Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 33 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KVÓTIÍARF LANDSSAMBAND ísl'. útvegsmanna hefur óskað eftir því við Lagastofnun Háskóla íslands, að stofnunin lýsi áliti sínu á því, hvort greiða beri erfðafjárskatt af fiskikvóta, m.ö.o. hvort kvóti geti gengið í arf. Þessi ósk LÍÚ er sett fram í framhaldi af úrskurði Ríkisendurskoð- unar um þetta efni og niðurstöðu Hæstaréttar í svo- nefndu Guðbjargarmáli, en skv. þeim dómi er eigendum kvóta gert að eignfæra hann og afskrifa á fimm árum. Álit það, sem Lagastofnun tók saman að beiðni LÍÚ styð- ur niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Er það vilji íslenzku þjóðarinnar að veiðiheimildir í íslenzkri fiskveiðilögsögu gangi í arf? Er það vilji þjóðar- innar að eftir nokkur ár eða áratug verði hér fjöldi erf- ingja, sem lifir á því að leigja nýjum kynslóðum útgerðar- manna og sjómanna réttinn til þess að veiða fisk í sam- eiginlegri auðlind þjóðarinnar? Er þetta það þjóðfélag- skerfi, sem talsmenn þess að afhenda fámennum hópi manna veiðiheimildir fyrir ekki neitt, vilja koma á hér á íslandi? Auðvitað er þetta fáheyrt hneyksli. Auðvitað er það þjóðarhneyksli, að hér skuli vera að festast í sessi kerfi, sem byggist á því að hópi útgerðarmanna voru í upp- hafi afhentar veiðiheimildir í sameiginlegri auðlind lands- manna fyrir ekki neitt, veitt leyfi til þess að selja öðrum þessi verðmæti fyrir ekki neitt og nú liggur fyrir álit tveggja aðila um að þessar veiðiheimildir gangi í arf! Allir stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa lýst andstöðu við þetta kerfi. Ætlar meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokks og þingmenn Framsóknarflokks að halda fast við óbreytta skipan, sem þýðir að innan tveggja áratuga verða veiðiheimildir í íslenzkri fiskveiðilögsögu að verulegu leyti komnar í hendur erfingja? Það verður að teljast ótrúlegt, að útgerðarmenn fram- tíðarinnar sætti sig við að leigja kvóta af erfingjum, sem sitja í landi með þjóðarauðinn í höndunum. Það verður að teljast ótrúlegt að sjómenn framtíðarinnar hafi skap í sér til þess að draga þann fisk úr sjó, sem þeir megi ekki veiða nema tala við handhafa kvótans fyrst, erfingj- ana. Ef þingmenn taka ekki af skarið á næstu misserum er ljóst, að kjósendur verða að taka af skarið í næstu kosningum. VINNUFRAMLAGÁ MÓTIBÓTUM PÁLL Pétursson, félagsmálaráðherra, hefur hreyft merku máli, þar sem eru hugmyndir hans um breyt- ingar á kerfi atvinnuleysisbóta, sem í grundvallaratriðum byggjast á því, að þeir sem þiggja atvinnuleysisbætur skili starfi fyrir þær bætur. Nefnd, sem félagsmálaráð- herra skipaði fyrir nokkrum mánuðum hefur unnið að þessari tillögugerð undir forystu Hjálmars Árnasonar, alþingismanns Framsóknarflokks. í samtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag sagði Hjálm- ar Árnason m.a.: „Hugsunin er fyrst og fremst sú að reyna að koma í veg fyrir það, að atvinnuleysingjar brotni niður andlega af völdum atvinnu- og iðjuleysis." Sú þróun sem orðið hefur á undanförnum árum, í átt til aukins atvinnuleysis, er hörmuleg og út af fyrir sig á samfélagið ekki að sætta sig við hana. Það er hins vegar bót í máli, að neyð hinna atvinnulausu er ekki jafn mikil og hún var fyrr á öldinni, þegar atvinnuleysi þýddi neyðarástand fyrir fjölskyldur. En jafnframt er sjálfsagt og eðlilegt að gera þá kröfu til atvinnulausra að þeir axli eins og aðrir ákveðna þjóðfélagslega ábyrgð. Fyrir þá sjálfa skiptir máli hvort þeir taka við atvinnuleys- isbótum án nokkurs vinnuframlags eða hvort þeir taka við slíkum bótum og leggja eitthvað fram á móti. Það er sérstök ástæða til að fagna þessu framtaki Páls Péturssonar, félagsmálaráðherra. Hann er hér að beina umtalsverðu vandamáli, sem atvinnuleysi er, inn í alveg nýjan farveg. Vonandi verður þessum hugmyndum vel tekið af þingmönnum og verkalýðshreyfingu. Þær geta gjörbreytt því ástandi, sem nú ríkir meðal atvinnu- lausra landsmanna. •Umhverfi iðnaðar stórbatnað •Aðstöðumunur ekki að fullu jafnaður• Hlutafé ríkisbanka verði aukið og selt á almennum markaði UNDANFARIN tvö ár hafa verið íslenskum iðnaði hag- stæð. Talsvert hefur áunn- ist í því að jafna aðstöðu iðnaðarins gagnvart öðrum greinum, t.d. hvað varðar skattamál og hefur gengisþróunin verið greininni hagstæð. Enn er þó talsvert starf óunnið í þess- um efnum að því er fram kom í máli Haralds Sumarliðasonar, formanns Samtaka iðnaðarins, á Iðnþingi í gær. Nefndi hann sem dæmi upptöku veiði- leyfagjalds og afnám tveggja þrepa tryggingagjalds. Haraldur ræddi um þróunina í efna- hagsmálum á síðastliðnu ári og sagði margt hafa áunnist. Samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs, út frá raungengi íslensku krónunnar, hefði verið hag- stæð á síðustu árum og hefði árangur- inn ekki látið á sér standa. Útflutning- ur hefði aukist og markaðshlutdeild á heimamarkaði styrkst. Þá sagði hann að samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar myndi draga úr at- vinnuleysi á þessu ári. Reiknað væri með að ársverkum myndi fjölga um 2.500 en atvinnuþátttaka myndi hins vegar aukast um 1.700 ársverk. Niður- staðan yrði því 4,4% atvinnuleysi í ár samanborið við 5% á síðasta ári. „Það er mikilsverður árangur sem tryggja verður í sessi,“ sagði Harald- ur. „Samkvæmt áætlunum Hagstof- unnar má gera ráð fyrir að það verði 17 þúsund fleiri vinnufúsar hendur á vinnumarkaðinum á árinu 2005 en voru árið 1995. Það gerir þörfina fyrir markvissa og árangursríka hagvaxtar- stefnu enn ríkari.“ Haraldur sagði árangurinn af glímu stjórnvalda við hallarekstur hins opin- bera engan veginn fullnægjandi þótt þróunin hefði verið í rétta átt. Á síðast- liðnu ári hefði halli af opinberum rekstri numið 15 milljörðum króna sem væri um 6 milljarða lækkun frá fyrra ári. Sú lækkun stafaði þó eingöngu af tekjuauka vegna efnahagsbatans. íslenskur iðnaður í sókn Verðmæti útfluttra iðnaðai’vara jókst um tæplega 4 milljarða króna á síðasta ári og svarar það til um 19% aukningar. Þar af jókst verðmæti út- flutnings stóriðjunnar um 14,7% eða tvo milljarða króna. „Aðrar iðnaðarvörur hafa heldur betur sótt í sig veðrið og nemur verð- mætisaukningin 26,4% eða sem einnig jafngildir um 2 milljörðum. Athygli vekur að verðmætaaukningin í útflutn- ingi á afurðum stóriðju skýrist ein- göngu af hækkuðu verði en yerðmætis- aukningin í flokknum aðrar iðnaðarvör- ur er aðallega tilkomin af auknu rnagni." Haraldur benti á að þessi mikla sókn íslensks iðnaðar á erlenda markaði hefði gert það að verkum að hlutdeild iðnaðarvara í heildarútflutningi árið 1995 hefði aukist úr 18,6% í 21,4%. Þá sagði hann einnig að sókn ís- lenskra fyrirtækja í byggingariðnaði erlendis hefði verið nokkur og útlit væri fyrir að framhald yrði þar á. Is- lensk fyrirtæki hefðu nú haslað sér völl í Þýskalandi, Rússlandi, Eystrasalt- slöndunum og Bandatíkjunum svo dæmi væru nefnd. Þetta væri ekki síst mikilvægt í ljósi þess hve erfið staða byggingariðnaðarins hefði verið hér á landi á undanförnum árum og væri enn. Vaxtaþróun vekur spurningar um fjármagnsmarkaðinn Langtímavextir hækkuðu hér á landi andstætt þróuninni í nágrannaríkjun- um. Haraldur sagði þessa þróun vekja upp spurningar um hversu virk sam- keppni væri á innlendum fjármagns- markaði. Eðlilegt væri talið að skamm- tímavextir fylgi hagsveiflunni, hækki í uppsveiflu en lækki í niðursveiflu. Munur á skammtímavöxtum milli ein- stakra landa gæti því átt sér þær skýr- ingar að viðkomandi lönd væru stödd á óiíkum stað í hagsveiflunni. Öðru máli gegndi hins vegar um langtímavexti. Ef frelsi í fjármagns- flæði ríkti á milli landa ættu langtíma- vextir að þróast með svipuðum hætti frá einu landi til annars. „Það kemur því spánskt fyrir sjónir að á árinu 1995 lækkuðu langtímavextir í öllum löndum OECD nema á íslandi. Hér hækkuðu vextir. Þetta vekur upp spurningar um hversu virk samkeppnin er á íslenska fjármagnsmarkaðinum og hvort ekki sé ástæða til að efla hana frekar.“ í máli Haralds kom fram að á undan- fömum árum hefði skattalegt um- Heildarvelta í nokkrum iðngreinum 1994 og 1995 Óáfengir drykkir Þang- og þaramjöl Fiskikör o.fl. Pappaumbúðir Prentað efni Fiskinet, kaðlar o.fl. Álpönnur Steinull Lækníngatæki Fiskveiðabúnaður Fiskverkunarvélar Lyf Rafeindavogir Aörar iðnaðarvörur Útflutningur iðnaðarvara 1994 og 1995 FOB-verömæti í milljónum kr. _ ..,. . Breyting milli ára 1994 1995 Verð Verðmæti Magn Iðnaðarvörur 21.070 25.000 12,4% 18,8% 5,8% þar af stóriðja 13.552 15.515 15,0% 14,7% -0,3% og aðrar iðnaðarvörur 7.518 9.485 6,5% 26,2% 18,4% Vöruútflutningur alls: 112.654 116.612 llutfall af vöruútflutningi Iðnaðarvörur þar af stóriðja og aðrar iðnaðarvörur 21,4% 13,3% 8,1% SAMTOK IÐNAÐARINS 0 100 200 300 400 500 1.000 1.500 2.000 milljónir kr. Veiðileyfa- gjald eitt helsta bar- áttumálið íslenskur iðnaður hefur sótt mjög í sig veðrið á undanfömum tveimur árum. Eftir áralangan taprekstur snerist reksturinn við á árinu 1994 og á síðasta ári jókst útflutningsverðmæti iðnaðarinns um 19%, eins og fram. kom á Iðnþingi í gær. hverfi atvinnurekstrar í landinu breyst til hins betra og til samræmis við það sem erlendir samkeppnisaðilar byggju við. Hækkun tryggingagjalds um ára- mótin hafi því komið eins og þruma úr heiðskíru lofti og komi sú hækkun án efa til með að hefta frekari bata og draga þrótt úr atvinnulífinu. „Þar sem gjaldið er reiknað sem hlut- fall af greiddum vinnulaunum er ör- uggt að hærra hlutfall mun leiða til þess að vinnuveitendur munu, í við- leitni sinni til að lágmarka kostnað, síður ráða nýja starfsmenn að öðru óbreyttu. Hækkun tryggingagjaldsins stríðir því gegn því höfuðmarkmiði rík- isstjórnarinnar í efnahagsmálum að vinna bug á atvinnuleysi." Haraldur sagði að Samtök iðnað- arins hefðu eindregið mótmælt þessari hækkun tryggingagjaldsins og jafn- framt beint því til stjómvalda að hverfa frá þeirri mismunun sem fólgin væri í tryggingagjaldi með því að móta stefnu um samræmingu tryggingagjalds á all- ar greinar atvinnulífsins í áföngum, án þess þó að heildarfjárhæð þess hækk- aði. Kröfur um veiðileyfagjald ítrekaðar Haraldur ítrekaði í ræðu sinni af- stöðu Samtaka iðnaðarins til upptöku veiðileyfagjalds. Sagði hann þetta í fyrsta lagi snúast um réttlætissjónar- mið en einnig mætti nefna tvenn hag- kvæmnisrök fyrir upptöku slíks gjalds sem snertu starfsskilyrði atvinnulífsins beint. „Til þess að tryggja hámarksafrakst- ur í þjóðarbúskapnum og sem hag- kvæmasta nýtingu framleiðsluþátta þurfa allar atvinnugreinar að sitja við sama borð. Það skekkir samkeppnis- stöðuna ef ein atvinnugrein fær gefins mikilvæg aðföng. Við það myndast forskot sem ómögulegt er fyrir aðrar atvinnugreinar að vinna upp og útkom- an fyrir þjóðarbúið verður lakari en ella. Staða einstakra fyrirtækja innan sjávarútvegs er einnig misjöfn m.t.t. aðgangs að auðlindinni og samkeppnis- staðan því skökk. Innheimta veiðileyfa- gjalds væri því til þess fallin að jafna starfsskilyrði jafnt atvinnugreina sem fyrirtækja. í öðru lagi má færa rök fyrir því að ef veiðileyfagjald er lagt á með til- teknum hætti, getur það virkað til sveiflujöfnunar í þjóðarbúskapnum. Við markaðsaðstæður og virka samkeppni myndi verðið fyrir aðgang að auðlind- inni hækka þegar vel áraði og lækka aftur þegar á móti blæs. Það að draga úr sveiflum og skaðlegum áhrifum þeirra á verðmætasköpunina er ekki einkahagsmunamál iðnaðar og ferða- þjónustu eins og stundum er látið í veðri vaka. Sveiflujöfnun nýtist öliu atvinnulífí og ekki síst fyrirtækjum í fiskvinnslu.“ * Alyktun Iðnþings SAMTÖK iðnaðarins samþykktu á Iðnþingi í gær ályktun sem fer hér á eftir: „Hagstæð samkeppnisstaða á undanförnum árum hefur skilað vexti í útflutningi og aukinni mark- aðshlutdeild á heimamarkaði. Skyn- samleg hagstjórn og stöðugt rekstrarumhverfi eru forsendur þess að framhald verði á þessum góða árangri. Til þess að tryggja hámarksafrakstur í þjóðarbúskapn- um og sem hagkvæmasta nýtingu framleiðsluþátta þarf að ríkja jafn- ræði milli atvinnugreina. Samtök iðnaðarins telja að ekki verði lengur vikist undan því að sanngjarnt gjald verði lagt á nýt- ingarrétt fiskimiðanna við ísland. Fyrir þessu eru augljós réttlætisrök auk hagkvæmnisraka sem snerta beint starfsskilyrði atvinnulífsins. Veiðileyfagjald má nota til sveiflu- jöfnunar í þjóðarbúskapnum sem kemur öllu atvinnulífi til góða, ekki síst fiskvinnslunni. Samtök iðnaðar- ins leggja áherslu á að veiðileyfa- gjald dugar ekki eitt og sér til þess að jafna þær iniklu sveiflur sem einkennt hafa starfsskilyrði ís- lenskra fyrirtækja. Verðjöfnun er líka nauðsynleg til þess að skjóta traustum stoðum undir fjölbreytt atvinnulíf, fjölgun starfa og bætt lífskjör. Samtök iðnaðarins telja að auka þurfi til muna erlendar fjárfesting- ar í íslensku atvinnulífi. Ekki er nóg að glæða áhuga erlendra fjár- festa ef þeir eiga þess ekki kost að kaupa hlutabréf í íslenskum fyrir- tækjum. Stórefla þarf íslenskan hlutabréfamarkað og fjölga skráð- um fyrirtækjum, ekki síst í iðnaði. Sljórnvöld og hagsmunasamtök þurfa að taka höndum saman í þess- um efnum með breyttum leikregl- um, fræðslu og hvatningu. Virkur hlutabréfamarkaður og greiður aðgangur að upplýsinguin um fyrir- tækin eru forsenda þess að innlend- ir og erlendir aðilar geti og vilji leggja fé sitt í atvinnurekstur hér- lendis.“ -I- Takmarkanir á yfirfærslu rekstrartaps verði afnumdar Haraldur gerði heimild fyrirtækja til að draga eftirstöðvar rekstrartaps und- angenginna fimm ára frá tekjum í at- vinnurekstri að umræðuefni. Sagði hann það ekki ofsögum sagt að at- vinnulífið hafi orðið illa úti í efnahags- kreppu undangenginna ára og mörg fyrirtæki hafi þurft að þola verulegt tap, sem komið hafi fram í stöðugt lakari eiginfjárstöðu og auknum skuld um. „Nú er að verða sífellt ljósara að takmörkun heimildarinnar við fímm undangengin ár er ekki ásættanleg. Sveiflukennd afkoma fyrirtækja gerir það að verkum að verulegt tap hefur safnast yfir ákveðið tímabil sem ekki næst að færa á móti hagnaði fyrir til- sett tímamörk. Samtök iðnaðarins gera því að til- lögu sinni að takmörkun á yfirfærslu rekstrartapa við fimm ár verði afnumin úr lögunum. Þess í stað verði fyrirtækj um heimilað að gjaldfæra eftirstöðvar rekstrartapa undangenginna ára, óháð tímamörkum, framreiknaðar sam- kvæmt ákvæðum laganna. Það er rök- réttari aðferð sem mun styrkja efna- hagsbatann og bæta horfurnar í at- vinnumálum." Lánasjóðir atvinnuveganna myndi nýjan fjárfestingabanka Yrði í fyrstu hlutafélag í eigu ríkis ins en stefnt yrði að sölu FINNUR Ingólfsson iðnaðar- ráðherra stefnir að því að sameina Fiskveiðasjóð, Iðn- lánasjóð og Iðnþróunarsjóð og stofna á grunni þeirra nýjan fjár- festingabanka. Banki þessi yrði í uþp- hafi hlutafélag í eigu ríkisins en hluta- fé í honum yrði selt um leið og aðstæð- ur leyfðu, að því er fram kom í ræðu ráðherra á Iðnþingi í gær. Finnur sagði að nýskipan fjárfest- ingalánasjóða atvinnuveganna væri eitt af brýnustu verkefnum ríkis- stjórnarinnar. „Til álita kemur aðfleiri opinberir lánasjóðir komi að myndun ljárfestingabankans. Ráðgert er að sú áhættufjármögnun sem nú fer fram í sjóðunum þremur verði sameinuð og efld í sérstökum nýsköpunarsjóði. Til að tryggja sjóðnum nægilega fjármuni njóti hann arðs af hluta eigin fjár sjóð- anna þriggja og/eða arðs af hluta af hlutafé fjárfestingabankans." Sagði Finnur ýmis rök benda til þess að tími sérgreindra fjárfestinga- lánasjóða væri liðinn en nýskipan á þessu sviði þyrfti þó að hafa eðlilegan aðdraganda og að mörgu væri að hyggja, ekki hvað síst trausti inn- lendra og erlendra lánardrottna sjóð- anna. Iðnþróunarsjóði yrði því áfram falið að sinna áhættuflármögnun uns ný lög tækju gildi. Árangur í hagstjórn ekki viðunandi Finnur kom víða við í ræðu sinni í gær. Ræddi hann meðal annars um þann bata sem verið hefði í efnahags- lífinu hér á landi að undanförnu. Sagði hann að hagvöxtur hefði verið vel við- unandi undanfarin tvö ár og reiknað væri með að framhald yrði á hag- stæðri þróun fram til aldamóta. „Ekki eru allar hagstærðir jákvæð- ar þó svo nú stefni í rétta átt. Hag- vöxtur síðustu tveggja ára hefur ekki dregið úr atvinnuieysi í sama mæli og vonir stóðu til. Erlendar skuldir þjóðarbúsins eru einnig meiri en við- unandi getur talist. Atvinnuleysi fer nú minnkandi og erlendar skuldir hafa lækkað. En betur má ef duga skal.“ Nefndi Finnur sem dæmi að eitt brýnasta verkefni hagstjórnar undan- farinna ára hefði verið að draga úr halla ríkissjóðs en þar hefði fram til þessa lítið orðið ágengt. Hallinn væri verulegt áhyggjuefni, m.a. vegna þess að mikil lánsfjárþörf ríkisins héldi vaxtastigi uppi. Hins vegar væri stefnt að hallalausum fjárlögum á næsta ári og væri nú í gangi mikil vinna til að fínna leiðir að því marki. Hafnar veiðileyfagjaldi Finnur sagðist ekki geta tekið und- ir það sjónarmið að leggja ætti auð- lindagjald á sjávarútveginn. „Rök samtakanna fyrir hagkvæmni auð- lindagjalds eru tvenns konar. Annars vegar að gjaldið geti virkað til sveiflu- jöfnunar. Því er til að svara að erfitt er að útfæra auðlindagjald þannig að það nýtist til sveiflujöfnunar. Það eru til önnur tæki til að jafna sveiflur. Hins vegar telja Samtök iðnaðar- inns að gjaldið nýtist til að jafna starfsskilyrði iðnaðar og sjávarútvegs. Þetta verður að ræða í víðara sam- hengi. Eg er ekki hlynntur því að tek- ið verði upp auðlindagjald á eina at- vinnugrein umfram aðrar. Auðlinda- gjald ætti þá að leggjast á allar at- vinnugreinar sem nýta sér sameigin- legar auðlindir þjóðarinnar. Auðlinda- gjald, ef til þess kemur, mun skapa ríkissjóði tekjur og þá er eðlilegt að lækka skatta á atvinnulífið á móti,“ sagði Finnur. Hlutafé í ríkisbönkum boðið út á almennum markaði Finnur sagði að enn væri stefnt að því að afgreiða breytingu á ríkisbönk- unum í hlutafélög á yfirstandandi þingi. Það væri vilji ríkisstjómarinnar að þessar breytingar tækju gildi um næstu áramót. „Ég er þeirrar skoðunar að eftir fyrirhugaða formbreytingu eigi að auka hlutafé í bönkunum, bjóða það út á almennum markaði þannig að með þeim hætti komi nýir aðilar inn sem eigendur að bönkunum ásamt ríkinu. Þannig yrði eiginfjárstaða bankanna styrkt og bankarnir betur í stakk búnir að mæta aukinni sam- keppni. Ríkisbankarnir þurfa á auknu eigin fé að halda.“ Áhugi á stóriðju hér á landi hefur aukist að undanfömu og má þer nefna áhuga Columbia Aluminium á því að reisa álver á Grundartanga, umleitan •kínverskra aðila um byggingu lítils álvers með 30-40 þúsund tonna fram- leiðslugetu hér á landi og endurvakn- ingu viðræðnanna við Atlantsál-hóp- inn um byggingu álvers á Keilisnesi. Sagði Finnur að hópur myndi halda utan til Kína til frekari viðræðna í næsta mánuði. Finnur sagði þó ekki síður mikil- vægt að leggja áherslu á uppbyggingu smærri og meðalstórra fyrirtækja. „Við getum ekki treyst á að stóriðja verði umtalsverður grundvöllur efna- hagslegra framfara á næstu áratugum og auðlindir hafsins eru ekki lengur ávísun á vaxandi velmegun." Sagði Finnur að nú væri unnið að þremur verkefnum á vegum ráðuneyt- isins sem snéru að nýsköpun í atvinnu- lífinu. Meðal annars væri þar um að ræða „Átak til atvinnusköpunar" sem væri samstarfsverkefni iðnaðarráðu- neytis, Iðnlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Iðntæknistofnunar. Þar væri meðal annars ætlunin að hefja skipulega leit að vænlegum erlendum fyrirtækjum sem flutt yrðu til landsins til að efla íslenskt atvinnulíf og skapa ný störf. Þriðja verkefnið snéri síðan að því að laða hingað erlenda fjárfestingu í auknum mæli. Liður í því starfi væru viðræður við ofangreinda aðila en að auki myndi ríkið leggja sérstaka áherslu á stækkun Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga, þar sem ríkið ættá 55% hlut. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Páll Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Istaks, Theodór Blöndal, framkvæmdastjóri Stáls hf., Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, og Finnur Ingólfsson, iðnaðarráðherra, á Iðnþingi í gær. Auðlindaskatt á útveg og orku IPALLBORÐSUMRÆÐUM á Iðnþingi í gær sagðist Björn Bjamason, menntamálaráð- herra ekki hafa fallið fyrir þeim rökum sem sett hefðu verið fram fyr- ir veiðileyfagjaldi. Hann sagðist þó vera talsmaður þess að atvinnugrein- arnar byggju við jöfn samkeppnisskil- yrði. Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Alþýðuflokks, sagðist ekki þurfa að gera sérstaklega grein fyrir sinni skoð- un í þessu máli. Hana þekktu allir. Hann sagði það mikilvægt að skoða þessi mál með tilliti til þess sem fram- undan væri. Þannig væri fyrirsjánlegt að innan EES- landanna yrði rétturinn til virkjana og nýtingar náttúruauð- linda gefínn frgáls innan skamms. Það hefði það í för með sér að virkjun vatnsfalla hér á landi yrði öllum heimil. Ekki ætti að reyna að sporna við slíkri þróun með boðum og bönnum heldur búa þannig um hnúta að menn greiddu fyrir afnot af þessari auðlind með sama hætti og greiða ætti fyrir afnot af auðlindum sjávar. Stefán Guðmundsson, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, taldi Sighvat tala mjög fijálslega um auðlindir landsins. Það væri sín skoðun að auð- lindir landsins mættu aldrei verða eign útlendinga. „Ég vil ekki að ísland verði útgerðarstöð frá Hull eða Grimsby." Fulltrúar iðnrekenda voru spurðir að því hvers vegna erlendir fjárfestar hefðu ekki sýnt íslenskum fyrirtækjum meiri áhuga en raun bæri vitni og hví fyrirtækin væru oft á tíðum svo ands- núin erlendu fjármagni. Gunnar Svavarsson, forstjóri Hampiðjunnar, sagði það fyrst og fremst vera spurningu um hvers vegna íslensk fyrirtæki væru svo lokuð sem raun bæri vitni. Ekki aðeins gagnvart erlendu fjármagni heldur einnig gagn- vart innlendu fé. íslendingar væru nokkuð á eftir hvað þetta varðaði og fyrirtækin ættu því að byija á því að opna sig og nýta sér áhættufjármagn- ið sem í boði væri til vaxtar. Nauðsyn að endurbæta iðnnám 1 framsöguræðu sinni á undan pall- borðsumræðunum lagði Björn Bjarna- son áherslu á nauðsyn þess að bæta verkmenntun hér á landi, m.a. með aukinni verkaskiptingu milli skóla. Sagði Bjöm iðnnám lengi hafa átt undir högg að sækja en nauðsynlegt væri að auka áhersluna á námið, m.a. með því að benda nemendum fyrr á þá valkosti sem slíkt nám hefði upp á að bjóða. Sagði hann nauðsynlegt að breyta áherslunum í þessu sambandi því nýjar iðngreinar spryttu einmitt upp af nýjum hugmyndum. „Islenskt skólakerfí verður að taka mið af íslenskri samfélagsþróun og starfa í takt við hana. Til að svo megi verða er mikilvægt að skólakerfið sé sveigjanlegt og taki fagnandi á móti breytingum en setji sig ekki í vamar- stöðu. Einnig verður að vera náin sam- vinna á milli menntakerfis og atvinnu- lífs við þróun nýs náms, þannig að nemendur séu sem best búnir þegar þeir koma út í atvinnulífið." Sighvatur Björgvinsson gerði um- skiptin í rekstrarumhverfi iðnaðarins að umtalsefni í ræðu sinni. Sagði hann að umskiptin í greininni á árinu 1994 hefðu verið svo mikil að líkja mætti því við að tjaldi hefði verið svipt frá. Eftir áralangan taprekstur hefði hagn- aður greinarinnar tífaldast, úr um 160 milljónum árið 1993 í röskar 1.700 milljónir árið 1994. Greinin hefði grynnkað verulega á skuldum og eig- infjárstaðan hefði styrkst. Hann sagði að rót þessara sviptinga væri að fmna í gildistöku EES-samn- ingsins. Samningurinn hefði skapað þau tækifæri fyrir íslenskan iðnað sem breytt hefðu svo miklu. Sagði hann samninginn því vera einn þann mikil- vægasta alþjóðasamning sem gerðut hefði verið hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.