Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Indriði Pálsson, stjórnarformaður Skeljungs
Genun ráð fyrir
erlendvi samkeppni
*
Lánshæfismat Islands hækkar
hjá Standard & Poor’s
Bætir lánskjör
á erlendum
lánamörkuðum
UMRÆÐA um áform kanadíska
olíufélagsins Irving Oil um að
hefja rekstur á íslenska oljumark-
aðnum hefur nú hljóðnað. Á meðan
ekki liggur fyrir hvort félagið hef-
ur fallið frá fyrri áformum sínum,
og raunar óháð því, er skynsam-
legt að gera ráð fyrir að slík er-
lend samkeppni geti hafist hvenær
sem er á íslenska olíumarkaðnum,
hvort sem það verður með tilkomu
þessa félags eða einhvers annars.
Þetta kom .fram í ræðu Indriða
Pálssonar, stjórnarformanns
Skeljungs, á aðalfundi félagsins í
gær.
Indriði rifjaði m.a. upp í ræðu
helstu viðburði ársins á íslenska
olíumarkaðnum. Minnti hann á að
Skeljungur hefði tekið þátt í að
stofna Orkuna ehf. ásamt Hag-
kaupi og Bónus. Orkan opnaði í
byijun nóvember síðastliðins þijár
nýjar afgreiðslustöðvar, tvær á
höfuðborgarsvæðinu og eina á
Akureyri. Hann sagði viðtökur
hafa verið góðar frá upphafi og í
samræmi við væntingar.
Þá vék hann að kaupum Olíufé-
lagsins hf. á 35% hlutdeild í Olís
og stofnun Olíudreifingar hf. í
framhaldi af því. „Olíudreifing hf.
á nú að sjá um allan rekstur og
viðhald birgðastöðva beggja félag-
anna auk dreifingar á olíuvörum
á birgðastöðvar og smásölustaði
þeirra. I mínum huga er enginn
vafi á því að stefnt er að enn frek-
ari samruna, þótt vera kunni
heppilegt um tíma að hluti af
rekstrinum sé á nafni tveggja fyr-
irtækja og augljóst er hver stýrir
ferð.
Rekstrarumhverfi Skeljungs hf.
er því harla ólíkt því sem það var,
er við hluthafar komum síðast
saman á aðalfund fyrir ári. Þrátt
fyrir það sem hér er nefnt og við
eigum nú, að mínu mati, við einn
öflugan keppinaut að etja í olíuvið-
skiptum, þótt að forminu til séu
þeir tveir, er ég bjartsýnn á fram-
tíð Skeljungs.“
Hækkun á markaðshlutdeild
nema í bílabensíni
Árið 1995 var hagstætt Skelj-
ungi í sölu eldsneytis og varð
hækkun á markaðshlutdeild í öll-
Skeljungur hf. A\' /A 1]® stærstu hluthafar
/ mars 1996 Hlutafé (milli.kr.) %
1. The Shell Petrol. Co. 97,4 17,2
2. Hf. Eimskipaf. íslands 66,3 11,7
3. H. Benediktsson hf. 45,5 8,2
4. Tryggingamiðstöðin hf. 23,5 4,1
5. Sjóvá-Almennar tr. hf. 23,3 4,1
6. The Asiatic Petrol. Co. 20,0 3,5
7. Ólafur Björgúlfsson 18,1 3,2
8. Lífeyrissj. Vestfriðinga 17,4 3,1
9. Lífeyrissj. verslunarm. 17,0 3,0
10. ThorÓThors db. 11,3 2,0
396 aðrir hluthafar 227,6 39,9
SAMTALS 567,5 100,0
um tegundum eldsneytis nema
bílabensíni, þar sem hlutdeild var
svipuð og árið áður, að sögn Indr-
iða. „Það má rekja til endurbygg-
ingar tveggja stöðva og mikilla
vegaframkvæmda í grennd við þá
þriðju, en þessar þijár stöðvar eru
meðal stærstu bensínstöðva fé-
Iagsins. Þetta olli mikilli röskun
og samdrætti í sölu þeirra. Hlut-
deild félagsins í bensínsölu jókst
hinsvegar verulega seinni part
ársins og náði því sem næst að
vinna upp það sölutap er áður
hafði átt sér stað. Hlutdeild félags-
ins í heildarmarkaði hækkaði úr
26,1% í 26,9%.“
Heildarsala Skeljungs á olíuvör-
um nam um 182 þúsund tonnum
árið 1995 og hafði aukist úr 170
þúsund tonnum frá árinu áður eða
um 7%. Söluaukningin skýrist
fyrst og fremst af aukinni sölu í
flugsteinolíu, gasolíu, SD skipaolíu
og svartolíu. Bensínsala var hins
vegar svipuð, eins og fyrr sagði.
Rekstrartekjur félagsins námu
alls 6.367 milljónum samanborið
við 5.925 milljónir árið 1994 sem
er um 7,5% aukning. Hagnaður
ársins var alls 145 milljónir sam-
anborið við 125 milljónir árið áður.
Fjárfestingar Skeljungs á síð-
asta ári námu alls 374 milljónum
samanborið við 307 milljónir árið
áður. Þar af fóru 208 milljónir til
nýframkvæmda á bensínstöðvum.
Á fundinum var s^mþykkt að
hlutafé yrði aukið um 10% með
útgáfu jöfnunarhlutabréfa og að
greiddur yrði 10% arður.
BANDARÍSKA matsfyrirtækið
Standard & Poor’s hefur hækkað
mat sitt á lánshæfi íslands á alþjóð-
legum lánamarkaði. Einkunn vegna
erlendra langtímaskuldbindinga
hækkar nú úr A í A+ og einkunn
vegna skammtímaskuldbindinga
hækkar úr A-1 í A-1+, en það er
hæsta einkunn sem fyrirtækið gefur
fyrir skammtímalán, samkvæmt
frétt frá Seðlabankanum.
Þá hefur Standard & Poor’s til-
kynnt að fyrirtækið hafi gefið lang-
tímaskuldbindingum ríkissjóðs í inn-
lendri mynt lánshæfiseinkunnina
AA+. Þessi einkunn var gefin án
þess að sérstaklega væri farið fram
á hana af hálfu íslenskra stjórn-
valda. Einkunnin lýsir mjög miklu
hæfi til að greiða vexti og endur-
greiða höfuðstól, að mati Standard
& Poor’s.
Hækkunin á lánshæfismati Stand-
ard & Poor’s endurspeglar að dómi
fyrirtækisins bætta hagstjórn sem
ásamt styrktri stjórn á auðlindum
sjávar gerir þjóðarbúskapinn síður
viðkvæman fyrir ytri áföllum. Auk-
inn sveigjanleiki í ríkisijármálum og
peningamálum ætti að draga úr háu
hlutfalli erlendra skulda opinberra
aðila og um leið leggja grunn að
stöðugri hagvexti í framtíðinni.
Standard & Poor’s segir í tilkynn-
ingu sinni að lánshæfíseinkunnir Is-
lands styðjist við þjóðfélagslegan og
pólitískan stöðugleika, efnahagslegan
styrk og mannauð sem leitt hafi af
sér einar hæstu þjóðartekjur á mann
innan Efnahags- og framfarastofnun-
arinnar OECD. Þá er vísað til þess
að verðbólga hafí lækkað verulega
og sé nú ein hin lægsta í heimi.
Ennfremur lýsir Standard &
Poor’s því áliti sínu að horfur séu á
stöðugleika. Þjóðarbúskapurinn sé
þó viðkvæmur fyrir þróun í ytri þátt-
um en á móti komi bætt efnahags-
stefna sem dragi úr áhrifum efna-
hagsáfalla. Hins vegar er þeirri skoð-
un lýst að nauðsyn sé á hóflegum
kjarasamningum, aðhaldi í fjármál-
um sveitarfélaga og einkavæðingu
íjármálastofnana hins opinbera ef
takast eigi að ná markmiðum rík-
isstjórnarinar um að draga úr láns-
fjárþörf hins opinbera og lækka er-
lendar skuldir, að því er fram kemur
í frétt Seðlabankans.
Margar hamingjuóskir
hafa borist
„Þetta_ eru mjög góðar fréttir,”
sagði Olafur Isleifsson, fram-
kvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðla-
bankans. „Standard & Poor’s gaf
íslandi fyrst einkunnir árið 1989 og
þær hafa verið óbreyttar þar til nú.
Við höfum fengið mörg símtöl í dag
úr íjármálaheiminum erlendis þar
sem menn óska okkur til hamingju.
Það má gera því skóna að þetta
muni bæta lánskjörin bæði til langs
tíma og skamms tíma. Þá mun mark-
aðurinn fyrir íslensk bréf stækka.”
Olafur kvaðst hins vegar ekki geta
metið að svo stöddu hvað breytingin
hefði í för með sér mikla breytingu
á lánskjörum ríkissjóðs. „Miðað við
þau viðbrögð sem við höfum fengið
þá sýnist mér að þetta hreyfí ótvír-
ætt við kjörunum til batnaðar.”
Hagnaður VWjókst
um 124%ífyrra
Wolfsburg. Reuter.
VOLKSWAGEN AG hefur tilkynnt
að nettóhagnaður fyrirtækisins hafí
aukizt um 124% 1995 í 336 milljónir
marka.
VW segir að greiddur verði sex
marka arður á almennt hlutabréf, sem
er þriggja marka hækkun frá 1994.
Polo og Audi A4 áttu þátt í að
sala jókst í 88.12 milijarða marka úr
80.04 milljörðum marka ári áður.
Hagnaðurinn jókst ekki eins mikið
og sérfræðingar höfðu spáð. Þeir
höfðu búizt við 500-600 milljóna
marka hagnaði, en mikil sala og auk-
in arðgreiðsla styrkja þá vaxandi
skoðun að VW sé aftur á leið til varan-
legs hagnaðar eftir tæplega tveggja
milljarða marka tap 1993.
Hlutabréf í VW hækkuðu um 13,1
mark í 544,80 mörk.
Yfirstjóm Flugleiða stokkuð upp
SIGURÐUR Helgason, forstjóri
Flugleiða, kynnti í gær breytingar á
yfírstjórn félagsins sem taka gildi
1. maí nk. Þetta er fyrsti liður í
endurskipulagningu á starfsemi fyr-
irtækisins. Aðrir þættir þessarar
endurskipulagningar verða kynntir
á næstu vikum. Með þessum breyt-
ingum verður skilið milli markaðs-
þátta og framleiðsluþátta starfsem-
innar og fyrirtækinu skipt í sex
starfssvið í stað fímm áður, skv.
frétt frá félaginu.
• Markaðssvið
Flugleiða fær
nýtt hlutverk og
leiðir fyrirtækið
í þeirri viðleitni
að koma á betra
og nánara sam-
bandi við mark-
að og viðskipta-
vini og þróa og
móta nýja þjón-
ustu. Innan
sviðsins verða nokkrar sjálfstæðar
rekstrareiningar sem hver um sig
hefur með höndum einn tiltekinn
hluta markaðarins, greinir þarfir
hans fyrir þjónustu og stýrir mark-
aðssetningu hennar. Pétur J. Ei-
ríksson er framkvæmdastjóri
markaðssviðs.
• Sölusvið er nýtt svið sem hefur
með höndum rekstur sölukerfis og
alþjóðlega dreif-
inguþjónustunn-
ar. Á nýju sölu-
sviði er gert ráð
fyrir sjálfstæðum
rekstrareining-
um líkt og á öðr-
um sviðum. Hver
um sig hefur með
að gera afmark-
aðan þátt sölu-
starfseminnar og
rekur hann sjálfstætt. Fram-
kvæmdastjóri sölusviðs verður
Steinn Logi Björnsson, sem verið
hefur svæðisstjóri Flugleiða í Vest-
urheimi.
• Framleiðslusvið hefur með hönd-
um rekstur framleiðslueininga fé-
lagsins, þar á meðal flugdeild, við-
haldsdeild, flugeldhús og fleira.
Stefnt er að því að hver um sig verði
rekin sem sjálfstæð rekstrareining
og sníði framleiðslu sína fyrir ein-
staka markaðshluta með skilgrein-
ingu markaðssviðs til hliðsjónar.
Framkvæmdastjóri framleiðslusviðs
verður Guð-
mundur Páls-
son, sem verið
hefur fram-
kvæmdastjóri
tæknisviðs og
stöðvareksturs.
• Fjármálasvið
fær nýtt hlut-
verk. Það hefur
að hluta með að
gera hefðbundin verkefni fjármála-
sviðs, eins og það
hefur starfað
innan Flugleiða.
Til viðbótar kem-
ur stjórnun á
samspili sjálf-
stæðra rekstrar-
eininga annarra
sviða. Jafnframt
verða ýmis mikil-
væg rekstrar-
stjórnkerfi rekin
af fjármálasviði og það hefur með
höndum þróun nýrrar upplýsinga-
tækni. Framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs er Halldór Vilhjálmsson.
• Á stjórnunarsviði er starfsmanna-
málum fyrirtækisins gefið nýtt vægi.
Það er viðurkenning á því að fyrir-
tæki þurfa að leggja stöðugt meiri
áherslu á að velja
af kostgæfni fó.lk
til starfa og
þjálfa það til að
svara kröfum
markaðarins um
betri þjónustu.
Þetta verður nú
meginþáttur í
starfi sviðsins en
að auki hefur það
njeð höndum stjórnun á rekstri fast-
eigna og skrifstofuþjónustu Flug-
leiða og samskipti við hluthafa fé-
lagsins. Framkvæmdastjóri stjórn-
unarsviðs er Björn Theódórsson,
sem verið hefur framkvæmdastjóri
flugrekstrar- og stjórnunarsviðs.
• A þróunarsviði fer fram stöðug
umfjöllun um endurnýjun flugflot-
ans. Þetta er vjðamikið verkefni sem
meðal annars felur í sér samskipti
við flugvélaframleiðendur, þarfa-
greiningu fyrir flugflotaendurnýjun,
tæknilýsingu nýrra flugvéla, og ráð-
gjöf til forstjóra varðandi þá kosti
sem fyrir hendi
eru á markaðn-
um hveiju sinni.
Framkvæmda-
stjóri þróunar-
sviðs er Leifur
Magnússon, sem
jafnframt er full-
trúi Flugleiða í
tækni- og flug-
rekstrarnefnd
AEA, Evrópusambands flugfélaga.
• Aðstoðarmaður forstjóra verður
Einar Sigurðsson, en hér er um
að ræða nýja stöðu hjá félaginu.
Aðstoðarmaður forstjóra hefur
jafnframt með höndum yfirumsjón
stefnumótunar-
vinnu fyrirtæk-
isins, stjórn upp-
lýsingadeildar, -
og nýrrar gæða-
stjórnunardeild-
ar. Stefnumótun
er fastur þáttur
í daglegri stjórn-
un fyrirtækisins
og með þessu er
hún sett í nýjan
farveg. Gæðastjórnun er tiltölulega
nýr þáttur í starfseminni og verður
nú gefið aukið vægi og mun snerta
öll rekstrarsvið á næstu árum.