Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Þorsteinn Ágúst
Bragason fædd-
ist i Reykjavík 16.
desember 1967.
Hann lést á Selfossi
6. mars síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Bragi Þorsteinsson
og Halla Bjarna-
dóttir, búsett á
Vatnsleysu í Bisk-
upstungum. Systur
. Þorsteins eru Ing-
unn Birna, f. 1959;
Ragnheiður, f.
1963, maki hennar
er Eymundur Sig-
urðsson og þeirra barn Bragi
Steinn, f. 1994; og Kristrún, f.
1976.
Þorsteinn var ókvæntur og
barnlaus. Hann var búfræðing-
ur að mennt og stundaði búskap
í félagi við foreldra sína á
Vatnsleysu.
Útför Þorsteins fer fram frá
Skálholtsdómkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Það er þriðjudagskvöld í septem-
ber. Fjallmenn í Biskupstungum eru
komnir með safnið niður í byggð
eftir viku fjallferð. Sérkennileg
haustbirtan og gleðin að loknu viku
erfíði skapa þessa sérstöku
stemmningu, sem maður verður að
hafa upplifað til að geta skilið.
Þegar safnið rennur niður Ein-
holtsmela er það líkast þverá í
Tungufljóti. Allt líður áfram af ör-
yggi og yfir öllu hvílir ró en um
leið er spenna í loftinu. Fjallmenn-
irnir stjórna rekstrinum en fá nú
aðstoð þeirra, sem beðið hafa
heima. Ljóshærður maður með
hraustlegan svip kemur ríðandi með
tvo brúna klára til reiðar. Bæði
maður og hestar eru þreyttir en
hraustlegir og gefa ekkert eftir.
Greinilegt er að þarna fara félagar,
sem kunna til verka, búnir að fara
saman á annan tug fjallferða. Hann
ríður í átt tii okkar og heilsar glað-
ur í bragði. Þegar svona stóð á
hafði sá, er hér um ræðir, stundum
sopið dálítið af pela og sagði frá
atburðum liðinnar viku í gaman-
sömum tón og á þann hátt sem
honum einum var lagið.
Þessi mynd kemur fyrst upp í
huga minn núna þegar ég sest nið-
ur og minnist Þorsteins Ágústs á
Vatnsleysu. Hann var maður glað-
legur og bjartur yfirlitum, með eft-
irtektarvert bros. Hann var lágvax-
inn en hraustur. Við höfðum báðir
yndi af sögulegum fróðleik og þjóð-
málunum almennt, sem gerði það
að verkum að við gátum setið lengi
og spjallað um allt milli himins og
jarðar. Um þjóðmálin vorum við
ekki alltaf sammála,
en Þorsteinn bjó aftur
á móti yfir miklum
þjóðlegum fróðleik,
enda notaði hann
hveija stund sem gafst
til að lesa slíkar bók-
menntir og oft las hann
sömu bókina nokkrum
sinnum. Þorsteinn var
óvenjuskarpur, vel
máli farinn og gat ver-
ið fljúgandi mælskur
ef sá gállinn var á hon-
um. Því miður kom
óframfærni hans og
hógværð í veg fyrir að
hæfileikar hans fengju notið sín sem
skyldi.
Mágur minn og góður vinur er
allur. Ég er þakklátur fyrir að hafa
orðið Þorsteini samferða, þó að sú
samfylgd hefði mátt verða miklu
lengri. Guð blessi minningu Þor-
steins Ágústs Bragasonar.
Eymundur Sigurðsson.
Ég frétti í morgun að þú hefðir
verið kallaður í burtu frá okkur.
Ég set í mig kjark til að kveðja þig.
Þú varst með óvenju fallegan og
hreinan svip, svo höfðinglegur, og
brosið svo saklaust og hlýtt. Oft
stal maður kossi og þú lést þig
hafa það, svo kurteis sem þú varst.
Þegar setið var nálægt þér var eins
gott að segja ekki vitleysu, því þú
vissir miklu betur, óvenju frétta-
fróður. En maður var leiðréttur án
hroka. Þú ólst upp á myndarbúi afa
og ömmu og pabba og mömmu, og
mikið varstu sæll. Þú fórst aldrei í
burtu nema til náms, og hófst aftur
störf við búið við hlið pabba þíns.
Mér hlýnaði oft um hjartarætur að
fylgjast með þér, nú orðinn fullorð-
inn mann við erfíðisverkin, en með
þessar mjúku, fallegu hreyfingar,
eins og dansari.
Um daginn sá ég þig uppábúinn,
að fara á ball, og ég hugsaði: „Nú
hlýtur hann að hitta sína framtíðar-
elsku í kvöld.“ En sú ósk mín rætt-
ist ekki í þessum heimi.
Ég veit að afi og amma hafa
þegar breitt faðm sinn á móti ynd-
inu sínu. Við kveðjumst að sinni.
Þín
Sigríður Björnsdóttir (Sidda).
Öllu er afmörkuð stund
og sérhver hlutur undir himninum
hefur sinn tíma.
(Prédikarinn 3:1.)
'Enn ein greinin er fallin af ætt-
artrénu góða á Vatnsleysu. Nú var
það ekki gömul og feyskin grein
sem féll, þvert á móti var hún ung
og æskuþrungin sem manni fannst
að ætti alla möguleika á að vaxa,
þroskast og dafna.
Litla samfélagið í austurbænum
á Vatnsleysu er harmi slegið yfir
fráfalli einkasonarins og bróður
þriggja systra, hans Þorsteins Ág-
ústs Bragasonar, sem hafði verið
stoð og stytta foreldra sinna við.
búskapinn, enda hafði hann lagt
grunninn að því að feta í fótspor
feðranna, sem mann fram af manni
höfðu verið bændur, þar á meðal
afi hans og nafni Þorsteinn Sigurðs-
son, einn glæsilegasti foringi sem
bændastéttin hefur átt.
Þorsteinn var náttúrubarn, góður
og snyrtilegur skepnuhirðir. Eins
og aðrir unglingar sem alast upp í
sveit og verða heillaðir af sjónar-
spili sköpunarverksins og þeim
undramætti sem moldin hefur, kaus
hann að kynna sér sem best allt
sem laut að landbúnaði. Varð
Bændaskólinn á Hvanneyri fyrir
valinu. Hann sagði mér að skóla-
vistin hefði verið góð og gagnleg,
samveran með skólafélögunum
hefði verið sá ijársjóður um vináttu
og velvilja, sem alltaf hefði verið í
öndvegi. Þetta gaf skólaverunni
ótvírætt aukið gildi. Þar eignaðist
hann suma af sínum bestu vinum.
Bjarta brosið hans Þorsteins
gleymist ekki. Hlýleg framkoma,
látleysi og eðlislæg hlédrægni var
honum í blóð borin.
Lífíð er svo margslungið. Á slík-
um stundum vakna upp fjölmargar
spurningar um tilgang þess og
markmið. Sjaldnast fást nein svör.
Sagt er, að vegir Guðs séu órann-
sakanlegir.
Elsku Halla, Bragi, Inga Birna,
Ragnheiður, Kristrún, Eymundur,
Bragi Steinn og Bjarni afi, sem nú
liggur á sjúkrahúsi. Senn fer að
bjarma af páskasólinni. Ég bið þess
að hún megi lýsa í gegnum sorgar-
myrkrið inn í hug ykkar og hjörtu
og baði ljósgeislum sínum minning-
una um elskulega drenginn ykkar.
Huggun er það og styrkur að
hugsa til þess í öruggri vissu, að
einmitt í dauðanum eygjum við von
um nýtt og betra líf. Innilegar sam-
úðarkveðjur. Þorstein vin okkar og
frænda kveðjum við hinstu kveðju
með þökk fyrir samfylgdina.
Björn Erlendsson.
Í dag kveð ég frænda minn og
æskufélaga Þorstein Ágúst Braga-
son. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi á uppvaxtarárum mínum að
fá að dvelja sumarlangt á heimili
Þorsteins á Vatnsleysu í Biskups-
tungum. Það var mér mikil tilhlökk-
un á hveiju vori að komast í sveit-
ina og hitta Þorstein frænda. Fyrstu
næturnar eftir að í sveitina var
komið var lítið sofið, heldur lágum
við og spjölluðum um það sem á
daga okkar hafði drifið frá því að
við hittumst síðast, en snerust þess-
ar umræður okkar síðan oft upp í
umræður um hin heimspekilegustu
málefni. Lífið í sveitinni var yndis-
legt á þessum árum, allt var svo
bjart og fallegt, og við svo fijálsir
og áhyggjulausir. Við lifðum í ævin-
týraheimi þar sem hver dagur bauð
upp á nýtt ævintýri. Það var alltaf
eitthvað sem vakti tilhlökkun okk-
ar. Fyrst á vorin var það sauðburð-
urinn, síðan var það rúning, koma
fénu á ijall, heyskapurinn, hesta-
mannamótin og loks voru það rétt-
irnar á haustin sem okkur báðum
fannst hápunktur sumarsins.
En það var einnig margt brallað
á milli þess sem við tókum þátt í
hinum hefðbundnu bústörfum og
þau eru ófá strákapörin sem við
tókum upp á. Mér er sérstaklega
minnisstætt er Þorsteinn var að
máta nýjar buxur er amma okkar
hafði gefíð honum, en einhverra
hluta vegna brugðum við okkur
niður í kjallara í miðri mátun og
fórum að fíkta við málningardós,
vildi ekki betur til en svo að Þor-
steinn fékk alla dósina yfir buxurn-
ar. Okkur fannst sem við hefðum
framið stórglæp og ákváðum að
eyða sönnunargögnunum, þrifum
við því upp málninguna en brennd-
um buxurnar. Fljótlega fóru Halla
og amma að sakna buxnanna og
Minningargreinar
og aðrar greinar
FRÁ áramótum til 15. febrúar
sl. birti Morgunblaðið 890 minn-
ingargreinar um 235 einstakl-
inga. Ef miðað er við síðuíjölda
var hér um að ræða 155 síður í
blaðinu á þessum tíma. í janúar
sl. var pappírskostnaður Morgun-
blaðsins rúmlega 50% hærri en á
sama tíma á árinu 1995. Er þetta
í samræmi við gífurlega hækkun
á dagblaðapappír um allan heim
á undanförnum misserum. Dag-
blöð víða um lönd hafa brugðizt
við miklum verðhækkunum á
pappír með ýmsu móti m.a. með
því að stytta texta, minnka spáss-
íur o.fl.
Af þessum sökum og vegna
mikillar fjölgunar aðsendra
greina og minningargreina er
óhjákvæmilegt fyrir Morgunblað-
ið að takmarka nokkuð það rými
í blaðinu, sem gengur til birtingar
bæði á minningargreinum og al-
mennum aðsendum greinum. Rit-
stjórn Morgunblaðsins væntir
þess, að lesendur sýni þessu skiln-
ing enda er um hófsama tak-
mörkun á lengd greina að ræða.
Framvegis verður við það mið-
að, að um látinn einstakling birt-
ist ein uppistöðugrein af hæfí-
legri lengd en lengd annarra
greina um sama einstakling er
miðuð við 2.200 tölvuslög eða um
25 dálksentimetra í blaðinu.
í mörgum tilvikum er samráð
milli aðstandenda um skrif minn-
ingargreina og væntir Morgun-
blaðið þess, að þeir sjái sér fært
að haga því samráði á þann veg,
að blaðinu berist einungis ein
megingrein um hinn Iátna.
Jafnframt verður hámarks-
lengd almennra aðsendra greina
6.000 tölvuslög en hingað til hef-
ur verið miðað við 8.000 slög.
ÞORSTEINN
ÁGÚSTBRAGASON
vorum við spurðir daglega hvað af
þeim hefði orðið. í fyrstu þögðum
við báðir yfir þessu leyndarmáli
okkar, en svo fór að ég lét undan
þrýstingi ömmu og kjaftaði frá öllu
saman. Mér er það minnisstætt
hvað Þorsteini sárnaði við þessa
uppljóstrun mína. Það var þó fljót-
lega fyrirgefíð og hlógum við báðir
að uppátækinu þegar við riíjuðum
það upp nú á seinni árum.
Annað strákapar okkar sem mér
er einnig minnisstætt er þegar
Ragnheiður systir Þorsteins ætlaði
á dansleik en hafði gleymt að verða
sér úti um söngvatn. Við vorum
fljótir að redda því, hlupum niður
í kjallara og köstuðum af okkur
vatni í tóma sherríflösku, komum
síðan upp með flöskuna og sögð-
umst hafa fundið hana inni í búri
hjá ömmu. Ragnheiður fær sér síð-
an sopa af miðinum og ef ég man
rétt enduðum við báðir í fjóshaugn-
um þetta sama kvöld. Daginn eftir
var síðan hlegið að öllu saman.
Á síðari árum fækkaði samveru-
stundum okkar verulega enda heilu
heimsálfurnar sem skildu okkur að
um tíma. Það var þó alltaf jafn
gaman að hittast og rifja upp gaml-
ar minningar og hlæja að uppátækj-
um æskuáranna.
Kæri Þorsteinn, ég þakka fyrir
að hafa mátt eiga bestu ár ævi
minnar með þér, ár sem þú gerðir
ógleymanleg, ár sem einkenndust
af gleði og leik. Ég veit að þú ert
í góðum félagsskap þar sem þú
dvelur nú.
Elsku Halla, Bragi, Inga Birna,
Kristrún, Ragnheiður og Eymund-
ur, guð veiti ykkur styrk í þessari
miklu sorg.
Kristján M. Grétarsson.
Mikill harmur ásótti hug okkar
og hjarta þegar fréttir bárust af
andláti frænda okkar og vinar, Þor-
steins Ágústs Bragasonar frá
Vatnsleysu. Okkur langar til að
minnast hans með fáum orðum.
Þegar Þorsteinn Ágúst kom í
heiminn 16. desember 1967 bjó í
austurbænum á Vatnsleysu í tví-
lyftu húsi samheldin stórfjölskylda.
Á efri hæðinni bjuggu foreldrar
Þorsteins, Halla Bjarnadóttir og
Bragi Þorsteinsson, með börnin sín
tvö, Ingu Birnu og Ragnheiði, en á
neðri hæðinni bjuggu afi og amma,
Þorsteinn Sigurðsson og Ágústa
Jónsdóttir.
Þetta umhverfi var hollt litlu
barni að alast upp í. Og það bar
snemma á hæfíleikum Þorsteins til
að nýta sér þá möguleika sem lítil
börn geta notfært sér til framdrátt-
ar í faðmi stóríjölskyldunnar. Ef
maturinn hjá mömmu var ekki eins
spennandi og það sem kraumaði í
pottunum hjá ömmu var einfait fyr-
ir barnabamið að ganga niður stig-
ann og setjast að borðum með gömlu
hjónunum.
Þorsteinn Ágúst hændist fljótt að
Ágústu ömmu sinni sem talaði við
hann eins og fullorðinn mann. Þegar
Þorsteinn afí féll frá fékk „litli sólar-
geislinn" að sofa inni hjá ömmu sinni
sem var þá líka besta vinkona hans.
Samband þeirra var mjög náið og
kunni amma margar sögur af ein-
lægni og hnyttnum tilsvörum bams-
ins. Þegar amma fór með bænirnar
með Þorsteini Ágústi á kvöldin og
hann var syfjaður og þreyttur þá
sagði hann oft: „Æ, amma mín,
getum við ekki bara haft bænirnar
í styttra lagi í kvöld?“
Þessi litli glókollur var augasteinn
allra á bænum, hafði mikla persónu-
töfra og svo fallegt bros að erfítt
var að skamma hann fyrir sín barns-
legu uppátæki. Hann var bráðgáfað-
ur og fljótur að skilja samhengi hlut-
anna og orðaforði bamsins gerði
fólk orðlaust af undmn.
Eitt sinn sem oftar er amma að
baka þegar Þorsteinn Ágúst læðist
inn í eldhús, teygir sig í kardi-
mommudropa á eldhúsborðinu og
teygar til botns. Þegar amma sér
þetta rífur hún af honum glasið með
þeim orðum að svona megi lítið böm
alls ekki gera. Þorsteinn Ágúst lítur
þá upp til ömmu sinnar alvarlegur
í bragði og segir: „En amma, þú
veist ósköp vel að ég er óviti."
Þorsteinn Ágúst átti dásamlega
barnæsku á Vatnsleysu. Ég veit
þetta af því að ég var svo lánsamur
að fá að dvelja í æsku minni sumrin
löng á Vatnsleysu. Þetta er og var
kærleiksheimili, í vesturbænum og
austur á Heiði bjó frændfólk og
krakkaskari sem lék sér saman.
Allt um kring blasti við ævintýra-
heimur. Álfar, nykur og aðrar vætt-
ir voru skammt undan og íslensk
bannhelgi og álög voru í heiðri höfð.
Óþijótandi sagnabrunnar Höllu og
ömmu gerðu mann gapandi af undr-
un yfir hinum ósýnilegum leyndar-
dómum tilverunnar.
Æskuveröld krakkanna á Vatns-
leysu var í menningarlegu umhverfi
- alíslenskur veruleiki á fallegum
stað í blómlegri sveit - og Joetta
var heimur sem Þorsteinn Ágúst
elskaði af öllu sínu hjarta og skildi
til fullnustu. Mikill systkinakærleik-
ur var á Vatnsleysu og þau yngstu,
Þorsteinn og Kristrún, urðu mjög
samrýnd þegar fram liðu stundir.
Þorsteinn Ágúst fór í Bændaskól-
ann á Hvanneyri og kom heim að
námi loknu. Þá hóf hann búskap
með foreldrum sínum og bjó þar
þangað til hann féll frá. Þorsteinn
var góður búmaður og unni skepn-
um sínum mikið og hafði einstakt
lag á þeim.
Þorsteinn Ágúst var vel lesinn
og hafsjór af fróðleik og gat rætt
um allt milli himins og jarðar af
mikilli list og þekkingu. Hvort sem
um var að ræða tilgátur um afdrif
Neanderdalsmanna í Evrópu eða
arfgengt mjaðmalos í íslenskum
íjárhundum, þá kom maður sjaldan
að tómum kofunum hjá Þorsteini.
En hann var líka hlédrægur og flík-
aði ekki visku sinni að fyrra bragði
en þegar hann opnaði sig þá var
virkilega gaman að eiga við hann
orðastað. Oft var hann þá gaman-
samur eins og pabbi hans.
Þorsteinn hafði fallegt bros sem
í rúmaðist mikil hlýja en á bak við
það leyndist viska og hógværð.
Elsku Þorsteinn, það var gott að
vera í návist þinni, bros þitt svo
smitandi að þégar þú brostir þá
ljómuðu allir í kringum þig, og
þannig munum við ávallt minnast
þín, frændi, við bústörfin eða við
eldhúsborðið á Vatnsleysu, uppi á
Brún gamla með smalahundinn
Tinna þér við hlið eða í réttunum
í gleði og söng, geislandi af per-
sónutöfrum.
. Þorfinnur, Bryndís
og Thelma Guðrún.
Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
(Sig. J. frá Arnarvatni).
Biskupstungur eru blómleg sveit
og gjöful, drýpur af hveiju strái
eins og sagt er. Blómlegast af öllu
er þó unga fólkið sem á að erfa
sveitina og taka við af fullorðna
fólkinu. Unga fólkið sem á að erfa
landið. Því er það mikill harmur og
söknuður fyrir byggðarlagið, hvað
þá fyrir foreldra og systur, þegar
ungur maður fellur frá í blóma lífs-
ins.
Þorsteinn Ágúst lést aðeins tutt-
ugu og átta ára gamall. Hann hafði
fyrir nokkru lokið búfræðinámi frá
Hvanneyri. Skömmu eftir námið
kom hann heim og hóf búskap með
foreldrum sínum. Innan tíðar voru
allar dyr opnar fyrir hann að taka
við búskap, fara að búa sjalfstæðu
búi með hjálp foreldra og systur.
Þegar fólk fer að fullorðnast er
ekkert ákjósanlegra en að fá börnin
til sín og að þau taki við búi af
fijálsum vilja. Foreldrar geta lagt
lið við búskap og miðlað af sinni
lífsreynslu.
Þorsteinn Ágúst var afar ljúfur
og góður drengur, vinnusamur og
reglusamur. Hann tranaði sér
hvergi fram, lagði gott til málanna
með stuttum og hnitmiðuðum setn-
ingum. Vatnsleysutorfan, eins og
við segjum stundum, er fátækari
eftir þetta þunga högg. Aldrei kast-
aðist. í kekki í sambýli við Þorstein.
Ungu frændurnir tveir sem eftir
sitja á torfunni sakna hans á góðum
stundum, í fjallferðum og oftar.
Frændi qg vinur er kvaddur hinstu