Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 45 gekk hún með göngugrind sér til stuðnings, en hafði fótavist allt fram á síðasta dag. Hún lét nú ekki aftra sér þrátt fyrir veikan fót að gera verkin sín heldur settist á koll og þvoði leirtau og nuddaði úr uliarleist- um eins og áður, en þess á milli var prjónað og lesið. Amma var einstak- íega heilsuhraust alla sína ævi og nú fyrst rétt um síðustu jól lagði hún pijónana frá sér vegna þess hve sjón hennar var orðin döpur. Árið 1990 fæddist sonur okkar Danival Guðjón og var hann fyrsta bamabarnabarn hennar, hún þá orð- in 96 ára gömul og mikið sem hon- um leið vel að sitja í kjöltu hennar og hjala enda var amma alltaf mjög bamgóð. Árið 1993 fæddist yngri sonur okkar Eysteinn Örn og núna í des. 1995 eignaðist Guðrún systir soninn Júníus Einar þannig að barnabarnabörnin voru orðin þtjú. Aldrei fóru barnabarnabörnin tómhent heim úr sveitinni, alltaf sendi hún þá með hlýja og góða ullarleista og ófáir eru þeir sem hafa fengið að njóta sokkanna henn- ar. Það var eitt sinn þegar Danival litli kom heim úr vikudvöl í sveitinni þá á ijórða ári, var hann að segja okkur fréttir úr sveitinni og það sem hann talaði mest um var að lang- amma Guðrún væri trommandi allan daginn en þá átti hann við pijóna- | glamrið. En nú eru pijónarnir þagn- I aðir og elskuleg amma okkar er ' sofnuð svefninum langa. Elsku amma, við þökkum fyrir að hafa átt þig að og vitum að þér líður vel núna. Minningin um þig lifir alltaf björt í hjörtum okkar. Við kveðjum þig með söknuði en vitum að einhvern tímann hittumst við aftur. Guð geymi þig. ( Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. i Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Stefán, Rakel, Danival Guðjón og Eysteinn Örn. Kallið er komið, komin er nú stundin... (V. Briem.) Gamla Dalakonan okkar Guðrún frá Lambastöðum er dáin. Þessi orð voru mér sögð í stuttu símtali einn morguninn. Mér kom þessi frétt ekki á óvart því ég vissi að hún væri orðin lúin og þreytt kona. Guðrún átti líka langa ævi. Mig setti samt hljóða um stund, því ég þekkti Guðrúnu vel frá því ég fædd- i ist. Okkar leiðir hafa alltaf verið góður vinarhugur, hvar sem við höfum verið. Guðrún var mér og 1 mínum góð. Samband okkar hefur alltaf verið beint og hreint. Mér er það efst í minni þegar ég var einu sinni beðin af dóttur hennar að heimsækja gömlu kon- una á sjúkrahúsið. Þegar ég kom þá þekkti hún mig um leið. Það kemur alltaf söknuður að manni þegar gamlir sveitungar deyja. Þetta var kona sem ég átti oft stundir með. Guðrún fræddi mig i á mörgu og maður kunni líka margt frá hennar verkum að segja. En nú verða þetta allt gamlar minning- ar sem betur verða geymdar innst inni í manni. Ég á henni Guðrúnu svo margt að þakka. Ekki verða línur mínar margar um okkar góðu stundir sagðar hér. En það er eitt sem Guðrún gat ver- ið stolt af. Hún náði því meti að verða háöldruð og með á öllu fram á sína síðustu viku áður en hún dó, hundrað og eins árs gömul heima hjá dóttur sinni. Alltaf voru þær mæðgur saman nær öll þeirra ár. Hún vissi líka um alla sína fjöl- skyldu. En mínar stundir og líðan vissi hún um og alltaf þekkti hún mig. En það er samt af svo ótal- mörgu að taka. En eigum það bara í góðum minningum frá hennar liðna tíma. Þakka þér allt með þess- um fátæklegu orðum mínum. Bið Guð að styrkja alla þína nánustu ættingja. Erla Þórðar. AGNES KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR + Agnes Kristín Eiríksdóttir fæddist á Egilsstöð- um í Villingaholts- hreppi 13. septem- ber 1940. Hún lést aðfaranótt 9. mars síðastliðins. For- eldrar Agnesar eru Gunnbjörg Sesselja Sigurðardóttir, d. 1985, og Eiríkur Júl- íus Guðmundsson. Seinni kona Eiríks og stjúpmóðir Ag- nesar er Margrét Benediktsdóttir. Eftirlifandi eiginmaður Agn- esar er Óli Jörundsson frá Mið- Ég kynntist Agnesi eða Öddu eins og hún var kölluð, þegar við unnum saman um tíma á saumastofu fyrir rúmum 20 árum. Adda var góð saumakona, lagin og þolinmóð og vannst vel. Hún var ekki allra eins og sagt er, en þegar búið var að kynnast henni og ná vináttu hennar var hún sannur vinur vina sinna, traust, trú, hlý og góð. Hún var myndarleg húsmóðir, það var sama hvað hún gerði heima fyrir, eldaði, bakaði, pijónaði, saumaði eða hekl- aði. Öddu langaði í listnám þegar hún var ung stúlka. Hún hafði hæfi- leika í þá átt sem hana langaði til að þroska en ekkert varð úr því. Þó fékkst hún töluvert við að mála á tréplatta og hafði gaman af. Eitt sinn kom hún færandi hendi til mín og færði mér einn slíkan. Ég man hve brosandi og glöð hún var þá, hreykin yfir vel unnum hlut, því bara það besta tók hún og færði ættingjum og vinum. Þennan platta geymi ég nú til minningar um hana og hef til skrauts á heimili mínu. Adda var afar trúuð kona. Oft ræddum við um trúmál og ég vissi hve oft og mikið hún bað til Guðs síns og æðri máttarvalda um betri heilsu. Allt var reynt í þeim efnum þegar henni leið illa. Það er sagt að Guð leggi ekki meira á hvern ein- stakling en hann getur þolað eða umborið, - en þessi kenning stenst ekki alltaf. Það er svo misjafnt hvern- ig fólk kemst frá lífshlaupi sínu. Sumir virðast sleppa betur en aðrir. Kannski erum við mislangt komin a þroskabrautinni og verðum þess vegna að táka á okkur misstóran skammt af erfiðleikum, en allir fá samt eitthvað. Síðast þegar ég talaði hrauni, f. 23. maí 1933, mjólkurbíl- stjóri. Dætur þeirra eru tvær: Kristbjörg Óladótt- ir, gift Gesti Har- aldssyni, og eiga þau þrjár dætur, Agnesi Kristínu, Karen og Elínu; og María Óladóttir, gift Svani Ingvars- syni, og er sonur þeirra Ari Steinar. Agnes Kristín verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16.30. við Öddu harmaði hún hve lítið hún gæti haft barnabörnin hjá sér sökum lélegrar heilsu, en þau sóttu mikið til þeirra hjóna, sérstaklega var Kar- en litla mikil ömmu- og afastelpa. Ung að árum kynntist Adda eftir- lifandi manni sínum, Óla Jörunds- syni. Betri mann hefði hún ekki getað fengið. Óli hefur verið hennar stoð og stytta í öll þau ár sem þau hafa verið saman. Ég hef oft dáðst að því æðruleysi og þolinmæði sem hann hafði til að bera. Þeirri miklu umhyggju, ást og tillitssemi sem hann sýndi henni. Oft, ef ekki allt- af, hringdi hann heim úr vinnunni, einu sinni, tvisvar á dag til að vita hvernig konan hefði það. Allt vildi hann fyrir hana gera. Hvatti hana ef hana langaði til að fara eitthvað, eða fá sér ný föt, því Adda hafði gaman af því að klæðast fallegum fötum og var alltaf vel og snyrtilega til fara. Þau Óli og Adda eignuðust tvær dætur, Kristbjörgu og Maríu, og eru barnabörnin orðin ijögur. Þetta eru fátækleg orð um góða vinkonu, en ég veit að hún Adda mín hefði ekki ætlast til að skrifaðar væru miklar og langar greinar um hana. Ég vil að lokum þakka henni samverustundir okkar og þá vináttu og traust sem hún bar til mín. Ég kveð hana með þessum versum:. Þinn andi, Guð, til Jesú Krists mig kalli og komi mér á hina réttu leið, svo ætíð ég að bijósti hans mér halli í hverri freisting, efa, sorg og neyð. Þinn andi, Guð minn, upp mig sífellt lýsi með orði þínu, Ijósi sannleikans, i lífi’ og dauða það mér veginn vísi til vors hins þráða, fyrirheitna lands. (V. Briem.) Óli minn og fjölskylda, ég og fjöl- skylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð, en minningin um góða konu mun lifa. Guð veri með ykkur öllum og styrki. Gróa K. Bjarnadóttir. Elsku Adda amma. Okkur langar að minnast þín og þakka þér fyrir samverustundirnar á okkar fyrsta æviskeiði og lýsa okkar hug til þín með þessum erindum: Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkur ungu’ hjðrtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð i. Hjartkær amma, far í friði, fððurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlum vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Þín ömmubörn, Agnes Kristín, Karen, Ari Steinar og Elín. Mig langar í fáum orðum að minn- ast Agnesar Kristínar Eiríksdóttur. Ég kynntist Öddu þegar við María dóttir hennar urðum vinkonur 12 ára gamlar. Ég varð eins og gengur með vinkonur heimagangur hjá Öddu og Óla og kom þar nær dag- lega á unglingsárum mínum. Þegar ég hugsa til baka sé ég Öddu fyrir mér í eldhúskróknum að baka, við saumavélina í sauma- króknum, að sauma ýmist fyrir aðra eða á sig og dætur sínar, eða með einhverja handavinnu í höndunum inni í stofu, alltaf fannst mér Adda vera að gera eitthvað. Ég man þegar við skutumst stundum heim til Maríu í löngu frí- mínútunum í gagnfræðaskóla og fengum mjólkurglas og nýbakaðar pönnukökur hjá Öddu. Adda átti alltaf til eitthvert bakkelsi, pönnu- kökur, kleinur eða annað góðgæti, enda bakaði hún í mörg ár með- læti fyrir veitingahús hér á Sel- fossi. Laufabrauðið hennar er mér líka minnisstætt, mér fannst það aldrei þykkara en pappírsblað svo fínlegt var það og ávallt fagurlega útskorið. Adda var hög í höndun- um, mikil saumakona og margar flíkurnar saumaði hún á vélina sína, jafnframt því sem hún gerði við vinnufatnað fyrir fyrirtæki hér í bænum. Adda og Óli áttu fallegt og eink- ar snyrtilegt heimili, þar sem gott var að koma, ég vil að lokum þakka þeim fyrir allt gott í minn garð á liðnum æskuárum og þann hlýhug sem þau hafa sýnt mér bæði á gleði- og sorgarstundum í lífi mínu síðan. Góður Guð styrki Óla, Maríu, Kristbjörgu og fjölskyldur þeirra gegnum sorgina, minningin um góða konu lifir í hjörtum okkar sem eftir lifum. Brynja Hjálmtýsdóttir. LEVÍ DIDRIKSEN + Leví Didriksen fæddist í Reykjavík 21. júní 1995. Hann lést í Reykjavík 12. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 14. mars. Ég veit um lind, sem ljóðar svo Ijúft að raunir sofna, um lyf, sem læknar sárin og lætur sviðann dofna. Um lítið blóm, sem brosir svo blítt, að allir gleðjast. Um rödd, sem vekur vorin, þá vinir daprir kveðjast. Ég þekki gleði góða, sem græðir allt með varma og sælu, er svíkur aldrei, en sefar alla harma. Ég veit um stjörnu, er vakir, þó vetrarmyrkur ríki, - um ást, sem er á verði, þó ástir heimsins svíki. Það allt, sem eg hef talið, er eitt og sama: bamið, sú guðsmynd björt er gæfan og græðir jafnvel hjamið. Á meðan lífið lifír það Ijós mun aldrei deyja. Og mannsins björg og blessun er bamsins stjömu að eygja. (Hulda) Elsku Schumann og Heidi, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar og við varðveitum öll minningu um fal- legan, lítinn dreng. Angela, Daði, Dóri, Elín, Guðmar, Helen, Jón Gunnar, Matti, Snjólaug, Soffía, Vala og Tóti. + Bjarngerður Ól- afsdóttir fæddist 11. júní 1907 í Keldudal í Mýrdal. Hún lést 29. febrúar siðastliðinn á sjúkra- deild Elliheimilisins Grundar. Foreldrar hennar voru Ólafur Bjarnason og Guð- rún Dagbjartsdóttir sem bjuggu í Keldu- dal í Mýrdal. Hún átti 5 systkini og er ein systir hennar lif- andi: Anna sem býr í Austurkoti í Hraun- gerðishreppi í Flóa. Hin systkinin eni Dagbjört, f. 28.5. 1901, d. 20.6. 1992; Sigur- lín, f. 12.11 1903, d. 29.5. 1995; Gunnar, f. 3.8. 1910, d. 19.12. Ég vil minnast í örfáum orðum frænku minnar, Bjarngerðar Ólafs- dóttur, sem fallin er frá eftir langvar- andi veikindi. Gerða eins og hún var alltaf kölluð, var mér mjög kær enda bjó hún fyrstu ár ævi minnar á heim- ili foreldra minna og reyndist hún mér sem besti vinur og leit ég alltaf á hana sem ömmu. Árið 1972 festi hún kaup á íbúð á Hringbraut 113 1990; Bjarni, f. 11.9. 1913, d. 8.6. 1981. Fimm ára fór Bjarngerður í fóst- ur að Hjörleifs- höfða til hjónanna Hallgríms Bjarna- sonar og Áslaugar Skæringsdóttur er þar bjuggu. Hún flytur síðan með þeim að Suður- livannni í Mýrdal. Flytur síðan til Vestmannaeyja og giftist Guðjóni Jóns- syni skipsljóra á Heiði í Vestmanna- eyjuin en hann deyr á sjöunda áratugnum. Jarðarför hennar fór fram 8. mars 1996. í Reykjavík og bjó hún þar til ársins 1989 er hún flutti á Elliheimilið Grund. Ég lagði leið mína oft á Hringbrautina. Alltaf var tekið á móti mér með brosi og hlýju og oftar en ekki var hunangskaka og mjólk á borðum og þýddi ekki annað en að taka hraustlega til matar síns. Sátum við oft saman og sagði hún mér frá ferðalögum sínum um land- ið, sem var eitt af hennar helstu áhugamálum, og sýndi mér myndir sem hún hafði tekið vítt og breitt um landið. Hún sagði mér mikið af sögum, enda fróð kona og vel máli farin. Alltaf vildi hún reyna að hjálpa eins og kostur var, enda rausnarleg með eindæmum, eins og kom á dag- inn, er ég og Halla konan míq hófum búskap. Má segja að orðtakið „sælla er að gefa en þiggja" hafi átt vel við hana. Elsku Gerða, ég, Halla og Guðni Þorsteinn þökkum þér fyrir allt. Jarðvist þinni er lokið en þú munt lifa áfram í huga okkar og mun nöfnu þinni Gerðu, sem aðeins er 6 mánaða gömul, verða sagt frá því hvilík kostakona þú varst. Hvíl þú í friði. Guðjón Einarsson. Kær vinkona'er látin. Ég kynntist Gerðu, eins og hún var alltaf kölluð, þegar ég fluttist á Hringbraut 113 í Reykjavík. Við bjuggum þar á sömu hæð. Ökkur hjónum fæddist lítil dótt- ir og Gerða tók það að sér fyrir okk- ur að gæta hennar á morgnana fyrsta veturinn. Það var ómetanlegt fyrir mig að geta farið til vinnu vit- andi af barninu í hennar öruggu höndum. Hún var sjálf barnlaus en sýndi litlu stúlkunni mikinn kærleik og hafði ánægju af því seinna á ævinni að minnast ýmissa atvika frá samveru þeirra. Við fluttum í annan bæjarhluta svo samgöngur urðu ekki eins tíðar milli okkar, en það var ljúft að heimsækja Gerðu því það var allt- af sama hlýjan og traustið sem staf- aði frá henni. Hún missti sjón að mestu leyti á síðustu árum ævinnar og það hafði þau áhrif að hún gat ekki lengur búið ein eða stundað það félagsstarf meðal aldraðra, sem hún hafði mikla ánægju af. Hún fluttist á elli- og hjúkrunarheimilið Grund og bjó þar síðustu æviárin. Við Guðmundur Helgi, Kristin og Gerður þökkum viðkynningu við trygga og góða konu og vottum syst- ur hennar, Önnu, Sólrúnu systurdótt- ur hennar, sem var henni eins og besta dóttir, og fjölskyldu hennar innilega samúð. Sigiúður Sveinsdóttir. Sérl*rakðingar í blóinnskiv) (in"iiin vió öll lu'kilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 BJARNGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.