Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 17 ________VIÐSKIPTI_____ Þúsundir missa vinnuna vegna gjaldþrots Fokkers URVERINU LOÐNUHROGNIN fryst hjá ísfélaginu í Vestmannaeyjum. Morgunbiaðið/Sigurgeir Hrognafrysting í báðum frystihúsunum í Eyjum Amsterdam. Reuter. FOKKER - flugvélaverksmiðjumar urðu gjaldþrota í gær eftir frægðar- feril, sem hófst fyrir rúmlega sjötíu árum. Þúsúndir missa atvinnuna og hefur ekkert hollenzkt fyrirtæki staðið fyrir eins víðtækum uppsögn- um. Tilkynnt var á blaðamannafundi að ekki hefði tekizt að finna kaup- anda þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir og að þijár aðaldeildir fyr- irtækisins værru gjaldþróta. „Þar með er lokið 77 ára sögu flugvéla- iðnaðar í Hollandi," sagði stjórnar- formaður Fokkers, Ben van Schaik. Fokker hefur verið haldið gang- andi með ríkistryggðum lánum meðan kaupanda hefur verið leitað logandi ljósi síðan þýzka móðurfyr- irtækið Daimler-Benz AG hætti fjárhagsstuðningi sínum 22. janúar. „Við börðumst unz yfir lauk, það er í morgun, en án árangurs," sagði van Schaik. Rúmlega 5.600 verkamönnum verð- ur sagt upp, en 960 fá að halda áfram störfum í þeim einingum fyr- irtækisins, sem komust hjá gjald- þroti. Lífvænlegur rekstur eins og viðhaldi flugvéla, gerð rafeindabún- aðar og annars sérbúnaðar verður sameinaður í deildina Fokker Aviation, sem heldur áfram starf- semi undir merkjum Fokkers með um 2.500 staarfsmönnum. Um leið segir Fokker að haldið verði áfram að „leita eftir sam- starfi við annað fyrirtæki, sem gæti styrkt slöðu félagsins" að sögn Louis Deterinks skiptaráðanda. Fokker Aviation tekur einnig við rekstri tveggja eininga annarrar gjaldþrota deildar, Fokker Aircraft, sem verða skornar niður. Fokker hættir að framleiða hinar kunnu farþegaþotur sínar, en heitir tæknilegri aðstoð og þjónustu til að tryggja að rekstri þeirra verði haldið áfram. „Ein ástæða þess að öll starf- SAMSKIP hf. hafa keypt flutnings- miðlunarfyrirtækið Air Express á íslandi ehf. af Heklu hf. Air Ex- press verður rekið sem sjálfstæð eining í nánu samstarfi við BM Flutninga, dótturfélag Samskipa. Afgreiðsla Air Express verður hér eftir á skrifstofu BM Flutninga í Holtagörðum. Fram kemur í frétt frá Samskip- um að Air Express International er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfi sig í hraðflutningum. Pandalink Service. Fyrirtækið starfrækir yfir 550 þjónustustöðvar um heim allan og flytur vörur heimshorna á milli, frá dyrum sendandna að dyrum við- takanda. Viðtakandinn losnar þar HAGNAÐUR Fjárfestingarsjóðs stórkaupmanna var alls 26 milljónir króna á sl. ári sem er rúmlega 30% aukning frá árinu áður og var eigið fé í árslok 250 milljónir, að því er segir í frétt frá sjóðnum. Raunávöxtun inneigna sjóðsfé- laga á síðasta ári var 10,1%. Heild- arútlán námu á síðasta ári kr. 108,8 milljónum, útlánatöp voru engin á árinu. Fjárfestingarsjóður stórkaup- semi Fokkers verður sameinuð í nýtt flugvélafyrirtæki er að tryggja órofið samhengi," sagði lögfræðingur fyrirtækisins, Sijmen de Ranitz. „Þar með getur flug- vélafloti Fokkers haldið áfran að fljúga.“ Fokker sagði að nýja starfsemin væri arðbær og árleg velta gæti orðið einn milljarður gyllina á nokkrum árum. Búizt er við að verkamenn Fokk- ers fái uppsagnarbréf sín í dag og að þeim verði greidd !aun til 22. marz. Sérstakri ráðgjafamiðstöð hefur verið komið á fót í Dordrecht, þar sem nokkrar verksmiðjur Fokk- ers eru, og þar verða 15 ráðunaut- ar til viðtals. Starfsmenn, sem hafa ríghaldið í vonir um björgun, eru vonsviknir og reiðir. „Sjötíu ára flugvélafram- leiðslu hefur verið kastað á glæ. Hollendingar ættu að skammast sín fyrir mesta þjóðfélagslega slys sitt frá lokum síðari heimsstyijaldarinn- ar,“ sagði verkamannaráð fyrirtæk- isins. Fokker hafði bundið vonir við tilboð frá flugiðnaðarfyrirtæki Samsungs í Suður-Kóreu, en ekk- ert tilboð hafði borizt þegar skuld- ir Fokkers féllu í gjalddaga. „Við gátum ekki lagt fram lokatilboð, þar sem við vorum komnir í tíma- þröng,“ sagði talsmaður Samsung. Hans Wijers efnahagsráðherra sagði að viðræður við Samsung hefðu staðið í alla nótt. „Það eina sem við fengum í gærkvöid var bréf með minni skuldbindingum en áður hafði verið gefið í skyn. Því komust skiptaráðendur að þeirri niðurstöðu kl. 6.f.h. að við yrðum að hætta.“ Annar hugsanlegur kaupandi, kínverska flugiðnaðarfyrirtækið AVIC (Aviation Industries Corp) hafði áður slitið viðræðum án þess að gera tilboð. með við fyrirhöfn við tollafgreiðslu varningsins. Air Express á íslandi notar nýja flugvél íslandsflugs í hraðflutning- um. Flogið er frá Reykjavík til al- þjóðaflugvallarins East Midlands í Bretlandi á kvöldin og komið til baka snemma morguns. Viðskipta- vinir hér á landi og erlendis geta þar með fengið hraðari flutnings- þjónustu en áður hefur þekkst. Til dæmis er hægt að safna saman vörum á meginlandi Evrópu að degi til, senda áleiðis til íslands að kvöldi og afhenda þær viðtakanda hér heima að morgni næsta dags. Air Express kemur vörunum þannig til skila innan sólarhrings. manna er starfræktur af Félagi ís- lenskra stórkaupmanna og hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar. Sjóð- urinn hefur starfað í 25 ár og er fjöldi sjóðsfélaga 83 fyrirtæki sem öll eru meðlimir í Félagi íslenskra stórkaupmanna. Formaður stjórnar Fjárfest- ingarsjóðs stórkaupmanna er Ragnar Gunnarsson og fram- kvæmdastjóri sjóðsins er Stefán S. Guðjónsson. HROGNAFRYSTING stendur nú yfir hjá Vinnslustöðinni og ísfélag- inu í Vestamannaeyjum. ísfélagið hóf hrognafrystingu á mánudag en Vinnuslustöðin á miðvikudag. í gær var verið að frysta hrogn í báðum frystihúsunum og var vonast til að hrognavinnsla gæti staðið fram eft- ir næstu viku. Jón Ólafur Svansson, framleiðslu- stjóri ísfélagsins, sagði að þar væri búið að frysta um 150 tonn en þeir reiknuðu með að frysta 300 til 400 tonn í heildina. í gær var landað úr þremur bátum hjá ísfélaginu, Guðmundi, Gígju og Heimaey og sagði Jón að þeir kreistu loðnuna ekki til að ná hrognunum, heldur tækju bara það sem rynni úr henni í slógvatnið. Hann sagði að misjafnt væri eftir förmum hversu þroskuð hrognin væru en í síðasta farmi Gígjunnar hefði verið loðna sem átti nokkra daga í hrygningu. Furðu- fiskar á Esju VEITINGAHÚSIÐ Esja stendur nú fyrir svkölluðum furðufiskadögum. Þá er í eina viku boðið upp á rétti úr fisktegundum, sem sjald- an eru á matarborðum okkar íslendinga. Þetta er í annað sinn, sem veitingahúsið stendur fyrir furðufiskaviku, en í fyrra nutu um þúsund manns hinna fágætu fiska. Ólafur Heiðar Jónsson, yfir- matreiðslumeistari á veit- ingahúsinu, segir að að öllu jöfnu sé lögð áherzla á fjöl- breytni í fiskréttum á staðn- um, en það sé við hæfi að hafa furðufiskavikuna einu sinni á ári. Viðbrögð gesta í fyrra hafi verið mjög góð og því hafi verið ákveðið að brydda upp á þessu að nýju. Furðufiskana fær Ólafur Heiðar frá ýmsum aðilum svo sem Fiskbúðinni Hafrúnu, Markaður fyrir loðnuhrognin í Japan mjög tak- markaður Enginn kraftur í þessu nú Hann sagði engan kraft í hrogna- vinnslunni nú, enda ekki markaður nema fyrir um 1.500 tonn af hrogn- um í heildina. Hann sagði að mikið hefði verið fryst umfram markaðs- þörf á síðustu vertíð, ársneyslan í Japan væri um 4.000 tonn en í fyrra hefðu verið fryst um 6.500 tonn, þannig að nóg væri til af birgðum. Lagt hefði verið að vinnslustöðvun- um að frysta ekki umfram markaðs- þörf því ef það yrði gert myndi verðið hrapa niður. Sæbjörgu, Nesfiski í Garði, Fiskeyri á Stokkseyri og íg- ulkerin fær hann frá Stykkis- hólmi. Þá fást innfluttir fisk- ar frá Snæfiski hf. Meðal þess, sem nú er boðið upp á, er loðna, bæði djúpsteikt og marineruð, loðnuhrogn. ígulker, gljáháfur, stinglax, Viðar Elíasson, framleiðslustjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að þeir væru búnir að frysta um 100 tonn en þeir stefndu að 500 tonna fryst- ingu í heildina. Kap og Gullberg lönduðu hjá Vinnslustöðinni í gær og von var á Sighvati Bjarnasyni með afla, og sagði Viðar að líklega yrði unnið hjá þeim í hrognafryst- ingu um helgina. 1.400 tonn fryst í fyrra Vinnslustöðin frysti um 1.400 tonn af hrognum á síðustu vertíð þannig að mun minna verður fryst á þessari vertíð. Viðar sagði að þeir vonuðu að vinnslan gæti staðið fram eftir næstu viku en lítil loðna fyndist á miðunum eftir bræluna undanfarna daga, svo erfitt væri að spá í framhaldið. Það myndi skýrast þegar veður lagaðist hvort eitthvað meira fyndist af loðnu og hvernig ástand hrogna í henni yrðu. skrápflúra, sandkoli, fagur- serkur, kolkrabbi og smokk- fiskur, en einnig er von á fleiri erlendum tegundum. í tilefni furðufiskavikunnar eru húsakynni veitingastað- arins prýdd ýmsum munum af sjóminjasafni Jósafats Hinrikssonar. Samskip kaupa Air Express á Islandi Fj árfestingarsjóður stórkaupmanna Hagnaður jókst um 30% Morgunblaðið/Ásdís MATEEIÐSLUMEISTARINN Ólafur Heiðar við furðufiskaborðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.