Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 37
AÐSENDAR GREIIMAR
Neyðarlína allra
landsmanna?
Guðmundur Vignir
Óskarsson
AÐ MATI slökkvil-
iðsmanna er sam-
ræmd neyðarsímsvör-
un eitt mesta framf-
aramál í öryggismál-
um þjóðarinnar.
Með vísan til þessa
ákvað Landssamband
slökkviliðsmanna á 20
ára afmæli samtak-
anna árið 1993 að
efna til sérstakrar ráð-
stefnu um málefnið,
m.a. í samstarfi við
dómsmálaráðuneytið.
Torvelt hafði reynst
að koma þessu framf-
aramáli áfram ekki
síst vegna þess að
mikillar ásælni hafði gætt við að
komast að málinu, ss. frá öryggis-
fyrirtækjunum SECURITAS og
VARA svo og Slysavarnafélagi
íslands. Jafnframt var togstreita
milli landsbyggðar og höfuðborg-
arsvæðis. Eða eins og einn ágætur
stjórnmálamaður orðaði það
„Astæðan er einfaldlega sú að all-
ir ætla að gera út á þessa köku.“
Viðsnúningur í kjölfar
lagasetningar
Meginathugasemd Landssam-
bandsins í umsögn sinni við frum-
varp um neyðarsímsvörun var sú
að kröfur vantaði um menntunar-
og þjálfunarstig þeirra starfs-
manna er neyðarsímsvörun ættu
að sinna. Það ætti að vera óþarfi
að geta þess að lögregla- og
slökkvilið hafa fram til þessa sinnt
nær allri neyðarsímsvörun í land-
inu, þ.e. um 150.000 símtala en
auk þess hafa starfsmenn Slysa-
varnafélags íslands sinnt milli 200
og 300 símtölum. I umsögninni var
lögð áhersla á það grundvallarat-
riði að menntun og starfsreynsla
af vettvangi útkalla væri við mót-
töku neyðarboða og úrvinnslu.
Þannig væri þekkingunni óspart
beitt við aðstoð í gegnum símsam-
bandið á meðan beðið væri aðstoð-
ar útkallsliðs. Á grundvelli þessa
rökstuðnings var lagt til af hálfu
Landssambandsins að eftirfarandi
texti yrði felldur inn í lögin.
„Starfsmenn vaktstöðvar skulu
hafa hlotið menntun, þjálfun og
starfsreynslu á vegum þeirra aðila
er neyðarþjónustu sinna.“ Allsher-
jarnefnd Álþingis féllst á þetta
sjónarmið og felldi textann inn í
7. gr. laganna. Að mati Landssam-
bandanna fólst í þessu faglegur
sigur og ávinningur, að stórt skref
væri stigið í rétta átt.
En Adam var ekki
lengi í Paradís
í kjölfar stofnunar
fyrirtækisins Neyðar-
línan hf hafa verið
ráðnir 5 af 18 starfs-
mönnum. Eftir fregn-
um að dæma hafa
þessir starfsmenn sem
ekki hafa áður komið
að neyðarsímsvörun
hafið störf við neyðar-
símsvörun fyrir nokk-
ur sveitarfélög á
landsbyggð í vaktstöð
Slysavarnafélags ís-
lands. Prá áramótum
og fram til 1. júlí n.k.
mun eftir sem áður varðstofa
Slökkviliðs Reykjavíkur með 16
velmenntuðum og starfsreyndum
slökkviliðsmönnum fara með
fyrstu móttöku nær allra neyðar-
símtala í landinu, þ.e. um 500 símt-
öl á sólarhring. Til að koma nýjum
aðilum að hefur verið tekin upp
sú túlkun að starfsmönnum Neyð-
arlínunnar hf nægi að fá starf-
skynningu hjá lögreglu og slökkvil-
iði til að uppfylla framangreint
ákvæði laganna um menntunar-
og þjálfunarstig. Þessari þjálfun
hafa lögreglu - og slökkviliðsmenn
að sjálfsögðu hafnað þar sem m.a.
berlega er verið að ganga inn á
starfssvið þeirra.
Gagnrýni úr
ýmsum áttum
Mikil og vaxandi gagnrýni hefur
komið úr ýmsum áttum vegna
framgangs þessa máls og fyrir-
komulags: I umræðum á Alþingi
um málið hefur komið fram afar
hörð gagnrýni sem í raun er enn
ósvarað, samkeppnisaðilar á mark-
aði hafa einnig sett fram harða
gagnrýni og af landsbyggðinni
hafa verið vaxandi óánægjuraddir.
Þá telur Samkeppnisráð nauðsyn-
legt að hafa starfsemina undir
smásjá, m.a. vegna innbyrðis við-
skiptatengsla og möguleika á
markaðshamlandi starfsemi fyrir-
tækisins, þá hafa dómsmálaráð-
herra borist vel á annað hundrað
undirskriftir lækna og hjúkrunar-
fólks til stuðnings því að slökkvi-
liðsmenn sinni þessum störfum
áfram. Auk þess sendu allir starf-
andi læknar á neyðarbíl, þeir sem
gerst þekkja mikilvægi neyðarsím-
svörunar, afdráttarlausar athuga-
semdir við faglega hlið málsins.
Þá settu Landssambönd lögreglu-
og slökkviliðsmanna fram eftirfar-
TIL SÖLTJ
Vegna flutnings Sápubúðarinnar inn í Glerhús
(Blómaval Akureyri) er húsnæði hennar í
Krónunni við Göngugötuna til sölu.
- Lán geta fylgt
- Leiga kemur einnig til greina
- Upplýsingar: Vilhelm í síma 461 3000.
Undanlátssemi við
hagsmunaaðila, segir
Guðmundur Vignir
Óskarsson, hefur
ráðið ferðinni.
andi kröfur á sameiginlegum fundi
sínum þann 20. febrúar s.l.:
1. Að eignaraðild að Neyðarlín-
unni hf verði breytt.
2. Að starfandi slökkviliðs - og
lögreglumenn verði starfsmenn
vaktstöðvar og fari með stjórnun
verkefna.
3. Að fulltrúar Landssamband-
anna verði í samstarfsnefnd dóms-
málaráðuneytisins.
En um hvað snýst málið?
Þó að yfirlýst hafi verið að styðj-
ast ætti við módel SOS Alarming
í Svíþjóð þá hefur verið vikið frá
þvl í grundvallaratriðum hvað
varðar eignaraðildina. Þannig eru
eigendur SOS Alarming Póstur og
sími með 50%, ríkið 25% og sam-
tök sveitarfélaga 25%. Annars
staðar á Norðurlöndum er eigna-
raðild og ábyrgð að sama skapi
alfarið í höndum ríkis og sveitarfé-
laga. Hvernig skyldi þetta nú líta
út á íslandinu litla? SECURITAS
og viðskiptatengd öryggisfyrirtæki
eiga um 43%, Öryggisþjónustan
hf um 14.3%, Slysavarnafélag ís-
lands um 14.3% eða samtals u.þ.b.
72%. Opinberir aðilar þ.e. Póstur
og sími og Reykjavíkurborg eru
með um 28% eignaraðild.
Hvaða breytingar verða með
tilkomu Neyðarlínunnar hf?
Nýtt fyrirtæki hefur starfsemi
við neyðarsímsvörun landsmanna
þann 1. júlí n.k. þar sem m.a. ör-
yggisfyrirtæki og félagasamtök
eiga 72% eignarhlut. Rétt er að
geta þess að eðli starfseminnar
byggist í raun á einokun, þannig
hafa tiltekin fyrirtæki á markaði
öðlast nokkurskonar ríkistrygg-
ingu við mikilvægustu neyðarþjón-
ustu landsmanna. Millilið hefur
verið komið á milli almennings og
lögreglu og slökkviliðs. Starfandi
lögreglu- og slökkviliðsmenn verða
ekki lengur nauðsynlegir til starf-
ans. Öll móttaka neyðarboða, svo
og fagleg og tæknileg þjónusta við
Slökkvilið Reykjavíkur, verður innt
af hendi af nýja fyrirtækinu. Af
þessum sökum verður varðstofa
Slökkviliðs Reykjavíkur lögð niður
1. júlí n.k.
Að lokum
Viðbrögð frá dómsmálaráðu-
neytinu við þeirri miklu gagnrýni
er uppi hefur verið um áformað
fyrirkomulag þessara mála hafa
látið á sér standa. í þessu máli
hefur undanlátsemi við hagsmuna-
aðila ráðið ferðinni. En þótt slæm-
ir hlutir kunni að hafa gerst hratt
í þessu máli þá hljótum við að líta
eftir því sem jákvætt er í stöð-
unni. Hið jákvæða er að hægt er
að færa þessi mál til betri vegar
ef vilji er fyrir hendi hjá stjórnvöld-
um. Yfirlýsing borgarstjóra um að
beita sér í málinu er jákvætt skref
í þá átt. Almenningur hlýtur að
eiga þá kröfu á hendur stjórnvöld-
um að um þetta mikilvæga örygg-
ismál landsmanna ríki almenn sátt
og að nýtt fyrirkomulag geti farið
af stað í jákvæðu andrúmslofti þar
sem tryggður er nauðsynlegur
trúnaður og öryggi svo og að fullr-
ar fagmennsku verði gætt. Lands-
samband slökkviliðsmanna er
reiðubúið til að vinna að farsælli
lausn þessara mála með þetta að
leiðarljósi.
Höfundur er formnður Landssam-
bands slökkviliðsmanna.
FYRIR
WIND0WS 95
gl KERFISÞRÓUN HF.
Fákateni 11 - Sími 568 8055
VIÐ BREYTUM!!!
MWIIKIX
Á ÖLLUM SKÓM
í VERSLUN OKKAR.
AÐEINS í ÖRFÁA DAGA.
Opið laugardag 16. mars frá kl. 12-16
- Nýtt kortatímabil -
SKÓVERSLUN
Gísli Ferdittandsson
Lækjargötu 6 • 101 Reykjavík • Simi 5514711
Neftolú^ ASKO msm Onw Oturbo nilfisk emioe
cc =3 I— LL_ > cn 'Q VELKOMIN í FÖNIX OG GERIÐ cz ~a ~a < o —j
Q _J UJ cc < z u_ REYFARAKAUP 3 < m- i— > XI <:
o =D ”3 CD Við bjóðum allt sem þig vantar %
i > m cc INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI < m> i— 3> ■JD
Q í eldhúsið, baðherbergið, þvottahúsið og að auki fataskápa í svefn-
O CQ . herbergið, barnaherbergið og anddyrið. c: TT c:
=5 _l LU SÖLUSÝNING UM HELGINA X X 5 ZD
DC < INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI Á TILBOÐSVERÐI > X
Z U_ O BOTNFROSIÐ VERÐ - ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR 55' co
QC < Velkomin í Fönix. Heitt á könnunni og ís fyrir börnin. >•
'LLJ Þeir sem versla fyrir kr. 10.000,- eða meira, geta tekið þátt í lau- J3
<c o fléttri Fönix-getraun og unnið Nilfisk-ryksugu að verðmæti -<
U4 CC kr. 31.350,- eða einhvern 5 aukavinninga. CZ o c=
< CD z h~ 1— 'LU LAUGARDAG 10-16 1^^ QPI0SUNNUDAG 12-17 IIj^l X cn >' rj
DC Z AÐRA DAGA 9-18 hÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI552 4420 ?r1
EMIDE NILFISK Oturbo Oruw iSwnSi ASKO NetlOt .