Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 16. MARZ .1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ 4 huröa b\ Koradö 9-18, fAUGARDAGA 12-16 \reynshiaksnir segir meira en Þad segja þeir sem vaiíB háfa Hvað má heilsan kosta? SPARNAÐUR og niðurskurður á hvers kyns opinberri þjón- ustu hefur verið á döf- inni undanfarin ár, enda sífelldur halli á Qárlögum og lítill vilji til að hækka skatta. Viðbrögð stjórnvalda .hafa oftast verið flat- ur niðurskurður, iækkuð útgjöld til allra málaflokka og stöfnunum og stjórn- endum þeirra ætlað að leysa vandann. Ilvgg ég að nú sé runnið upp fyrir flest- um, nema kannski fjárveitingavaldinu, að sú braut verður ekki farin lengra. Þjónustugreinar eru afar mis- jafnt settar gagnvart niðurskurði. Mig langar að bera saman fræðslu- Niðurskurðarhnífnum er beitt á heilbrigðis- mál, segir Ornólfur Thorlacius, engu síður en á aðra málaflokka. mál og heilbrigðismál. Hverfum snöggvast til síðustu aldamóta og skoðum stöðu framhaldsskólans. Þá var á því skólastigi aðeins einn skóli á landinu, Lærði skólinn í Reykjavík. Mér sýnist að ríkis- stjóm Kristjáns níunda hafi veitt meira fé til hvers nemanda í þeim skóla en sem svarar fjárveitingu á nemanda í íslenskum framhalds- skólum í dag, og það þótt þá hafi aðeins verið kostuð menntun til stúdentsprófs en nú sé nokkuð, því miður samt of lítið, um nemendur í mun dýrara verknámi. (Þótt sér- skólar sem til voru þá og nú, eins og Kvennaskólinn og Stýrimanna- skólinn, séu taldir með breytir það litlu um þennan samanburð þegar á heildina er litið.) í skólahúsinu við Lækjargötu var mun meira húsrými ætlað hveijum nemanda en þekkist í nokkrum ís- lenskum framhalds- skóla í dag; námshóp- ar voru fámennari og skólinn einsetinn. Og menntaskólakennarar voru á þingmanns- launum. Ljóst er að grunn- skólinn tekur nú til sín margfalt meira fé mið- að við nemendatölu en farskóli aldamótanna. En mér er nær að halda, án þess að ég hafi neinar tölur hand- bærar, að framhalds- skólinn mætti vel við una ef fjárveiting á hvern nemanda væri jöfn því sem var um 1900. Lítum í staðinn á heilbrigðis- kerfið. Hvernig væri það statt ef íjárveiting væri sambærileg nú og fyrir tæpri öld? Ég ætla ekki að móðga lesendur á að lýsa því nán- ar, hugmyndin er svo fráleit. Eða er hún það? Niðurskurðar- hnífnum er beitt á heilbrigðismál engu síður en á aðra opinbera málaflokka og engin merki eru þess að stjórnvöld hyggist rýmka íjárveitingu til þeirra. Samt er ljóst að framfarir í læknisfræði gera mönnum — rétt eins og á öllum þeim tíma sem hér er rætt um — kleift að bæta mein sem áður leiddu til örkumla og örorku og að lækna sjúkdóma sem til skamms tíma voru banvænir. En þetta kost- ar sitt, jafnvel milljónir til handa einum sjúklingi. Og ljóst er að kostnaðurinn á eftir að aukast, hvort sem litið er á flóknar aðgerð- ir eða dýr lyf. Það hefur lengi verið aðalsmerki velferðarþjóðfélags að leitast við að veita þegnunum, óháð efnahag, þá heilsubót sem læknavísindi hvers tíma gefa kost á. Þess vegna hafa menn sætt sig við það — og raunar talið sjálfsagt — að kostn- aður við rekstur heilbrigðiskerfis hefur farið vaxandi hérlendis alla tuttugustu öldina. Eigum við að snúa þeirri þróun við nú? Höfundur er fyrrverandi rektor. Örnólfur Thorlacius Höfundai• starfa með Sjálfstæðum konum. ÁRANGUR er aðalatriði, sögðu Sjálfstæðar konur fyrir síðustu kosningar og settu fram ákveðna kröfu um viðhorfsbreytingu í jafn- réttismálum og sýnilegar aðgerðir stjórnvalda í þessum mikilvæga málaflokki. Réttur feðra til fæðing- arorlofs, sveigjanlegur vinnutími, sömu tækifæri kynjanna á vinnu- markaði og sambærileg laun eru að mati Sjálfstæðra kvenna for- sendur þess að jafnrétti kynjanna verði náð. Lítum á aðgerðir undan- farinna mánaða. Hvernig hefur verið tekið á jafn- réttismálum frá því núverandi ríkis- stjórn tók við völdum fyrir tæpu ári? Hafa hrakspárnar um að stjórn- arflokkarnir myndu ekki sinna þess- um málum sem skyldi ræst? Eða hafa þegar verið tekin fyrstu skrefin í átt til raunverulegs árangurs í jafn- réttismálum? Árangurs, sem ekki síst byggist á viðhorfsbreytingu og skilningi á því að jafnréttismál eru alvörumál sem varða okkur öll? í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins Eitt af þeim markmiðum, sem núverandi ríkisstjórn setti sér í upp- hafi starfstíma síns, var. að vinna að auknu jafnrétti kynjanna. I fyrsta sinn í sögu íslenska lýðveldis- ins var í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnar sett fram ákvæði um jafn- réttismál, en þar segir að ríkis- stjórnin muni vinna gegrrlaunamis- rétti af völdum kynferðis auk þess sem stuðlað verði að jöfnum mögu- leikum kvenna og karla til að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína. Að þessu markmiði og í anda þess hefur verið unnið af ríkis- stjórninni og ýmsum ráðuneytum hennar undanfarna mánuði. Jafnrétti til launa, starfsframa og fæðingarorlofs Fjármálaráðherra fól sérstökum starfshópi að taka jafnréttismál innan ráðuneytisins og stofnana þess til athugunar. í tillögum hóps- ins, sem kynntar voru í desember, er bent á ýmsar leiðir til að tryggja konum og körlum í starfi hjá ríkinu sömu laun fyrir sambærileg störf, ásamt því sem lögð var áhersla á að skapa báðum kynjum sömu tæki- færi til starfsframa og fæðingaror- lofs. Að auki gaf fjármálaráðuneyt- ið nýlega út kynningarbækling um jafnréttismál, sem ætlað er að vekja forstöðumenn ríkisstofnana til um- á launakerfi ríkisins og auknum rétti feðra til fæðingarorlofs. Fyrir Alþingi liggur nú þegar frumvarp í anda þess- ara hugmynda um rétt- indi og skyldur starfs- manna ríkisins. Þessu tengt fer nú að auki fram á vegum heilbrigðisráðherra endurskoðun laga um fæðingarorlof. Við til- lögur þeirrar nefndar eru miklar vonir bundn- ar, enda óhætt að full- Hanna Birna Inga Dóra y|(^a sömu möguleik- Kristjánsdóttir Sigfúsdóttir ar ^x‘SSS'd kynja til að sinna nýfæddum börn- um sínum væri eitt stærsta skrefið í átt til fulls jafnréttis kynjanna. Jafnréttisfræðsla Viðhorfsbreytingin, sem boðuð var af Kynhlutlaust starfsmat í félagsmálaráðuneytinu hefur einnig verið unnið talsvert starf tengt jafnréttismálum á undanförn- um mánuðum. Nýlega skilaði starfshópur um starfsmat sínum tillögum, þar sem lagt er til að hafin verði tilraun með kynhlutlaust starfsmatskerfi í stofnunum ríkis- ins. Við þessa nýbreytni eru tals- verðar vonir bundnar, enda er markmið tilraunarinnar að finna starfsmatskerfi sem dregið getur úr launamun kynjanna. . Viðhorfsbreytingin er hafin! Af ofangreindu má ljóst vera að ríkisstjórnin hefur tekið mikilvæg fyrstu skref í átt til þess markmiðs sem sett var fram í stjórnarsátt- mála hennar. Enn er þó mikið starf óunnið og afar brýnt að haldið verði áfram á sömu braut. í þeirri jafnréttisbaráttu sem framundan er munu Sjálfstæðar konur taka fullan þátt, bæði með því að fagna því sem vel er gert og með því að krefjast úrlausna þar sem þess er þörf. Árangurinn und- anfarna mánuði lofar góðu. Við- horfsbreytingin sem boðuð var af Sjálfstæðum konum er hafin. Auður Finnbogadóttir Áslaug Magnúsdóttir Halldóra Vífilsdóttir Sjálfstæðum konum, er hafin, segja greinar- höfundar, og árangur hennar lofar góðu. hugsunar og hvetja þá til samstarfs um þessi mikilvægu mál. Til að jafna kjaralega stöðu ríkis- starfsmanna hefur fjármálaráð- hérra skipað nefnd til að gera tillög- ur um heildarendurskoðun á stefnu ríkisins í starfsmannamálum þess, ekki síst með það að markmiði að gæta að jafnrétti karla og kvenna. Nefndinni ber meðal annars að huga sérstaklega að sveigjanlegri vinnutíma, hlutlægum vinnubrögð- um við mannaráðningar, einföldun Menntamálaráðherra hefur ný- lega birt verkefnaáætlun mennta- málaráðuneytisins, þar sem farið er yfir helstu áherslurnar í mennta- og menningarmálum á komandi árum. I verkefnaáætluninni er sér- stök áhersla lögð á jafnréttismál og skólum gert að vinna ötullega að því að tryggja jafnan rétt drengja og stúlkna. Í því sambandi er sérstaklega bent á mikilvægi þess að fræða nemendur um stöðu kynjanna, ásamt því sem undirbúa skal bæði kynin með sama hætti undir virka þátttöku í fjölskyldulífi, atvinnulífi og mótun samfélagsins alls. Menntamálaráðuneytið mun í þessu skyni vinna að því að efla alla jafnréttisfræðslu. Að auki gerir menntamálaráðu- neytið ráð fyrir því að efla verði námsráðgjöf og starfsfræðslu sem hluta af námi, með það að mark- miði að menntakerfið hvetji ekki til annars námsvals hjá konum en körlum og ýti þannig undir launa- mun kynjanna. MAZDA 1.210.000 Árangur er aðalatriði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.