Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ti 10 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot og líkamsmeiðingar HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt tæplega fimmtugan mann í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundna, fyrir kynferðis- brot og líkamsmeiðingar. Málavextir voru þeir, að maðurinn fór ásamt kunningja sínum, sambýlismanni konunnar sem kærði, á krá í Grinda- vík. Þar varð hann þungdrukkinn og kunninginn allölvaður. Þriðji mað- ur bættist í hópinn og var sá ódrukkinn. FRETTIR ÍMMd Kveðja frá páfa á vígsluafmæli Morgunblaðið/Hörður Arinbjamarson Hann ók þeim félögum heim til kunningjans og fóru þeir allir þar inn. Konan vaknaði við umganginn, kom fram og sátu þau fjögur um stund í íbúðinni. Maðurinn ölvaði fór hins vegar inn í svefnherbergi og lagðist þar til svefns í hjónarúminu og kunningi hans sofnaði við hlið hans skömmu síðar. Okumaðurinn fékk að gista í öðru herbergi og konan lagði sig í sófa í stofunni. Um morguninn vaknaði maðurinn og fór fram í stofu. Sjálfur bar hann að hann hefði fengið sér sígarettu úr pakka á stofuborðinu, konan vaknað og gert athugasemd við að hann væri að reykja hennar sígarett- ur. Upp úr því hefði rifrildi þeirra hafist. Konan bar hins vegar, að hún hefði vaknað við að hann var að káfa á henni. Hann hefði haldið hendi yfír munn hennar og sagt henni að vera rólegri, þeir svæfu og vissu ekkert. Ósætti um sígarettur ósennilegt Maðurinn tók höndina af munni konunnar og hrópaði hún þá sem mest hún mátti. Við það vaknaði sambýlismaður hennar og ökumað- urinn fyrrnefndi. Þegar þeir komu fram í stofu voru konan og maðurinn að rífast; konan vildi að hann kæmi sér út, en hann neitaði. Konan kvaðst þá ætla að hringja á lögreglu, en maðurinn vildi hindra það og ýtti við henni, svo hún féll á gólfíð. Reyndist hún hafa handleggsbrotn- að. í niðurstöðum dómara, Más Pét- urssonar, segir að það sé langsótt skýring og lítt sennileg, að orsök atgangsins sé að rekja til ágreinings um eignarhald á sígarettupakka. Við það verði að miða að sú frásögn húsfreyju sé rétt, að gesturinn hafí sýnt af sér í meira lagi ótilhlýðilega framkomu gagnvart henni. Dómar- inn bendir á, að maðurinn hafí ekki beitt aflsmun eftir að konan hafði með hrópi sínu tjáð að hún væri andvíg samförunum, engir áverkar hafí fundist á henni og hún virðist hafa komist frá honum án teljandi átaka. Til refsiþyngingar verði það á hinn bóginn metið, að hann varð ekki við áskorunum konunnar um að hverfa þegar í stað á braut. Hon- um hafí þó staðið til boða heimakst- ur. Þess í stað hafí hann ausið ókvæðisorðum yfír konuna og reynt að aftra henni frá því að hringja á lögreglu. „Öll framkoma ákærða, allt frá því að hann lagðist óboðinn til svefns í hjónarúminu og þar til hann beinbraut húsfreyju [...], var fullkomlega óviðeigandi og fráleit, sérstaklega þar sem hann var nætur- gestur á heimili kunningja síns og árásarandlagið sambýliskona hans,“ segir í dóminum. Með sama dómi var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa stundað róðra án skipstjórnarréttinda og að hafa vanrækt tilkynningaskyldu. SÉRA Georg, skólastjóri Landa- kotsskóla, fagnaði fjörutíu ára vígsluafmæli síðastliðinn mánu- dag. Hann var vígður 11. mars 1956 i prestaskóla í Hollandi ásamt sex öðrum prestum. „Það var biskup úr biskupsdæminu sem skólinn var i sem fram- kvæmdi athöfnina að viðstödd- um foreldrum og ættingjum. Daginn eftir messaði ég í kap- ellu skólans, sem var n\jög há- tíðlegt því í þá daga voru þrír prestar hafðir til aðstoðar við messuna. Ég söng síðan fyrstu messu í heimaþorpinu á páska- dag,“ segir séra Georg. Að morgni vígsluafmælis- dagsins messaði séra Georg í Kristskirkju ásamt þátttakend- um i fundi kaþólskra biskupa á Norðurlöndum. Johannesi B.M. Gysen og Paul Verschuren, biskupi i Helsinki, og formanni biskuparáðs, sem eru honum hvor til sinnar handar, Hans. Martensen, fráfarandi biskupi Kaupmannahafnar, Gerhard Schwenzer biskupi í Ósló, Ge- org Miiller, preláta í Þránd- heimsbiskupsdæmi, William Kenney, aðstoðarbiskupi í Stokkhólmi, Hubertus Breand- enburg, biskupi í Stokkhólmi og varabiskupi biskuparáðs, Czeslaw Kozon, biskupi í Kaup- mannahöfn, Gerhard Goebel, biskupi í Tromsö, og séra Lam- bert. „Messan var gerð á þýsku en ekki íslensku, vegna gestanna, og bænin á milli var á latínu. Biskup kaþólskra á íslandi las kveðju frá Jóhannesi Páli páfa II, sem þakkaði mér fyrir starf- ið, og svo flutti ég ávarp á ís- lensku,“ segir séra Georg. „Kennarar skólans leystu mig af í kennslunni og við borðuðum hádegismat með norrænu bisk- upunum. Síðan var haldin nokk- urs konar kveðjuveisla um kvöldið því þeir voru flestir að fara daginn eftir,“ segir hann. „Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem óskuðu mér til ham- ingju með daginn," segir séra Georg að lokum. Æfingaakstur Drukknir leiðbeinend- ur eru ábyrgir LEIÐBEINANDI, sem hefur umsjón með æfingakennslu ökunemanda, er ábyrgur fyrir akstrinum. Ef hann er undir áhrifum áfengis er því tekið á því broti eins og hann sæti sjálfur undir stýri. Frá því í maí 1994 hefur verið heimilt að gefa út leyfi fyrir æfinga- akstur og hafa 3.000 slík leyfí verið gefín út. Ökukennarar meta hvenær nemendur þeirra teljast nógu leiknir á bifreið til að mega æfa sig undir eftirliti og leiðsögn foreldra eða ann- arra fullorðinna, sem hafa fullgilt ökuskírteini. Dæmi eru um að fólk átti sig ekki á ábyrgð sinni og láti unglinginn á heimilinu aka, ef það er sjálft undir áhrifum áfengis. „Leiðbeinandinn telst alltaf vera stjómandi bíls, líkt og ökukennari ber ávallt ábyrgð á sinni bifreið, þrátt fyrir að nemandi sé undir stýri,“ sagði Sigurður Helgason hjá Um- ferðarráði í samtali við Morgunblað- ið. „Við þekkjum nokkur dæmi þess að leiðbeinandi hafi verið drukkinn og hafí verið dreginn til ábyrgðar vegna þess.“ Innheimta þunga- skatts FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram tillögur sem miða að því að styrkja innheimtu, eftirlit og skil á þungaskatti, þar til olíugjald leysir hann af hólmi eftir eitt og hálft ár. Frumvarp þessa efnis var kynnt í ríkisstjórn - í gær. Lög um olíu- gjald voru samþykkt á Alþingi í fyrra og áttu að koma til fram- styrkt kvæmda um síðustu áramót en gild- istöku þeirra var frestað í tvö ár. Þess vegna þykir nauðsynlegt að lagfæra þungaskattskerfíð þar til olíugjaldið kemur til framkvæmda. Það leggst á olíu, en er ekki inn- heimt af bifreiðum eða af eknum kílómetrum eins og er gert er með þungaskattinn. > l i t I i i t » I I L I Menntamálaráðuneyti hefur ákveðið að flytja kennslu málmiðnaðar- og bílgreina í Borgarholtsskóla Óljóst hve margir kennarar verða ráðnir ÁKVÖRÐUN hefur verið tekin í menntamálaráðuneytinu um að flytja málmiðnaðarsvið Fjölbrauta- skólans í Breiðholti (FB) í Borgar- holtsskóla frá og með næsta hausti. Einnig hefur verið tekin ákvörðun um að flytja að hluta málmiðnað og allar bílgreinar frá Iðnskólanum í Reykjavík í Borgarholtsskóla. „Um aðra hluti er verið að ræða með von um að samkomulag ná- ist,“ sagði Björn Bjarnason mennta- málaráðherra í samtali við Morgun- blaðið. Menntamálaráðherra sagði að kennurum, í þeim greinum sem fluttar verða, sé tryggð staða í við- tökuskóla. „Sæki þeir um starf í Borgarholtsskóla hafa þeir góðan rétt gagnvart því að fá það. Fái þeir ekki starfið fá þeir biðlauna- rétt,“ sagði ráðherrann. Óljós staða kennara Eygló Eyjólfsdóttir, skólameist- ari Borgarholtsskóla, segir að fjöldi kennara við skólann hafí ekki verið ákveðinn ennþá en umsóknarfrest- ur rennur út 24. mars nk. Hún seg- ir að það muni skýrast fyrir mán- aðamót en verið sé að bíða eftir Qölda umsókna frá Iðnskólanum og FB. Þegar áætlaður fjöldi nemenda sé ljós verði ákvörðun tekin um kennsluþörf í Borgarholtsskóla. „Mér finnst mjög líklegt að kennslu- magnið verði svipað og verið hefur í þessum tveimur skólum,“ sagði hún. Eins og fram hefur komið í frétt- um er stefnt að því að Borgarholts- skóli, sem verið er að reisa í Grafar- vogi, verði kjamaskóli í málm-, raf- og bíliðngreinum. Undanfama mánuði hefur menntamálaráðherra verið að skoða athugasemdir frá þeim skólum sem lagt er til að hluti náms verði færður frá. Á málmiðnaðarsviði FB eru sjö kennarar sem munu annaðhvort flytjast á milli skóla eða fara á bið- laun. Um 100 nemendur era í málmiðnaðarnámi bæði í dag- og kvöldskóla. „Ef málmiðnaðarbraut- in er sú eina sem flyst frá okkur ætti það ekki að hafa áhrif á al- menna kennslu í dagskólanum,“ sagði Stefán Benediktsson, aðstoð- arskólameistari FB. „Mér skilst að ekki sé lengur rætt um að fækka nemendum um þriðjung í skólanum, en það hefði þýtt að segja hefði þurft upp tugum kennara. Brott- flutningur málmiðnaðarbrautar hefur hins vegar áhrif á kvöldskóla- kennslu þannig að kennsla minnkar hjá íslensku-, stærðfræði-, dönsku- og enskukennurum.“ Ingvar Ásmundsson, skólameist- ari Iðnskólans í Reykjavík, sagði að á þessu stigi málsins væri fram- haldið ekki ljóst. „Það verður hald- inn skólanefndarfundur á morgun [í dag] þar sem stefnt er að því að taka ákvörðun um hvaða störf leggjast af við þennan flutning." Kennarar FB mótmæla Kennarafélag FB hélt almennan fúnd 13. mars sl. og sendi frá sér ályktun þar sem mótmælt er harð- lega- þeim fyrirætlunum mennta- málaráðuneytis að leggja niður starfsnám við skólann. í ályktuninni segir að kennurum þyki „með ólík- indum hve lítið tillit er tekið til stjórnenda skólans og kennara hans við þessar breytingar. Allar ábend- ingar hafa verið hunsaðar og rök stjórnenda og skólanefndar höfð að engu án þess að gild rök hafí verið borin fram í staðinn.“ Þá er gagnrýnt að leggja eigi niður farsælt starf nokkurra náms- brauta FB til þess eins að byggja upp aðstöðu og þekkingu fyrir sams konar námsbrautir annars staðar. |) Allt tal um hagræðingu í því sam- | bandi sé hjóm eitt hvort sem til ^ skamms 'tíma er litið eða margra W ára. „Kennarar við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti telja sérstaklega ámælisvert að ekki er tryggð at- vinna starfandi kennara þeirra námsbrauta sem stendur til að flytja ásamt nemendum og jafnvel tækjum í aðra skóla,“ segir í álykt- uninni. Að lokum skora kennarar á & menntamálaráðherra að draga { skerðingu á námsframboði skólans k til baka og að hann beiti sér fyrir aukinni samvinnu starfsnámsskóla á höfuðborgarsvæðinu til þess að efla starfsnám og fjölga nemendum í slíku námi. „Við sem höfum reynslu af samþættingu bóknáms og verknáms, eram sannfærð um að fjölbrautakerfíð geti og eigi að vera grundvöllur framþróunar þar k sem leitað verði eftir nýjum náms- leiðum í nútíma samfélagi," segir í ® lokaorðum ályktunarinnar. p
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.