Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 41 SÍLIKON í felum. DRUNGALEG stemmning með Gazogen. Ljósmyndir/Björg Sveinsdóttir ÍSLENSKA rokk- sveitin Gaur. Rífandi pönk TÓNLIST Tónabær MÚSÍKTILRAUNIR Músíktilraunir, hljómsveita- keppni Tónabæjar, fyrsta til- raunakvöld af fjóruin. Þátt tóku Sílikon, Gaur, Spirandi baunir, The Paranormal, Peg, Gazogen og íkveilga. Ahorfendur voru á fjórða himdrað í Tónabæ, fímmtudaginn 14. mars. MÚSÍKTILRAUNIR Tóna- bæjar hófust með tilheyrandi tilstandi síðastlið- inn fimmtudag. Þá kepptu sjö ungl- ingahljómsveitir um sæti í úrslitum, en þá verður tekist á um hljóðvers- tíma. Tónlistin sem leikin var hefð- bundið rokk og pönk, en ein tee- hno-sveit kryddaði tilraunirnar eilítið. Techno-sveitin Sílikon var fyrst til að leika þetta kvöld og ekki var hún mikið fyrir augað. Tölvutólum, hljóð- smölum og -gervl- um, var komið fyrir úti í horni, í hvarfi við trommusettið, og sást lítið til tón- listarmannanna annað en kollarnir sem nikkuðu í takt við tónlistina á köflum. Techno Sílikons er ekki fullmótað; mikið var um skemmtileg hljóð og margar taktsyrpur vel unnar, en heildarmynd skorti á fyrsta lagið og það síðasta. Annað lagið, sem var með ambient- blæ, hljómaði einna best, en þar vantaði grípandi laglínu. Gaur kom næst, vel efnileg ungmennasveit úr Garðabæ sem flutti íslenskt rokk. Skór- inn kreppti helst í lagasmíðum, því þó annað lag sveitarinnar hafi verið um margt vel heppn- að hefði mátt gera það mark- vissara með meiri æfingum. Margt var vel gert og þegar best lét var sveitin vel þétt og skemmtileg. Pönksveitin Spírandi baunir kom einna mest á óvart því ekki var bara að sveitarmenn spiluðu rífandi pönk heldur var sviðsframkoma og klæðaburð- ur söngvarans til fyrirmyndar. Það var helst síðasta lagið sem dró sveitina niður fyrir skort á frumeika og kímni. The Paranormal spilaði gamaldags þungapopp með rokkfrösum. Sveitin var ekki vel þétt, þarf að æfa sig mun meira, og þannig var fyrsta lagið ekki fullunnið. Það var helst að liðsmenn náðu sér á strik í öðru laginu, en pönkið í lokin fór ekki vel. Peg frá Selfossi spilaði grá- sleppurokk af krafti, en ekki virtist hún betur undir tilraun- irnar búin en sú sem á undan kom. Það var ekki nema á köflum sem liðsmenn náðu saman, til að mynda var annað lag sveitarinnar verulega gis- ið. Þriðja lagið var þokkalegt. Gazogen rifjaði upp gamla tíma frá fyrstu hljómum þegar drungalegur hljóðveggur valt út í sal. A köflum minnti sveit- in á Ham forðum daga, án þess þ_ó vera að stæla eitt eða neitt. í lokalaginu náði Gazog- en að magna upp drungalega stemmningu, en missti svo tökin í lokin með einskonar viðskeyttum lokakafla út úr kú. íkveikja úr Hafnarfirði var síðasta hljómsveit kvöldsins og sú eina sem kom fram söngvaralaus. Hún státaði af geysiefnilegum gítarleikara í staðinn, en hann náði ekki að vinna upp söngvaraleysið, því flest lögin kölluðu á sönglínu. Hljómsveitin var þó Vel þétt á köflum og með hnitmiðaðri lagasmíðum og góðum söngv- ara er hún til alls vís. Spírandi baunir sigruðu ör- ugglega og Peg náði öðru sæti og þessar sveitir eru því konmar í úrslit. Árni Matthíasson GAMALDAGS rokk; Paranormal. SÖNGVARALAUS Ikveikja. MESSUR Á MORGUN Guðspjall dagsins: Jesús mettar fimm þúsund manns. (Jóh. 6.) ÁSKIRKJA: Kirkjudagur Safnaðar- félags Ásprestakalls. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Eiður Á. Gunnarsson syngur einsöng. Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Kirkjubíll- inn ekur. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátt- töku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dóm- kórinn syngur. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. (lok messunn- ar verður kynning á Gideonfélaginu. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11 og í Vesturbæjarskóla kl. 13. Messa kl. 14 með altarisgöngu. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Messa Kvennakirkjunnar kl. 20.30. Prestur sr. Auður Eir Vilhjálmsdótt- ir. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 14. Prestursr. Stefán Lárus- son. Organisti Kjartan Ólafsson. Kór eldri borgara í Hafnarfirði syngur. Stjórnandi Guðrún Ásbjörnsdóttir. Félag fyrrverandi sóknarpresta. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Skátar koma í heimsókn. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðsluefni kl. 10 Kristinn mannskilningur. Sr. Sigurður Pálsson. Messa og barna- samkoma kl. 11. Guðrún Hrund Harðardóttir leikur á víólu. Organ- isti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Pálsson. Að lokinni guðsþjónustu verður opnuð sýning á píslasögu- myndum Magnúsar Kjartanssonar. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Organisti Pavel Manasek LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Al- mennur safnaðarsöngur. Barna- guðsþjónusta í safnaðarheimilinu á sama tíma í umsjá Báru Friðriks- dóttur og Sóleyjar Stefánsdóttur. Merkjasöludagur Kvenfélagsins. Fundur með foreldrum fermingar- barna eftir messu. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Guðfræðinemar aðstoða. Baldur Gautur Baldursson prédikar. Org- anisti Gunnar Gunnarsson. Kaffi- veitingar eftir messu. Akstur til og frá kirkju. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Munið kirkjubíl- inn. Guðsþjónusta kl. 14. Kristín Bögeskov, djákni prédikar. Sr. Frank M. Halldórsson. SELT JARN ARNESKIRKJ A: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Organisti Vera Gul- asciova. Barnastarf á sama tíma í umsjá Elínborgar Sturludóttur. Að- alsafnaðarfundur að lokinni messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari María Cederberg leikur á flautu. Organleikari Sigrún Stein- grímsdóttir. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir guðsþjón- ustuna. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Smári Ólason. Sunnudagaskóli á sama tíma. Léttur hádegisverður í síðasta sinn eftir guðsþjónustuna. Orgeltónleikar kl. 16. Söngur Passíusálma kl. 18. Gunnar Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Máté- ová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í umsjón Ragnars Schram. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór Grafarvogskirkju og Lang- holtsskóla syngja. Stjórnendur As- laug Bergsteinsdóttir og Soffía Hall- dórsdóttir, formaður kórs .Grafar- vogskirkju. Barnaguðsþjónusta í Rimaskóla kl. 12.30 í umsjón Jó- hanns og Ólafs. Organisti Ágúst Ármann Þorláksson. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur þjónar. Barnaguðs- þjónusta kl. 13 í umsjá sr. Bryndísar Möllu og Dóru Guðrúnar. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í safnaðarheimilinu Borg- um kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þorbergur Kristjánsson. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Sóknar- prestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Laugardag: Flautuskólinn kl. 11. Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 14. Fermd verða Frantz Pétursson, Fríkirkjuvegi 1, og Helga Hafsteinsdóttir, Flúðaseli 70. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Sam- koma í kristniboðsviku kl. 17. Kristniboðsstund barnanna. Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Helga Magn- úsdóttir syngja. Ræðumaður Kjart- an Jónsson. Barnasamverur á sama tíma. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræð- issamkoma kl. 20. Elísabet Daníels- dóttir talar. Allir velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega vel- komnir. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 11. Ath. breyttan messutíma vegna útvarpssending- ar. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11 í umsjá guðfræðinemanna Erlu Karlsdóttur og Sylvíu Magnús- dóttur. Bíll frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalar- nesi: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Gunnar Kristjánsson. GARÐASÓKN: Biblíukynning í dag, laugardag, í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13. VÍDALÍNSKIRJA: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Nemendur úr Hofstaðaskóla taka þátt í athöfn- inni. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sigurð- ur Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umsjón sr. Þórhild- ur Ólafs. Munið skólabílinn. Messa kl. 14. Helgileikur fermingarbarna. Prestur sr. Gunnþór Ingason. Org- anleikari Sólveig Einarsdóttir. Kaffi- veitingar í Strandbergi eftir guðs- þjónustu. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Organisti Krist- jana Þ. Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfs- son. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta sunnudag kl. 12. Sunnudagaskólinn kemur sam- an í síðasta sinn. Barnakór úr grunn- skóla Njarðvíkur syngur. Kirkjukór- inn syngur undir stjórn organistans Steinars Guðmundssonar. Baldur Rafn Sigurðsson. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta sunnudag kl. 13. Sunnudagaskólinn kemur sam- an í síðasta sinn. Barn borið til skírn- ar. Barnakór úr grunnskóla Njarð- víkur syngúr. Organisti Steinar Guð- mundsson. Baldur Rafn Sigurðsson. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í dag, laugardag, í Stóru-Vogaskóla kl. 11 í umsjá sr. Bjarna, Sesselju og Franks. Guðsþjónusta í Kálfa- tjarnarkirkju kl. 14. Jóhann Pétur Herbertsson guðfræðinemi flytur hugvekju. Fermingarbörn og for- eldrar þeirra úr Bessastaðasókn koma í heimsókn. Sameiginleg sam- vera í Glaðheimum að athöfn lok- inni. Bragi Friðriksson. KEFLAVIKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkur- kirkju syngur. Organisti Einar Örn Einarsson. Prestarnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskólinn kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Kjartan Jónsson kristniboði prédikar. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Barn borið til skírnar. Altaris- ganga. Fermingarbörn taka þátt í messunni. Kaffiveitingar í safnaðar-' heimilinu eftir athöfnina í umsjón fermingarbarna og foreldra þeirra. Ágóði af kaffisölu rennur í ferðasjóð fermingarbarna. Allir hjartanlega velkomnir. ÚTSKÁLAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 14. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Jón Ragnars- son. HEILSUSTOFNUN NLFÍ: Guðs- þjónusta kl. 11. Jón Ragnarsson. KOTSTRANDARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Úlfar Guðmundsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Ester Hjartardóttir. Kaffisopi eftir messu. Svavar Stefánsson. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols- velli: Kirkjuskóli laugardag kl. 11. Sóknarprestur. ODDASÓKN: Sunnudagaskóli f grunnskólanum á Hellu kl. 11. Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík, kemur í heimsókn. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason héraðsprestur þjónar. Boðið upp á akstur frá Hraunbúð- um. Barnasamvera meðan á prédik- un stendur. Messukaffi. HVAMMSTANGAKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Kirkju- kaffi eftir guðsþjónustu. Börn og unglingar aðstoða við helgihaldið undir leiðsögn barnafræðara kirkj- unnar. Kirkjukórinn leiðir almennan söng undir stjórn Helga S. Ólafsson- ar. Ath. að tíminn er breyttur frá tilkynningu í Sjónaukanum í vikunni. Kristján Björnsson. AKRANESKIRKJA: BarnaguðsjDjón- usta í dag, laugardag, kl. 11. Stjórn- andi Sigurður Grétar Sigurðsson. Messa sunnudag kl. 14. Björn Jóns- son. INNRA-HÓLMSKIRKJA: Messa kl. 11. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra eftir messu. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta verður í Borgarnes- kirkju kl. 11.15. Þorbjörn Hlynur Árnason. ' ríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Flautuskólinn kl. 11.00 Sunnudogur: Guðsþjónusta kl. 14.00. Fermd verða Frantz Pétursson, Fríkirkjuvegi 1 og Helgo Hafsteinsdóttir, Flúðaseli 70. Þriðjudagur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.