Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMINGAR
LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 43
kveðju með söknuði, genginn á vit
feðra sinna, lagður við hlið ömmu
og afa frá Vatnsleysu. Ævisól hans
er til viðar gengin. Bráðum vor í
námd, innan tíðar blóm og grös að
lifna, en dauðinn er ganga inn til
nýs lífs í vorsins ríki.
Allt frændfólk frá Heiði þakkar
samveruna. Friður sé með þér kæri
vinur.
Sigurður Þorsteinsson.
Við bekkjarsystkin Þorsteins úr
Reykholtsskóla viljum minnast vin-
ar okkar og félaga með nokkrum
orðum. Við þökkum allar góðu
stundirnar sem við áttum saman
og geymum minningarnar í bijóst-
um okkar. Við vottum fjölskyldu
hans okkar dýpstu samúð á þessum
erfiðu stundum. Megi Drottinn vera
með þeim.
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pét.)
Árgangur 1967.
Þorsteinn okkar kæri vinur.
Með nokkrum orðum langar okk-
ur að kveðja þig og þakka fyrir þær
alltof fáu, en góðu stundir sem við
áttum saman.
Nú er komið stórt skarð í vina-
hópinn. Hópinn sem hefur haldið
saman frá skólaárum okkar á
Hvanneyri.
Við munum öll sakna þín og bið-
um fyrir þér með þessum orðum:
Guð leiði þig, en líkni mér,
sem lengur má ei fylgja þér.
En ég vil fá þér englavörð,
mins innsta hjarta bænagjörð.
Guð leiði þig.
(Þýð. M. Joch.)
Bragi, Halla og fjölskylda, okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Megi
Guð styrkja ykkur í sorg ykkar.
Elsku Þorsteinn
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Þínir vinir,
Þórarinn, Helga, Ingibjög,
Kristín og Gunnlaugur.
Nú samvist þinni ég sviptur er
ég sé þig aldrei meir.
Ástvinirnir er ann ég hér
svo allir fara þeir.
Ég felli tár, en hví ég græt?
Því heimskingi ég er!
Þín minning hún er sæl og sæt,
og sömu leið ég fer.
Já, sömu leið! En hvert fer þú?
Þig hylja sé ég gröf.
Þar mun ég eitt sinn eiga bú
of æfi svifinn höf.
En er þín sála sigri kætt
og sæla búin þér?
Ég veit það ekki! - Sofðu sætt!
Og sömu leið ég fer.
(Kristján Jónsson 1866.)
Elsku Bragi, Halla, Inga Birna,
Kristrún, Ragnheiður og aðrir að-
standendur. Megi Guð gefa ykkur
styrk á þessari stundu, missir ykkar
er mikill. Megi Guð blessa minningu
um góðan dreng.
Jón Harrý og íris.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera ve! frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASClI-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár.
Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru
einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má
greinar til blaðsins á netfang þess
Mbl@eentrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimasíðum. Það eru
vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu-
bil og hæfilega linuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
MAGNÚS
GÍSLASON
+ Magnús Gísla-
son var fæddur
á Hvanneyri
Vestmannaeyjum
30. september
1938. Hann lést á
heimili sínu, Hvan-
neyri, 9. mars sið-
astliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjón-
in Gísli Guðlaugur
Sveinsson, f. á
Borgarfirði eystra
20.1. 1909, d. 6.3.
1951, og Sigur-
borg Sigríður
Krisljánsdóttir frá
Hvanneyri í Vestmannaeyjum,
f. 4.7.1916, d. 15.9.1981. Magn-
ús var þriðji í röð sex systkina.
Hin eru Ingibjörg Kristín, f.
11.4. 1935, búsett í Ytri-Njarð-
vík, Sveinn, f. 19.2. 1937, bú-
settur í Reykjavík, Guðbjörg,
f. 15.3. 1946, búsett i Reykja-
vík, og tvíburarnir Gísli og
Runólfur, f. 31.5. 1950, Gísli
búsettur í Reykjavík, en Run-
ólfur í Vestmannaeyjum. Magn-
ús yar ógiftur og barnlaus.
Útför hans verður gerð frá
Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
En þegar hinst er dagur úti
og upp gerð skil
og hvað sem kaupið veröld kann að virða
sem vann ég til -
í slíkri ró ég kysi mér að kveða
eins klökkvan brag
og rétta heimi að síðstu sáttarhendi
um sólarlag.
(St.G.St.)
Svo kvaddi Magnús vinnufélagi
þennan heim, hlédrægur og hógvær
eins og ávallt og eflaust hefur hann
viljað hafa það svo að þegar hann
legðist til hinstu hvílu, þyrftu aðrir
ekki að ómaka sig á einn eða annan
hátt, rétt eins og þeir vissu ekki
að hann væri til. Hann gerði sín
skil til samfélagsins og þáði ekki
neinar ölmusur úr sjóðum, sem
óbreyttur verkamaður gekk hann
til vinnu sinnar hægum skrefum
og vann sín verk þakklátur fyrir
hvern dag og talaði til starfsfélaga
sinna svo maður komst ekki hjá því
að hlusta.
Minningargi'einar eru oft litaðar
fögrum orðum, og reynt er að draga
það bezta fram í fari hins látna,
slíkt hefði Magnúsi ekki verið að
skapi, hann var ekki að byrgja sína
bresti bak við luktar dyr né reyndi
að afmá spor sem ekki áttu að sjást,
hann kom til dyra eins og hann var
klæddur. Ég vissi að hann átti oft
erfiðar stundir, og vonbrigði í lífinu
hafði hann hlotið sem ristu djúpt
sár, kannski sem aldrei greri, en
það mótlæti lét hann ekki bitna á
öðrum. En þrátt fyrir ýmsa erfið-
leika seytlaði gleðin fram á góðum
stundum og gerði hann þá lítið úr
hinni stanslausu sókn í efnisleg
gæði, sem margir halda að sé
grundvöllur hamingjunnar - slíkt
var honum fjarri.
Hann var af verkafólki kominn
og í þeim jarðvegi ólst hann upp.
Alla tíð var hann sannur verkalýðs-
sinni og trúr sinni sannfæringu.
Meginhluta ævi sinnar vann hann
ýmis störf í landi, lengst af hjá
bæjarsjóði, en hafði á unglingsárum
starfað sem sjómaður. Frásagnir
hans frá þeim árum sigruðu tímann
svo mínútur urðu að klukkutímum.
Svo liðu árin hvert af öðru og áfram
fetaði hann sinn veg. Magnús var
hljóðlátur maður, en þegar hann
lenti í fangbrögðum við Bakkus
konung, lifnaði hann allur við og
andinn komst á flug.
En hin falska hamingja reyndist
honum ofjarl og oft eyddi hann
stundum sínum einmana, einangr-
aður af dapurlegum hugsunum um
hverfulleika lífsins, en svo komu
líka tímar sem liann stóð uppi sem
sigurvegari. Á sinn
hljóðláta hátt skilaði
hann verkefnum sínum
vel og af vandvirkni en
eflaust líta ekki allir
sömu augum á störf
hans fremur en annarra
því þeir sem vinna á
eyrinni eru oft gagn-
rýndir að ósekju og
stundum fannst honum
að fólk tæki meira tillit
til annarra þegna þjóð-
félagsins en þeirra sem
hjá bænum unnu. Þetta
særði stolt hans og vitn-
aði hann þá oft í vísur
sem höfðuðu vei til þeirrar gagn-
rýni hveiju sinni, en hann hafði
yndi af kveðskap og viðaði miklu
að sér af því andlega fóðri.
En allt sem lifir hefur upphaf og
endi, maðurinn er eins og gróður
jarðarinnar, ef illgresi gerir vart við
sig er oft erfitt að uppræta það og
nú hefur Magnús lokið göngu sinni
um sanda tilverunnar en handan
við móðuna miklu þar sem góðvild
og göfugmennska er skráð gullnu
letri hvílir hann í faðmi ástvina
sinna. Að leiðarlokum er mér efst
í huga þakklæti fyrir samfylgdina
í gegnum tíðina. Og vorið er í vænd-
um, sá árstími sem honum þótti
vænst um. Ferðalaginu er lokið.
Vertu sæll, félagi. Samferðamenn
í Áhaldahúsinu kveðja með virðingu
og þökk.
Kristinn Viðar Pálsson.
Maggi frændi á Hvanneyri lést
síðastliðinn laugardag eftir stutt
veikindi. Hann var móðurbróðir
minn, og þannig hófust kynni okkar
snemma í hinni miklu umferð sem
ætíð var á Hvanneyri á meðan
móður hans og ömmu naut við.
Maggi bjó alla sína tíð ásamt móð-
urömmu minni á Hvanneyri, en hún
lést árið 1981, og eftir það bjó
hann þar einn. Maggi var hlédræg-
ur mjög og ekki mikið fyrir manna-
mót og fjölskylduboð, var oftast í
sínu herbergi á tímum sem þessum
og las eða dundaði við eitthvað
annað. Hann var mikill einfari og
hélt sig mikið til heima á Hvann-
eyri utan vinnu, var fróður um sögu
og gat rætt og í leiðinni frætt mann
um alla skapaða hluti, var með
mikinn og lúmskan húmor, sem
kom öllum nálægum i gott skap.
Maggi byijaði snemma að vinna
fyrir sér, byijaði 16-17 ára á sjó
og reri fjórar vertíðir á ýmsum bát-
um en fór eftir það í land og vann
ýmis verkamannastörf, lengst af
hjá bænum, og átti Maggi þar góða
vinnufélaga. Án þess að halla á
neinn vil ég þó sérstaklega minnast
á Þórhall Guðjónsson frá Reykjum,
sem reyndist Magga ávallt vinur í
raun.
Maggi varð fyrir ýmsu mótlæti
í lífinu, sem hann hélt með sjálfum
sér yfirleitt. Þar á meðal var barátt-
an við Bakkus sem tók stóran toll
af honum. En það skerti aldrei vit-
und hans fyrir eigum annarra eða
heiðarleika hans sjálfs. Hvað sem
á gekk í þeim efnum var hægt að
treysta á hann til að klára sín mál.
Þetta kom ekki í veg fyrir að hann
gæti hjálpað manni þegar á þurfti
að halda. Það var fátt eitt sem
hann gat ekki gert. Alltaf var hann
boðinn og búinn að gera það sem
hann gæti til að aðstoða, var með
afbrigðum verklaginn og vandvirk-
ur. Man ég eitt sumar í Njarðvík
fyrir mörgum árum er Maggi var
í sumarfríi aldrei slíku vant, að
hann reif heila bílvél i frumeindir
og setti saman aftur, án vandræða.
Maggi frændi fór ekki mikinn
og var sjálfum sér nægur með flest,
hann var mannvinur, hlédrægur en
misskilinn með margt eins og oft-
ast verður með menn sem Bakkus
hefur mætur á. Hann Maggi hefur
skilið eftir stórt tómarúm í hjarta
okkar, og við sem hann umgeng-
umst munum minnast hans fyrir
hans góða húmor og glettni í garð
náungans sem þó fáir kynntust í
reynd.
Gísli Erlingsson og fjölsk.
Vinur minn Magnús Gíslason hef-
ur kvatt þennan heim eftir illvigan
sjúkdóm sem hann barðist við af
miklu hugrekki og heyrðist hann
aldrei kvarta á hveiju sem gekk.
Gísli faðir hans var sjómaður og
útgerðarmaður sem átti mb. Gull-
veigu VE-331 að hálfu á móti Kristni
Sigurðssyni frá Skjaldbreið sem var
skipstjóri. Maggi var aðeins 12 ára
þegar hann missti föður sinn sem
lést langt um aldur fram aðeins 42
ára gamall og tregaði Maggi hann
alla tíð. Þeir voru ekki aðeins feðgar
heldur einnig miklir vinir. Þeir voru
ófáir dagarnir sem Maggi beið komu
föður síns af sjónum og ekki setti
hann það fyrir sig hvernig viðraði.
Sigurborg móðir Magga braust
áfram af mikilli elju til að sjá börnum
sínum farborða og fór Maggi
snemma að létta undir með móður
sinni. Lét hann af hendi laun sín að
mestu í heimilið fram yfir tvítugt.
Árið 1952 hóf hann störf í vinnslu-
stöðinni, þá aðeins 14 ára gamall.
Hann starfaði þar fram yfir 1960
en fór oft á sjó yfir sumarmánuðina.
Fimm sumur var hann í sveit í Ey-
vindarholti undir Eyjafjöllum hjá
miklu mannkostafólki, Oddgeiri 01-
afssyni og konu hans, Þórunni Ein-
arsdóttur, og sonum þeirra, Einari,
Símoni og Ólafi. Hann minntist jafn-
an veru sinnar þar með miklum hlý-
hug.
Undirritaður var tvö sumur í sveit
á næsta bæ, Syðstu-Mörk, og tókst
með okkur vinátta sem entist alla tíð.
Á þessum árum fóru allir röskir
strákar á sjóinn og fara enn í Eyj-
um. Maggi réðst á Blátind VE-21
sem stundaði handfæraveiðar frá
Suðurnesjum. Skipstjóri þar var Jón
Benónýsson. Þá fór hann á síldveið-
ar með Guðmundi Vigfússyni frá
Holti á Voninni II VE-113. Þaðan
lá leiðin til Júlíusar Sigurðssonar frá
Skjaidbreið sem var með Sindra
VE-203. Maggi var með honum tvö
sumur á síldveiðum. Dragnótaveiðar
stundaði hann á Skúla fógeta VE-
185 hér heima við Eyjar. Maggi
endaði svo sinn sjórpannsferil á Faxa
VE-282 með Hauki Jóhannssyni
skipstjóra. Þá varð hann að axla
pokann sinn og fara í land. Bakið
hafði gefið sig og var þar bijósklos
á ferðinni. Gerð var á honum aðgerð
og varð hann aldrei jafngóður. Þann
kross bar hann með sjálfum sér. Þó
stundaði hann oftast líkamlega erf-
iðisvinnu upp frá því sem áður. Fyrst
í Lifrarsamlagi Vestmannaeyja í
nokkur ár en lengst af hjá Bæjar-
sjóði Vestmannaeyja, m.a. við upp-
byggingu eftir gosið.
Maggi var vandvirkur og frábær
verkmaður og úrræðagóður og seigl-
an mikil. Hann gat verið drepfyndinn
eins og pabbi hans var og fleiri ætt-
menni. Þá var minnið alveg í sér-
klassa.
Maggi minn, við sigldum báðir
krappan dans í lífsins ólgusjó og oft
var það að við gengum hratt um
gleðinnar dyr og þá voru önnur
máttarvöld yfirleitt við stýrið. Nú
hefur þú sagt plássinu lausu og sett
stefnuna á landið sem okkur hin
dreymir pll um og allir eru jafnir
fyrir guði.
Ég vil að lokum þakka Einari
Jónssyni Iækni á Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja fyrir frábæra umhyggju
og hjálpsemi _sem Maggi naut af
hans hálfu. Ég votta systkinum
Magga og ættingjum innilega samúð
svo og öllum þeim sem honum þótti
vænt um.
Drottinn sjálfur stóð á ströndu
stillist vindur lækki sær,
hátt er siglt og stöðugt stjórnað
stýra kanntu sonur kær.
Hörð er lundin hraust er mundin
hjartað gott sem undir slær.
(Örn Amarson.)
Drottinn blessi minningu Magn-
úsar Gíslasonar frá Hvanneyri.
Sigurður Jónsson.
SIGRÚN
SIG URÐARDÓTTIR
+ Sigrún Sigurð-
ardóttir fæddist
á Dalvík 10. október
1916. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á
Seyðisfirði að
morgni 10. mars síð-
astliðins. Foreldrar
SigiTÍnar voru Anna
Sigurðardóttir og
Sigurður Guðjóns-
son frá Mói á Dalvík
og var Sigrún ein
ellefu systkina og
eru fimm þeirra enn
á lífi. Fyrsta dag
desembermánaðar
árið 1937 giftist Sigrún Gunn-
laugi Friðrikssyni frá Ólafsfirði
og eignuðust þau eina dóttur,
Gunnþórunni, sem er gift Haf-
steini Sigurjónssyni og búa þau
á Seyðisfirði. Gunn-
laugur lést 22. mars
1943 og 10. október
1943 giftist hún Jóni
Vidalin Sigurðssyni
frá Fáskrúðsfirði og
eignuðust þau tvö
börn, Önnu Gunn-
laugu sem er búsett
í Kópavogi og Sigur-
björn sem er kvæntur
Hugi’únu Ólafsdótt-
ur. Þau eru búsett i
Reykjavík og eiga
þau tvö börn. Sigrún
og Jón bjuggu á
Siglufirði fram til
ársins 1977 er þau fluttu til
Seyðisfjarðar.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku amma okkar, Sigrún, er
látin. Söknuður okkar er mikill en
minningar ylja okkar hjörtu.
Þegar við lítum til baka og rifj-
um upp minningarnar um ömmu
er okkur efst í huga hve góð og
dugleg hún var. Þegar við bjuggum
á Néskaupstað var alltaf gaman
að koma til ömmu á Seyðó, eins
og við kölluðum hana. Hún tók
ávallt vel á móti okkur, stóð í
vaskahúsinu og bauð okkur inn.
Alltaf var amma búin að baka og
fylla sælgætisskúffuna þegar við
komum í heimsókn. Þann tíma sem
við vorum á Seyðisfirði var amma
alltaf að dekra við okkur, og oftar
en einu sinni var hún búin að
pijóna ullarsokka og vettlinga fyr-
ir veturinn. Anuna gaf sér alltaf
góðan tíma fyrir okkur, og þegar
við vorum yngri settist hún oft hjá
okkur og sagði okkur sögur eða
söng. Við systkinin gátum setið
klukkutímum saman og horft á
hana mála dúka og prjóna.
Amma var mjög vanaföst, t.d.
drakk hún alltaf kaffið sitt úr sama
bollanum og horfði á sjónvarpið
úr sama stólnum rneð pijónadótið
í höndunum. Alltaf var amma
áhugasöm um áhugamál. okkar og
hvað við vildum verða þegar við
værum orðin eldri. Alltaf var gam-
an að tala við ömrnu, hún var svo
glaðlynd og skemmtileg kona, en
hlátrinum munum við ekki gleyma.
Hann var svo smitandi.
Við systkinin eigum ótal margar
fallegar minningar um ömmu á
Seyðó, minningar sem við munum
ávallt geyma í huga okkar. Við
þökkum allar þær yndislegu stund-
ir sem við áttum saman. Við viturn
að þú verður alltaf hjá okkur,
geymd á góðum stað í hjörtum
okkar. Elsku amma, hvíldu í friði.
Jón Ólafur
og Steinunn Salóme.