um kröfu
ákæruvaidsins um mánaðar fram-
lengingu varðhaldsins.