Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 21
Eidflaug skotið að Tævan.
Nýjar her-
æfingar
íKína
KÍNVERJAR sögðu í gær að
þeir hefðu hætt eldflaugaæf-
ingum sínum á Tævansundi
en tilkynntu hins vegar að
nýjar heræfingar hefðu hafist
i gær og þær myndu standa
til 25. þessa mánaðar, eða
fram yfir forsetakosningarnar
á Tævan 23. mars. Kínverska
fréttastofan Xinhua sagði að
æfingamar yrðu haldnar nær
Tævan en fyrri heræfingar.
Peres sækir í
sig veðrið
SHIMON Peres, forsætisráð-
herra ísraels, nýtur nú ívið
meiri stuðnings en Benjamin
Netanyahu, leiðtogi Likud-
flokksins, ef marka má þijár
skoðanakannanir sem birtar
voru í gær. Samkvæmt þeim
hefur Peres náð 2-3 prósentu-
stiga forskoti á Netanyahu.
Cali-foringi
handtekinn
JUAN Carlos Ramirez Abadia,
sem talinn er hafa stjórnað
Cali-eiturlyfjasmyglhringnum,
gaf sig fram við lögregluna í
Kólumbíu í gær. Lögreglan
telur að hann hafi tekið við
stjóm Cali-hringsins eftir að
sex af sjö leiðtogum hans voru
handteknir í fyrra.
Ný ákæra á
hendur Wolf
ÞÝSKIR sak-
sóknarar
sögðust í gær
hafa ákært
Markus Wolf,
sem var yfir-
maður leyni-
þjónustu
Austur-Þýskalands, vegna
mannrána á tímum kalda
stríðsins. Wolf hafði áður verið
dæmdur í sex ára fangelsi fyr-
ir föðurlandssvik en æðsti
dómstóll Þýskalands hnekkti
þeim dómi.
Yiðræður við
Zulu-menn út
um þúfur
NELSON Mandela, forseti
Suður-Afríku, átti í gær fund
með leiðtogum Zulu-ættbálks-
ins, en tilraunir til að brúa
bilið milli Afríska þjóðarráðs-
ins og Frelsisflokks Inkatha
fóru út um þúfur í orðaskaki.
Mandela sakaði suma Zulu-
höfðingja um að hegða sér eins
og skepnur er gerð voru hróp
að honum. Átök Zulu-manna
og fylgismanna Afríska þjóð-
arráðsins hafa kostað 14.000
manns lífið á einum áratug.
Wolf
Niðurstaða rannsóknar vísindamanna við Edinborgarháskóla
Þunglyndi er
tengt genum
London. Reuter.
SKOSKIR vísindamenn skýrðu
frá því í gær, að þeir hefðu
fundið áreiðanlegar vísbend-
ingar um, að þunglyndi tengd-
ist ákveðnum arfberum eða
genum. Hefur mönnum lengi 1
leikið grunur á, að þarna væru
tengsl á milli en þetta er í
fyrsta sinn, sem sýnt er fram
á þau.
Vísindamenn við meina-
fræðideild Edinborgarháskóla
segja frá þessu í breska lækna-
ritinu Lancet en þar kemur
fram, að afbrigði af svokölluðu
SERT-geni sé algengara í
þunglyndi fólki en öðru. Segir
Tony Harmar prófessor, sem
stýrði rannsókninni, að verði
sama niðurstaða af öðrum
rannsóknum, muni það verða
til að auka mönnum skilning á
þunglyndi og bæta meðferð
þeirra, sem af þvi þjást.
SERT-genið framleiðir
eggjahvítuefni, sem flytur ser-
ótónín og gegnir miklu hlut-
verki í boðskiptum milli tauga-
frumna í heila. Ýmis ný þung-
lyndislyf, til dæmis Prozac,
hafa einmitt áhrif á þennan
serótónínflutning.
Rannsóknin fór fram á 276
manns og í ljós kom, að SERT-
genið í þeim, sem áttu við
þunglyndi að stríða, hafði
færri DNA-endurtekningar en
í þeim, sem lausir voru við
kvillann. Er nú verið að kanna
hvort þetta afbrigði af geninu
sé ríkjandi í fjölskyldum, sem
eiga sér langa sögu þunglynd-
is, og í þunglyndu fólki al-
mennt.
kortatímabil