Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Brunabótaféiag Islands
Ingi R. Helgason
lætur af störfum
INGI R. Helgason, forstjóri Bruna-
bótafélags íslands, tilkynnti
ákvörðun sína um starfslok hjá fyr-
irtækinu með sex mánaða fyrirvara
á stjórnarfundi eignarhaldsfélags
Brunabótafélagsins föstudaginn 15.
mars. Hilmar Pálsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Vátryggingarfé-
lagi íslands hf., hefur verið ráðinn
forstjóri í hans stað.
í fréttatilkynningu frá. eignar-
haldsfélaginu kemur fram að Ingi
R. Helgason hafi orðið forstjóri
Brunabótafélags íslands 1. júlí árið
1981, hafi starfað nær 15 ár hjá
félaginu, og stýrt því á miklum
umbrotatímum íslensks vátrygg-
ingamarkaðar og lagabreytinga um
Brunabótafélagið.
Hilmar Pálsson tekur við
Við ákvörðun Brunabótafélags
íslands og Samvinnutrygginga gt.
um stofnun Vátryggingafélags Is-
lands hf. til að sinna vátrygginga-
starfi stofnfélaganna árið 1989
varð Ingi R. Helgason starfandi
stjórnarformaður VÍS samkvæmt
hluthafasamkomulagi stofnfélaga
um stjórnendur félagsins og skipt-
ingu starfa og ábyrgðar forstjóra
og starfandi stjórnarformanns.
Ingi R. Helgason Hilmar Pálsson
Á stjórnarfundi eignarhaldsfé-
lagsins var Hilmar Pálsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Vátryggingafé-
lagi íslands hf., ráðinn forstjóri hjá
Brunabótafélaginu og Vátrygg-
ingafélagi íslands hf. og tekur hann
við starfmu 1. október árið 1996.
Stjóm eignarhaldsfélagsins
Brunabótafélag Islands er kosin af
fulltrúaráði félagsins sem skipuð
er fulltrúum sveitarfélaganna.
Stjórn félagsins skipa nú: Friðjón
Þórðarson, fyrrv. ráðherra og sýslu-
maður, Guðmundur Bjarnason bæj-
arstjóri Guðmundur Oddsson skóla-
stjóri Ólafur Kristjánsson bæjar-
stjóri og Valdimar Bragason fram-
kvæmdastjóri. Formaður stjórnar-
innar er Hreinn Pálsson.
Morgunblaðið/Kristján
Fastur í bílnum
Akureyri. Morgunblaðið.
UNGUR piltur, ökumaður fólksbíls, var fluttur
á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri síðdegis í
gær eftir mjög harðan árekstur á Drottningar-
braut á Akureyri, skammt frá Umferðarmið-
stöðinni. Tveir bílar, smábíll og Lada Sport,
sem komu hvor úrs inni átt, rákust á.
Tækjabíll slökkviliðsins var kallaður á vett-
vang en pilturinn var fastur í bílnum. Töluverð
an tíma tók að skera bílinn í sundur og ná
piltinum út.
Hæstiréttur í Noregi dæmir íslenskan mann til refsingar
Fjögurra mánaða fangelsi
fyrir árás á börn sín
HÆSTIRÉTTUR Noregs hefur
dæmt rúmlega 31 árs íslending til
fjögurra mánaða fangelsisvistar
fyrir líkamsárás á fjögur bama
sinna. Undirréttur hafði áður dæmt
manninn í sex mánaða fangelsi.
Þótti réttinum sannað að maður-
inn hefði beitt fjögur af fimm börn-
um sínum ofbeldi jafnt og þétt og
með skipulegum hætti frá nóvemb-
er 1992 til 1. febrúar 1994. Voru
börnin tveggja, fimm, sex og átta
ára þegar barsmíðamar hófust.
Börnin fimm búa nú hjá fósturfor-
eldrum í Noregi.
í greinargerð Hæstaréttar er at-
hæfí mannsins lýst á þann veg að
hann hafi slegið börnin og lamið
með krepptum hnefa, í höfuð og
bak. Eldri börnin þijú hafi verið
barin í bakið með tréskafti, tveimur
hrint harkalega og að höfði þess
næstyngsta hafi verið slegið utan
í vegg.
Vitni báru fyrir dómi að elsta
barnið hafí virst lokað og tortrygg-
ið gagnvart umhverfinu, það hafi
sjaldan sýnt tilfinningar og haft til-
hneigingu til þess að láta sem
minnst á sér kræla. Einnig hafi
barnið kvartað undan svefntruflun-
um.
Þá hafi næstelsta barnið verið
lokað, árásargjarnt og óstýrlátt í
skóla. Bar fósturmóðir að barnið
hafi vakað um nætur af ótta við
að faðir þess væri nærri. Sagði hún
jafnframt að yngsta barnið sýndi
mikla þörf fyrir snertingu og væri
óöruggt í fasi.
Tveir dómaranna staðfestu dóm
undirréttar en þrír vildu stytta refs-
inguna um tvo mánuði og segir í
greinargerð að þótt rétturinn sé
sammála því að brotin séu alvarleg
og óásættanleg sé erfitt að leggja
endanlegt mat á eðli þeirra og
umfang.
Andlát
KRISTJÁN
AÐ ALSTEINSSON
KRISTJÁN Aðal-
steinsson, skipstjóri, er
látinn í Reykjavík, 89
ára að aldri.
Kristján var fæddur
30. júní árið 1906 í
Haukadal við Dýra-
ijörð. Hann lauk far-
mannaprófi frá Stýri-
mannaskólanum í
Reykjavík árið 1932.
Var stýrimaður á Gull-
fossi 1935-40 og eftir
það stýrimaður og
skipstjóri í afleysing-
um á Fossunum til
1953 er hann var
fastráðinn skipstjóri
hjá Eimskip. Hann vai
á Gullfossi árið 1958 þ
Kristján
Aðalsteinsson
skipstjóri orðu og
til flagg- Dannebrog.
skipið var selt úr landi.
Kristján kvæntist
eftirlifandi eiginkonu
sinni, Báru Ólafsdótt-
ur, árið 1937 og eign-
uðust þau eina dóttur.
Kristján var forseti
Farmanna- og fiski-
mannasambandsins
1961- 63, varamaður í
borgarstjórn
1962- 65. Honum var
einnig margur sómi
sýndur, m.a. gerður að
heiðursfélaga í Skip-
stjórafélagi íslands
árið 1985 og sæmdur
hinni íslensku fálka-
dönsku orð'unni,
>
>
i
Frumvarp til laga um breytingar á skaðabótalögum og reiknireglum þeirra lagt fram á Alþingi
Tryggingafélögin
segja iðgjaldahækk-
un óumflýjanlega
TALSMENN tryggingafélaga segja
að ef frumvarp allsheijarnefndar
Alþingis um breytingar á skaða-
bótalögum, þar sem m.a. er gert
ráð fyrir að margföldunarstuðull
verði hækkaður úr 7,5 í 10, muni
óhjákvæmilega hafa í för með sér
hækkun á tryggingaiðgjöldum þeg-
ar fram í sækir. Þeir segja að ekki
liggi fyrir á þessu stigi hver hækk-
unin gæti orðið, en það ætti að
verða ljóst á næstu dögum. Axel
Gíslason, forstjóri Vátryggingafé-
lags íslands, sagði í samtali við
Morgunblaðið að það væri alveg
ljóst að vegna fyrirhugaðra breyt-
inga á skaðabótalögunum yrðu ið-
gjöld hærri heldur en þau annars
hefðu þurft að vera þar sem hærri
bætur myndu óhjákvæmilega leiða
til hærri iðgjalda.
Hefur áhrif á
samkeppnisstöðu
Samkvæmt frumvarpi allsherjar-
nefndar verður gildistaka laganna
1. júlí næstkomandi. Frá fornu fari
er mest um endurnýjun á bílatrygg-
ingum 1. mars ár hvert til 12 mán-
aða, og sagði Axel að því væri búið
að ákveða og byrjað að innheimta
iðgjaldið sem á að gilda til 1. mars
á næsta ári.
„Það er gert í ljósi gildandi laga
og byggt á skaðabótarétti sem ræð-
ur þeim bótum sem við erum að
greiða. Nú breytir löggjafinn hugs-
anlega lögunum á tímabilinu og það
þýðir að meirihluta ársins verðum
við að greiða miklu hærri slysabæt-
ur heldur en við héldum þegar ið-
gjaldið var ákveðið. Þetta er ekkert
annað en aukaskattur og fyrir þessu
hefur ekki verið innheimt iðgjald.
Þetta eru því aðgerðir sem íslenskur
löggjafaraðili beitir sér fyrir og
verður til þess að íslensk trygginga-
félög verða að greiða afturvirkan
skatt sem nemur hundruðum millj-
óna fyrir félögin í heild. Nýtt félag
sem kæmi frá útlöndum getur byrj-
að frá grunni án þess að þurfa að
taka á sig nokkkuð slíkt og þetta
hefur auðvitað áhrif á samkeppnis-
stöðu félaganna," sagði Axel.
Grimm lögfræðistétt
Ágúst Karlsson, forstjóri Trygg-
ingar hf., sagði mikla óánægju vera
með það að verið sé að hreyfa við
skaðabótalögunum frá 1993 án
þess að komin sé reynsla á þau,
allt fyrir pressu frá lögfræðingum
sem stundi hagsmunagæslu sína á
fullu. Aðspurður um hvort hækkun
á margföldunarstuðlinum muni ekki
leiða til hækkunar á iðgjöldum
tryggingafélaganna sagði hann það
óhjákvæmilegt.
„Við getum’ ekkeií annað. Ið-
gjöldin eru keyrð í lágmarki og öll
félögin tapa á bifreiðatryggingum,
sama hvað FÍB og allir aðrir segja.
Þeim er haldið uppi af öðrum trygg-
ingagreinum, sem er kannski í lagi
og lagi ekki eftir því hver lítur á
það. Ég tel að öll viðskipti eigi að
standa undir sér sjálf, líka bifreiða-
tryggingar, en það er ekki hægt á
Islandi með þe_ssa grimmu lögfræði-
stétt,“ sagði Ágúst.
Iðgjöld endurspegla
tjónabætur
Einar Sveinsson; forstjóri Sjóvá-
Almennra, sagði að félagið væri að
láta meta hvaða áhrif umræddar
breytingar á skaðabótalögunum
hefðu á heildarbætur og því teldi
hann ekki tímabært að tjá sig um
málið fyrr en það mat lægi fyrir.
„Menn mega ekki líta framhjá
því að tjónabætur eru þegar til
lengri tíma er litið sá þáttur sem
ákvarðar iðgjöldin. Ef verið er að
víkka út bótasviðið þá mun það,
þegar litið er fram í tímann, leiða
til þess að iðgjöldin verða að endur-
spegla þær tjónabætur. Það segir
sig að vissu leyti sjálft, en hver
niðurstaðan í þessu einstaka máli
verður núna miðað við þessa lend-
ingu þá er ég bara ekki í stakk
búinn til að svara því,“ sagði Einar.