Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 13 FRÉTTIR I undirbúningi að eitt gjaldsvæði verði fyrir alnetið Gjaldsvæðum P&S á að fækka í tvö TIL stendur að taka upp eitt gjald- svæði fyrir notendur alnetsins um allt land og fækka gjaldsvæðum fyrir almenna símnotkun úr þremur í tvö. Þetta kom fram hjá Halldóri Blöndal samgönguráðherra á Al- þingi í vikunni. Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um útgáfu gjaldskrár eða hvernig að þessari svæðafækkun verði staðið, enda sé um tillögu að ræða sem ráðherra hafi ekki samþykkt endan- lega. Ólafur segir að gerðar hafi verið 5-6 mismunandi tillögur og sú sem hann telji líklegt að verði ofan á, er að fella niður svo kallaðan fjar- taxta, en hann gildir fyrir símtöl sem liggja yfir mörk tveggja svæða, t.d. frá Vestfjörðum til Austfjarða. Þá muni gilda sama gjald á milli svæða, hvort sem þau eru aðliggj- andi eða aðskilin. Hann segir að búið sé að lækka gjaldskrá stofnunarinnar mjög mik- ið á seinasta áratug og sé hún nú ein sú lægsta í löndum OECD. „Langlínutaxtinn er í dag kring- um 20% af því sem var fyrir tíu árum síðan. Fram að þessu hefur okkur þótt eðlilegt að þeir sem tala mikið á milli svæða borgi í sam- ræmi við tilkostnað. Svæðin eru einnig orðin mjög stór, samanber að Austurland er orðið eitt gjald- svæði og Suðurland að mestu, þannig að inn í þessa mynd verður að taka marga þætti,“ segir Ólafur. Brýnt vegna aukningar Halldór svaraði á Alþingi fyrir- spurn frá Siv Friðleifsdóttur þing- manni Framsóknarflokks um hvort til stæði að taka upp eina gjaldskrá Pósts og síma um land allt. Siv sagði að stóraukin notkun alnetsins gerði þetta sérstaklega brýnt þar sem notendur þess úti á landi þyrftu að greiða langlínugjald til P&S ofan á gjald til þjónustuað- ila. Hún sagði að fyrirtækið ísmennt hefði leitast við að þjóna lands- byggðinni með því að byggja upp þjónustu í öllum landshlutum. Sú uppbygging væri langt komin þótt enn vantaði miðlara á Sauðárkróki, Austurlandi og Suðurnesjum til að ná yfir öll gjaldskrársvæði. Hins vegar væri þessi uppbygging á hveiju svæði að sliga fyrirtækið og eitt gjaldskrársvæði myndi skipta það miklu máli. Áleitin spurning Halldór sagði spurningu um eitt gjaldskrársvæði P&S hafa orðið áleitna eftir að breyting P&S í hlutafélag komst á lokastig og pólit- ískur þrýstingur hefði verið á að reyna að jafna verðmun á langlínu- samtölum og innanbæjarsamtölum. Nú væru gjaldsvæðin þijú og áformað að fækka þeim í tvö og slíkt hefði verulega lækkun í för með sér, einkum á Vestfjörðum, Austijörðum og Norðurlandi. Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði það sína skoðun að gera eigi landið að einu gjaldsvæði þegar P&S yrði gerður að hlutafélagi. Jón Kristjánsson þingmaður Framsóknarflokks sagð- ist telja að tími væri kominn til að stíga skrefið til fulls og jafna sím- kostnað. Tæknin stæði því ekki fyr- ir þrifum, því kominn væri ljósleið- ari hringinn í kringum landið. Sú fjárfesting hefði að mestu.leyti ver- ið greidd af erlendum aðilum þann- ig að fjárfestingarkostnaður ætti ekki að kalla á mismunandi gjald- skrá. ÚR MYNDINNI Nixon eftir Oliver Stone. Hver var Richard Nixon? KVIKMYNDIR NIXON ★ ★ ★ Á ANTHONY Hopkins í hlutverki Richards Nixons. HVERNIG á sagan eftir að dæma Richard Nixon forseta Bandaríkjanna? Hann var á marga lund afreksmaður í embættinu. Hann bætti samskiptin við Sovét- ríkin, kom á fót samskiptum við Kína og lauk Víetnamstríðinu á tím- um þegar hugtakið Kalda stríðið hafði enn djúpa merkingu. En Nix- on var líka á marga lund ótrúlega klaufalegur í ráðabruggi sínu heimafyrir, haldinn minnimáttar- kennd og ofsóknaræði og dóm- greindarleysi sem leiddi til þess að hann varð fyrsti forseti Bandaríkj- anna sem neyddist til að segja af sér. Það er sú hlið á Nixon sem Oliver Stone leggur mestu áhersl- una á í nýjustu bíómynd sinni. Hún heitir einfaldlega Nixon, var frum- sýnd í Laugarásbíói í gærkvöldi, og reynir á ofboðslega löngum tíma, 295 mínútum í allt, að ráða gátuna um Nixon og hvað nákvæmlega varð honum að falli. Stone tekst kannski ekki fullkomlega ætlunar- verk sitt og það væri fráleitt að líta á myndina sem sagnfræðilega heimild (Stone segist í byijun vinna eftir ófullnægjandi heimildum og tilgátum) en þeir sem hafa einhvern minnsta áhuga á söguefninu og tímabilinu geta ekki látið þessa mynd framhjá sér fara. Nixon er enn ein bíómyndin frá Stone sem íjallar fyrst og fremst um persónur og atburði sjöunda áratugarins. Hann er haldinn þrá- hyggju gagnvart þessu tímabili sem voru mótunarár hins unga Stones og kynslóðar hans og að sönnu af- drifaríkur og dramatískur kafli í sögu Bandaríkjanna. Og þótt farið sé að gæta nokkurrar endurtekn- ingar bæði í frásagnarstíl leikstjór- ans og efnisvali getur hann enn hrært upp í áhorfandanum, djarf- tækur og stórtækur. Hann hefur skilað frá sér áhrifaríkri mynd þar sem Anthony Hopkins fer einkar vel með hlutverk forsetans, sem að mati Stones féll aldrei neinum í geð en þráði vinsældir alla tíð og að vera tekinn gildur af mennta- mannaelítunni og yfirstéttinni. Vinsældir og viðurkenning var allt sem hann sóttist eftir að mati Stones en hann hafði ekki rétta bakgrunninn. Hann var aðeins fá- tækur kvekarasonur úr bænum Whittier í Kalíforníu, bæ sem eng- inn vissi að væri yfirleitt til. Hann fór ekki í fínu skólana, hafði enga persónutöfra og fannst hann aldrei komast inn úr kuldanum. Hann vantreysti öllum vegna þessa, sá samsæri í hveiju horni, en vanmátt- arkenndin kom skýrast fram þegar hann bar sig saman við John F. Kennedy. Hvað hafði Kennedy sem hann hafði ekki? Allt reyndar. Ríki- dæmi, uppeldi, skólagöngu, ættar- veldi. Og smám saman sýnir Stone Nixon einangrast eftir því sem van- máttarkenndin eykst og Watergate- málið gerist alvarlegra þar til hann eigrar um Hvíta húsið skilningslaus á eigin örlög eins og glötuð persóna í grískum harmleik. Stone dregur upp ófagra mynd af göllum Nixons en með góðri aðstoð Hopkins gerir hann forsetann einnig ráðvilltan og bijóstumkennanlegan og þar með mannlegan í öngum sínum. Stone er ákafur kenningarsmiður og setur m.a. fram þá kenningu í myndinni að Nixon hafí talið sig bera að einhveiju leyti ábyrgð á morðinu á John F. Kennedy með því að hafa átt þátt í tilraunum til að ráða Fidel Kastró af dögum, sem hafí snúist í höndunum á CIA og endað með harmleiknum í Dallas. Æði er það langsótt hugmynd. Stone hins vegar leggur mikla áherslu á að dauði Kennedybræðra hafi rutt brautina fyrir Nixon og setur það í eitthvert ótrúlegt sam- hengi við lát bræðra Nixons, sem munu hafa leitt til þess að hann varð sá sonurinn á bænum sem komst í Iögfræðinám. Stone notar allar frásagnarbrell- urnar, sem við eigum að venjast úr kvikmyndum hans nú orðið, til að gefa sína kaldhömruðu útgáfu af Nixon. Farið er fram og til baka í tíma. Sviðsetningu atburða sem menn ræða sín á milli er skotið inn í samtölin. Filman er bæði í lit og svart/hvítu og filmuáferðin af öllum mögulegum tegundum en myndin er frábærlega tekin af Robert Ric- hardson (JFK). Tilraunamyndasen- um er skotið inn í frásögnina hér og hvar; Stone sýnir jafnvel frumu- skiptingu eins og hann vilji komast eins langt og hægt er að upprunan- um. „March of Time“ heimildar- mynd, sviðsett eins og Orson Wells gerði forðum í „Citizen Kane“, rek- ur ævi Nixons í fréttamyndaformi. Reyndar eru beinar tilvísanir í Kane fleiri t.d. í einu af upphafsatriðun- um þegar myndavélin nálgast Hvíta húsið um nótt í þrumum og elding- um og Nixon situr einn við segul- bandstækið með mínúturnar frægu sem vantaði úr upptökusafni hans í forsetabústaðnum. Aragrúi persóna kemur við sögu, flestar hveijar þekktar úr Water- gatefréttum og fjöidi þekktra leik- ara fer með hlutverk þeirra. Joan Allen leikur Pat Nixon fjarska vel með sífellt alvarlegri áhyggjusvip en verður seinna skilningsleysið og biturðin uppmáluð. James Woods er góður sem hinn snoðklippti Bob Haldeman, J. T. Walsh leikur John Erlichman, Paul Sorvino er Kissin- ger og Bob Hoskins á yndislega senu sem J. Edgar Hoover við laug- arbarminn heima hjá sér á baðslopp með ávaxtadrykk og aðstoðar- manninn sér við hlið. En það er Hopkins sem ber myndina uppi og hefur það erfiða hlutverk að biðja um samúð með manni sem steypir sjálfum sér í glötun. Gervið er sann- færandi, efri tennurnar sem settar eru í Hopkins, klippingin, hreyfing- arnar og jafnvel röddin. En það er hin innri þjáning sem á endanum fylgir okkur út. Stone leysir kannski ekki gátuna um Nixon frekar en Welles leysti gátuna um Kane en það er ijári gaman að sjá hann reyna það. . Arnaldur Indriðason Laugarásbíó Leikstjóri: Oliver Stone. Handrit: Stephen J. Rivele, Christopher Wilkinson og Oliver Stone. Fram- leiðendur: Stone og Clayton Towns- end. Kvikmyndataka: Robert Ric- hardson. Aðalhlutverk: Anthony Hopkins, James Woods, J. T. Walsh, Paul Sorvino, David Hyde Pierce, Joan Allen, Bob Hoskins, Ed Harr- is. Hollywood Pictures. 1995. Þorsteinn Gylfason flyt- ur fyrirlestur FYRIRLESTRARÖÐIN Er vit í vísindum? hefur staðið yfír síðustu 5 laugardaga í Háskóla- bíói. Hún hófst í sal 3 laugar- daginn 10. febrúar en var flutt í sal 2 vegna góðrar aðsóknar. Þar hefur verið tekist á við nokkrar grundvallarspurning- ar um eðli og takmörk vísinda. Lögð hefur verið áhersla á að erindin séu aðgengileg enda eru þau ætluð almenningi. Aðgangur er ókeypis. Þorsteinn Gylfason, prófess- or í heimspeki, lýkur fyrir- lestraröðinni laugardaginn 16. mars. Morgunblaðið/Sveinbjörn Berentsson Maturinn upp á veg ÞAU ERU mörg handtökin sem björgunarsveitarmenn vinna. Á þriðjudag voru félagar í björgun- arsveit Slysavarnafélagsins í Hafnarfirði, Fiskakletti, kallaðir að Kleifarvatni, en þar hafði GMC-jeppi farið út af veginum. Jeppinn stóð í hliðarhalla og þorði ökumaðurinn ekki að færa hann, af ótta við að hann legðist á hliðina. Jeppinn var á leið að Krýsuvíkurskóla með matar- birgðir og drifu björgunarsveit- armenn sig á vettvang á tveimur bílum, komu jeppanum upp á veg og tryggðu þannig nægan mat í Krýsuvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.