Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLMIÐLUIM
Ráðstefna um útvarp og sjónvarp á samkeppnismarkaði
Deilt á yfirstjóm RUV
Stefán Jón Ævar Markús Örn
Hafstein Kjartansson Antonsson
Alþýðubandalagið stóð
fyrir ráðstefnu um út-
varp og sjónvarp um
seinustu helgi, en þar
kom meðal annars fram
hörð gagnrýni á skipu-
lag Ríkisútvarpsins.
RÍKISÚTVARPINU hnignar og
það svarar ekki kalli tímans að
mati Stefáns Jóns Hafsteins dag-
skrárgerðarmanns á Stöð 2, en
hann var einn frummælenda á ráð-
stefnu Alþýðubandalagsins á_ laug-
ardag, undir yfirskriftinni Útvarp
og sjónvarp á samkeppnismarkaði,
hlutverk, skyldur og framtíðarhorf-
ur á tímum niðurskurðar og aukins
fjölmiðlaframboðs.
Stefán Jón kvaðst telja fjölmiðia
of mikilvæga til að hið opinbera
hefði ekkert um þá að segja. Væru
einkastöðvar einráðar þyrfti ríkis-
valdið að láta þær uppfylla einhvers
konar lágmarksskilyrði. Hann benti
á í því sambandi að í mörgum lönd-
um starfi einkastöðvar eftir for-
skrift almannavaldsins og sjálfur
teldi hann eftirlitslausan markað í
fjölmiðlun útilokaðan.
Stefnir ekki
að markmiði
Stefán vitnaði í Bjöm Bjarnason
menntamálaráðherra og Siguijón
Sighvatsson framvæmdastjóra
þeim sjónarmiðum til stuðnings, að
þörf sé á fjölrniðlum sem uppfylli
tiltekið menningarhlutverk. „Ríkis-
útvarpið er tæki til að ná fram
ákveðnu markmiði, en ekki mark-
mið í sjálfu sér. Markmiðið er nokk-
uð vel skilgreint í útvarpslögum,
en stofnunin er ekki að stefna að
því markmiði og rennur afturábak
frekar en áfram. Þá er ekki við
markmiðið að sakast, heldur tæk-
ið,“ sagði Stefán Jón.
Hann kvað vandann
liggja í stjórn stofnunar-
innar og deildi á útvarps-
ráð og val stjórnmála-
flokka í það, sem hann
telji óábyrgt. í heild hafi ráðsmenn
ekki burði til að taka ritstjórnarlegt
frumkvæði, sem þó sé nauðsynlegt
nú því að útvarpsstjóri sinni ekki
því hlútverki.
_ Stefán setti m.a. spurningar-
merki við 45 milljóna króna kostnað
samfara kaupum RÚV á dagskrár-
efni frá Ólympíuleikunum í Atlanta,
útsendingar á íþróttaefni, rekstur
útvarpsleikhúss á sama tíma og
mikið framboð væri á leiklist um
allt land og rekstur svæðisútvarps-
stöðva, m.a. á Norðurlandi.
Sjálfstæði RÚV
niðurlægt
Ævar Kjartansson ritstjóri
menningarmála RÚV sagði sam-
bandsleysi ríkja milli útvarpsráðs
og starfsmanna og hann teldi bein
afskipti ráðsins, svo sem af manna-
ráðningum, stjórnast af óskil-
greindum þáttum og ekki vera til
fagnaðar. Hann sagði ákveðið
stjórnleysi við lýði á RÚV sem skýr-
ist af undarlegu skipulagi stofnun-
arinnar og því að menn séu of upp-
teknir af almennri fjölmiðlastefnu.
„Það er líka mikið af vondu fólki,
en það er annað mál,“ sagði hann.
Hann sagðist setja spurningarmerki
við sjálfstæði stofnunarinnar, þar
sem mörg dæmi séu um inngrip
stjórnvalda. Ævar kvaðst álíta að
íslensk stjórnvöld hefðu niðurlægt
sjálfstæði stofnunarinnar ítrekað.
Ævar kvaðst telja að útvarps-
stjóri hefði lítið bakland, vildi hann
tjá sig um dagskrá RÚV og vissi
lítið meira en útvarpsráð um hana.
Hann gerði tillögu um stefnumót-
andi dagskrárráð, til að auka áhrif
og ■ samvínnu starfsmanna. „Vel
upplýstir og hugmynda-
ríkir starfsmenn eiga að
stjórna, samkvæmt vel
skilgreindum markmið-
um, og hugsanlega ein-
hvers konar eftirlitsráð,
valið af Alþingi eða almannasam-
tökum ýmiss konar,“ sagði hann.
Slíkar hugmyndir hafi í raun komið
upp fyrr, þótt athyglisverðar en
ekki verið ræddar til hlítar.
„Hvorki auglýsendur né ríkis-
stjórn eiga að stjórna Ríkisútvarp-
inu,“ sagði Ævar.
Heimir Steinsson útvarpsstjóri sá
sér ekki fært að sitja ráðstefnuna
til enda og tók því ekki afstöðu á
henni til gagnrýni Stefáns Jóns og
Ævars. Páll Magnússon sjónvarps-
stjóri Sýnar átti að flytja framsögu-
erindi á ráðstefnunni en boðaði for-
föll.
Njörður P. Njarðvík prófessor
gagnrýndi léttvægar síbyljustöðvar
á útvarpsmarkaði, en sagði ástand-
ið í sjónvarpsmálum þjóðarinnar
enn bágbornara en í útvarpsmálum.
Hann teldi engan grundvöll undir
fjórar sjónvarpsstöðvar hérlendis
og í raun stæði Ríkissjónvarpið eitt
undir nafni, hinar stöðvarnar
önnuðust aðallega endurvarp er-
lends afþreyingarefnis.
Óafsakanleg
einhæfni
Njörður kvaðst telja einhæfni í
sjónvarpsefni óafsakanlega og þurfi
að gera meiri kröfur til þeirra sem
þar halda um stjórntauma. Sjón-
varpsstöðvar þurfi að styrkja ís-
lenska menningu og sinna betur
öðrum samfélögum en enskumæl-
andi.
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
fréttamaður Sjónvarps ræddi hlut-
verk og ábyrgð fréttamanna og
færði rök fyrir því að það starf
væri ekki hægt að læra í skólum.
Fréttamenn á ríkisfjölmiðlum verði
að gæta þess stöðugt að
ráðandi markaðsöfl hafi
ekki áhrif á fréttaflutning
þeirra. Hörður Vilhjálms-
son fjármálastjóri RÚV
ræddi um tekjugrundvöll
stofnunarinnar og þróun auglýs-
ingatekna og afnotagjalda seinustu
ár.
Markús Örn Antonsson fram-
kvæmdastjóri RÚV sagði kannanir
sýna fram á að ahnenn ánægja ríki
með þjónustu RÚV. Almenningur
vilji að hans mati ekki eiga undir
hræringum á markaði, hvort þ_eir
fá traustan fréttaflutning og RÚV
bjóði upp á öryggi og tryggingu
fyrir gæðum. Hann kvaðst halda
að aimenningur vildi viðurkenndar
regiur og gildi í fjölmiðlarekstri,
sem óháðir aðiiar fylgi einnig og
sjálfur hefði hann getað fallist á
kvaðir á fjölmiðia sem fengið hafi
útsendingarleyfi, ekki síst þar sem
nú séu takmörkuð gæði á þeim
markaði.
Ætlar P&S sér þátttöku?
Markús sagði samkeppni hafa
verið heilladijúga fyrir RÚV, og
starfsmenn hafi nú óbundnari hend-
ur í vinnslu frétta og dagskrárgerð
en áður.
Markús velti jafnframt fyrir sér
framtíðarsýn í fjöimiðlum'og sagði
ljóst að tækninýjungar muni breyfea
ásýnd þeirra til muna á næstu árum
og áratúgum. Hann sagði að Póstur
og sími gæfu óljós svör um hvernig
ljósleiðaravæðingu verði háttað og
innleiðingu þeirra tækninýjunga
annarra sem m.a. muni bylta fjar-
skiptatækni. Hann teldi víst að ný
útvarpslög kveði á um hugsanlega
möguleika í því sambandi.
Markús spurði hvort P&S, þegar
stofnunin verður gerð að hlutafé-
lagi, ætli sér hlut í ijölmiðlun fram-
tíðarinnar, svo sem með útsendingu
kvikmynda í áskriftarsjónvarpi á
ljósleiðara. Þessum spurningum sé
ósvarað, en taki væntanlega á því
sem verður staðreynd í náinni fram-
tíð.
Markús sagði að menn þyrftu að
sameinast um sjálfstæða stefnu í
ijölmiðlun, með tilliti til þeirra
menningarlegu sjónarmiða sem
henti þjóðinni. Hann sagði af og frá
að aðskilja eigi rekstur Sjónvarpsins
og Ríkisútvarpsins, þarna sé um
eina heild að ræða og hraða eigi
flutningi Sjónvarpsins í Útvarps-
húsið við Efstaleiti.
Skilgreina þarf
RÚV og breyta
Markús sagði rekstur RÚV eðli-
lega snúast um fjármögnun og
nefndi að í seinustu fjárlögum hafi
stofnuninni verið gert að
spara og jafnframt sagt
að auka auglýsingatekjur
með hækkun auglýsinga-
gjaldskrár. Slík hækkun
gæti haft afdrifaríkar
afleiðingar í för með sér, m.a. leitt
til lakari markaðsaðstöðu og sé
ekki á valdi Alþingis að ákveða
slíkt.
Hann velti upp hugmyndum um
Ieiðir tii að auka tekjur RÚV, svo
sem með nýjum aðferðum á sviði
fjölmiðlunar. Skilgreina þurfi stofn-
unina að nýju og fylgja slíku starfi
eftir með viðeigandi breytingum.
Stjórn stofn-
unarinnar
vandamálið
Þörfásjálf-
stæðri stefnu
í fjölmiðlun
Á vefvaktinni
MEÐ ODD DE PRESIMO
Líður þér illa? Ef svo er bættu þá
http://www.compuIink.co.uk/net-services/
við bókamerkislistann á netrápara þínum (Netscape í flestum tilfelium).
Á þessari síðu má fá lista yfir 200 uppsprettur á alnetinu þar sem í boði
er einhvers konar tilfinningalegur eða andlegur stuðningur. Af einstökum
sviðum má nefna: Misnotkun hverskonar, fíkn, ótta og örvæntingarkennd-
ir, einbeitingarskort, sambandarof, skilnaði, þunglyndi, einmanakennd,
ofsóknaræði, persónuleikabrenglun, geðklofa, veika sjálfsmynd, sjálfsvíg
o.fl.
Menntun
Voðaverkið í Dunblane
DAGBLAÐIÐ Daily Record hefur sett upp minningarsíðu um börnin sem
féllu fyrir skothríð ódæðismannsins í Dunblane í Skotlandi, sjá nánar á
sióðinni:
(http://www.record- mail.co.uk/rm/drsm/appeal.html).
Einnig getur fólk sent samúðarkveðjur til syrgjenda og íbúa í Dun-
blane. Slóðin fyrir samúðarkveðjur er: (http://www.record-
mail.co.uk/rm/drsm/messages.html).
Það er engum erfiðleikum bundið lengur að grafa upp upplýsingar um
menntun sem í boði er. Heimasíða International College and Úniversity
er með lista yfir 2300 tengla til háskóla í 73 löndum. Áðallega er um
textaupplýsingar að ræða. Hægt er að leita jafnt eftir löndum eða nafni
menntastofnunar. Slóðin er:
http://www.mit. edu:8001/people/cdmello/univ.html.
Hjá The Study Abroad Programs á
http://www.studyabroad.com
má fá lista yfir námsskrár og námsleiðir frá yfir 725 menntastofnunum
í alls 1 lO.þjóðlöndum oger því tilvalin slóð fyrir alla þá sem hafa hugá
að leggja stund á nám í háskólum erlendis.
Arni Snævarr
til Stöðvar 2
ÁRNI Þorvaldur Snævarr hef-
ur verið ráðinn yfirmaður er-
lendra frétta á Stöð 2 og Bylgj-
unni. Hann
tekur við
starfinu af
Þóri Guð-
mundssyni
sem starfar
nú fyrir
Rauða
krossinn.
Árni hef-
ur verið
fréttamaður á Ríkissjónvarp-
inu frá 1987, þar af um þriggja
ára skeið með aðsetur í Kaup-
mannahöfn. Hann var frétta-
maður á Bylgjunni frá 1986-
1987 en áður starfaði hann
sem blaðamaður á DV. Árni
er með BA-próf í sagnfræði
og stundaði nám í París, Lyon
og Reykjavík.
Eiginkona hans er Ásdís
Schram og eiga þau 2 börn.
Tiloði Fayeds
í Observer
hafnað
London. Telegraph.
ÚTGEFANDI brezka blaðsins
Guardian hefur hafnað boði frá
eiganda verzlunarinnar
Harrods í London, Mohammed
Fayed, um að kaupa vikublaðið
Observer.
Talsmaður Guardian Media
Group, sem á bæði blöðin,
sagði að tilboð Fayeds hefði
hljóðað upp á 17,5 milljónir
punda og væri eitt af „fjöl-
mörgum óformlegum boðum“,
sem hefðu borizt.
Fayed hefur komið á fót
útgáfufyrirtækinu Liberty,
sem ætlar að heija aftur út-
gáfu á tímaritinu Punch og er
undir stjórn fyrrverandi rit-
stjóra Lundúnablaðsins Even-
ing Standard, Stewart Steven.
Nokkrar fyrri tilraunir Fay-
eds til að hasla sér völl í brezk-
um fjölmiðlum hafa farið út
um þúfur. í fyrra reyndi hann
að kaupa útvarpsstöðina Lond-
on News Radio, sem þá var í
eigu Reuters fréttastofunnar.
Hann gerði einnig misheppn-
aða tilraun til að kaupa blaðið
Today af Rupert Murdoch, sem
kaus heldur að stöðva útgáfu
þess.
Síðan Observer seldist mest
í 900.000 eintökum 1981 hefur
upplagið minnkað um heiming
og talið er að 10 milljóna punda
tap sé á rekstrinum á ári.
EMAP kaupir
franska tíma-
ritaútgáfu
London. Reuter.
BREZKA fjölmiðlafyrirtækiö
EMAP hefur samið um kaup á
franska tímaritafyrirtækinu
Tele Star S.A. og þar með
hafa umsvif þess á frönskum
útgáfumarkaði færzt á nýtt
stig.
Tele Star er í eigu fjölmiðla-
fyrirtækisins CLT Multi Media
í Luxemborg og gefur út sjón-
varpsdagskrárblaðið Tele Star
og kvennablaðið Top Sante.
EMAP hóf afskipti af út-
gáfustarfsemi í Frakklandi
1990 með því að kaupa útilífs-
tímaritið Le Chasseur Francais
ásamt franska forlaginu Bay-
ard Presse. í júlí 1994 hafði
EMAP komizt yfir 38 tímarit
í Frakklandi.
Með því að kaupa Tele Star
verður EMAP helzti útgefandi
sjónvarpslista og kvennablaða
í Frakklandi.