Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 64
SHffjgmifclfifrft
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
KAogKR
sameinast
Hvolsvelli. Morgunbladið.
STJÓRNIR Kaupfélags Árnesinga
og Kaupfélags Rangæinga stefna
að samruna kaupfélaganna í vor.
KÁ mun frá næsta mánudegi leigja
rekstur KR uns samruni hefur far-
ið fram. Um helgina verður unnið
að breytingum í verslun KR á
Hvolsvelli. M.a. verður vöruverð
fært til samræmis við verð í KÁ-
verslunum.
Að sögn forsvarsmanna kaupfé-
laganna hefur undirbúningur að
sameiningu staðið yfir frá miðju
sl. sumri, í samvinnu við lánar-
drottna, en ástæðan fyrir þessu er
gríðarlegur fjármagnskostnaður
KR sem er að sliga félagið. Eigin-
fjárstaðan mun vera jákvæð, en
uppsafnað tap síðari ára nemur um
40 milljónum kr.
Forsvarsmenn telja betra að
grípa í taumana fyrr en seinna.
Þetta séu tímamót í verslun á Suð-
urlandi, neytendum til góðs. Hald-
inn var fundur með starfsfólki KR
í gær. Það var fullvissað um að
uppsagnir kæmu ekki til, heldur
stæðu vonir til þess að kaupfélagið
gæti skapað fleiri störf í framtíð-
inni.
Ársvelta KÁ er„um þrír milljarð-
ar og KR um 600 m.kr. Eftir sam-
eininguna verður KÁ stærsti
áburðar- og fóðursali landsins.
Fjármálaráðherra segir lífeyrismál opinberra starfsmanna tímasprengju
Getur komið til þess
að loka verði sjóðnum
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-
herra segist vonast til að frumvarp
um breytingar á Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins verði lagt fram
sem fyrst. Hann segir að ef einstak-
ir hagsmunahópar komi í veg fyrir
eðlilegar breytingar á lögum sjóðs-
ins eigi ríkið engan annan kost í
stöðunni en að loka sjóðnum og
ráða nýja ríkisstarfsmenn á öðrunj
kjörum. Hann vísar í því sambandi
til aðgerða sem Vestmannaeyjabær
greip til nýlega.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
gaf í fyrradag út yfirlýsingu á Al-
þingi um að frumvarp um breyting-
ar á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis-
ins yrði ekki afgreitt á þessu þingi
í andstöðu við samt.ök opinberra
starfsmanna.
Friðrik, sem nú dvelst erlendis,
var spurður hvort þessi yfirlýsing
hefði verið gefin í samráði við hann.
„Forsætisráðherra, sem gegnir
nú störfum fjármálaráðherra, hafði
ekki samband við mig sérstaklega
Forsætisráðherra hafði ekki samráð
við fjármálaráðherra um yfirlýsingu
um þessa ræðu sem hann flutti á
þinginu, en við höfum að sjálfsögðu
mjög oft rætt saman um þessi mál
og erum um þau sammála, að því
er ég best veit.“
Tímasprengja
Friðrik sagði óhjákvæmilegt að
taka lífeyrismál opinberra starfs-
manna föstum tökum og hann hefði
unnið að málinu í samræmi við
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
„'Uppsöfnun skuldbindinga vegna
lífeyrisréttinda opinberra starfs-
manna er tímasprengja sem bráð-
nauðsynlegt er að aftengja sem
fyrst. Slíkt verður ekki gert nema
með því að breyta lögum á þann
hátt, að lífeyrisiðgjöld og ávöxtun
þeirra standi undir greiðslum til líf-
eyrisþega. Fyrirliggjandi frumvarps-
drög, sem lífeyrisnefndin er að ijalla
um og eru nú til skoðunar hjá trygg-
ingastærðfræðingi og lögfræðing-
um, byggjast á því að iðgjöld ríkis-
ins stórhækki frá því sem nú er til
að samtímagreiðslur tryggi sam-
svarandi lífeyrisréttindi og rík-
isstarfsmenn hafa í dag.
í lífeyrisnefndinni eru fjórir full-
trúar ríkisstarfsmanna og nefndin
er enn að störfum. Ríkisstjórnin og
þingflokkar stjórnarinnar hafa frá
öndverðu fylgst með þessu máli
enda er þetta stórpólitískt mál, sem
tekið er á í stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar, en þar segir að
„treysta [skuli] starfsgrundvöll líf-
eyrissjóðakerfisins þannig að allir
landsmenn njóti sambærilegra líf-
eyrisréttinda“.
Ég hef margoft tekið fram að
það hefur aldrei staðið til að svipta
menn bótalaust réttindum, sem þeir
hafa áunnið sér, enda eru slík rétt-
indi lögvarin í stjórnarskránni. Það
eru því engar fréttir.
Lagt fram sem fyrst
Á þessari stundu get ég ekkert
sagt um það hvenær hægt verður
að leggja frumvarpið fram. Vonandi
verður það sem fyrst eftir að menn
hafa náð saman um forsendur máls-
ins, en að því er unnið. Aðalatriðið
er að ríkisstjórnin fylgi fram stefnu
sinni og um það er enginn ágrein-
ingur og hefur aldrei verið. Ef ein-
stakir hagsmunahópar koma í veg
fyrir eðlilegar breytingar á lögum
sjóðsins er enginn annar kostur í
stöðunni en að loka sjóðnum og
ráða nýja ríkisstarfsmenn á öðrum
kjörum. Til slíkra ráða greip t.d.
Vestmannaeyjabær fyrir skömmu
til að koma í veg fyrir áframhald-
andi uppsöfnun innistæðulausra
skuldbindinga," sagði Friðrik.
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Landsvirkiun hækkar gjaldskrá um 3%
Almenn hækk-
un allt að 1,8%
STJÓRN Landsvirkjunar hefur
ákveðið að hækka gjaldskrá Lands-
virkjunar um 3%. Halldór Jónatans-
son, forstjóri Landsvirkjunar, segir
að með hækkuninni sé verið að leið-
rétta gjaldskrána í kjölfar almennra
verðlagsbreytinga. Ékki þurfi hins
vegar að hækka gjaldskrána til
jafns við almennar verðlagshækk-
anir vegna aukinna tekna af orku-
sölu til stóriðju. Hækkunin er talin
valda allt að 1,8% hækkun á al-
mennu smásöluverði.
Halldór sagði að gjaldskrá
Landsvirkjunar hefði verið óbreytt
frá 1. janúar árið 1994 á sama tíma
og vísitala byggingarkostnaðar
hefði hækkað um 6,3%. Landsvirkj-
un bæri lögum samkvæmt að leita
Myndað í
Víkurfjöru
ÞÓ SUMARIÐ sé ekki alveg á
næsta leyti, o.þ.m. aðalferða-
mannatíminn, er töluvert um
erlenda ferðamenn á landinu.
Löng og fjölbreytt dagsferð
Kynnisferða um Suðurland og
allt austur í Mýrdal verður sí-
fellt vinsælli þótt enn sé mesti
fjöldinn í ferðinni að Gullfossi
og Geysi. Víkurfjaran hefur
að geyma ýmsa leyndardóma
og ekki spillir útsýnið að Reyn-
isdröngum. Að minnsta kosti
hefur ferðamaðurinn að ofan
valið að hafa drangana í bak-
sýn á mynd sinni.
Dæmdur í 6 ára fangelsi í héraðsdómi fyrir tilraun til manndráps
Réðst í vímu með
hnífi á sofandi mann
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi í gær 29 ára mann, Baldur
Gunnarsson, í sex ára fangelsi fyrir
tilraun til manndráps og húsbrot.
Baldur er sakfelldur fyrir að hafa
ruðst í heimildarleysi inn í hús í
Hafnarfirði, farið inn í svefnherbergi
þar sem 29 ára maður og 22 ára
kona sváfu, sest klofvega á manninn
og lagt til hans með hnífi og veitt
honum 11 cm langt svöðusár á háls.
í dóminum kemur fram að árásar-
maðurinn hafi neytt hass nær dag-
lega í 18 mánuði fyrir árásina og
amfetamíns og áfengis 3 daga fyrir
hana. Ekkert annað kom fram sem
skýrði árásina en mennirnir þekktust
ekki.
Árásin var framin að morgni ný-
ársdags. Maðurinn sem fyrir árásinni
varð kvaðst hafa vaknað við mikinn
sársauka. Hann greip um hnífsblaðið
og hljóp árásarmaðurinn þá út án
þess að segja nokkuð.
Lögregla rakti fótspor í snjó að
heimili Baldurs. Þar fundust blóðugir
hanskar og hnífar eins og sá sem
hafði orðið eftir á vettvangi. Þá kom
útlit mannsins heim og saman við
lýsingu konunnar sem var í rúmi
árásarþolans og vaknaði við árásina.
Árásarmaðurinn sagðist hafa ver-
ið undir áhrifum hass, áfengis- og
amfetamíns frá því daginn fyrir
gamlársdag fram að handtöku. Hann
mundi lítið eftir ferðum sínum seinni
hluta nýársnætur þar til hann var
staddur í herbergi þar sem maður
og kona lágu í rúmi.
umsagnar Þjóðhagsstofnunar varð-
andi þörf fyrir hækkun á gjaldskrá
fyrirtækisins á hveijum tíma. „Slík
umsögn liggur nú fyrir og hefur
stjórn Landsvirkjunar komist að
þeirri niðurstöðu að vegna afkomu-
bata sem fylgi auknum tekjum af
orkusölu til stóriðju þurfi ekki að
koma til hækkunar á gjaldskrá fyr-
irtækisins til jafns við almennar
verðlagshækkanir á fyrrnefndu
tímabili," sagði hann.
Sama raunverð og 1995
Hann sagði að með hliðsjón af
því og í samræmi við umsögn Þjóð-
hagsstofnunar væri niðurstaða
stjórnar Landsvirkjunar að hækka
gjaldskrána um 3% frá og með 1.
apríl. „Eftir þá hækkun verður
raunverð Landsvirkjunar á þessu
ári það sama og 1995 og 4% lægra
en 1994,“ sagði hann og bætti við
að stjórnin hefði jafnframt sam-
þykkt að auka aðhald og sparnað
í rekstri með það að markmiði að
ná hallalausri rekstrarafkomu á
þessu ári. í máli Halldórs kom fram
að hækka hefði þurft gjaldskrána
um rúmlega 6% í stað 3% ef hækk-
unin hefði átt að vega að fullu upp
á móti verðbólgu frá ársbyijun 1994
til dagsins í dag.
Halldór sagði að hækkunin gæti
valdið allt að 1,8% hækkun á al-
mennu smásöluverði rafmagns frá
dreifiveitum enda væri afleidda
hækkunin um 60% af hækkun gjald-
skrár Landsvirkjunar. Almenna
hækkunin er miðuð við að viðkom-
andi dreifiveita láti alla hækkunina
ganga út í verðlagið. Sú hækkun
myndi hafa í för með sér 0,02%
hækkun vísutölu neysluverðs.