Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ RAUTT EÐALGINSENG Skerpir athygli - eykur þol. KYNNING I APOTEKI AUSTURBÆJAR í dag kl. 14-18 MIKILL AFSLATTUR Happdrætti - ókeypis húógreining Nýtt greiðslukortatimabil. Vandamálalausnir: Slæm húð - bólur - baugar - augnpokar - hrukkur - glansandi húð - varaliturinn helst illa á - rauð húð. Við ráðleggjum og lögum það sem hægt er. Sófasett og hornsófar í leðrí og éklæði, hvíldarstólar o.fl. Tökum upp nýjar vörur eftir helgi Opiðídag kl. 10-16 Munalán ARMULA 8, SIMAR581 2275, 5685375 I DAG SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp í keppni kynslóðanna í Cannes í Frakklandi í febrúar. Fimm skákmenn komnir vel yfir miðjan aldurtefldu við fimm kornunga franska skák- menn. Hér hafði alþjóðlegi meistarinn Eloi Relange (2.460) hvítt og átti leik gegn bandaríska stórmeist- aranum Edmar Mednis (2.405). 23. Hxh7! - Bxh7 24. Dh5 - Kf8 25. Dxh7 — Ke8 (Svartur reynir að bjarga sér á flótta) 26. g6 - Kd7 27. Ra4 - He8 28. g7 - d4 29. Bxd4 - Hg5 30. f4 - Hg2 31. Hh3 - Dd6 32. De4 - dc6 33. Rb6+ - Kd8 34. Hc3 og svartur gafst upp. Ungu Frakkarnir höfðu lítið í Viktor Kortsnoj að gera, klipu aðeins eitt jafn- tefli af honum í tíu skákum. Einstaklingsárangur: Stórmeistarar: Kortsnoj 9 72 v. Sosonko 7 v. Smyslov 6 72 v. Ivkov 5 v. og Mednis 4 72 v. Unglingar: Bacrot 5 v. Relange 4 v. Fressinet 4 v. Lepelletier 3 v. og Font- aine 172 v. HÖGNT HREKKVÍSI 4 HANN ER MLLAOU/Z /, GRASABAN/NN "/ VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Þakkir fyrir frábæra þjónustu ÉG ætla að þakka fyrir frábæra þjónustu Æv- ars í Leðurlínunni á Laugavegi 66. Ég keypti jakka í janúar sl. og fór síðan með föður mínum til að kaupa af- mælisgjöf fyrir móður mína í febrúar. Var veittur „fjölskylduaf- sláttur" af afmælisgjöf- inni og þegar við vorum að fara út úr búðinni kom Ævar og gaf okkur yndislega gjöf í kaup- bæti. Það er ekki alls staðar sem bæði er gef- inn afsláttur og eins gjöf í kaupbæti og vil ég þakka kærlega fyrir það. Kona frá Selfossi. Tapað/fundið Armband týndist ÞUNNT gullarmband týndist sl. laugardag. Farið var í Holtagarða í búðir og þar gæti það hafa týnst. Finnandi vin- samlega hringi í síma 552-0800 á milli kl. 9-18 og eftir kl. 18 í síma 552-6261. Guðný. Gæludýr Klói er týndur KLOI fór að heiman frá sér í Smáíbúðahverfinu í kringum 25. febrúar og hefur ekki komið heim síðan. Klói er svartur og hvítur á iitinn, ómerktur og ekki með ól. Ef einhver veit eitthvað um afdrif Klóa er sá hinn sami vin- samiegast beðinn um að hafa samband í síma 581-2723. Ást er ... ad njóta. návistar hvors annars í rigningu. TM 0*0- U.S. PM. Oft. — all righU m«rvsd (c) 1BB6 Loa Anflole* Timaa Syndicaio ÞAÐ hefur spurst út að þú sért að útskrifast. Ég sá hjúkkur og sjúkraliða fara á handahlaupum um gangana. VIÐ þetta bætast 15 krón- ur þegar ég er búin að selja glerið af kókflösk- unni sem ég ætla að kaupa núna á eftir. JÚ, ég veit reyndar að þetta lyf hefur aukaverk- anir. Af hverju spyrðu? gömul áður en ég heiti því að segja ekkert nema sannleikann? Yíkveiji skrifar... AÐ hættir aldrei að koma Vík- veija á óvart hvemig opinber- ar stofnanir telja sig geta komið fram við viðskiptavini sína. í Morgunblaðinu á miðvikudag er greint frá því að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi hafnað beiðni um að taka til sölu franskan bjór þar eð hann var boðinn til sölu í kippum sem í voru fjórar 250 ml flöskur. Þetta samræmdist ekki reglum hjá ÁTVR um að ekki mætti selja bjór í minna magni en 1,5 lítrum í einu. Innkaupastjóri ÁTVR skýrir þetta nánar: „Fyrst og fremst eru reglumar tilkomnar af þörf fyrir mörk um þessi kaup, en ég reikna heldur ekki með að bindindismenn væru ánægðir yfir því að við fæmm að selja eina og eina dós, því að mjög líklega myndi aðgengi barna og unglinga aukast í bjórinn." Hvað myndu menn segja um það ef dagskrá Ríkisútvarpsins tæki mið af skoðunum og þörfum þeirra er ekki eiga sjónvarp? Eða ef kjöt- verslanir miðuðu úrval sitt við það sem væri grænmetisætum þóknan- legt? Auðvitað á ÁTVR að sinna þörfum þeirra er neyta bjórs og láta markaðinn úrskurða um það í hvaða magni eigi að selja vörurnar. Það er sömuleiðis erfítt að sjá hvernig aðgengi „barna og ungl- inga myndi aukast í bjórinn“ ef ein- stakar tegundir yrðu seldar í minna magni en tveimur lítrum í einu. Væntanlega afgreiða verslanir ÁTVR ekki börn sem vilja kaupa eina flösku af bjór frekar en þau sem vilja kaupa eina kippu? XXX GREINT var frá því í gær að tímabil tollfrjáls innflutnings á inniræktuðu grænmeti væri lokið og að búast megi við að grænmeti á borð við tómata, agúrkur og papr- ikur muni hækka um tugi prósenta í verði á næstunni. Það skýtur að mati Víkvetja nokkuð skökku við að á sama tíma og heilbrigðisyfírvöld (stjómvöld) hvetja til aukinnar grænmetis- neyslu sé annars staðar í kerfinu verið að gera þessa hollu vöru að rándýrri munaðarvöru stóran hluta ársins. Þó að margt gott megi segja um innlenda grænmetisframleiðslu lætur Víkveiji ekki bjóða sér að þurfa að greiða hundruð króna fyr- ir hveija papriku. í staðinn hefur hann neyðst til að velja þær tegund- ir grænmetis, sem íslenskum bænd- um hefur ekki dottið í hug að rækta í gróðurhúsum og em því á viðráð- anlegu verði fyrir venjulegar fjöl- skyldur. xxx RAGNAR Aðalsteinsson lög- maður fór mikinn í útvarpi fyrr í vikunni vegna áskorunar Blaðamannafélags Islands um að hann tæki þau ummæli sín aftur að fjölmiðlar lúrðu vísvitandi á fréttum. Sagði Ragnar að félagið væri ekki dómbært í sök eigin fé- lagsmanna. Sé þessum orðum snúið upp á stétt hinna löglærðu kemur í ljós að ekki er allt með felldu. Daglega kveða dómarar upp dóma í málum sem lögmenn reka. Dómarar eru löglærðir jafnt sem lögmenn og ættu því samkvæmt röksemda- færslu Ragnars að vera vanhæfír til að fella dóma. Er þetta óbein áskorun um að kviðdómar verði innleiddir á íslandi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.