Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINIVIIIMGAR IjAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 47 JOHANNA ALBERTSDOTTIR MAGNÚS BJÖRNSSON + Jóhanna Guð- björg Alberts- dóttir fæddist á Vindheimum í Skagafirði 11. mars 1897. Hún andaðist á Héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi 3. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Höskuldsstaða- kirkju 9. mars. Magnús Björnsson, bóndi og fræði- maður, fæddist á Syðra-Hóli í Vind- hælishreppi 30. júlí 1889. Hann lést 20. júlí 1963. Jóhanna og Magnús gengu í hjónaband 12. júní 1917 og bjuggu allan sinn búskap á Syðra-Hóli eða í 46 ár. Þau eignuðust sex börn. Á sólbjörtum sumardegi í júní 1950 erum við Sveinbjörn heitinn Magnússon á göngu í hlíðinni sunn- an við Syðra-Hól og höfðum verið að skoða tijálund þeirra hjóna Jó- hönnu Albertsdóttur og Magnúsar Björnssonar, foreldra Atla, eins og Sveinbjörn var alltaf kallaður. Jó- hanna var mikil garðyrkjukona, með græna fingur, hún ræktaði matjurtir, ttjágróður og blóm, dyggilega studd af bónda sínum. Þegar við Atli komum heim að bænum á hólnum, námum við stað- ar og litum yfir sveitina, Húnafló- ann og Strandafjöllin, flóinn logn- kyrr, allt baðað í sólskini, stórkost- legt og fagurt. Hér höfðu hjónin byggt við gamla torfbæinn að mestu úr timbri. Þetta var fyrsta ferð mín að Syðra-Hóli, en við Atli höfðum kynnst í skóla á Akureyri og vorum nú gagnfræðingar. Var mér nú boðið til stofu og sest að kaffi- borði. Þessi fyrstu kynni mín af þessum heiðurshjónum voru lögð þarna yfir kaffinu og sú hlýja og notalegheit sem frá þeim stafaði varð að vináttu sem entist meðan bæði lifðu. í dag er Jóhanna kvödd og minn- ingin um góða og litríka bóndakonu mun lengi lifa, en sálin er komin á æðra stig, þangað sem við öll förum og kannski hittumst við þar, við vitum aðeins að jarðvistinni og lífsbaráttunni er lokið. Jóhanna fæddist í Skagafirði, en fluttist fjögurra ára með foreldrum sínum, Hólmfríði og Albert, að Neðstabæ í Norðurárdal. Þar ólst hún upp á miklu myndarheimili og þangað sótti Magnús þessa góðu konu. Þau giftu sig 1917 og hófu búskap á Syðra-Hóli og bjuggu þar í 46 ár en þá tók Björn sonur þeirra við búi og byggði nýtt hús neðan við gamla bæinn. Sá móðir hans um húsfreyjustörfin meðan heilsan entist. Seinna giftist Björn Ingveldi Hjaltadóttur og höfðu þau búið svipaðan tíma og Magnús og Jó- hanna, en eru nú flutt á Blönduós. Magnús sonur þeirra er nú tekinn við búskapnum og ég vona að Syðri-Hóll megi áfram vera menn- ingarstöð og höfuðból sveitarinnar. Magnús Björnsson er löngu orð- inn þjóðkunnur maður fyrir ritstörf sín og fræðimennsku og fór hönd- um listamannsins um efni sitt. Ein- hvers staðar las ég umsögn um stíl Magnúsar, að líkja megi við tæran fjallalæk sem freyðir og klið- ar í margbreytilegu umhverfi. Jóhanna átti stóran þátt í að gera Magnúsi mögulegt að sinna störfum utan heimilis og var hún þá bæði bóndinn og húsfreyjan. Hún stóð þétt við bakið á bónda sínum í lífsbaráttunni og fimm eru börnin komin til fullorðinsára, allt efnisfólk. Sveitungar Magnúsar hafa reist honum minnisvarða neðan við bæ- inn og er það þakkarvert. Nú vildi ég vera þátttakandi í að girða svæðið og gróðursetja tré kringum minnisvarðann um Magnús, ekkert væri ljúfara í minningu Jóhönnu. Mætti það vera minningarlundur um þau hjónin, fyrir það sem þau hafa unnið jörðinni og sveit sinni. Ég votta öllum ættingjum og vinum samúð okkar hjóna. Megi minningin um þessi mætu hjón lengi lifa. Jóhann Indriðason. Nú er hún amma mín blessunin dáin. Hún hefði orðið 99 ára 11. mars, það er hár aldur, ekk.i sist á slíkum breytingatímum eins og hafa verið síðan á síðustu árum nítjándu aldar til okkar tíma, því segja má að meiri breytingar hafi orðið á síð- ustu sjötíu árum en sjö öldum þar á undan. Það hlýtur því að hafa þurft sterkar rætur og góðan stofn til að njóta þessara áratuga, en það hafði hún amma mín, hún hélt í heiðri fornar dyggðir, og naut þeirra framfara sem urðu með vél- væðingu í landbúnaði og rafmagni inn_ á heimilið. Ég fór fyrst í sveit til ömmu og afa á Syðra-Hóli þegar ég var fimm ára. Fyrstu árin hjá þeim en síðan hjá móðurbróður mínum Birni Magnússyni þegar hann tók við búinu. Ég varð að vísu aldrei var við það því þau voru áfram á Syðra- Hóli, í horninu hjá syni sínum, eins og það er kallað. Hann var þá ógift- ur svo amma sá eftir sem áður um heimilið. Amma mín var einstök kona, svo vinnusöm að henni féll aldrei verk úr hendi. Ég hef oft hugsað um það síðan hvernig hún kom öllu því í verk sem hún gerði. Fyrst þegar ég man eftir var kolaeldavél og það hlýtur að hafa verið sérstök list að elda og baka í svoleiðis tækjum, ekki bara hægt að stilla á 250 og bíða eftir hringingu, heldur þurfti að bæta akkúrat rétt á eldinn svo ekki syði uppúr. Og þarna var nú ekki bara eldað fyrir þijá, heldur var margt í heimili og gestkvæmt, sérstaklega á sumrin. Þarna brenndi hún líka kaffibaunirnar í stórum svörtum potti. Þetta hefði því átt að vera nægilegt dagsverk, en hún amma hafði nú margt annað að gera. Hún hafði mjög mikinn áhuga á blómum og fyllti því alla glugga af þeim og borð og hillur líka. Ég man að afa fannst nóg um pokablómið á skrifborðinu, það var svo gróskumikið að hann rétt komst með blað á borðshornið. Og með einhveijum óskiljanlegum hætti tókst henni að koma upp alveg ein- stökum blómagarði sunnanvið gamla bæinn. Þetta var sannkallað- ur Edenslundur og allir sem komu í heimsókn fengu að koma þangað og njóta ilms og litadýrðar blóm- anna og margir fóru þaðan ríkir af afleggjurum eða rótarsprotum. Og svo var það grænmetið sem hún ræktaði. Ég var orðinn fullorð- inn þegar ég heyrði um grænmetis- tegund sem amma ræktaði ekki, það voru kál og rófur og radísur og gulrætur og salat. Þessu hélt hún að okkur börnunum og sagði okkur hversu hollt þetta væri og ríkt af vítamínum. Svo ræktaði hún tré líka, hún kom sér upp trjáreit í brekkunum norðan við bæjarhólinn, þar gróður- setti hún birki og barrtré sem eru orðin þó nokkuð stór núna. Ég man eftir því að hún sagði að það tæki 12 ár að fá lerki í girðingarstaura- stærð. Það féll nú í grýtta jörð hjá körlunum á heimilinu. Þeir héldu nú að það yrði komið fé í túnið ef ætti að bíða eftir staurum í þann tíma. Ekki man ég hvort þetta tókst BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags eldri borgara í Kópavogi SPILAÐUR var Mitchell tvímenningur föstud. 15. mars. 18 pör mættu, úr- slit urðu: N/S Alfreð Kristjánsson - Þorleifur Þórarinsson 243 Júlíus Ingibergsson - Jósef Sigurðsson 236 Asthildur Sigurgíslad. - Lárus Arnórsson 231 A/V Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 256 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðsson 239 Stefán Jóhannesson - Kristinn Magnússon 232 Meðalskor 216. Spilaður var Mitchell- tvímenningur þriðjud. 12. mars. 26 pör mættu, úrslit: N/S Þorsteinn Sveinsson - Eggert Kristinsson 381 Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 374 Ernst Backmann - Einar Emst 370 Gunnar Sigurbjömss. - Sigurður Gunnlaugss. 349 A/V Eggert Einarsson - Anton Sigurðsson 379 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 371 Þorsteinn Erlingsson - Þorleifur Þórarinsson 346 Bragi Salómonsson - ValdimarLárusson 345 Meðalskor 312. Bridsdeild Breiðhyltinga og Rangæinga Staðan eftir 10 umferðir í Butler- tvímenningnum Alfreð Þ. Alfreðsson - Björn Þorvaldsson 85 María Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 71 Helgi Skúlason—Loftur Pétursson 68 Una Árnadóttir — KristjánJónasson 55 Skor kvöldsins: Alfreð Þ. Alfreðsson - Bjöm Þorvaldsson 41 Guðmundur Grétarsson - Guðbjöm Þórðarson 39 ÞorsteinnBerg-JensJensson 25 Þriðjudaginn 26. mars verður hald- inn aðalfundur félaganna að Þöngla- bakka 1, kl. 18.30. Dagská fundarins: Venjuleg aðalfundaretörf og tekin ákvörðun um framtíð félaganna. Bridsfélag Akureyrar Þriðjudaginn 12. mars hófst Hall- dórsmótið sem er sveitakeppni með Bardomats fyrirkomulagi. 10. spil á milli sveita og mesti sigur getur verið 32-0. 10 sveitir mættu til leiks og voru spilaðar 3 umferðir samtals 30 spil. Staðan er nú þessi: Sv. Antons Haraldssonar 79 Sv. Soffíu Guðmundsdóttur 57 Sv. Ævars Ármannssonar 52 Næstu 3 umferðirnar verða spilaðar þriðjudaginn 19. mars. Urslit í Sunnudagsbrids 10. mars. PéturGuðjónsson - Una Sveinsdóttir 192 Sigurbjörn Haraldss. - Ragnheiður Haraldsd. 182 Anton Haraldsson - Sverrir Haraldsson 176 Gissur Jónasson - Ragnhildur Gunnarsdóttir 173 Bridsfélag Sauðárkróks Mánudaginn 11. mars var fyrri umferð í hjóna- og parakeppni félags- ins spiluð. Staða efstu para er sem hér segir: BertaFinnbogadóttir - Birkir Jónsson 132 MargrétGuðvinsd.-GunnarÞórðars. 124 Ágústa Jónsd. - Kristján Blöndal 116 Þórdís Þormóðsd. - Einar Svavarsson 111 Seinni umferð hjóna- og parakeppni félagsins verður spiluð mánudaginn 18. mars í Bóknámshúsi Fjölbrauta- skólans og hefst spilamennska kl. 20. hjá henni, en það sýnir glögglega framsýni hennar og þrautseigju. Hún hafði miklar mætur á kvæð- inu Björkin eftir Ármann Dal- mannsson: Framtíð fögru lofar, flytur markið ofar. Hrynja hreysi og kofar, hallir taka við. Björkin landi breytir í betri og fegri sveitir, eykur ilm og veitir öðrum gróðri lið. Mér leið svo vel hjá ömmu og afa að ég vildi ekki fara heim á haustin, svo ég var þar tvo vetur. Þá tóku vetrarstörfin við hjá ömmu, hún var alveg einstök hann- yrðakona, saumaði út, heklaði og prjónaði dúka af slíkri lyst að þetta eru gersemar í eigu afkomendanna. Á veturna gekk líka rokkurinn tímunum saman. Eitthvað gerði hún af því að spinna á vetrum, en aðal- lega var hún að tvinna og þrinna band. Amma mín var bókelsk og sérstaklega hafði hún yndi af ljóð- um, og til þess að sóa ekki tímanum í bóklestur hafði hún bókina opna hjá sér þegar hún sat við rokkinn og las þá og lærði ljóðin meðan hún spann. Við nútímafólk erum alltaf að bæta heiminn, en ef það er að bæta heiminn að börn fái ekki að alast upp hjá afa og ömmu er ég illa svikinn, að minnsta kosti vildi ég ekki hafa farið á mis við það. Amma mín, ég vona að þú fáir að hugsa um blómagarð í himna- ríki, ég veit að hann verður sá fal- legasti þar um slóðir. Þinn dóttursonur Hólmsteinn Snædal. t Konan mín og móðir okkar, ERDMUTHE URSULA GLAGE EINARSSON, Víkurbakka 30, Reykjavfk, andaðist í Landspítalanum að kvöldi hins 13. mars. Stefán Haukur Einarsson, Stefán Einar Stefánsson, Marlín Aldís Stefánsdóttir. t Elskulegur fósturfaðir okkar, ODDUR JÓNSSON, Bakkahlíð 39, Akureyri, lést á heimili sínu 14. mars. Herdís H. Oddsdóttir, Iðunn Heiðberg og fjölskyldur. t Maðurinn minn og vinur, GUÐMUNDUR FINNBOGASON pípulagningameistari, Sæviðarsundi 15, Reykjavík, lést á Hrafnistu 15. mars sl. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Svaia Eggertsdóttir. t Útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÓLÍNU SOFFÍU BENEDIKTSDÓTTUR frá Steinnesi, verður gerð frá Dómkirkjunni mánudag- inn 18. mars kl. 13.30. Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Ásta Bjarnadóttir, Gisli Þorsteinsson, Lilja Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t SÖREN BANG, Laugavegi 144, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur (Landa- koti) aðfaranótt 12. mars. Minningarathöfn verður í Fossvogs- kapellu (minni) miðvikudaginn 20. mars kl. 13.30. Vinir hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.