Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 53
BRÉF TIL BLAÐSINS
Yegna
biskupsdeilu
Frá Esther Vagnsdóttur:
VEGNA svokallaðrar biskupsdeilu
eða ákæru á hendur biskupi ís-
lands, hr. Ólafi Skúlasyni, vegna
meintra siðferðisbrota að mati
nokkurra kvenna þá langar mig,
samvisku minnar vegna, að koma
eftirfarandi á framfæri: Þegar
nokkrar konur fóru að bera það á
biskup að hann hefði fyrir áratugum
gerst nærgöngull meira en góðu
hófi gegndi í þeirra garð kom í
huga mér sumar sem ég dvaldi þeg-
ar ég var á 18. ári að Löngumýri
í Skagafirði ásamt hópi annarra
ungra stúlkna á svipuðu reki. Þetta
var á fyrri hluta 6. áratugarins.
Biskup var þá ungur prestur og
starfaði þetta sumar sem æskulýðs-
fulltrúi þjóðkirkjunnar á Löngu-
mýri. Þessi stúlknahópur sem kom
víða af landinu og úr öllum stéttum
þjóðfélagsins var þarna til andlegr-
ar uppbyggingar við störf og kristi-
lega fræðslu undir umsjón Ólafs
Skúlasonar, núverandi biskups. Það
var góður andi sem ríkti þarna á
Löngumýri þetta sumar og ég man
vel að Ólafur rækti vel sitt hlutverk
sem andlegur leiðbeinandi okkar
stúlknanna; til hans gátum við leit-
að ráða með ýmislegt sem upp gat
komið á milli okkar, stundum varð
ósamkomulag eins og oft getur
gerst í svo stóruni stúlknahópi. Þau
vandræði leysti Ólafur með prýði
og fundum við að gott var að leita
hans ráða og leiðsagnar. Ég minn-
ist morgnanna þetta sumar þegar
við komum saman í morguhstund
og þar var sr. Ólafur ávallt með
einhverja hugvekju sem tilheyrði
hverjum degi fyrir okkur til um-
hugsunar. Einnig var sunginn sálm-
ur. Þetta eru ljúfar stundir í endur-
minningunni og er ég Ólafi ævin-
lega þakklát fyrir þær minningar.
►Ég vil segja að hefði hans „karakt-
er“ verið í þá veru að áreita ungar
konur þá hefði hann virkilega haft
til þess tækifæri þetta sumar. Aldr-
ei kom neitt slíkt upp, hann var ljúf-
mannlegur og glaður í framkomu
og aldrei hefði okkur komið til hug-
ar neitt slíkt hann varðandi, það
veit ég með vissu.
Vitað er að sumar konur - því
miður - eiga í vandamálum með
sinn „animus“ sem er hin karllega
arketýpa sem sálfræðingurinn
frægi, Carl G. Jung, ræddi oft um
og kynnti í ritum sínum. Þá getur
ímyndun blönduð óljósri þrá byggt
upp hjá sumum konum þráhyggju
sem getur orðið til þess að umbreyta
raunveruleikanum í eitthvað sem
undirvitundin leitar eftir. Gætu þess-
ar endurminningar kvennanna ekki
hafa sprottið frá slíkum ímyndum?
í mínum huga er það alls ekki frá-
leitt - og jafnvel sennileg skýring
hvað þetta mál snertir. Þetta sumar
voru nokkrir þjóðþekktir íslendingar
staddir á Löngumýri og er ég viss
um að þeir bera sr. Ólafi gott orð
þann tíma sem þeir dvöldu þar. Ég
vildi aðeins láta þetta koma fram
sem örlítið innlegg í umræðuna.
ESTHER VAGNSDÓTTIR,
Melgerði 1, 603 Akureyri.
Kirkjudagnr
Safnaðarfélags
Ásprestakalls
Frá Árna Bergi Sigurbjörnssyni:
ÁRLEGUR kirkjudagur Safnaðar-
félags Ásprestakalls er á morgun,
sunnudaginn 17. mars. Um morg-
uninn verður barnaguðsþjónusta í
Áskirkju kl. 11 og síðan guðsþjón-
usta kl. 14. Eiður Á. Gunnarsson
syngur einsöng, sóknarprestur préd-
ikar og Kirkjukór Áskirkju syngur
undir stjórn Kristjáns Sigtryggsson-
ar organista.
Eftir guðsþjónustuna og fram eft-
ir degi verður kaffisala í Safnað-
arheimili Áskirkju. Þar mun Eiður
Á. Gunnarsson syngja nokkur kunn
íslensk sönglög og leiða almennan
söng. Allur ágóði af kaffisölu kirkju-
dagsins rennur til framkvæmda við
kirkjuna og henni til prýðis, en
kirkjudagurinn hefur lengi verið einn
helsti fjáröflunardagur Safnaðarfé-
lagsins.
Eins og jafnan á kirkjudaginn
verða glæsilegar veitingar á boð-
stólum og vona ég að sem flest
sóknarbörn og velunnarar Áskirkju
leggi leið sína til hennar á sunnu-
daginn og styðji starf Safnaðarfé-
lagsins.
Bifreið mun flytja íbúa dvalar-
heimila og annarra stærstu bygg-
inga sóknarinnar að og frá kirkju.
ÁRNI BERGUR SIGURBJÖRNSSON,
sóknarprestur.
Iiugleiðing- leikmanns
Frá Ester Sveinbjarnardóttur:
MIKIÐ hefur verið rætt um ávirðing-
ar á hendur biskupi íslands og hefur
hann verið borinn alvarlegum sökum
sem orsaka það að ég sem kristin
manneskja hef upplifað mikla höfnun
og vantrú á þjóðkirkjuna. Hætt er
við að éf kirkjunnar þjónar taka ekki
á þessum málum munu margir missa
traust til kirkjunnar. Þar sem upp
hafa vaknað efasemdir um siðgæði
og réttsýni þeirra og ábyrgð til að
taka á málum sem upp kunna að
koma í þjóðfélaginu.
Enginn vafi er á því að embætti
biskups íslands býður ekki upp á
sveigjanleika í siðgæðisdómum. Þar
þarf að sitja manneskja sem er hafin
yfir allt dægurþras og hefur þolgæði
til að hafa ávallt kærleika Jesú Krists
að leiðaijósi.
Sérhver maður hefur hlotið í arf
frá sínu heimili alls kyns siði og venj-
ur. Misjafnt er hversu miklar snert-
ingar eru í samskiptum fjölskyldu.
Það sem einum finnst sjálfsagt finnst
öðrum óviðeigandi. Fólk ber sig sí-
fellt saman við annað fólk og aðrar
fjölskyldur og því er almennt vitað
hvað telst venjuleg hegðan og hvað
telst óvenjuleg hegðan. Því má segja
að fólk viti hvar mörk tilfinninga-
legra samskipta séu í samanburði
við venjur samfélagsins.
Sárt er að bera hatur í bijósti því
er það mikilvægt hverri sál að kunna
að sættast. Til þess að það megi
verða þarf að bijót odd af oflæti sínu
og sterkan vilja þarf til að opna hug
sátta og kærleika. Sæll er sá sem
getur fyrirgefið óvini sínum því hann
öðlast hugarró og hatur nagar ekki
lengur hjarta hans.
Vera kann að þetta dæmi sé til
þess fallið að við missum ekki sjónar
á því hve staða okkar sem einstakl-
inga í siðgæðisþróun er mikilsverð.
Hve réttsýni og öguð siðfágun er
nauðsynleg kjölfesta í þjóðfélagslegri
þróun okkar til framtíðar. Missum
ekki sjónar á því að þjóðkirkjan er
kirkja Guðs, biskup og prestarnir eru
þjónar í henni. Saman eiga þeir að
leiða söfnuðinn á guðsvegi og þjóðfé-
lagið til farsældar.
ESTER SVEINBJARNARDÓTTIR,
iðnrekstrarfræðingur og leikmaður
í Þjóðkirkju íslands.
MIKIÐ AF BORÐSTOFUHÚSGÖGNUM:
SÓFAR, SÓFABORÐ, SKÁPAR,
SKRIFBORÐ, BÓKAHILLUR OG STÓLAR.
ATH! VERSLUNIN ER FLUTT í
AÐALSTRÆTI 6 (MORGUNBLAÐSHÖLLINA).
OPNUNARTILBOÐ
15-50% AFSLÁTTUR
OPIÐ í DAG KL. 12-16, VIRKA DAGA KL. 12-18
y\iyjar senainga
d stöÍQim teppui
r ■
yning sunnudag
KL. 13 - 17
gia
íra
i s t-an
Suðurlandsbraut 46
v/Faxafen
sími: 568 6999 Í
Serverslun me&
tök teppl og mottur IJasL