Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 15 LANDIÐ Skilningur á stöðu hafnar- mála í Grindavík Grindavík - Halldór Blöndal sam- gönguráðherra var heiðursgestur á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Grinda- víkur sem haldinn var nýlega. Hann gerði að umræðuefni stjórnmála- ástandið og ræddi m.a. um það hve útlitið sé bjart framundan um leið og hann varaði menn við að vera of fljótir að grípa gæsina eins og hefur viljað brenna við þegar góð- æri er hér á landi. Hann gerði einn- ig að umræðu hafnarmál Grindvík- inga og stöðu mála. „Ég sé það fyrir mér að um leið og niðurstöður liggja fyrir á líkan- prófuninni verði gerð áætlun um það hvernig sé rétt að standa að því að dýpka innsiglinguna og byggja varnargarð þannig að inn- siglingin verði örugg í flestum veð- rum. Ég geri mér grein fyrir því að þetta kostar mikla peninga en það hefur verið skilningur fyrir því á Alþingi þegar um sérstök vanda- mál er að ræða verði tekið tillit til þess og vil minna á í því sambandi að á síðasta kjörtímabili einbeittum við okkur að Höfn í Hornafirði og sjóvarnargörðum þar og ég tel að röðin sé nú komin að Grindavík," sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið. „Ég mun fela hafnarmálastjóra, í samvinnu við heimamenn, hvað rétt sé að gera og hvernig á að standa að því. Þegar það liggur fyrir kemur að því að taka ákvörð- un um fjármögnun. Við höfum ekki rætt um útfærsluna í einstökum atriðum en við munum meta stöð- una en ég tel að það sé mikill skiln- ingur á því að Grindavíkurhöfn sé sérstök," sagði Halldór. Ný stjórn kjörin Á fundinum var kjörin ný stjórn sjálfstæðisfélagsins og var Ivar Þórhallsson endurkjörinn formaður en aðrir í stjórn koma nýir inn. Þau eru Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Jón Emil Halldórsson, Aðalgeir Jó- hannsson og Sæþór Þorláksson. Opið hús hjá Set hf. á Selfossi Veltan fjórfald- aðist á tíu árum Selfossi - Set hf. á Selfossi kynnir starfsemi sína á laugardag 16. mars í tilefni opnunar nýs skrif- stofuhúss og býður fólki að skoða fyrirtækið milli klukkan 13 og 16 kynningardaginn. Þá getur fólk fylgst með því hvernig plaströr verða til ásamt því að skoða sýningu Elfars Guðna list- málara á efri hæð hússins. Nýja húsið er fyrsti áfangi að skrifstofu- og lagerhúsnæði sem lokið verður við á næsta ári. Hröð uppbygging hefur orðið hjá Seti hf. á undanförn- um árum og velta fyrirtækisins fjór- faldast á síðustu tíu árum. Set hf. hefur sótt inn á erlenda markaði með framleiðslu sína og fengið góð viðbrögð. Framleiðslan felst í ýmiss konar lagnavörum, foreinangruðum stálrörum fyrir Morgunblaðið/Sig. Jóns. FRAMAN við hina nýju bygg- ingu Sets hf. er myndarlegur steinn sem setur svip á inn- ganginn. hitaveitur, plaströr fyrir vatnsveitur og frárennslisrör í holræsi. Einnig framleiðir fýrirtækið hlífðarrör fyrir jarðstrengi. Að sögn Bergsteins Einarssonar, framkvæmdastjóra Sets hf., verður áherslan næstu misserin á afurða- þróun og tækniverkefni ásamt sókn í útflutningsmálum. Hjá Seti hf. vinna 30 manns. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson SIGURÐUR Oli Hilmarsson tekur við peningagjöf úr hendi Péturs Jóhannssonar, skipstjóra á Skarfinum. Skipshöfn styrkir starf bj ör gnnars veitar innar Þorbjörns Sjálfboðliðastarfi sýnt þakklæti í verki Grindavík — NÝLEGA var hald- in björgunaræfing um borð í Skarfi GK 666 og var björgun- arsveitin Þorbjörn í Grindavík fengin til aðstoðar við æfinguna ásamt slökkviliðinu í Grindavík. Lögð var áhersla á meðferð björg- unartækja og björgun manna úr sjó og eldi og móttaka hjálpar- tækja úr landi. Þetta er góðra gjalda vert og þætti mörgum sjálfsagt að sjó- menn hugi að eigin öryggi. Það er þó ekki sjálfgefið og að sögn Péturs Jóhannssonar, skipstjóra á Skarfmum, hefur sá orðrómur verið á kreiki að skipstjórnarmenn falsi dagbækur um björgunaræf- ingar. Pétur sagði þetta í því til- efni að eftir björgunaræfingu settust menn í áhöfn skipsins nið- ur og ræddu um hvernig hægt væri að launa björgunarsveitar- mönnunum greiðann því þeir væru hoðnir og búnir til aðstoðar þrátt fyrir að menn væru að fara kauplaust úr vinnu til aðstoðar áhöfninni og í algjörri sjálfboða- vinnu. Úr varð að áhöfnin safnaði peningaupphæð sem var afhent formanni björgunarsveitarinnar í landlegu fyrir skömmu. Æfingin var kölluð bruni, björgun og bátur og um leið fengu áhafnarmeðlimir Skarfsins innsýn í störf björgunarsveitarmanna og annarra sem eru tilbúnir til að hjálpa þegar eitthvað bjátar á. Sigurður Oli Hilmarsson, formað- ur björgunarsveitarinnar, veitti peningunum viðtöku. „Það er vægt til orða tekið að þetta veitir okkur mikinn styrk og sýnir að við höfum traust frá sjómönnum með það sem við erum að gera. Þetta er forvarnarstarf sem hefur verið í gangi hjá okkur síðan 1985 um borð í bátum og í Slysavarna- skóla sjómanna. Þetta námskeið okkar hér getum við kallað upp- rifjun á því námskeiði. Þetta er því mikill styrkur fyrir okkur að fá svona stuðningsyfirlýsingu,“ sagði Sigurður í samtali við Morg- unblaðið. Forvarnir vaxandi þáttur í starfi björgunarsveitarinnar „Forvarnir eru efst á baugi þessa dagana og starfið mikið að færast nær þeim með svona námskeiðahaldi, ásamt því að augu sjómanna eru að opnast fyrir því að þeir þurfi að kynna sér þetta. Það er ekki spurning að það skiptir sköpum þegar um björgun er að ræða að menn um borð viti hvað þeir eigi að gera. Við erum að vinna með líflínu milli okkar og skipanna.“ Guð- mundur Birkir Agnarsson, sem skipulagði námskeiðið, nefndi sem dæmi hárrétt viðbrögð við björgun manns úr sjó þegar skip- verji fór útbyrðis á netabát og skipveiji náði að skera hann lausan. Þar kom Slysavarnaskóli sjómanna og það sem skipveijinn lærði þar til góða, ekki síst í ósjálfráðum viðbrögðum. Eins og fyrr sagði tók slökkvilð Grindayíkur þátt í æfingunni og voru Ásmundi Jónssyni slökkvi- liðsstjóra færðar þakkir fyrir framlagið og Pétur sagðist að lok- uin vonast til að þessi gjöf vekti skipstjórnarmenn til vitundar um mikilvægi vel þjálfaðrar .áhafnar um leið og vakin væri athygli á starfi björgunarsveita. morgunoiaoio/ oiui FRÁ undirritun samnings milli Skipaafgreiðslu Húsavíkur og Knattspyrnudeildar Völsunga. Skipaafgreiðsla Húsavíkur styður Völsunga Húsavík - Knattspyrnudeild Völsunga á Húsavík hefúr gert fjögurra ára samning við Skipa- afgreiðslu Húsavíkur hf. um að þeir beri merki fyrirtækisins á búningum allra aldursflokka í knattspyrnu. Ingólfur Freysson, formaður Völsunga, segir þetta stærsta og hagkvæmasta samning sem fé- lagið hafi gert, ekki síst þar sem samningurinn nái til allra aldurs- flokka. Knattspyrnuáhugi er mikill meðal félagsmanna og á síðasta ári vann Völsungur sig upp úr 3. deild og spilar því á líðandi ári í 2. deild. Aðaleigandi Skipaafgreiðsl- unnar, Hannes Höskuldsson, sagði við þetta tækifæri að þeir teldu sig með þessum samningi vera að vinna forvarnarstarf til eflingar heilbrigðrar húsvískrar æsku og því vildu þeir ekki síður styðja þá yngri en eldri. Skipaafgreiðsla Húsavíkur hefur starfað á Húsavík í 12 ár og auk afgreiðslu allra skipa í Húsavíkurhöfn annast fyrirtækið landflutninga allt frá Reykjavík til Vopnafjarðar. Einnig fram- leiðir fyrirtækið vörubretti sem seld eru um allt land. Fósturbörn og mannréttindi á Indlandi Indverski presturinn, faðir Martin, leiðtogi Social Action Movement, samstarfsaðila Hjálparstofnunar kirkjunnar á Indlandi, segir frá starfi samtakanna á fundi í Háteigskirkju sunnudaginn 17. mars kl. 20.30. Komið og fræðist um árangursríkt hjálparstarf og réttindabaráttu þeirra stéttlausu. Fundurinn er öllum opinn. <ulT HJÁLPARSTOFNUN \T\rJ KIRKJUNNAR - mcð þinni hjálp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.