Morgunblaðið - 16.03.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 16.03.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 21 Eidflaug skotið að Tævan. Nýjar her- æfingar íKína KÍNVERJAR sögðu í gær að þeir hefðu hætt eldflaugaæf- ingum sínum á Tævansundi en tilkynntu hins vegar að nýjar heræfingar hefðu hafist i gær og þær myndu standa til 25. þessa mánaðar, eða fram yfir forsetakosningarnar á Tævan 23. mars. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði að æfingamar yrðu haldnar nær Tævan en fyrri heræfingar. Peres sækir í sig veðrið SHIMON Peres, forsætisráð- herra ísraels, nýtur nú ívið meiri stuðnings en Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likud- flokksins, ef marka má þijár skoðanakannanir sem birtar voru í gær. Samkvæmt þeim hefur Peres náð 2-3 prósentu- stiga forskoti á Netanyahu. Cali-foringi handtekinn JUAN Carlos Ramirez Abadia, sem talinn er hafa stjórnað Cali-eiturlyfjasmyglhringnum, gaf sig fram við lögregluna í Kólumbíu í gær. Lögreglan telur að hann hafi tekið við stjóm Cali-hringsins eftir að sex af sjö leiðtogum hans voru handteknir í fyrra. Ný ákæra á hendur Wolf ÞÝSKIR sak- sóknarar sögðust í gær hafa ákært Markus Wolf, sem var yfir- maður leyni- þjónustu Austur-Þýskalands, vegna mannrána á tímum kalda stríðsins. Wolf hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyr- ir föðurlandssvik en æðsti dómstóll Þýskalands hnekkti þeim dómi. Yiðræður við Zulu-menn út um þúfur NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, átti í gær fund með leiðtogum Zulu-ættbálks- ins, en tilraunir til að brúa bilið milli Afríska þjóðarráðs- ins og Frelsisflokks Inkatha fóru út um þúfur í orðaskaki. Mandela sakaði suma Zulu- höfðingja um að hegða sér eins og skepnur er gerð voru hróp að honum. Átök Zulu-manna og fylgismanna Afríska þjóð- arráðsins hafa kostað 14.000 manns lífið á einum áratug. Wolf Niðurstaða rannsóknar vísindamanna við Edinborgarháskóla Þunglyndi er tengt genum London. Reuter. SKOSKIR vísindamenn skýrðu frá því í gær, að þeir hefðu fundið áreiðanlegar vísbend- ingar um, að þunglyndi tengd- ist ákveðnum arfberum eða genum. Hefur mönnum lengi 1 leikið grunur á, að þarna væru tengsl á milli en þetta er í fyrsta sinn, sem sýnt er fram á þau. Vísindamenn við meina- fræðideild Edinborgarháskóla segja frá þessu í breska lækna- ritinu Lancet en þar kemur fram, að afbrigði af svokölluðu SERT-geni sé algengara í þunglyndi fólki en öðru. Segir Tony Harmar prófessor, sem stýrði rannsókninni, að verði sama niðurstaða af öðrum rannsóknum, muni það verða til að auka mönnum skilning á þunglyndi og bæta meðferð þeirra, sem af þvi þjást. SERT-genið framleiðir eggjahvítuefni, sem flytur ser- ótónín og gegnir miklu hlut- verki í boðskiptum milli tauga- frumna í heila. Ýmis ný þung- lyndislyf, til dæmis Prozac, hafa einmitt áhrif á þennan serótónínflutning. Rannsóknin fór fram á 276 manns og í ljós kom, að SERT- genið í þeim, sem áttu við þunglyndi að stríða, hafði færri DNA-endurtekningar en í þeim, sem lausir voru við kvillann. Er nú verið að kanna hvort þetta afbrigði af geninu sé ríkjandi í fjölskyldum, sem eiga sér langa sögu þunglynd- is, og í þunglyndu fólki al- mennt. kortatímabil
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.